Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNRLAÐ1Ð Þriðjudagur 31. maí 1960 Menntamenn yfir- gefa kommúnista Heimdallarfundurinn hefur komið við kaunin FUNDUR Heimdallar um „Skipulagt almenningsálit“ — hefir komið mjög við kaun kommúnista. Höfðu þeir auð- sjáanlega talið, að nærri sér yrði höggvið, því að sjálfur ritstjóri Þjóðviljans, Magnús orðið hina mestu skömm á. Sú tíð er nú liðin, að lista- menn skipi sér í flokk með kommúnistum og seinustu ár- in hefur beinlínis verið um flótta að ræða* úr herbúðum þeirra. Það er mjög eðlilegt, að listamenn geti ekki aðhyilzt Torfi Ólafsson, var sendur á þröngsýna og afturhaldssama fundinn, til að gefa yfirboð- urum sínum skýrslu um hann. Skýrsluna birtir hann svo í Þjóðviljanum undir nafninu „Rauður“ og er hún undarlegt sambland af brandaratilburð- um og skapvonzkulegum skæt ingi. Eðlilegt er, að útsendara kommúnista hafi runnið í skap, því að á hinum fjöl- menna fundi flettu ræðumenn vægðarlaust ofan af hinu þaul skipulagða áróðurskerfi komm únista í menningarmálum hér- lendis. Einkum mun þeim hafa sárnað, er minnzt var á hina hlutdrægu listgagnrýni Þjóð- viljans, sem listamenn hafa nú stjórnarstefnu, sem setur þeim boð og bönn. Forsprakkar kommúnista hafa fyllzt minni máttarkennd vegna brott- hlaups listamanna úr röðum þeirra og kemur hún oft í ljós í ýmsum ummælum þeirra, svo sem í fyrrnefndri grein Magnúsar og í greinum, sem undanfarið hafa birzt í Tímariti Máls og Menningar, þar sem kommúnistar hugga sig með því, þegar mennta- menn hverfa frá þeim, að það sé eiginlega allt í lagi, því að það sé „meir uppörfandi fyrir kommúnista að deila við vel menntaða borgarastétt". Kaupið var sent Saltfiskútflutningur minnkaði árið 1959 Frá aðalfundi SÍF AÐALFUNDUR Sambands ísl. fiskframleiðenda var settur í Reykjavík í gærmorgun og lauk honum í gærkvöidi. Mættir voru nærri 100 Oulitrúar víðs vegar að af Iandinu. Voru lagðar fram á fundinum ýmsar tillögur, sem skýrt verður frá síðar. í aðalstjórn voru kosnir: Ric- hard Thors, forstjóri, Jón G. Maríasson, bankastjóri, Jóhann Þ. Jósefsson, fyrrv. alþingism., Valgarð Ólafsson, framkvæmda- stjóri, Hafsteinn Bergþórsson, forstjóri, Jó Gíslason, útgerðar- maður og Tómas Þorvaldsson, útgerðarmaður. í varastjórn voru kosnir Loft- ur Bjarnason, Hafnarfirði, Ólaf- ur Sigurðsson, Akranesi, Lárus Ársælsson, Vestmannaeyjum, Gíslí Konráðsson, Akureyri, Jón Axel Pétursson, Reykjavík, Bene dikt Thorarensen, Þorlákshöfn og Margeir Jónsson, Keflavík. í skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra S.Í.F., fyrir árið 1959, sem lögð var fram á fund- inum, kom það fram að saltfisk- framleiðslan hafði enn minnkað og nam árið 1959 aðeins rúmum 31000 tonnum. Var hún 4000 tonnum minn en tvö undanfarin ár. Óverkaður saltfiskur, sem seldur var og útfluttur á árinu, nam samtals 17.700 tonnum og seldist til Portugal tæp 900 tonn, Ítalíu 3600, Grikklands 1980 tonn og til Bretlands 2800 tonn. Verk- aður saltfiskur fór til Spánar, rúm 2000 tonn eða nokkuð meira en árin áður, til Jamaica 1900 tonn eða þriðjungi minna en áð- ur, til Cubu 1500 tonn eða meira en mörg undanfarin ár, til Brazi- líu 1529 tonn og fer síminnkandi, og til Panama og Venezuela um 400 tonn og jókst um helming frá árinu áður. í SÍÐASTA hefti blaðsins Fish- ing New segir að tveir brezkir sjómenn, sem unnu um tveggja mánaða skeið á íslenzkum báti, séu komnir heim til Grimsby. Hafi annar, Eric Nash, fengið laun sín greidd 2. maí, en hinn, Joseph Sate, ætti enn inni 120 pund. Hafði mr. Sate haft á orði við umboðsmann sinn í London, ef hann frétti ekki hvað orðið hefði af peningunum sínum, sem hon- um hafði verið tjáð að greiddir væru inn í íslenzkan banka til sendingar til London og þaðan til Grimsby, þá mundi hann snúa sér til íslenzka sjómannafélags- ins, sem hann hefði gengið í starx eftir komuna til íslands, enda verið ráðinn samkvæmt samningum þess. Blaðið spurðist fyrir um þetta í gærkvöldi og fékk þær upplýs- ingar, að yfirfærsla þessara manna hefði fengið mjög hraða afgreiðslu miðað við allar að- stæður, og Landsbankinn sent þær 25. maí. Hafði verið gert upp við mennina 3-—4 dögum eftir að báturinn hætti á vertíð snemma í maí, en hann var gerð- ur úr frá Hafnarfirði. Hefðu eft irstöðvarnar af kaupi þeirra ver ið greiddar inn til LÍÚ og þær síðan farið venjulega leið gegn- um Landsbanka íslands. Þetta tæki alltaf nokkurn tíma, en hefði gengið mjög vel í þessu tilfelli. Léta vel af dvölinnl. Þeir Nash og Sate, sem Mbl. birti mynd af og hafði viðtal við er þeir komu til íslands, létu mjög vel af íslandsdvölinni í við talinu í Fishing News. Fóru þeir lofsamlegum orðum um vinnu- félaga sína. Þeir höfðu komið inn með 18 lestir daglega, nema þegar veður hamlaði veiðum, þessa tvo mánuði, sem þeir voru á bátnum. Báðum var boðið að vera kyrrum, en Sate vildi ekki skilja móður sína lengur eftir Fóstbræðrum fognað í Höfn „Ævintýraleg" söngfor á enda Dagskrá Alþingis ÞESSI mál eru á dagskrá á fund um Alþingis í dag kl. 13,30. Efri deild: — 1. Verðlagsmál, frv. — 2. umr. 2. Sveitarstjórnar- lög, frv. — 1. umr. 3. Efnahags- mál„ frv. — 1. umr. 4. Dragnóta- veiði í fiskveiðilandhelgi, frv. — 1. umr. /Ef leyft verður/. Neðri deild: — 1. Háskóli Is- lands, frv. — 3. umr. 2. Ferskfisk eftirlit, frv. — 3. umr. 3. Fisk- veiðasjóður íslands, írv. — 3. umr. 4. Vitabyggingar, frv. — 3. umr. 5. Almenningsbókasöfn, frv. — 1. umr. 6. Bókasafnasjóður, frv. — 1. umr. KAUPMANNAHÖFN, 30. maí. (Einkaskeyti til Mbl.) — Karla- kórinn Fóstbræður hélt samsöng á laugardaginn í konsertsalnum í Tívolí og vakti mikla hrifningu. Kórinn söng síðar á samkomu ís- lendingafélagsins. Borgarstjórnin hafði móttöku fyrir kórinn í ráð- húsinu, þar sem Julius Hansen bauð hann velkominn — og einnig hafa Fóstbræður sótt boð íslenzku sendiherrahjónanna. — Þeim ber saman um, að öll söng- förin hafi gengið ,ævintýralega vel“. — Flestir söngmannanna halda heimleiðis á morgun. ★ Blaðið Dagens Nyheder segir m. a. um tónleikana í fyrrakvöld: — Ráddgæðin, afburða samstill- ing og músíkölsk túlkun, sem hin n ágæta söngstjóra, Ragnari Björnssyni, hefir tekizt að ná, leiddu til sérlega aðdáunarverðs árangurs. Bergmálssöngurinn eft- ir Orlandi Lasso var t. d. sunginn með svo töfrandi hætti og snilli- legri raddbeitingu, að kórinn varð að endurtaka hann. — Blað- ið segir og, að einnig i öðrum verkum á efnisskránni hafi tón- listarþroski og menningarbrag- ur einkennt söng kórsins. ★ Hins vegar hefir fulltrúi blaðs- ins eitthvað ruglazt í ríminu varð andi einsöngvarana, því að hann talar um „Kristian (sic) Hallss- ons lyrike tenor“. eina og þá fór Nash með honum heim. Sá síðarnefndi er farinn á snurpunót, en Sate ætlar að vera heima um hríð. Hópferðir tU Grænlonds ISLENDINGUM gefst í sumar kostur á þátttöku í tveim hóp- ferðum til Grænlands og tek- ur hvor ferð um sig 16 daga. Ferðirnar skipuleggur dönsk ferðaskrifstofa en ferðaskrif- stofa Páls Arasonar hefur yf- ir að ráða 20 sætum í hvora ferð. Ferðirnar eru mjög vel und- irbúnar og verður dvalizt á þremur stöðum aðallega en margar stuttar ferðir farnar bæði til dýraveiða og nátturu- skoðana. Einnig geta þátttakendur dvalizt við laxveiðar án sér- staks aukagjalds. Alls verða 60 manns í hvorri ferð Oftazt um öryogi Eisenhowers í Japan TOKIO, Japan, 30. mai: (Reuter). Ráð gert er að Eisenhower for- seti komi í opinbera heimsókn til Japan 19. júní n.k., og er ótt- azt að hann fái heldur kaldar móttökur. Mikið hefur verið um uppþot í landinu undanfarið til að mót mæla varnarsamningi Bandaríkj anna og Japans, sem rikisstjórn- in fékk samþykktan í neðri deild þingsins fyrir tíu dögum. Jafnvel þeir Japanir, sem eru hlynntir komu Eisenhowers, hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að andstæðingar varnarsamnings ins muni efna til ofsafenginna mótmæla. Ferðaáætlunin gerir ráð fyrir að flugvél Eisenhowers lendi á flugvellinum við Tokio, en það- an aki forsetinn með Hirohito keisara í opinni bifreið fimmtán kílómetra leið um götur borgar- innar. Óttast bandarískir og jap anskir leynilögreglumenn um ör- yggi þeirra. /*" NA /5 hnútar »/ 5 V 50 hnútar ¥: Snjókoma t 06i Skúrir K Þrumur IS Kutíaskit Hifaski/ H H»t L Letqi \toroi, Wö TöSö ‘ 7 SA-átt og hlýviðri jyndið 200 metrana i__ Um hádegið í gær var víða allhvasst sunnan lands, og á Stórhöfða voru 10 vindstig, en þar er að jafnaði hvassara í austnátt en í sjálfum kaup- staðnum í Vestmannaeyjum, og munar oftast um tveimur vindstigum. Sama er að segja um miðin við Eyjarnar. Þar er vindur hægari en á Höfð- anum. Lægðin vestur af Islandi þokast NA eftir. Hún mun þó ekki fara yfir landið í bráð, og halda áfram að valda suðaustan átt og hlýju veðri í dag. Þó má búast við skúr- um sunnan lands. Veðurhorfur í gærkvöldi: SV-Iand, SV-mið og Faxa- flóamið: SA-stinningskaldi, skúrir. Faxaflói tli Vestfjarða, Breiðafjarðarmið og Vest- fjarðamið: SA-kaldi, skúrir, en bjart á milli. Norðurland til Austfjarða og miðin: SA- stinningskaldi á s u n n a n , skúrir fram á nóttina og létt skýjað á morgun. SA-land og SA-mið: sunnan kaldi i nótt en S-stinningskaldi á morgun, skúrir, einskum vestan til. - Útvarpsumræður Framh. af bls. 1. síðan þær breytingar, sem ríkis- stjórnin hefur þegar beitt sér fyrir, þ. e. niðurfellingu tekju- skatts af almennum launatekj- um, niðurfellingu 9% söluskatts- ins, nýjan tekjustofn handa sveitarfélögunum, sem leiðir til lækkaðra útsvara, samræmingu útsvarsstiga, takmörkun veltuut- svara, afnám óréttmætra veltu- útsvarsfríðinda samvinnufélaga og heimild til að draga frá út- svarsskyldum tekjum útsvar síð- astliðins árs. G. Th. sagði, að þegar umbæt- ur væru gerðar væru það jafnan einhverjir, sem snerust öndverðir gegn þeim, m.a. af því að þeir vildu halda í gömul sérréttindi. Vék G.Th. síðan að þeirri gagn- rýni, sem nú væri höfð í frammi af hálfu stjómarandstæðinga, og benti á hversu óraunhæf hún væri og rangar þær forsendur, sem hún værj reist á, m.a. að því er snerti breytingarnar á útsvars- lögunum. í sambandi við þá á- deilu stjórnarandstæðinga, að betur væri gert við þá, sem hærri hefðu tekjur, benti G. Th. m. a. á, að þegar vinstri stjórnin var við völd hefði sú 5% kauphækk- un, sem þessir sömu menn lög- buðu, komið þeim mest í hag, sem hæst hefðu haft launin. Þann ig vísaði ræðumaður á bug fleiri ásökunum stjórnarandstæðinga. Að lokum ræddi G. Th. um hag ríkissjóðs og benti í því sambandi m.a. á stöðuna í viðskiptum hans við Seðlabankann, sem væri nokkur mælikvarði: Ef litið væri á stöðu í maílok um 4 ára skeið, þá væru niðurstöðutölurnar þess- ar: — 1957 var skuld ríkissjóðs við Seðlabankann 77 milljónir. 1958 var skuldin 76 milljónir. 1959 'var skuldin 69 milljónir. 1960 nú í kvöld mun skuldin verða um 2 milljónir. Birgir Kjaran ræddi um orsak- ir þess ófremdarástands, sem hér ríkti, þegar núverandi ríkisstjórn tók við og hann hvað saman- standa af 15 ára misvægi í þjóð- arbúskapnum en þó aðallega van skilavíxli vinstri stjórnarinnar — sem reyndar hefði reynzt vera heill reikningur. Þessu máli sínu til stuðnings vitnaði B.K. til um- mæla Hannibals Valdimarssonar og Hermanns Jónassonar um það leyti, em stjórnin hrökklaðist frá völdum. Birgir Kjaran vék síðan að við- reisnarráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar, sem einar hefðu verið taldar koma til greina þjóð inni til bjargar, og rakti megin- efni þeirrar lagasetningar, sem ráðstafanir ríkisstjórnarinnar samanstanda af. Að lokum varaði Birgir Kjaran við tilraunum til að rífa niður þessar ráðstafanir, fyrr en þær hefðu fengið tækifæri til að sýna ágæti sitt. ★ Að síðustu töluðu af hálfu Al- þýð'uflokksins þeir Gylfi Þ. Gísla- son og Birgir Finnsson. Véku þeir báðir nokkuð að hinu neikvæða starfi stjórnarandstöðunnar, sem á hinn bóginn hefði, ef allt væri með eðlilegum hætti, mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðisþjóð félagi. Því hlutverki hefði stjórn- arandstöðuflokkarnir hér hins vegar ekki reynzt vaxnir, og vær* það m.a. sprottið af því, að nú væri verið að reyna að hrinda í framkvæmd ráðstöfunum, sem þeim hefði mistekizt að koma fram og gætu því ekki sætt sig við að öðrum lánaðist. Núverandi stjórn hefði gert þjóðinrii ýtarlega grein fyrir á- standinu og skýrt henni frá því, að nokkrar fórnir yrði að færa, til þess að komast mætti á rétt- an kjöl aftur. Svo framarlega sem ekki yrðu lagðar nýjar hindr anir í götu stjórnarinnar og grip- ið.til aðgerða gegn henni, myndi sú kjararýrnun, sem nú um sinn hefði átt sér stað, að lokum verða bætt upp með þeim alhliða um- bótum, sem viðreisnin mundi leiða til í þessu landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.