Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 3
1 iaugardagur 28. maí 1960 MORGVNBLAÐ1Ð 1-------------------------------------- <7Í»? 'é* Brá sér til íslands eftir 40 ára fjarveru ÞEGAR Reykjavíkur Apótek átti tveggja alda afmæli fyrir skemmstu, sendi Þorsteinn Scheving Thorsteinsson út boðskort til afmælishátíðar- innar, aðallega til starfsfólks fyrirtækisins, gamals og nýs. í boðskortinu stóð, eins og sést á meðfylgjandi mynd: „Okkur væri það mikil á- nægja, ef þér vilduð líta inn“. Boðskortið var einnig sent til nokkurra vina erlendis, þó ekki væri búizt við að þeir tækju sig upp og færu langa leið yfir úthafið til að taka þátt í afmælishófinu. Meðal þeirra sem fengu kortið erlendis, var Peter O. Christensen, fyrrum lyfsali í Reykjavík, en Þorsteinn Schev ing keypti Reykjavíkur apó- tek af honum fyrir rúmum 40 árum. Óvænt heimsókn. Christensen var lengi lyf- sali í Randers á Jótlandi, en er nú 87 ára og hefir sonur hans Paul tekið við apótekinu. Þegar hann fékk boðskortið ákvað þann þrátt fyrir háan aldur að fara í skyndi flug- leiðis til fslands, en tveir synir hans fylgdu honum. Þeir komu algerlega á óvænt inn í afmælishátíðina, meðan hún stóð sem hæst. Allt í einu stóðu þeir á miðju gólfi í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem veizlan fór fram, og Þor- stéinn Scheving ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. En Peter gamli Christensen gekk til hans og rétti fram hendina og sagði: — Jaeja, við ætluðum að líta hérna sem snöggvast inn. Var nú þarna hinn festi fagnaðarfundur og setti koma gamla lyfsalans svip sinn á hátíðina. Gamall starfsmaður. Fréttamaður Mbl. hitti Christensen fegðana sem snöggvast í fyrradag. Það var síðasta kvöldið, sem þeir dvöldust hér og höfðu þeir ekki nema nokkrar mínútur afgangs, því að þeir voru að I fara í kvöldverðarboð, en svona voru þeir uppteknir |i nær allan tímann sem þeir f dvöldust hér. Peter Christensen var hinn Christensen lyfsali með son- um sínum, Jörgen lækni og Paul lyfsala. hressilegasti og brattasti þó hann sé kominn undir nírætt. Hann var þráðbeinn í baki og kvaðst ekki kenna til þreytu þótt hann hefði ferðast langa leið og verið á sífelldum þön- um meðan hann dvaldist hér. Fyrst sýndi hann mér dá- lítið málmmerki, sem hann bar í jakka-boðangnum. — Þetta er merki Reykjavíkur apóteks, sem Þorsteinn Schev- ing hefur látið gera í tilefni afmælisins og gefið starfsfólk inu. Og ég má heita gamall starfsmaður, því að ég var apótekari í átta ár 1911 til 1919. Hvar var apótekið þá? í gamla húsinu við Austur- völl, nú fyrir sunnan Lands- simahúsið. Símahúsið var ekki til, þegar ég var hér. Það var minnst til af þeirri stóru Reykjavík, sem ég sé nú. Þá var borgin lítil, kannski með svona fimm þúsund íbúum. Bændur í kaupstaðarferð. Þá hefur ekki verið mikið að gera? — Jú, talsvert. Þetta var eina apótekið í Reykjavík og næstum því eina lyfjabúðin fyrir mestallt Suðurland. Að vísu var einhver lyfjasala á Stórólfshvoli, en sveitafólkið kom til mín, það var allt af mest að gera á vorin og haust in, þegar bændurnir komu í kaupstaðinn. Þá var enginn bíll kominn til Reykjavíkur. Aðeins hestar, auðvitað keypti ég hest bæði fyrir mig og syni mína, þeir voru fimm og sjö ára, þegar ég kom til lands ins og átta árum eldri þegar ég fór. Jörgen sonur minn,hélt síðan áfram námi í Reykja- vík og tók stúdentspróf. Hann er nú læknir í Flensborg. — Jæja, mér þótti gaman að því, þegar bændurnir komu með miklar hestalestir og gengu í verzlanir og svo í apótekið til mín. Ég af- greiddi sjálfur og það var gaman að tala við fólk. Ekki man.ég samt mikið eftir .ein- stökum atriðum. Það fyrnist yfir það með aldrinum. Spænska veikin. — Notuðu Islendingar mik- ið lyf? — Eins og gengur og ger- ist. En eitt tímabil úr veru minni hér var hræðilegt. Það var þegar inflúensan eða spænska veikin gekk yfir. Þá réð ég tuttugu manns að apó- tekinu, en allir veiktust nema einn. Hann hafði fengið mjög slæma inflúensu árið áður og lungnabólgu upp úr því. Nú reyndist hann alveg ónæmur og það var mikil hjálp að því að hann skyldi standa uppi eins og klettur. Sjálfur veikt- ist ég og fjölskyldan en svo var forsjóninni fyrir að þakka, að enginn af mínum, né af starfsfólki mínu dó í veikinni. Það var stundum ömurlegt, þegar hlaðar af lyfseðlum höfðu safnazt saman á borðinu og maður hafði ekki vinnu- afl til að afgreiða það. Ég man að þá var Scheving Thorsteins son starfsmaður hjá mér og Stefán Thorarensen, sem ætl- aði sjálfur að fara að opna annað apótek, kom til mín sem sjálfboðaliði, að hjálpa til í öllum þessum vandræðum. Spíritus út á resept. Þér hafið náttúrlega afgreitt „hundaskammta“? — Ah, hét það hunda- skammtar? — Ég veit strax, hvað þér eigið við, þó ég myndi ekki eftir nafninu. Já, það voru bannár á íslandi, en sannast sagna, það var þýð- ingarlaust bann, því að allt eftirlit með því var gersam- lega í molum. Einu sinni strandaði dönsk skonnorta hér á bannárunum. Hún var að fara til dönsku Vestur Indía og í henni var m. a. mikið af sterku öli á pottflösk um. Þegar strandgóssið var tekið í land vissu menn ekki í fyrstu hvað ætti að gera við ölið, sem var bannvara vegna þess að alkóhólmagnið var mikið. Einhver fann ráð við þeim vanda. Það var bara að opna flöskurnar og láta þær standa opnar eina nótt. Þá hlaut alkóhólið að hafa gufað nægilega upp, sögðu menn. — Svona var farið í kringum all- ar bannreglur og spaugað að því. Það kom vissulega mikið af reseptum um spíritus og auð- vitað varð maður að afgreiða þau. Það gengu sögur um það, að einn læknirinn stæði á ákveðnu götuhorni í bænum og hefði þar ákveðinn viðtals tíma til að gefa út resept. Ekki veit ég hvað hæft var í því, en þó var það undar,- legt, að það var langmest gefið út af reseptum rétt fyrir stór hátíðar eins og jólin. Þá hafð ist varla undan. Orðrómurinn hermdi, að lækriar tæki 1 kr. fyrir resept að hálfflösku og túkall fyrir heilflösku, en það er sama, ég veit ekki hvað hæft var í því. Én nú er þetta annars liðin tíð og allt bann búið, aðeins gamansögur eftir af þessu undarlega fyrirbæri. Reykjavík eða Randers. Af hverju fórúð þér svo frá íslandi? — Það var eingöngu af per- sónulegum ástæðum, eins og gengur og gerist. Hugurinn var oft heima í Danmörku. Svo fékk ég lyfsöluleyfi í Randers og þar gtarfaði ég mestan hluta ævinnar. — En Reykjavík hefur stækkað meira en Randers. Reykjavík er næstum óþekkjanleg, þó gekk ég inn í gamla apótekið við Austurvöll. Það stendur á sínum stað, en umhverfis það var mikill og fellegur trjá garður. Hann er horfinn. Og hestarnir eru horfnir. smsieimr Hátíð Þjóðleikhússins 1 síðasta hefti Nýs Helgafells er grein um Þjóðleikhúsið og seg- ir þar á þessa leið: „Það er ekki ætlunin að leggjs hér dóm á starfsemi Þjóðleikhúss ins sl. 10 ár enda þótt sízt væri vanþörf á því að sú saga yrði rakin því af henni mætti marga lærdóma draga. Án slíkrar sagn- ritunar má þó vafaiaust fuilyrða að það leikár sem nú er á ertda hafi verið hið fátæklegasta síðan leikhúsið tók til starfa og bendir það ekki til þess að til mikilla framfara horfj um starfsemi þess. Þó reyndu menn að sætta sig við deyfð vetrarmánaðanna í trausti þess að verið væri að safna kröft- um til afmælishatiðar þcirrar sem í vændum var með vorinu. Og nú þegar þetta er ritað er Þjóðleikhússtjóri búinn að aug- lýsa hvorki meira né minna en tvær hátíðir — afmælishátið og listahátíð — sem halda á í tilefni 10 ára afmælisins á nokkurra vikna fresti...... Ótrúlegast er að á hinni miklu listahátíð sem halda á í júni á ekki að frumsýna eitt einasta leikrit......“ Ballið í Þjóðleikhúsinu f Helgafellsgreininni segír enn fremur: „Er þó enn ótalið ævintýraleg- asta atriði listahátíðarinnar ea það á fram að fara á þjóðhátíð- ardaginn. Verður þá Þjóðleikhús- inu — væntanlega með gífurleg- um kostnaði — breytt í danssal svo að halda megi ball fyrir hina Iistþreyttu borgara Reykjavíkur. Verður þessa listræna framtaks vafalaust lengi minnzt“. Þegar ritið kom út hafði ríkls- stjórnin góðu heilli skorizt í mál- ið og bannaði hið fáránlega ball í Þjóðleikhúsinu. Verða gerðir pólitískir f ritstjórnargrein í Tímanum á fimmtudaginn segir svo: „Mjög er líklegt eins og nú horf ir í bankamálum þjóðarinnar, að fleiri einkabankar rísi upp en verzlunarbankinn. Af hálfu nú- verandi ríkisstjórnar hefur verið lýst yfir þeirri stefnu að fylgls- menn viðkomandi ríkisstjórnar skuli jafnan vera í meirihluta í stjórn ríkisbankanna og þannig tryggt að rekstur þeirra miðist við hagsmuni stjórnarinnar og flokka hennar en þetta þýðir að ríkisbankarnir verða gerðir póli- tískir. Meðan stjórninni á þeim verður þannig háttað geta þeir ekki verið einhiítir og einkabank ar verða þá nauðsynlegir til að draga úr pólitískri misnotkun“. Grínið í þessar grein Tímans sjá þó auðvitað allir menn, því að verst allra ferst Framsóknar- mönnum að tala um pólitíska misnotkun, og álíka hjákátlegt er þegar þeir tala um að nú eigi að gera bankana pólitíska rétt eins og slíkra tilhneiginga hafi aldrei gætt á valdatímum þeirra. Einkabankar En öllu gamni fylgir nokkur alvara og víst er það rétt að það er þjóðhættulegt að ríkisvaldið hafi fullkomna stjórn yfir öllu peningavaldi. Þess vegna er á- nægjulegt að Framsóknarmenn virðast nú fúsir til að styðja að stofnun einkabanka. En stofnun nýrra og frjálsra banka er ekki nema einn liðurin í stefnu nú- verandi ríkisstjórnar að færa f jár magnið og hið peningalega vald í vaxandi mæli frá ríkinu og yfir til borgaranna. Öll viðreisnarstefnan miðar einmitt að því að gera sem allra flesta fjárhagslega sjálfstæða og óháða rikisvaldinu. Er vonandi, að Framsóknarmenn styðji fleiri þætti þessarar stcfuu cu stofnun einkabanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.