Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagtir 31. maí 1960 MORGUNnr AfílÐ 15 (5LAND Uppdráttur þessi sýnir rannsóknarskipin níu og leiðarlínur hvers um sig, sem liggja suðaustur frá Færeyjum og norðvestur til íslands, á og i kringum hrygginn milli þessara eyja. — Hrygg- urinn sjálfur er merktur með öðrum lit og einnig dýptarlínur. — Rannsóknir á íslands- Fær- eyjarhryggnum oð hefjast 9 skip frá 6 Jb/oðum v/ð rannsóknirnar T annskemmdirl og söluturnar EFTIR athugunum Norð- manna eru í hverju barni að meðaltali þrjór fulorðinstenn- ur skemmdar og 80—90% af 3 ára börnum hafa skemmdar tennur. Að því er 7 ára börn- um viðkemur eru þetta líkar tölur og hafa fengizt við skoð- un hér heima. Munu Skand- inavisku þjóðirnar vera einna hæstar á istanum að því er tannskemmdum viðkemur, enda er sykurneyzla hjá þeim mjög mikil og höfum við Is- lendingar þar forustuna, því að engin þjóð í heiminum neyt ir tiltölulega meiri sykurs. En hver er orsök fyrir hinni miklu sykurneyzlu hér á landi? Ekki er ósennilegt að hinn mikli fjöldi söluturna og ann- arra veitingastaða, sem selja hliðstæðar vörur, en þeim ÍSLENDINGAR taka nú, í júní- mánuði, þátt í rannsóknarleið- angri til að rannsaka hafstrauma við hrygginn milli Islands og Færeyja. Er María Júlía á leið til Vestmannahafnar í Færeyjum, þar sena hún kemur til móts við 9 rannsóknarskip frá 6 þjóðum, og þaðan leggja skin öll af stað samsíða, en með vissu millibili, norð-vestur eftir. Leiðangurs- stjóri á íslenzka skipinu er Unn- steinn Stefánsson, efnafræðingur. Einstæður rannsóknarleiðangur Hér er um að ræða einstæðan og sögulegan rannsóknarleiðang- ur, því þess munu engin dæmi að svo mörg skip vinni samtímis að rannsóknum á takmörkuðu svæði. Með þessum umfangs- miklu mælingum gera menn sér vonir um að geta ákvarðað með sæmilegri nákvæmni bæði víð- áttu og magn hins kalda botn- sjávar, sem streymir yfir hrygg- inn, straumhraðinn á ýmsum stöðum og sveiflur í rennslinu. Gera menn sér vonir um mikils- verðar niðurstöður, en hversu vel tekst til fer að verulegu leyti eftir veðrinu. I leiðangrinum taka þátt 9 rannsóknarskip frá 6 þjóðum: Norðmenn hafa 2, íslendingar 1, Englendingar 2, Skotar 1, Rúss- ar 1 og Þjóðverjar 2, en Danir urðu að hætta við að senda 1 skip. Öll eru skipin stór og vel útbúin sem rannsóknarskip, utan María Júlía. Skipstjóri á Maríu Júlíu í leið- angri þessum verður Gunnar Ól- afsson, og frá Fiskideild fara auk leiðangursstjórans þeir Birgir Halldórsson, Heimir Þorleifsson og Sven Aage Malmberg. Djúpbylgjur myndast við hrygginn Undirbúningur að þessum leið- angri hefur nú staðið í rúmlega 3 ár, því að haustið 1956 var fyrst um það rætt á fundum Alþjóðahafrannsóknarráðsins að efna til slíkrar samvinnu. Nokkru áður höfðu verið gerðar merkar rannsóknir á botnstraumum í norðanverðu Norður-Atlantshafi. Bentu niðurstöður rannsóknanna til þess, að slíkir botnstraumar myndu víða vera allsterkir, eink- um á hryggjunum milli íslands og Færeyja og íslands og Græn- lands. Þessi niðurstaða vakti mikla athygli, og kom mörgum á óvart, því að almennt hafði ver ið álitið, að botnstraumar væru veikir, sérstaklega á miklu dýpi. Voru menn á einu máli um, að rennslið yfir áðurnefnda hryggi myndi hafa mikil áhrif á ástand sjávar í djúplögum Atlantshafs- ins. Einnig þótti sýnt, að sveiflur á rennslinu gætu haft örlagarík áhrif á ástand sjávar og gróður- skilyrði á nálægum hafsvæðum, þar sem víða eru einhver beztu fiskimið í Norður-Atlantshafi. Rannsóknir Breta og Þjóðverja leiddu að því sterk rök, að mikl- ar djúpbylgjur muni myndast, er hinn kaldi og eðlisþungi sjór Norðurhafs streymir yfir neðan- sjávarhryggina og steyptist niður í Atlantshafsdjúpið. Slíkar djúp- bylgjur geta borizt langa vegu um hafið. Mæti þær fyrirstöðu, eins og við landgrunnsbrúnir geta þær valdið mikilli lóðréttri blöndun, og séu þær nægilega öflufear jafnvel náð upp til yfir- borðslaganna og endurnýjað þau af næringarsöltum úr djúplögum sjávar. Þegar haustið 1956 var á veg- um Alþjóðahafrannsóknaráðsins sett á laggirnar nefnd til þess að kanna möguleika á því að efna til samstarfs meðal fiskveiði- þjóða Norður-Evrópu um athug- anir á rennslinu úr Norðurhafi í Atlantshaf. Að athuguðu máli var ákveðið, að fyrsti áfangi þess arar sámvinnu skyldi ná til ýtar- legra rannsókna á neðansjávar- bryggnum milli íslands og Fær- eyja. Nefndin hélt undirbúningi áfram næstu ár, en á þeim tíma gerðu nokkrar þjóðir, einkum Danir, Þjóðverjar og Skotar und irbúningsrannsóknir á nefndu hafsvæði. Tilhögun rannsókna Leiðarlínur flestra skipanna liggja samsíða í stefnu frá suð- austri til norðvesturs. Þegar komið er norður undir íslenzka landgrunnið, snúa skipin við og halda til baka eftir línum, sem liggja samsíða fyrri leiðarlínun- um í 10—15 sjómílna fjarlægð frá þeim. Á þessari leið verða gerðar athuganir á 8—9 sjómílna millibili. Mælt verður hitastig og sýnishorn til efnagreininga tekin á mismunandi dýpi frá yfirborði tl botns. Þéttastar verða mæling- arnar gerðar í sjávarlaginu næst botni, en þar mun aðalrennslið yfir hrygginn eiga sér stað. Jafn- framt verða gerðar almennar veð urathuganir og mælingar á gegn- sæi sjávarins. Þegar skipin hafa lokið þessari fyrstu yfirferð, munu þau hittast aftur í Vest- mannahöfn og leiðangursmenn bera saman gögn sín. Verður þá tekin ákvörðun um það, hvort á- stæða sé til þess að breyta áætl- uninni. Að því búnu láta skipin aftur úr höfn og endurtaka fyrri rannsóknir. Því næst fer hvert skip á tiltekinn stað á hryggn- um, þar sem það heldur kyrru fyrir í 2 sólarhringa og mælir straum eða endurtekur mælingar á hitastigi og seltu á klukkutíma fresti. Loks verður svo farin þriðja yfirferðin fram og aftur eftir hryggnum og mælingar því næst endurteknar í annað sinn á hinum föstu stöðum. Rannsókn- unum lýkur hinn 18. júní. ekki síður vel fjárhagslega fyrir bæinn. Mun því ekki of- sagt að bærinn fái sína 1 millj ón króna á ári 1 leyfisgjöld fyrir þessa starfsemi, en það er álíka upphæð og veitt er til allra skólatannlækninga í bæn um. Starfandi tannlæknar hér í bæ eru um 40 á 32 stofum. Eru því tæplega þrisvar sinnum fleiri söluturnar hér í bæ en tannlæknastofur og áreiðan- lega starfa fimm sinnum fleiri við þá heldur en á tannlækna stofunum. Er þá ótalinn sá fjöldi sem starfar við fram- leiðslu sælgætis, en sælgætis- framleiðsla er mjög arðsöm hér og alltaf fjölgar verksmiðj unum, þó að enn sé þetta stundað, sem hálfgerður heim ilisiðnaður hjá sumum. Engin þjóð hversu rík, sem hún er, mun vera fær um að þjálfa nægilega marga tann- lækna og standa undir nauð- synlegri þjónustu til að veita nægilega meðhöndlun öllum íbúunum, ef tekið er tillit til hve tannskemmdir eru algeng ar í dag. Eina lausnin er að hefur fjölgað mjög ört undan- farin ár, séu að stóru leyti or- sök þess. Bæjaryfirvöldin hér hafa sannast að segja verið full minnka tannskemmdirnar. gjafmild á að veita leyfi fyrir slíka starfsemi. Munu nú vera um 100 slík leyfi í umferð og gjaldið sem bærinn fær fyrir Og margsannað er að það má gera með ýmsu móti, en slíkt þarf að framkvæmast hvert leyfi 12000 kr. á árLAð skipulega svo að það nái til vísu eru nokkrir sem ekki aljra 0* hl,ð °Pmbera verður greiða þessa upphæð beint, að gera sér grein fyrir því, heldur sjá um leið fyrir bið- hve alvarlegt vandamál tann- skýli, sem bærinn þyrfti að skemmdirnar eru. byggja, svo að það kemur sér Frá Tannlæknafélagi íslands. skrifar um: KVIKMYNDIR TJARNARBÍÓ: Glapráðir glæpamcnn Þessi brezka glæpamannamynd er einstök í sinni röð. Hér er ekki hleypt skoti úr byssu og „glæpa- mennirnir" eru bráðskemmtilegir og beztu skinn 'nn við beinið, en gáfnafarið í lakasta lagi. Það vantar ekki að þeim detta mörg brögð í hug til þess að klófesta eignir náungans, en þau fara allt- af út um þúfur af einni og sömu orsök — vitsmunaskortinum. — En svo kem.ur til skjalanna kona auðmannsins Billy Gordons. Þeir félagarnir ætluðu að nema á brott dóttur Gordons, til þess að kúga út úr honum hátt lausnargjald, en tóku auðvitað frúna í misgrip- um. En þegar þeir kumpánar heimta lausnargjaldið, segir Gord on að þeir megi hafa frúna til ei- lífðar sín vegna, enda er Gordon ekki við eina fjölina felldur í kvennamálunum. Þegar frúin heyrir þessa afstöðu eiginmanns síns verður hún bæði sár og reið. Til þess að hefna sín á hinum kaldrifjaða manni sínum gengur hún í lið með bófunum og færist þá sannarlega líf í tuskurnar. — Fjárkúgunin gengur eins og í sögu, peningar Gordons streyma til þeirra og hann má þakka fyr- ir að sleppa við gálgann. — Þetta er bráðskemmtileg mynd, fyndin og ágætlega leikin, enda vekur hún mikinn hlátur áhorf- enda. Leikendur fara allir prýði- lega með hlutverk sín, en einna skemmtilegastur er þó Bernard Bresslaw í hlutverki hálfvitans Snowdrops. ADSTCRBÆJARBÍÓ: Ákærður saklaus Þetta er amerísk sakamála- mynd, byggð á sönnum atburð- um, sem gerðust í New York árið 1953. — Maður að nafni Manny Balestrero var tekinn fast ur saklaus, ákærður fyrir rán. Hann reynir að sanna sakleysi sitt, en það er eins og allt gangi honum á móti. Þeir sem sáu ræn- ingjann fullyrða allir að Manny sé sami maðurinn og jafnvei rit- hönd hans svipar mjög til rit- handa ræningjans. Manny er nú tekinn til hverrar yfirheyrsiunn- ar eftir aðra og fluttur úr einu fangelsi í annað, en loksins er hann látinn laus gegn tryggingu. Hann og kona hans reyna nú eftir mætti að safna vitnum til að sanna sakleysi hans, en gengur það treglega. Loks fara þau til málfærslumanns, er trúir þeim og tekur að sér mál Manny’s. En allt þetta hefur orðið konu Manny’s ofraun. Hún missir vit- ið og er sett á geðveikrahæli. — Eftir mikinn málarekstur og rétt- arhöld er málinu frestað vegna formgalla á meðferð þess, — en skömmu síðar gerist það atvik er tekur af öll tvímæli um sakleysi Manny’s . . . Alfred Hitchcock, hinn frægi enskj leikstjóri, hefur sett myhd þessa á svið og haft á hendi leik- stjórn, enda er myndin, eihs og aðrar Hitchcock-myndir afbragðs vel gerð, þó að spenna liennar sé ekki eins mikil og í flestum öðr- um myndum hans. Og leikurinn er mjög góður, einkum þeirra Henry Fonda, sem leikúr Manhy og Vera Miles, sem léikúr Ítöse konu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.