Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCriVBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. maí 1960 Frúin í Litlagarði Maria Dermout: Frúin í Litlagarði, 275 bls. Almenna bókafélagið — maí 1960. ÞAÐ er fremur sjaldgæft að hér séu gefnar út hollenzkar bækur. Má raunar telja vafasamt að kalla þessa bók holienzka nema að litlu leyti. Höfundur bókar- innar, Maria Dermout, er fædd- ur á Jövu og hefur dvalið mik- inn hluta ævi sinnar í Austur- Indíum og á bókin þar uppruna sinn, gerist á Moluccaeyjum.Sag- an hefur því borizt hingað lang- an veg líkt og farfugl því bækur eiga sjaldan heimkynni nema meðal jiess fólks sem bókin fjall- ar um eða er að öðru leyti tengd. Og því er það að þessi fjar- komna bók verkar á mig, íslenzk an lesanda, ekki eins og hlut- kenndur veruleiki, heldur vekur grun og drauma íborna ilmi af suðrænum gróðri sem ég kann ekki einu sinni nöfn að gefa. Er- lendis kann þessi bók að hljóma sem samfelld hljómhviða en mér finnst bókin eins og safn brota úr mörgum stefjum. Bókin er að mínum dómi tæp- lega skáldsaga í strangri merk- ingu þess orðs. Til þess skortir hana alla hnitmiðun og sam- fellda byggingu. Má um það taka þriðja hluta bókarinnar sem dæmi. Þessi hluti bókarinnar er í rauninni þrjár sjálfstæðar smá'- sögur sem koma öðru efni bók- arinnar ekki nokkurn skapaðan hlut við. Fjórði hlutinn er svo misheppnuð tilraun til að tengja þessar óskyldu smésögur við fyrri efnisþráð með því að láta aðalpersónu sögunnar hugsa um atburði smásagnanna nætur- langt.Sögusvið bókarinnar er lít- il eyja í Moluccaeyjaklasanum og söguefnið er hitt og þetta sem gerist á þessari eyju, skylt eða óskylt þeirri persónu sem sagan á þó að fjalla um. Uppistaða sögunnar er að mestu um trú og hjátrú hinna innfæddu, alls kyns furðusögur um kynjadýr, aftur- (föngur, morð, töfra, hausaveið- »ra og sitthvað fleira Heiti bókarinnar á frummálinu réttlætir að nokkru leyti þennan sundurlausa samtíning sem á að vera efnisþráður, en á hollenzku heitir bókin „DE TIENDUIZEND DINGEN" sem þýðir orðrétt á íslenzku: Atriðin tíu þúsund. Hinn íslenzki titill bókarinnar virðist mér hins vegar algerlega úr lausu lofti gÝipinn og geri ein- ungis illt verra því að með þessu heiti beinist athygli lesandans fyrst og fremst að persónunni sjálfri, frúnni í Litlagerði, en bók in í heild sinni fjallar ekki aðal- lega um þessa persónu (og er það veikasta hlið hennar) heldur þjónar frúin þeim eina tilgangi að vera eins konar tengiliður milli lesandans og þess lífs sem er lifað á eyjunni. Bókin er sem sagt ekki persónulýsing heldur tilraun til að varpa ljósi á líf á fjarlægri eyju og lýsa því í öllum sínum margbreytileik, lýsa við- brögðum fólksins í heild gagn- vart dauða, töfrum, morðum o. s. frv. Auk þessa er hinn hol- lenzki titill að öllum líkindum sóttur í tilvitnun fremst í bókinni sem skýrir mjög vel innihald og tilgang sögunnar, og hljóðar þessi tilvitnun svo í íslenzkri þýðingu: „Þegar atriðin tíu þús- und hafa verið skoðuð í heild, snúum við til upphafsins og sitj- um um kyrrt, þar sem við höfum alltaf verið.“ Tel ég að vanda- lítið hefði verið að finna betri titil á hina íslenzku útgáfu bók- arinnar. Það er harla erfitt að gera sér grein fyrir upphaflegum stíl höf- undarins þar sem bókin mun ekki hafa verið þýdd beint úr frummálinu og hefur því stíll höfundarins flakkað úr einu mál- inu í annað. Mun ég því einungis vísa til þess er sagt verður um þýðinguna hér á eftir. Þessi bók er um margt skemmti leg og forvitnileg. Hér er okkur sýndur heimur sem er eins ólík- ur íslandi og mest má vera. Brugðið er upp stuttum og oft skörpum skyndimyndurn úr dag- legu lífi fólksins og oftlega eru aukapersónur sem staldra stutt við í sögunni furðulega skýrar og eftirminnilegar. Má þar tii dæm- is nefna ömmuna sem er ógleym- anleg persóna, prófessorinn frá Skotlandi, töfrakonuna og um- boðsmanninn. Aftur á móti er helzta persónan, Lukka (skritin nafngift á íslenzku) ekki nógu skýr að mínum dómi en það kann þó að stafa af því hve hún er í mörgu lík ömmu sinni. í bókinni eru margar fagrar náttúrulýsingar og eru þær greini lega skrifaðar af mikilli ást á umhverfinu. Er ég þeirrar skoð- unar að þar nái höfundurinn lengst í list sinni. Dæmi: „Þegar tunglið kom upp yfir innra fjörðinn, sem var kyrr eins og stöðuvatn, og skein á laufið á trjánum og pálmana á strönd- inni, var næstum bjart sem á degi. Öll litlu pálmalaufin gljáðu eins og þau væru vot, eins og tunglskinið mundi streyma af þeim í silfurdropum. Bolirnir á hlynunum lýstu frá sér, gráir og silfurhvítir, laufið varð næstum málmgljáandi‘“ (257. bls.). Eins er það með dýrin ög furðu sögurnar. Það er næstum ógleym anlegt. Yfir því hvílir þessi mjúki draumkenndi blær og hvílir yfir hinum mildari þjóð- sögum íslenzkum. Eins og til dæmis sagan um blinda sæ- skrímslið sem át útlimi manna: „ — skrímslið etur ekki alltaf hendur og fætur, sei, sei, nei. Það veiðir fiska í skelina sína, og það á vin, marfló .... sem býr hjá því í skelinni. Marflóm etur með því, en verður að hjálpa til við veiðina. Hún segir skrímslinu, hvenær það eigi að víkka opið á skelinni, og hvenær eigi að loka henni. Skrímslið sér ekkert, eins og þú veizt, — engin augu.“ (40 bls.). Og þá er komið að þýðingunni sem er gerð af Andrési Björns- syni. Þýðingin er yfirleitt rituð á góðu máli, er snyrtileg og þýð- andinn er hófsamur í orðavali. Oft ber á talsverðri mælgi í stíln um en ekki er víst að slíkt beri að skrifa á reikning þýðandans, það getur verið að mælgin sé sök höfundarins. Stundum er komzt klaufalega að orði í þýð- ingunni. Á 14. bls. neðarlega stendur þetta: „Úr gapandi gini þess (ljónshöfuðs) spruttu nokkr ar vatnssúlur, sem skárust .... “ (leturbr. mín). Ég held að sam- kvæmt eðlisfræði geti vatnsbun- ur ekki skorizt, hins vegar geta þær runnið í kross. Á 16. bls. neðst stendur þetta: „Allt fólkið vissi um stúlkurnar þrjár og gætti eftir þeim“ (leturbr. mín). Og á 170. bls.: „.... sveigjan- legar herðarnar héldu stoltlega upp höfði hennar ....“ (leturbr. mín). Auk þessa gætir svo mis- ræmis í notkun þriggja orða. Þýð andinn notar yfirleitt orðasam- sem Yiiumrn Sumartaska úr basfi Strá- og basttöskur fara vel við léttu sumarkjólana og þær sem eru handlagnar geta auð veldlega búið sjáifar til slík- ar töskur. Fyrst er að ákveða lögun töskunnar, klippa til pappírssnið og prófa það, áð- ur en skærin eru sett í bast- efnið. í töskuna, sem sýnd er á Síldarbollur 3 saltsíldar, 450 gr. soðnar, kaldar kartöflur, 150 gr. kjötafgangur, iy2 bolli mjólk, % tsk. pipar, 1% bolli brauðmylsna, 100 gr. feiti. Saxið kartöflurnar, síld- ina og kjötið. Blandið mjólk og pipar saman við. Búið til bollur og veltið þeim í brauðmylsnu. Brúnið þær í feiti við hægan hita. Berið brúna lauksósu með. meðfylgjandi mynd, þarf eitt langt stykki, ca. 35 x 85 sm., sem er klippt þannig til að taskan mjókkar upp. Þess utan þarf tvö hliðarstykki, ca. 18 x 22 sm., sem einnig mjókk- ar upp, og löng tvöföld reim. Taskan er fóðruð með vliese lini. Það er klippt út (ekki gert ráð fyrir saum) og límt á bastefnið. Um það bil 7 sm. eru skildir eftir í annarri hlið inni fyrir kögrið. Keiminni er stungið í mið hliðarstykkin og endarnir beygðir upp á við. Taskan síðan saumuð saman í vél á röngunni, snúið við, og áður en hún er fóðruð með munstruðu plastefni. er kögr- Þið getið alveg verið vissar um að fylgja tízkunni, séuð þið klæddar í blátt-blátt hef- ur ætíð verið einn ag grunnlit- um tízkunnar. Þess utan klæð- ir blái liturinn sérstaklega vel ur og hér á landi er mikið af Ijóshærðar og bláeygðar stúlk- þeim. Meðfylgjandi mynd er af fal legum vorkjól, kóngabláum, prýddur með hvítu organdy 1 hálsmálið. Hatturinn er einn- ig skreyttur með hvítu org- andy. ið búið til. Fyrst eru tveir þræðir dregnir út fyrir of- an kögrið nokkrir þræðir hafð ir á milli) og saumað yfir úr- dráttinn með kontorsting (sjá mynd). Síðan er kögrið rakið upp á venjulegan hátt. Gömlu sundhettunum hefur nú verið stungið undir stól og í staðinn komið þessir fallegu sund-„hattar“ úr upp hleyptu gúmmí. Óneitanlega mun klæðilegri en kollhúf- urnar gömlu og ýta vonandi undir sundiðkanir kvenfólks- ins. bandið ekki heldur eins og títt er um góða íslenzkumenn, en á tveim eða þrem stöðum skrifar hann heldur ekki að danskri fyr- irmynd. í aukaföllum af orðun- um innri og ytri notar þýðandi innra og ytra sbr. um innra fjörð inn. Þetta þykir mér fallegt en á örfáum stöðum hefur hann ekki gætt sín og skrifar þá um innri fjörðinn. Slíkt misræmi er leiðin legt, ekki sizt þegar í hlut á góð- ur kunnáttumaður á íslenzka tungu, en þetta eru auðvitað smá atriði sem ugglaust hefur gleymzt að leiðrétta í prófarka- lestri. Prentvillur sá ég aðeins þrjár. Njörður P. Njarðvík. Sumarskóli Guð- spekifélagsins SUMARSKÓLI Guðspekifélags fsl. verður haldinn í Hlíðardal í Ölfusi, dagana 18.—25. júní. Að- alfyrirlesari verður Mlle. Pasca- line Mallet frá guðspekimiðstöð- inni í Huizen í Hollandi. Þeir sem hafa hug á að sækja skólann geta látið skrá sig hjá frú Guðrúnu Indriða,dóttur, sími 13476 og frú Önnu Guðmundsdóttur, sími 15569. Þessir tveir klæðilegu sport búningar henta mjóg vei á þessum árstíma. Að ofan er skemmtileg dragt úr þunnu skinni, með ermar og rúllu- kraga úr prjónaefni. Fyrir neðan er ítaiskur jakki úr rauðri oig gráköflóttri shet- landsull. Laust fall í bakið. Pilsið er rautt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.