Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐ1Ð Þrifiinrtfle'ur maí 1960 oskvuúrvali á leiðinni — en enginai veit hvernig Leikur um- deildra marka 1 AUSTAN roki og rigningu fór annar leikur Beykjavíkurriðils Islandsmótsins fram á sunnu- daginn. Átta vindstig og úrkoma höfðu mikil áhrif á leikinn, en mesta furða var hverjum tökum knattspyrnumennirnir náðu á leik og spili — og baráttan í leiknum var frá upphafi til loka afar mikil, hörð og jöfp. Bangir dómar? Opinber úrslit leiksins urðu 2—2. En fjöldi áhorf- enda, er á öðru máli — og myndir skýra þeirra skoð- un. hún er sú, að leikurinn hafi endað 3—1 eða í hæsta máta 3—2 Akranesi í vil. Með öðrum orðum að þriðja mark Akurnesinga, sem dæmt var „rangstöðu- mark“ hafi verið löglega skorað og að síðara mark Vals, sem dæmt var lög- legt, hafi ekki verið það. Úrslitum þessa leiks verð- ur kannski ekki breytt en vera kann að þarna hafi gerzt athurðir, sem ættu að verða dómurum og línu- vörðum til athugunar — því hvert stig er mikil- vægt í upphafi slíks móts og getur ráðið úrslitum um meistaratitil — eða fall. ik Bokið þriðji aðili leiksins Hinn sterki vindur, sem var að mestu á hlið, setti mikil mörk ó þennan leik og var eins og þriðji aðili í honum. Rokið var erfiður mótherji beggja liða í tilraunum til samleiks og skemmdi ótalmargar þeirra. £n á köflum náðu þó bæði lið furðu góðum leik. í fyrri hálfleik sótti Valur heldur meira og varð fyrri til að skora. ★ 1-1 Markið skoraði Bergsteinn Magnússon eftir upphlaup á hægri væng. Klaufalegur varnarleikur Akurnesinga skapaði honum gott færi, sem hann nýtti vel. Þetta mark jöfnuðu Akur- nesingar mínútu fyrir leikhlé. Framh. á bls. 23. 1(K2 # 100 m FYRIR 4 dögum síðan keppti ítalski spretthlauparinn Livio Berruti á móti í Verona. Tími hans var 10,2 sekundur, eða hinn sami og Evrópumet Þjóðverjans Germars sett 1957. ítalská frjálsíþróttasambandið hefur sótt um að tími Berruti verði staðfestur sem metjöfnun. Úrvaí SV-lands vann Keflavík A SUNNÚDAGINN fór fram fyrsti leikur í Keflavíkurriðli Is- landsmóts .1. deildar. Léku þá Fram og Keflavík. Rok og rign- ing settu mikinn svip á þennan leik sem þann er í Reykjavík fór fram. Úrslit leiksins urðu þau að Fram sigraði með 2 mörkum gegn engu, og hafði Fram nokkra yfir- burði. ÞESSI mynd er sterk stoð með skoðun þeirra sem töldu að mark hefði verið dæmt af Ak- urnesingum á sunnudaginn. Hún sýnir þriðja mark þeirra. Helgi Björgvinsson innherji (sézt ekki) spyrnti frá vinstri kanti og Björgvin markvörð- ur Vals hljóp á móti honum til að loka markinu. Hann sést heldur ekki. En rangstaðan er dæmd á Akurnesinginn sem sést við markið. Valsmaðurinn sem fylgir honum sér hvað orðið er — að knöttiurinn liggur í netinu — spyrnir við fótum til að nema staðar. Engan veginn er því víst að Akurnesingur- inn hafi verið rangstæður er spyrnt var. Og þó svo hafi verið, hefur þessi leikmaður Akraness ekki áhrif á leikinn, þar sem mark- vörður einbeitir sér að Heiga sem er í skotfærinu. í leikreglum KSÍ segir svo orðrétt í kaflanum um rang- stöðu: „Leikmaður, sem er rang- stæður, skal ekki víttur, nema dómari álíti, AÐ IIANN HAFI ÁHRIF Á LEIKINN eða mót- herja, eða hann taki upp rang- stöðu í því skyni að hagnast á henni“. Er dómiurum sérstaklega bent á þetta ákvæði reglanna. En þetta ákvæði var hunds- að á sunnudagskvöldið, — kannskí með meiri afleiðing- um en menn ætla. Á MORGUN eru rússnesku knattspyrnumennirnir, sem hingað koma á vegum Fram, væntanlegir til Reykjavíkur. — Við vitum ekkert hvernig þeir koma, kannski á sinni eigin þotu, sögðu forráða- menn Fram við blaðamenn í gær. Þeir sjá sjálfir um ferð sína hingað og hafa ekki ónáðað okkur með upplýsing- um þar að lútandi, en hingað koma þeirra er staðfest af | rússneska knattspyrnusam- bandinu en það hefur verið samningsaðili um þessa heim- sókn. — •*• Skiptiheimsókn Það verða alls 21 maður sem kemur hingað. Þar með eru tald- ir fararstjórar og væntanlega læknir, sem Rússar hafa yfirleitt alltaf með sér ó slíkum ferðum. Þetta er þriðja heimsókn rúss- neskra knattspyrnumanna hing- að til lands og nú leggja þeir höfuðáherzlu ó, að ísl. lið fari til Rússíá. — Ef svo verður ekki, segja þeir, er ekki um samskipti milli landanna að ræða, en upp úr slíku leggja þeir mikið. Er í ráði að Fram fari utan og þá mun Fram greiða ferðakostnað aðra leið, eins og Rússarnir nú. Er því hér um algera skiptiheim- sókn að ræða. 'Á’ Verkefni við landsleik Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um Iiðsmenn Rússa nú, né heldur myndir. Slíkt hafa þeir ekkert sent — og var svo einnig er þeir komu hingað í hin fyrri skipti. En eitt er víst að liðið sem rússneska knatt- spyrnusambandið sendir í þessa för er gott. Það er úr- valslið Moskvuborgar en tak- markað við 23 ára aldur og yngri menn. í því sambandi má minnast á úrvalslið Tékka er hingað kom skipað á sama hátt „yngri mönnum“, og lék einhverja fegurstu knatt- spyrnu sem hér hefur sézt. Má ætla að Rússarnir séu nú ekki eftirbátar þeirra og er verkefni íslenzkra knatt- spyrnumanna nú gegn þessu rússneska liði, ekki minna en landsliðsheimsóknir. ★ Breytt skipan í Rússlandi Heimsóknin átti að vera nokkru fyrr, en það gátu Rúss- ar ekki samþykkt. Kann það að stafa af því að keppnisfyrir- komul. 1. deildar í Rússlandi hef ur verið breytt. Eru nú 22 lið í 1. deild í stað 12 áður og hefur það mikla fjölgun leikja í för með sér. •Ar Knattspyrna í Moskvu Moskvuborg á mörg sterk knattspyrnulið. Sterkust eru Dynamo, Torpedo, Spartak og Lokomotiv. — Torpedo og Dyna- mo eru nú efst Moskvuliða í Rússlandskeppninni. Rússar hafa nýlega leikið landsleik við Pólland og unnið Framh. á bls. 23. Ungui Akur- eyringur sigr- uði Svuvur Á EÓP-MÓTINU í gær náð- ist góður árangur í ýmsum greinum. Óvæntust urðu úr- slitin í 800 m hlaupi. Þar varð Svavar Markússon hinn kunni hlaupagarpur og íslandsmet- hafi í greininni að láta i lægra hlut fyrir ungum Akureyringi Guðmundi Þorsteinssyni eftir harða og skemmtilega keppni. Tími Guðmundar varð 1:54,1, Svavar hljóp á 1:51,3. — Nán- ar síðar. * Fram fCNATTSPYRNUNEFND hefur nú valið úrvalslið S.-Vesturlands sem leika á við Moskvuúrvalið kl. 9:15 á Laugardalsvellinum. Gunnar Guðmannsson KR Þórður Jónsson ÍA Ingvar Elísson Örn Steinsen IA KR Þórólfur Beck KR Garðar Árnason Rúnar Guðmannsson Sveinn Teitsson KR í'ram ÍA Árni Njálsson Hreiðar Ársælsson Val KR Helgi Daníelsson ÍA Landsliðsnefnd gerir nú róttækar breytingu á framlínunni. — Umræður um þær verdum við að geyma tii morguns. Síðara mark Vals: Helgi hefur fangað knöttinn, en Gunn- laugur veður að með uppreidd an fót á ólöglegan hátt. Það sýnir vélin. — Helgi segir síð- an að knettimim hafi verið sparkað úr höndum sér og mar á handarbaki hans er sagt til sönnunar. Knötturinn berzt að mark- inu og Helgi Hannesson er nálægt því að bjarga — en myndin sýnir knöttinn ekki fyrir innan. (Ljósm.: J. Vilberg).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.