Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. maí 1960 MORCVNBLAÐIh 11 Matthías Johannessen, ritstjóri segir hér író hinum sögulega blaðamannafundi Krúsjeffs í París. Greinin er skrifuð daginn eftir fundinn. — Þið eruð útsendarar Adenauers, hrópaði hann framan í okkur með steytta hnefa, það hefði átt að grafa ykkur í Stalingrad...... ingarlaus vinstra megin við hann eins og björn í híði, klappaði tvisvar eða þrisvar. Caligúla keis- ari sagði á sínum tíma: Oderint, dum metuant — látum þá hata mig, svo lengi sem þeir- óttast mig. Krúsjeff hrópaði: Ég skal kenna ykkur lexíu, svo þið púið ekki aftur á mig. Og hann hélt áfram, særður en harðskeyttur: Þið ættuð að gera ykkur grein fyrir, hver ég er sem stend hér andspænis ykkur. Ég er fulltrúi hinna voldugu Sovétríkja sem ganga götuna fram eftir veg, eða eitthvað á þá leið. Ef Jónas hefði verið rússneskur kommUmsti, og Krúsjeff unnandi ljóðlistar, hefði hann vafalaust vitnað í skáldið á þessari stóru stund, en Paster- nak hefur sýnt okkur að það er fátt upp á ljóðlistina í Sovét um þessar mundir. Þegar á leið þennan sögulega fund sem stóð yfir í hálfa þriðju klukkustund, varð Krúsjeff blíð- ari á manninn; jafnaði sig smám saman. Það var eins og hann hefði tekið róandi töflu og upp- skriftin hefði verið á þessa leið: Þið eruð óvinir mínir. Ég hef alltaf á réttu að standa, þegar óvinirnir eru hvað illvígastir. Ég Fangi orða sinna og geröa París, 19. maí. EFTIR blaðamannafundinn hér í París með Krúsjeff hef ég ekki trú á því að um hann verði sagt í Rússlandi frekar en Malenkov: Mikið skáld var Símon. Slík var framkoma hans, örvænting í umbúðum þjóð- arhroka. Andspænis okkur stóð að ýmsu leyti geðfelldur maður í útliti, nauðasköllótt- ur að vísu með kuldaglott sem gat breytzt í allt að því hlýlegt bros sem krepptur hnefinn leysti af hólmi fyrr en nokkurn varði. Hann var mælskur og fljótur til and- svara; þurfti aldrei að hugsa sig um nokkra stund. Mér þótti augljóst að hann hafði ekki í upphafi fundarins hem- il á tilfinningum sínum og geisaði stundum eins og vit- firrtur væri. Ég held að það hafi ekki verið uppgerð eða leikur, veit það samt ekki, en í mestu látunum fannst mér ég sjá inn fyrir skelina, þangað sem stóð ritað skýr- um stöfum að þessi maður sem þarna stóð væri fangi gerða sinna, vígorð hans um friðsamlega sambúð hefðu beðið ósigur heima fyrir og hann væri neyddur til að taka upp nýja stefnu, því framhald þessa leiks yrði honum eng- in skemmtun ella. Þarna var maður sem kunni að halda í úlfs eyru og vissi upp á har að nú mátti engu taki sleppa. En hafði hann nokkurn tíma haldið nógu fast? Það var ekki annað að heyra en hann talaði eins og sá sem valdið hefur, en ákafinn var svo mikill að undir lokin var hann einnig orðinn fangi orða sinna og bak við rimla gífuryrðanna er hann dæmd- ur til að dúsa, þangað til einhverjum nýjum pontífex maxímus þóknaðast að leysa hann úr prísundinni og fleygja honum í þann póli- tíska kirkjugarð sem hefur orðið áfangastaður svo margra rússneskra valda- manna . Eftir blaðamanna- fundinn í gær dettur engum í hug að hann eigi eftir að hitta Eisenhower Bandaríkja- forseta aftur og í raun og veru getur enginn Banda- ríkjaforseti verið þekktur fyrir að mæla hann máli. SIik voru orð hans. Þessi framkoma Krúsjeffs ieng- ir kannski eitthvað dvöl hans í Kreml, en það stjórnar enginn öðru voldugasta ríki heims með stóryrðum og leikaraskap einum saman. Þetta eru í stórum dráttum áhrif af þeim sirkus sem kallaður var „Blaðamannafundur með Krúsjeff“ og verður áreiðanlega í minnum hafður um langt skeið. Ég er ekki með þessum orðum að reyna að kasta rýrð á forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, hef hvorki löngun né ástæðu til þess, en ég held ekki honum hafi getað verið sjálfrátt eins og hann lét og talaði: Þið eruð útsendarar Aden auers, hrópaði hann framan í okk ur með steytta hnefa, það hefði átt að grafa ykkur í Stalíngrad eins og aðra nasista. Hnúarnir hvítnuðu, hrópið breyttist í ösk- ur. Það var ófögur sjón úr tíu metra fjarlægð. Að visu hegðuðu margir blaðamennirnir sér eins og dónar, en það réttlætir ekki framkomu forsætisráðherra — „hinna voldugu Sovétríkja" eins og hann komst sjálfur að orði. Rússneska sendinefndin sem sat á fremstu bekkjunum klappaði hon um lof í lófa, Grómyko mest allra, því hann er útspekúleraður diplomat, og jafnvel Malinovski marskálkur, sem annars sat hreyf get því tekið þetta rólegar. — Undir lokin var hann farinn að tala í lægra rómi og kreppti ekki eins oft framan í okkur hnefana og áður, nema þegar hann talaði um ágæti kommúnismans og framfarirnar í Sovét og hellti sér yfir „bandaríska afturhaldið og Pentagon". Þá held ég hann hafi staðið á tám. Þá heyrðist ekkert í salnum nema rússneskar þrum- ur og eldingar og allt ætlaði af göflunum að ganga. Og þá brosti Malinovski, hann er enginn plat- marskálkur karlinn sá. En ég held fáir hafi látið sann» færast af öllum þessum gaura- gangi, það bjó eitthvað meira undir framkomu forsætisráðherr- ans. Var Krúsjeff að tala við okkur sem þarna sátum? spurði ég sjálfan mig. Var hann ekki að hrópa austur til Peking eða Moskvu? Voru ekki einhverjir þar sem hann hafði meiri áhuga á að heyrðu orð hans en við sem sátum andspænis honum í Palais de Chaillot? Ef svo hefur verið, get ég ekki annað sagt en hann hafi leikið sína rullu vel. Hann gæti fengið Silfurlampann þess vegna. En hvað sem því líður verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að af munni Krús- jeffs bárust okkur skoðanir nú- verandi valdhafa í Kreml, hverj- ir svo sem þeir eru. Við verðum að taka því með jafnaðargeði að þeir hafa enn einu sinni kosið kalda stríðið og hyggjast, a. m. k. á borði, hafna „peaceful coexi- stence“ sem hefur ekkert gefið þeim í aðra hönd nema harm- leikinn í Ungverjalandi, sem einn góðan veðurdag gæti orðið „harmleikurinn í Sovét“, ef á- fram væri haldið á sömu braut. Með þetta í huga er þjóðarremb- ingur Krúsjeffs skiljanlegri. Fólk ið verður að eiga sína „óvini“, ef ekki í Bonn, þá í Pentagon, Hvíta húsnu eða einhvers staðar annars staðar. Nú geta þeir hrós- að sigri heima á íslandi, sem fullyrða að menn verði annað hvort að velja Stalínismann eða nasismann, ekkert sé þar á milli. Þessi ótrúlegi barnaskapur er orð in viðurkennd pólitík annars voldugasta ríkis heims. Þess vegna neyðumst við til að taka hann alvarlega og reyna að skilja að á bak við þessar full- yrðingar er ekki illmennska, heldur trú og ótti sem hvort um sig eru öruggustu skjól einræðis- manna. Þegar börn pissa undir, er ekki nóg að hætta að skipta á þeim. Það leysir ekki vandann. Við verðum að halda áfram að skipta, þangað til þau hafa yfir- stigið óvitaskapinn. Eins verðum við að halda áfram að skipta á Stalinistunum í von um að úr rætist. Aldrei hefur neinn atburður verið notaður jafnmikið á örlaga stund og njósnaflugið. KrúsjefX r ramh. á bls. 13. ?kki vildi ég eiga líf mitt undir giðmennsku þessara köldu augna“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.