Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 19
Laúgardagur 28. maí 1960 MORGVNBLAÐIh 19 Átta lækningastof ur á einum stað Pólyfonkóiinn syngur í kirkjn Óhóðn snfnnðnrins nnnnð kvöld f BYBJUN næstu viku taka til starfa átta lækningastofur á einum og sama stað, aff Klappar- stíg 25. Þriðja hæð hússins hefur verið innréttuð sérstaklega með það fyrir augum, að þar séu lækna- stofur, og er allur frágangur mið- aður við, að þar fáist sem bezt vinnuskilyrði og að þjónusta við sjúklinga geti orðið sem fullkomn ust. Með því að hafa svo margar stofur saman skapast skilyrði fyr ir læknana að samrýma þjónustu við sjúklingana, enda þótt slíkt fyrirkomulag hafi í för með sér aukinn kostnað í sambandi við þá þjónustu, sem veitt er. Þarna verður opin símaþjónusta frá kl. 9 f.h. til kl. 6 síðd. alla virka daga. Er það til mikilla þæginda fyrir — Eisenhower Framh. af bls. 6. félög heimsins verði opin og frjáls. — Hér í okkar landi getur hver sem vill keypt landabréf og loft- myndir sem sýna borgir okkar, stíflur, flugvelli og þjóðvegi, í stuttu máli sagt, myndir af öllu iðnaðar og efnahagskerfi okkar. Sovékir sendifulltrúar safna þess um upplýsingum reglulega. Síð- astliðið haust ók járnbraut Krú- sjeffs aðeins nokkur hundruð fet frá stórri eldflaugastöð með lang- drægum eldflaugum og sást stöð- in greinilega úr járnbrautarglugg unum. Þúsundir bóka okkar og vísindarita, tímarita, dagblaða og opinberra rita, útvarpsstöðvar okkar og sjónvarpsstöðvar skrifa og tala opinberlega og hömlulaust um allar hliðar þjóðfélags okkar. Svona á þetta að vera. Við er- um hreyknir af frelsi okkar. En tortryggni Rússa varir enn. Til þess að lægja tortryggni þeirra bauðst ég til þess fyrir 5 árum, að opna himininn fyrir of- an land okkar fyrir rússneskum könnunarflugvélum á gagnkvæm um grundvelli. Rússar höfnuðu því, en boð okkar stendur enn og þegar tækifæri gefst munu Banda ríkin leggja tillögur um þetta fyr ir Sameinuðu þjóðirnar, þar sem lagt verður til að sú stofnun fram kvæmi sjálf slíka loftkönnun. - íþróttir Framhald af bls. 18 Vals Þetta reyndist röng spá. Keflvíkingar náðu á köflum leik og spili sem Valsmenn réðu ekki við — einkum var vinstri sókn- ararmur Keflvíkinga þeim of- raun og var þó Árni Njálsson reyndasti maður Vals til varnar. En hann varð æ ofan í æ að láta í minni pokann fyrir Skúla Skúlasyni útherja. Frá vinstri komu allar beztu tilraunir Kefl- víkinga. En þó skorti á að þær fengjust nýttar sem skyldi. Til þess að svo yrði var sókn Kefl- víkinga ekki nógu heilsteypt. Framverðirnir tengdu vörn og sókn ekki nægilega. Hörður ríg- batt sig í vörn — var þar til styrktar en á kostnað sóknar- leiksins. Aftasta vörnin var reik- ul í rásinni en Hafsteinn örugg- astur þótt hægfara sé. Heimir markvörður var lítt staðfastur og rangar staðsetningar hans sköp- uðu oft mikla hættu. Valsliðið var sundurlausara en venjulega. Vörnin var kannski sundurlausust, fann aldrei sam- vinnuneistann. Framverðirnir gátu aldrei tengt vörn og sókn nægilega þó þeir á löngum kafla leiksins réðu mestu á miðjunni. Framlínan „gekk aldrei á öllum“ og fóru því margar tilraunir út um þúfur. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson og skilaði því sæmi- lega. — A. St. þá sem þurfa að ná til viðkom- andi lækna á sem stytztum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn. Einnig ætti þá að vera mögulegt fyrir sjúklinga að hringja til læknis síns áður en þeir koma og athuga hvenær þeir komizt að í stað þess að bíða e.t.v. í langan tíma eftir viðtali. Frábær frágangur Allur frágangur húsrýmis þessa er með hinum mestu ágæt- um og mjög til sóma þeim, sem að því standa. Fer þar saman smekkvísi og vönduð vinna. AHar teikningar við innrétting- ingu og húsgögn hefur gert Hall- dór Hjálmarsson, arkitekt, og hef ur hann einnig haft yfirun.sjón með framkvæmdum. Um uppsetn ingu innréttingar hafa séð Helgi Einarsson og Ágúst Pétursson. Þiljur eru spónlagðar hjá Völ- — Tyrkland Framh. af bls. 1. bandalagsins í Izmir, og hefur látið stjórnmál afskiptalaus. Handalögmál í þinginu Mikið hefur verið um uppþot í Tyrklandi undanfarið og var lýst hernaðarástandi í landinu fyrir nokkru. Fyrir tveimur dög- um kom til átaka í þinginu milli stuðningsmanna Menderes og stjórnarandstæðinga, og var bar- izt með hnefum, stólum og brotn- um bekkjum, þar til lögreglunni tókst að koma á friði. En þing- inu var frestað um einn mánuð. Óeirðirnar hófust í marz sl. þegar kom til átaka milli demó- krata sem eru stuðningsmenn Menderes, og republikana í þorpi einu í suður Tyrklandi. Ismet Inonu, formaður republikana- flokksins, ætlaði að fara á stað- inn til að kynna sér málið, en hervörður var settur til að gæta þess að hann færi ekki.burt. Hinn 3. apríl sögðu svo þrír af yfir- mönnum hersins af sér til að mót- mæla því að-herinn væri notaður til að hefta ferðir Inonus. Mend- eres ásakaði republikana fyrir að reyna að æsa þjóðina upp gegn sér, og hinn 27. apríl var Inonu bannað að sitja þingfundi. Daginn eftir hófust uppþot stúd- enta, og um kvöldið var lýst hern aðarástandi í Ankara og Mikla- garði, sem haldizt hefur síðan. Dönsk farþegaþota kom í dag til Dússeldorf í Vestur-Þýzka- landi frá Miklagarði, og sagði flugstjórinn, Kjeld Rönhof, að flugvöllurinn hafi verið um- kringdur skriðdrekum. Hann sagði að allt hafi virzt rólegt, og að skriðdrekarnir hafi einna helzt litið út eins og þeir væru þarna til að taka á móti Eisen- hower eða einhverjum öðrum þjóðhöfðingja. „Engum var leyft að yfirgefa flugvöllinn. — Við fengum ekki að taka farþega, og áhöfnin, sem átti að leysa okkur af, fékk ekki leyfi til að koma til flugvallarins. Við fengum aðeins leyfi til að taka eldsneyti.“ Skothríð Brezka útvarpið skýrði frá því að allir meðlimir fyrrverandi ríkisstjórnar Tyrklands hefðu verið handteknir. Fréttaritari út- varpsins í Ankara segir að fyrstu fréttirnar, hafi komið kl. 4 um morguninn, þegar skyndilega heyrðist skothríð á götunum. Innan fárra mínútna fyllast allir gluggar af fólki, og sáust þá her- menn og riddaralið í varðstöðum á götunum, en orustuþotur flugu yfir borginni. Segist fréttaritar- inn ekki hafa heyrt um neitt manntjón í byltingunni. Kairoútvarpið skýrir frá því að ■ fulltrúum írönsku stjórnarinnar í Tyrklandi hafi verið tilkynnt að Menderes yrði dreginn fyrir dóm. I undi hf., sem og hefur annazt smíði hurða og dyraumbúnaðav. I Raflagnir annaðist Svafar Björnsson, rafvirkjameistarí og pipulagnir þeir Gunnar Sigurðs- son og Jón Hansson. Húsgögn gerðu þeir Hörður Hjálmarsson, Guðmundur Pálsson, Björn Ólafs- son og h.f. Húsgögn. Áklæði stóla og gluggatjöld eru ofin aí Karól- ínu Guðmundsdóttur. Þá eru stof urnar allar lagðar íslenzkum góif teppum frá Axminster. — Gerðardómur upp sinn dóm, og þess vegna væri viðbúið, að niðurstaðan hefði orðið allt önnur, ef að mál- ið hefði farið til hæstaréttar. Furðulegt væri, að þingmaðurinn skyldi láta sér sæma slík um- mæli. Það vissu allir, að dómar- ar hæstaréttar nytu alveg óvenju legs trausts fyrir sakir hæfileika, heiðarleika, réltdæmis og reynslu sem dómendur. Eysteinn Jónsson kvaddi sér þá hljóðs og taldi G. Th. hafa farið of hörðum orðum um mál- flutning Þ. Þ., sem ekki hefði veitzt að dómurunum, heldur að- eins bent á það sem rétt væri, að tryggara hefði verið að láta bæði undirrétt og Hæstarétt fjalla um málið. Þá hefði máske eitthvað fleira komið í Ijós, sem leitt hefði til annarrar niðurstöðu. Gunnar Thoroddsen kvað til- raun Ey. J. til að bera blak af Þ. Þ. mjög misheppnaða. Hefði hann lagt honum í munn allt önn ur orð en hann hefði viðhaft. Þá væri það vitanlegt, að sömu hæstaréttardómarar mundu hafa dæmt um málið í hæstarétti. Um mæli Þ. Þ. hefðu því beinlínis sagt það, að hinir 3 hæstaréttar- dómarar í gerðardómi hefðu alls ekki athugað málið ofan í kjöl- inn og þess vegna væri dómur þéirra að litlu hafandi og hefði orðið annar hjá þeim í hæsta- rétti. Slíkum ummælum vildi hann ekki láta vera ómótmælt. Skoðun Eysteins Eysteinn Jónsson ítrekaði það enn, hver trygging væri í tveim dðmstigum, og taldi misráðið að víkja frá þeim. Með því hefði G. Th. sjálfur sýnt hæstarétti litla virðingu. Gunnar Thoroddsen mælti að lókum nokkur orð og sagði, að ef þetta væri í rauninni skoðun EyJ, hvernig í ósköpunum stæði þá á því, að hann hefði í fleiri tilfellum en nokkur annar ráð- herra á íslandi samið um að víkja frá hinni venjulegu dómstólaleið með tveim dómstigum og semja sjálfur um gerðardóm. í flestum þeim tilfellum, sem getið hefði verið um, væri það EyJ, sem hefði samið um gerðardóminn. En nú, þegar samið væri i slíkt, og í gerðardómi sætu hæstaréttardómarar, þá ætti þ að vera reginhneyksli. Nei, héi vantaði nú, eins og oftar, sam- ræmið hjá þingmanninum. Bréiið 3 sólar- hringa fró Tokíó I GÆRDAG kom Hendrik Berndsen verzlunarstjóri Blóma & Ávaxta í Hafnar- stræti, til Mbl. Hann kom með umslag utan af venju- legu sendibréfi, viðskipta- bréf, sem honum hafði bor izt í gær austan frá Tokíó. ÞaS er merkilegast við þetta, sagði Hendrik, að bréfið var sent hinn 21. þ. m. af stað frá Tokíó og í morgun, þegar ég fór í póst boxið, var það komið. Úti- lokað er að bréfið hafi kom izt hingað beinustu leið, og hér var um venjulegt bréf að ræða, sagði Hendrik. — Segi menn svo að póstsam- göngurnar séu lélegar. PÓLYFÓNKÓRINN í Reykjavík, undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar söngnámstjóra, söng nokkr- um sinnum í Kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í vor við mjög mikla aðsókn, og var það samdóma álit allra, að unun hefði verið á að hlýða. Kórihn söng eingöngu kirkjuleg lög, eintómar perlur, og ætlar nú að flytja þessa tón- list í Kirkjoi Óháða safnaðarins kl. 9 annað kvöld. Sem prestur þess safnaðar vil ég nota tæki- færið, um leið og ég fagna þess- um viðburði í hinni nýju kirkju, og hvetja eindregið safnaðarfólk ið, eldri sem yngri, og alla sem unna góðri tónlist, til að sækja þessa tónleika, sem verða áreið- anlega síðustu tónleikar kórsins hér í Reykjavík í vor. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, en Pólyfónkórinn hefir sjálfur óskað eftir því að þeim ,sem vilja, gef- ist kostur á að látu eitthvað a£ hendi rakna í Orgelsjóð kirkjunn ar að loknum tónleikunum. Þann- ig vill kórinn styðja gott málefni um leið og hann flytur hina fögru og tæru kirkjulegu tónlist í kirkj unni. Fyrir þetta er undirritaður hjartanlega þakklátur kór og söngstjóra. Þess skal getið sérstak lega að Einar Sturluson óperu- söngvari syngur einsöng. Enn- fremur vil ég nota tækifærið og þakka dr. Hallgrími Helgasyni og Alþýðukórnum, sem nýlega söng í Kirkju Óháða safnaðarins við innilega hrifningu þeirra sem á hlýddu. Emil Björnsson. RÖÐULL Okkur vantar nú þegar þjóna, vanar stúlkur koma einnig til grema. — Upplýsingar eftir kl. 3 í dag. Hjartkær eiginmaður minn faðir okkar og tengdafaðir JENS E. NlELSSON kennari, andaðist í Landsspítalanum 26. þessa mánaðar. Elín Guðmundsdóttir, Sigríður Þorkelsdóttir, Guðmundur Jensson, Skúli Jensson, Margrét Ólafsdóttir, Öiafur Jensson. Maðurinn minn og faðir okkar STEIN G RÍMUK GUÐMUNDSSON Barmahlíð 25, andaðist að heimili sínu 25. maí. Sigrún Óiafsdóttir, Bjarni G. Steingrímsson, Ólafur Steingrímsson, Kristín Steingrímsdóttir. MAGNÚS GUÐMUNDSSON lézt að heimili sínu, Þjórsárgötu 1, hinn 27. maí. Fyrir hönd vandamanna. Ingveldur Jóhannsdóttir.. Útför eiginmaims míns ÓLAFS ÁSMUNDSSONAR fyrrv. verkstjóra, fer fram frá Akraneskirkju laugard. 28. þ m Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hans Miðteigi 6 kl. 14 e. h. — Blóm vínsamlegast afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hihs látna er bent á sjúkrahús Akraness. F. h. vandamanna. Helga Oliversdóttir. Beztu þakkir x'yrir auðsýnda samúð við fráfall móður minnar SIGRÚNAR BERGMANN Ingibjörg Bergmann Björnsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför MARlU Þ. JÓNSDÓTTUR frá Stóru-Reykjum. Sérstaklega þökkum við hjúkrunarfólki og læknum Elli og hjúkrunarheimilisins Grundar og Sjúkrahúss Sel- foss fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Gísli Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför GUÐJÓNS ÚLFARSSONAR Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður okkar, GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR Ásta E. Jónsdóttir, Sigurður G. Jónsson Hermanníus M. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.