Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1960 Símamálin í Hafnarfirði og nagrenm 1 Símnotendur i öllu umdæmi bæj- \ \ * \ arsima Reykjavikur og Hafnarfjarð- \ ar búi við sömu kjör i þessum efnum \ M E Ð A L þeirra mála, sem Alþingi tók til lokaafgreiðslu laust fyrir þinglok, var þingsályktunartillaga Matthíasar Á. Mathiesen um samræmingu símtala og símgjalda í umdæmi bæjarsíma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Ályktun þingsins Var ályktunin samþykkt sam- hljóða og er hún á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að samræmd verði svo fljótt sem auðið er símgjöld og fyrirkomulag símgjalda milli Hafnarfjarðar, Garða- hrepps, Bessastaðahrepps, Kópavogs, Seltjarnarnes- hrepps og Reykjavíkur, sem eru aðilar að bæjarsíma Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, þannig að símtöl milli þessara byggðarlaga verði eigi dýrari en og með sama fyrirkomulagi og innanbæjar- símtöl“. Allir búi við sömu kjör I rökstuðningi fyrir tillögunni gat Matthías þess m. a. að nú 1 o k s i n s hefði verið hafizt h a n d a um að bæta úr brýnni þ ö r f Hafnfirð- inga fyrir fleiri síma og f 1 e i r i talrásir til Reykjavíkur. — Síðan vék þing- maðurinn að því að gera þyrfti þá leiðréttingu, að allir símnotendur í umdæmi bæjarsíma Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar yrðu framvegis látnir búa við ein og sömu kjör, en þau hafa sem kunnugt er verið mjög mismunandi. Þannig geta t. d. símtöl milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur nú ekki staðið lengur en í 5 mínútur og eru talin sem 3 innanbæjarsímtöl. Þetta ástand kvað Matthías hvort tveggja í senn ósanngjarnt og lítt viðunandi, enda væri hér um að ræða svæði, sem væri ein viðskipta- og atvinnuheild. Væri þingsályktunartillagan fram bor- in, til þess að freista þess að leiðrétting fengist á þessu mikil- væga atriði. Matthías Á. Mathie- sen gat þess einnig að um sinn hefði fengizt sú leiðrétting t i 1 aukins samræm- is, að símamála- ráðherra, Ingóif- ur Jónsson, hefði í samráði við póst- og símamálastj óra, ákveðið að fjölga innanbæj- arsímtölum í Hafnarfirði úr 600 í 850 á hvern síma. Rétt og sanngjarnt Fjárveitinganefnd þingsins fékk málið til athugunar. For- m a ð u r hennar o g framsögu- maður í málinu, Magnús Jónsson, skýrði síðan frá því, að nefndin t e 1 d i f ullkom- lega rétt og sann g j a r n t að um- rædd skipulags- breyting yrði gerð, svo fljótt sem auðið væri. Mattliías Á. Mathiesen þakk- aði þær undirtektir, sem tillaga hans hafði fengið, og komst m. a. svo að orði við lokaafgreiðslu málsins: Vilji Alþingis ljós „Ég gerði í framsöguræðu minni grein fyrir þessu máli og tel ekki ástæðu til þess, að end- urtaka það hér, en samþykkt til- lögunnar gerir ráð fyrir þeirri meginbreytingu á fyrirkomulagi þessara mála, eins og þau eru í dag og eins og þeim hefur verið ætlað að verða, að í stað þess að Hafnfirðingar og nágrannar þeirra greiða miklu hærra gjald fyrir viðtöl til Reykjavíkur en innanbæjar, þá hefur Alþingi, að samþykktri þessari tillögu, lyst yfir þeim vilja sínum, að þessi mismunur verði leiðréttur, þann- ig að símtöl á milli þeirra byggðarlaga, sem eru í umdæmi bæjarsíma Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar verði eigi dýrari en og með sama fyrirkomulagi og inn- anbæjarsímtöl, og sú skipun, sem ætluð var, að kæmi til fram- kvæmda nú á næstunni, þ. e. a. s. símtöl, greidd eftir tímalengd, séu þar með úr sögunni. Framkvæmd þessarar tillögu heyrir undir hv. póst- og síma- málaráðherra, Ingólf Jónsson. Ég er þess fullviss af viðtölum við hæstvirtan ráðherra, að hann skilur mjög nauðsyn þeirrar breytingar, sem hér um ræðir, og hann muni láta hraða fram- kvæmdum þessa máls eins og unnt er“. Umdæmi bæjarsíma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. — 888 börn i Barna- skóla Hafnarfjarðar Hafnarfirði. BARNASKÓLANUM var slitið síðast í maí og fór sú athöfn fram í Þjóðkirkjunni. Sigurður Sigurðsson, stud. theol., las við það tækifæri ritningarorð og Páll Kr. Páls- son lék á orgelið. Þorgeir Ib- sen flutti skólaslitaræðuna og minntist í upphafi Markúsar heitins Kjartanssonar, sem fórst hér af slysförum nýlega. Skólastjórinn gat þess, að í vet ur hefðu verið í skólanum 888 börn og 126 böm lokið barna- prófi. Af þeim hlutu 60 börn einkunnina 8 og þar yfir. Fimm hlutu 1. ágætiseinkunn, 9 og þar yfir. Hæsta einkunn á barna- prófi hlaut Sigurður B. Stefáns- son (Júlíussonar rith.), 9,63, en það er hæsta próf, sem tekið hef- ur verið við skólann. Önnur varð Anna Kristín Þórðardóttir með 9,16. — Afhenti skólastjórinn nokkrum börnum bókaverðlaun fyrir ágætan námsárangur. Þá afhenti hann 10 börnum í 12 ára bekk verðlaun, en Axel Krist- jánsson, forstjóri, hafði gefið í þessu skyni 1250 kr. Sigurður Jóakimsson hlaut verðlaun fyrir beztu afrek í sundi og leikfimi. — Þá gat Þorgeir Ibsen þess, að Eiríkur Björnsson læknir hefði nú látið af starfi sem tannlæknir skólans og Ólafur Stephensen tannlæknir tekið við. Heilsufar var gott í skólanum í vetur. Hafði Elísabet Erlendsdóttir hjúkrunarkona og Eiríkur Björns son læknir eftirlit með börnun- um. — í vetur fékk skólinn lil umráða aukið húsrými með stækkun leikfimihússins. Að lokum þakkaði skólastjór- inn kennurum og nemendum gott samstarf í vetur og óskaði þeim gæfu og gengis. — Kirkjan var þéttsetin við skólauppsögn og fjölmenntu foreldrar þar með börnum sínum. — G. E. Fiskaflinn meiri SKV. skýrslu Fiskifélags tslands var fiskaflinn á þessu ári til marzloka 129.355 lestir og er það tæpum 19 þús. lestum meira en á sama tíma í fyrra. Af afla þessum eru rúmar 107 þús. lestir bátafiskur, en 22 þús. togarafiskur. Langmest hefur aflazt af þorski eða 94720 lestir, af ýsu eru 13.195 lestir, keilu 4.762 lestir, steinbít 4.231 lest, karfa 4.271 lest, síld 899 lestir og minna af öðrum fiski. Af þorskaflanum var mest fryst eða 67.700 lestir, í söltun fóru tæpar 30 þús. lestir, 20 þús. í herzlu, 955 lestir í mjölvinnslu og 2.282 lesta var neytt innan- lands. Ekkert var niðursoðið, en 46,6 lestir í fyrra. Af síldaraflanum voru ísaðar 561 lest, en ekkert í fyrra, í fryst ingu fóru 124 lestir, 88 í fyrra, í bræðslu 135 lestir og söltun tæp- ar 78 lestir ekkert í fyrra. • Rigning, rigning, rigning Þegar innivinnumenn fá frídaga snemma sumars eiga þeir þann draum heitastan, að liggja úti og sleikja sól- skinið. Þannig fylla þeir í skörðin, sem veturinn hefur gert í vítaminforðann jafn- framt því, sem þeir hvílast og safna nýju þreki til að glíma við verkefni daglegs lífs,enda mun margur innisetumaður- inn hafa hugsað sér að verja hvítasunnudögunum einmitt á þann hátt, en því var ekki að heilsa. Að vísu var sæmi- legt veður hér í Reykjavík á hvítasunnudag og sá til sólar um tíma. En sú dýrð stóð ekki lengi. Og á annan hellti svo úr loftinu, að for vall um hverja götu og fólk þrammaði um þungbúið með aurugar skálmar og blettótta sokka. • Holdvotir áhorf- endur á kappreiðum Þá áttu þeir ekki sjö dag- ana sæla, sem fóru á kapp- reiðamar við Elliðaár á ann- an í hvítasunnu. Vatnið hellt- ist úr loftinu og þó áhorfend- ur veittu því kannski ekki athygli meðan keppnin stóð sem hæst, urðu þeir því betur varir við það eftir á þegar spennu keppninn- ar var lokið. Velvakandi hitti nokkra menn, sem voru nýkomnir þaðan að innan og var ekki þurr þráður á þeim og litur háls- bindanna runninn út í skyrtuna. Má það mildi kall- ast, ef enginn fær lungnabólgu upp úr slíkri vosbúð. Svipaða sögu er að segja frá sumum knattleikjunum og eru menn mæddir er þeir ☆ FERDINAND HEyÁS JBAIR n~ 'p / ^ÍE^MR-1 _ minnast á veðrið nú að hátíð lokinni. En bændur láta vél vfir rekjunni og bíða þess nú að upp stytti senn svo þeir geti hafið sláttinn. * Ógæfumerki Eftirfarandi bréf hefur Val- vakanda borizt: I litlu klettabyrg.i sem skýl- ir lágvöxnu grenitré, velja andahjónin sér samastað. Þau hugsa gott til þess að ala unga sína í friðuðu landi, þar sem hlúð er að nýgræð- ingi. Hreiðrið er snoturlega gert af stráum og dúni. Eggin eru orðin 9 að tölu og andamamma vermir þau dyggilega með kroppnum sínum, því nú er hráslagalegt, rok og rigning og ekki hyggilegt að vera lengi fjarvistum frá þessum dýrmæta fjársjóði. Þetta er sunnudagur. í kvöld, þriðjudagskvöld, er mér reikað að hreiðrinu. Dapurleg sjón blasir við. Auðnusljór eggjaþjófur hefur verið hér að verki, rænt hreiðrið og eyðilagt. Hrá- blautar dúnflygsur liggja skammt frá, og þær eru það eina, sem minnir á vordraum ungu andahjóanna. Að stelast inn á afgirt land með læstu hliði, til þess að fremja svona spjöll, getur táSplega 'talist gæfumerki. 31. maí 1960. Kegína Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.