Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. maí 1960 M ORCIJISBL AÐIÐ 9 Skagfirzkur sveitarhöfð- ingi áttrœður 1 DAG, 28. maí 1960, er Jón G. Jónsson, áður óðalsbóndi í Tungu í Fljótum, áttræður. Löng var bæjarleiðin milli okkar meðan við vorum samtíða innan Skaga- fjaiðarsýslu og bar fundum okk- ar því nokkru sjaldnar saman en ýmsra annara forustumanna Skagfirðinga. Allt um það þykir mér vel hlýða að minnast þessa aldurhnigna merkismanns með nökkrum orðum. Fljótin eru fagurt hérað. Geng- ur fjallgarður mikill út og norð- ur í héraðið og skilur hann á milli Vestur og Austur-Fljóta. Upp af Vestur-Fljótum gengur Flókadalur en upp af Austur- Fljótum Stífla, — forkunnar fag- ur dalur girtur háum og fögr- um fjöllum að vestan og austan — að norðan girða Stífluhólar fyr ir dalsmynnið. Er hólagirðing þessi 200—400 feta há. Brýst Fljótaá fram úr Stíflunni um þröngt hlið vestan Stífluhóla í fossi er nefnist Skeiðsfoss. Aður en orkuverið við Skeiðsfoss var byggt rann Fljótaá lygn og fög- ur fram Stíflu-dalinn, girt víði- runnum, fram breiðan, eggslétt- an og iðjagrænan dalinn. Var þá yndislega fagurt að líta yfir Stífl una af hólunum. — Vestan úr Stíflunni gengur Tungudalur suð vestur í hálendið. Bærinn i Tungu stendur rétt við dalsmynnið. A þessu fagra höfuðbóli Saíflunnar bjó Jón G. Jónsson stórbúi í 31 ár, með rausn og prýði. Var hann ávallt kendur við hið fagra óðal- sitt og gekk undir nafninu Jón í Tungu um allar sveitir innan Skagafjarðarsýslu. Og svo mun hann hér eftir nefndur í þessum greinarstúf mínum. — Minnist ég þess ekki að hafa augum litið feg- urra engi en Tunguengið, sem náði alla leið austur að Fljótaá og klæddi mikinn hluta af dalsléttu Stíflunnar. Jón í Tungu er fæddur á Gauta stöðum í Holtshreppi, en sá bær er nyrstur í Stíflu, vestan Fljóta- ár. Jón er kominn af góðum bændaættum. Bjuggu foreldrar hans, Jón bóndi Jónsson og kona háns, Sigríður Pétursdóttir lengst af á Brúnastöðum í Austur-Fljót- um. Ungur að aldri stundaði Jón í Tungu nám í gagnfræðaskólan- um á Akureyri. — Árið 1906 kvæntist hann Sigurlínu Hjálm- arsdóttur Jónssonar bónda í Stórholti í Austur-Fljótum, mik- ilhæfri myndarkonu, sem reynzt hefir honum hin bezta stoð og stytta í umsvifum langrar starfs- æfi. Varð þeim hjónum tjögurra barna auðið. og eru þrjú þeirra enn á lífi þ. e. dæturnar Dag- björt húsmæðrakennari, gift réra Kristni Stefánssyni fríkirkju presti, Sigríður, kennari við gagnfræðaskóla í Reykjavík, og Olöf, gift Eiríki Guðmundssyni bæjarverkstjóra í Siglufirði. En þau Tunguhjón urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa yngsta barn sitt Hilmar, sem lézt af slysför- um í ágústmánuði 1954. — Enn- fremur er Guðmundur Jóhanns- son, nú lögregluþjónn í Kópa- vogi, frændi Jóns í Tungu, fóstur sonur þeirra Tunguhjóna. Meðan Jón bjó í Tungu lét hann málefni sveitar sinnar og sýslu mjög til sín taka. Hann átti mörg ár sæti í hreppsnefnd Holts- hrepps og var oddviti hennar um 10 ára skeið. Hann var hrepp- stjóri Holtshrepps frá 1938—’43, en 1943 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar . í sýslunefnd ótti hann sæti í 18 ár. í>ar hófust kynni okkar og vorum við þar samtímis í 13 ár. Jóni í Tungu fóru öll störf vel úr hendi. Hann bjó stórbúi í Tungu meðan þess var kostur. En þegar Fljótaá var stífluð við Skeiðsfoss fór nær því allt hið mikla graslendi jarðarinnar Tungu undir vatn. Undi Jón ekki þeirri eyðiieggingu jarðarinnar og af þeirri ástæðu mun hann Jón G. Jónsson Tungu í Fljótum hafa brugði búi og flutt til Siglu- fjarðar. Hafa þau Tunguhjón átt þar heimili síðan. I afskiptum sínum af málefnum sveitar sinn- ar og sýslufélags, virtist mér hann forsjáll og gætinn. Og með- an hann bjó í Tungu var hann kjörinn til starfa í stjórn flestra eða allra félaga í Holtshreppi. Hann var laus við fordild og yfirlæti, en flutti mál sitt jafnan með einurð og alvöru. Jón í Tungu er fríður maður, þreklegur og vel vaxinn, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann er stiltur vel en glaðvær og skemmt inn í góðra vina hópi. Hann er vinavanur en vinfastur. Hann er prúður snyrtimaður í allri fram- göngu. Lýk ég þessum afmælisorðum minum til hans roeð því að þakka honum fyrir öll okkar samskipti. Óska ég hinum öldnu vinum mín- um þeim Tunguhjónum og ást- vinum þeirra, allra heilla og bless unar. Sigurður Sigurðsson 1 frá Vigur ★ ÁTTRÆDUR er í dag Jón Guð- mundur Jónsson, Fossvegi 24, Siglufirði, fyrr bóndi og hrepp- stjóri í Tungu í Stiflu í Fljótum. Ég kynntist þessum heiðurs- manni ekki fyrr en ég flutti til Siglufjarðar fyrir nærri einum áratug, en heyrt hafði ég hans getið áður, er ég dvaldi á Siglu- firði á námsárum mínum, og þá jafnan að góðu einu. Bjó hann þá rausnarbúi að óðali sinu Tungu og var kunnur um Skaga fjarðarsýslu og nærsveitir fyrir höfðingsskap sinn og vammleysi í hvívetna. Sérstaklega mun Jón á búskaparárum sínum í Tungu hafa verið mörgum Siglfirðing- um að góðu kunnur. Var það á þeim árum, áður en bílvegur var lagður um Siglufjarðarskarð ein helzta skemmtun margra þeirra að fara um helgar ríðandi inn í Fljót. í slíkum skemmtiferð- um munu flestir hafa lagt leið sína í Stífluna, sem þá mun hafa verið eitt fegursta byggðarlag á landi hér og mun bóndinn í Tungu, sem frá fornu fari var höfuðból sveitarinnar, sízt af öllum hafa farið varhluta af þeim gestagangi sem af þessum ferðum leiddi. Aldrei mun svo marga gesti hafa borið að garði í Tungu, meðan þau hjón Jón og írú Sig- urlina bjuggu þar, að ekki biðu uppbúin rúm þeirra, sem nætur- gistingar beiddust og matur og annar beini var reiddur fram af mikilli rausn. Að þessu hnigu frásagnir allra þeirra Siglfirð- inga, sem kynntust gestrisni þeirra Tunguhjóna á þessum ár- um af eigin raun. Þegar orka Skeiðsfoss, fossins, sem myndaðist þar sem Fljótaáin brýzt fram úr Stífluhólunum nið- ur á láglendið var beizluð og hún notuð til að veita birtu og yl til hins ört vaxandi kaupstaðar í norðri, Siglufjarðar, bieytti hin fagra sveit, Stíflan um svip á svipstundu. Fjallahringurinn var að vísu hinn sami eftir sem áður, en allt láglendi sveitarinnar, þar sem slægjulönd Stíflubænda breiddu sig út, hurfu undir það stöðu- vatn, sem myndaðist, þegar Skeiðsfoss var virkjaður. Vatnið flóði víða upp í tún Stíflubænda og hin frjósömu slægjulönd Tungu tók af Þegar svo var komið yfirgaf bóndinn í’ Tungu býli sitt og sveit og flutti með fjölskyldu sína til Siglufjarðar árið 1942, þar sem hann hefur búið síðan. Jón í Tungu, en svo er hann jafnan nefndur, er fæddur 28. maí 1880 að Gautastöðum í Stíflu sonur Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans Sigríðar Péturs- dóttur. Ólst hann upp með for- eldrum sínum fyrst að Gauta- stöðum, en síðan á Illugastöðum í Holtshreppi og loks á Brúna- stöðum í sama hreppi. Hann kvæntist árið 1906 Sigurlínu Hjálmarsdóttur frá Stórholti í Holtshreppi, hinni mestu mann- kostakonu, sem jafnan hefur staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu á hinni löngu hjúskap- artíð þeirra. Eignuðust þau hjón 4 börn og eru 2 þeirra á lífi. f>au hjón hófu búskap á hluta af jörðinni Brúnastöðum árið 1907, en vorið 1910 fluttu þau að Tungu, þar sem þau bjuggu síðan við rausn og höfðingsskap fram á árið 1942, eins og fyrr getur. Vegna trausts þess, sem Jón afl aði sér fljótlega meðal sveitunga sinna hlóðust brátt á hann marg- vísleg. trúnarstörf. Hann var um langt skeið í hreppsnefnds Holts hrepps, í skattanefnd, umboðs- maður Brunabótafélags íslands, úttektar- og virðingarmaður, lengi sóknarnefndarmaður og safnaðarfulltrúi; í stjórn Kaupfé- lags Fljótamanna og í stjórn spari sjóðs Fljótamanna um langt skeið. Hreppstjóri Holtshrepps var hann frá 1930, hrepsnefndar- oddviti í 15 ár og sýslunefndar- maður í 17 ár. Öllum ber sam- an um að hvert það starf, sem honum var falið hafi hann rækt af sérstakri skyldurækni og af virðuleik og festu hins vamm- lausa manns. Jón í Tungu er enn sem ungur maður að sjá. Hann er höfðing- legur og prúðmannlegur í fasi og viðmóti. Friðsamur er hann og óáleitinn, en fastur fyrir, ef því er að skipta og traustur sem bjarg. Vini á hann marga, en óvini enga, enda mun hann aldrei viljandi hafa gert á nokkurs manns hlut. Ekkert af því, sem hér að fram an er sagt er oflof, það vita þeir, sem kynnzt hafa Jóni í Tungu. Hann dvelur þessa daga á heim ili dóttur sinnar, Dagbjartar og manns hennar séra Kristins Stef- ánssonar á Hávallagötu 25, hér í bæ. Þangað munu berast ham- iðju- og árnaðaróskir þeirra mörgu, sem kynnzt hafa þeim Tunguhjónum og þekkja dreng- lyndi þeirra, tryggð og hjálp- semi. Einar Ingimundarson. Snjóínn tekur ört upp SIGLUFIRÐI, 24. maí. — Togar- inn Eliiði kom hér inn í morgun með 160 lestir af fiski. Ennþá er svolítill snjór i byggð, en hann tekur ört upp. Reiknað var með að Siglufjarð- arskarð yrði opnað á miðvikudag, en snjóýtan bilaði rétt einu sinni svo varla verður hægt að búast við skarðinu opnu aftur fyrr en um helgi. — Stefán. 1 hCseigendiib 2ja - 3ja hcrbergja íbúð — helzt í vesturbænum — óskast til leigu nú þegar, eða ekki seinna en 1. júlí. Barnlaus hjón. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. júní, merkt: „Góð umgengni -—Vesturbær — 4284“. Sölubúðin Opnar í dag að Laugavegi 178 NÝTT SOS. 4. HEFTI 1960 ísleiukur togari bjargar áhöfn Bahia Blanca Einn sögulegasti atburður, er hér gerðist á stríðsárunum. ítarleg frá- sögn af ferð þýzka skipsins Bahia Blanca, björgun áhafnarinnar, og dvöl Þjóðverjanna hér á íslandi. Þegar Bretar komu fundu þeir lengi vel ekki einn Þjóðverjann og segir frá dvöl hans sem vinnumanns á bæ einum fyrir austan fjall. — Kaupið nýtt SOS! Þeir, sem ekki þekkja ritið en vilja kynnast því, geta skrifað til af- greiðslunnar og fengið eldri hefti senda ókeypis. — Utanáskriftin er: NÍTT SOS, Pósthólf 195, Vestmannaeyjum. Oryggi ■:■ Sparneytni THEMOBLOC Lofthitunarkatlar GEYSER Miðstöðvarkatlar SIJIM-R A Y Olíubrennarar • ☆ Hagkvæm verð hitun Laugaveg 176 — Sími 36-200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.