Morgunblaðið - 09.06.1960, Page 13

Morgunblaðið - 09.06.1960, Page 13
Fimmtudagur 9. júní 1960 MOvnrnvnr 4Ð1Ð 13 Friðarhorfur ig friðarvonir Eftir prófessor Jóhann Hannesson EF DETERMINISMINN — á- kvörðunarhyggjan hefði á rétlu að standa og næg þekking væri fyrir hendi, þá ætti að vera auðið að finna fyrirfram hvað gerast mundi í framtíðinni. En hvorugur þessarra möguleika er fyrir hendi. Og þó gera menn tilraunir. Vonin um frið knýr ménn til 'þess að reyna að hugsa fram í tímann. Samtilvistarkenningin Krúsjeff hefir á síðustu 3—4 árum verið fulltrúi þessarrar kenningar, sem felur í sér þá skoðun að kommúnistaríki, vel- ferðarríki og auðvaldsríki ættu að geta lifað saman í friði. Margir hafa fagnað þessari af- stöðu hans og látið í ljós sam- úð sína. — Að vísu hefir hann látið þá skoðun skína í gegn að kommúnisminn muni sigra á friðsamlegan hátt í heiminum. En hafa verður í huga fjölda ummæla Lenins og Stalins, sem sýna að samtilvist er aðeins díalektiskur möguleiki, þ. e. möguleiki í ákveðnu samhengi, við ákveðin skilyrði, á meðan hugsjónabarátta borgar sig bet- ur en vopnuð barátta. Andstaðan heima í Rússlandi Að flytja samtilvistarkenning- una um langan tíma og í fullri alvöru er hættulegt fyrir hem- aðarviðbúnað heima fyrir og til þess fallið að gera lítið úr Rauða hernum. Og þar er óánægjan mest. Menn gerast ekki herfor- ingjar til þess að vera taldir ónauðynlegir, heldur lífsnauð- synlegir fyrir land sitt. Vinstri armur kommúnistaflokksins styður herinn og í heilt ár hafa báðir aðilar verið andvígir sam- tilvistarstefnunni. Yngri kyn- slóðin er hér herskáari en hin eldri og sterkari en hún í bók- stafstúlkun Marxismans. Og því miður — frá samtilvistarsjónar- miði — þá styðja Kínverjar hina ströngu stefnu. Vinsældir Krus- jeffs í Kína eru ^ð mestu yfir- borðskurteisi. Andstaða leppríkjanna Leppríkin hafa snúizt á sveif með andstæðingum Krúsjeffs. Yfir þessu hvílir nú engin leynd og vestrænir menn hafa haft til- hneigingu til að telja stöðu hans styrkari en hún hefir raunveru- lega verið. Telja fróðir menn á Norðurlöndum að mótspyrna vinstri arms flokksins hafi knúð Krúsjeff til undanhalds nokkru fyrir Parísarviðburðina. Hann skyldi þó fá að fara til Parísar til að veikja samstöðu vestrænna landa með hófunum, ef mögulegt væri. — Njósnaflug- vélin gaf honum gott áróðurs- færi. Ekki staðreyndirnar — njósnarflugið sjálft, sem Rússar fengu ekkí stöðvað, heldur til- efnið sem þessi einstaki við- burður gaf til hótana. Samkomulagið í orði fer varla batnandi nú þegar gervihnöttur sendir myndir sem í stækkuðu formi sýnir bíla á bílastæðum í Rússlandi. Engin alþjóðalög virðast enn vera um gervihnetli úti í geimnum og vel má vera að Rússar eigi álíka hnetti. Samferðamennirnir í Par,s gátu með andlitum sínum sýnt hverjir nú gefa tóninn: Herinn og hinn harði Stalinismi. Hvað vissi Eisenhower fyrirfram? Sterkar líkur eru fyrir því að hann hafi vitað að Krúsjeff ætl- aði að sprengja fundinn. Vitað er að Eisenhower hætti við að tala til Bandaríkjamanna í sjón- varp kvöldið áður en hann flaug til Parísar. En það hefir verið viðtekin regla hjá honum og eins hjá Dulles og Herter að tala í sjónvarp áður en haldið var út á róðstefnur um heimsvanda- mál. Bæði Truman og Eisen- hower hafa horfið frá stefnu Roosevelts, að gera ráð fyrir því að valdamenn Rússlands geri ailt í góðum tilgangi fyrir mann- kynið. En Eisenhower var Vn. búinn því að allt færi út um þúfur, enda fór svo. Annars sýna öll njósnarmálin betur en flest annað hvílíkt vandamál tor-1 tryggnin er fyrir heimsfriðinn. Þau sýna að skipun heimsmál- anna er fjarri því að vera full- nægjandi. Þetta verður æ ljósara. Hótanir Krúsjeffs og ógnanir Þess ber að gæta að Krúsjeff hefir jafnan haft hótanir nær- tækar og breytir það engu, þótt hann hafi borið þær fram í gam- ansömu formi. — Eðlilegt er að gera ráð fyrir því að hann verði að nota þær mjög á næstunni, til þess að gera stjórnarandstöð- unni til hæfis; að öðrum kosti má búast við að einhver annar taki völdin og geri hann að „for- stjóra“. Orsakir hótananna er auðvelt að finna; hinar amerísku bæki- stöðvar valda því að hernaðar- leg útþensla Rauða hersins vest- ur á við er allerfið, án þess að til tíðinda dragi. Útþenslumögu- leikar kommúnismans eru hins vegar miklir í Asíu, bæði í Ind- landi og víðar, án þess að til heimsstyrjaldar þurfi að koma. Hugsjónaleg útþensla er hins vegar víða mjög greið og á þetta bæði við um Afríku og velferð- arríki Evrópu, þar sem menn láta skemmtanalíf og allsnægtir svæfa sig og vilja ekki leggja það erfiði á sig að viðhalda heil- brigðri hugsun. — Þessi leti vel- ferðarríkjanna hefir leitt til þess að ýmsir menntamenn og lista- menn hafa gerzt kommúnistum þarfir þjónar, og það jafnvel þótt þeim finnist Marxisminn illa þefjaður. Vinnubúðir og blóðugar hreinsanir hafa valdið viðbjóði í nösum sumra mennta- manna; aðrir láta þefinn ekki á sig fá. Hvaða von er þá til að friður haldist? Líkur fyrir stórstyrjöld hafa ekki aukizt neitt að ráði. Það sem áður gat orðið misklíðarefni, er enn fyrir hendi. Eftir að pólsku landamærin höfðu verið ákveðin, göngin gerð og Austur-Prússland gert að eyju að fyrri heimsstyjöld lok- inni, þá benti Foch marskálkur út yfir pólsku göngin og sagði: Hér byrjar næsta heimsstyjöld. Þetta reyndist rétt. Styrjaldir urðu að vísu áður, en heims- styrjöldin hófst í pólsku göng- unum. Óeðlileg landamæri, eins og í ísrael og eyjar, eins og Berlín geta orðið til að hleypa styrjöld af stað. Þau eru þyrnir í augum meginlandavelda; mönnum, sem hugsa í stórvelda-eindum, finnst að slík landamæri þurfi lagfær- ingar við. Of djarflegt væri ef til vill að spá hinu sama um þessi svæði og Foch marskálkur spáði um pólsku göngin, en slík spá gæti, Komnir á Grímsfjall eftir 2 sólarhringa Á LAUGARDAG lagði Jökla- rannsóknarfélagið af stað í sína árlegu mælingaferð á Vatnajökul, og voru nokkrir ferðamenn með. Sex bílar voru með í förinni, þar af 3 trukkar með snjóbílum aft- an á. Gekk ferðin vel inn yfir Tungnaá og að Jökulheimum, skála félagsins í Tungnaár- botnum. Sunnudagurinn var notaður til að flytja vistir og olíu 500 m. upp á jökulinn, en þá var komið í nærri hreinan snjó og venjulegir bílar komust ekki lengra. Skildu þá leiðir, bílarn ir 6 sneru við, en shjóbílarnir 3 héldu á jökulinn með 25 jökulfara. Komið var í skál- ann á Grímsfjalli eftír 12 tíma ferð í sæmilegu veðri og færð. Höfðu þá farið tveir sól- arhringar í að komast úr Reykjavík á Grímsfjall og þykir það mjög góður gangur. Voru mælingamenn farnir að vinna er af þeim fréttist á mánudag og póstmaðurinn frá Pósthúsinu í Reykjavík farinn að afgreiða póstinn. Um 11 leytið í gærmorgun lagði svo Björn Pálsson af stað í flugvél sinni, og Sigurður Þórarinsson með honum, til að freista þess að varpa vara- hlutum í einn snjóbílinn niður til mælingarmanna. Myndin hér að ofan sýnir nokkra af bílunum, er beir eru að leggja upp frá jökulrönd. þó reynzt rétt. Vér vonum að svo verði ekki. Stalínistar trúa á úrkynjunar- hyggjuna, að hin vestrænu þjoð- félög úrkynjist og hætti að end- urnýja hugsjónafræði sína og þeir gera sitt til þess að svo megi verða. — Vel kann svo að fara að þeir hafi rétt fyrir sér; til þess eru góðar og gildar ástæður þegar litið er á hin vest- rænu uppeldiskerfi og skemmt- analíf. Hvort tveggja er á úr- kynjunarleið og hagstætt skoð- unum Stalínista. Þess vegna má búast við ídeologiskri sókn nú eftir Parísar-viðburðina. Má benda mönnum á að fréttirnar af hinum niðurskotna flugmanni gleymdu ekki að geta um þau „úrkynjunarmerki“ sem á honum voru talin finnast. — Því skyldu menn ekki gleyma. Ástæða er til að gera ráð fyr- ir því að Stalínistar vilji ekki steypa heiminum út í vetnis- vopnastyrjöld. Þar eru þeir íhaldssamir, ef að líkum lætur. Um annan heim en þenrtan gamla heim er ekki að ræða., Von um það, er Völuspá þekkir, veitir þeim enga huggun: Sér hon upp koma öðru sinni jörð ór ægi iðjagræna. Öll von kommúnista er bund- in við þennan heim; undir þeirra stjórn á mannkynið að verða farsælt í þessum gamla heimi. Þeir telja sig réttkjörna til valda eftir auðvaldið — og þess vegna vilja þeir ekki að nein Ragnarök kjarnorkualdar dynji yfir, því þar með yrði daumurinn búinn. Æskilegast er því frá þeirra sjónarmiði að vinna sigur með vopnum pennans og tungunnár í fyrstu umferð. Veikja samstöðu vestrænna þjóða, svo auðið verði að lagfæra landamæri og taka eitt og eitt land í tölu leppríkja, án þess að önnur lönd láti þetta á sig fá. Smástyrjaldir við smælingja koma ekki að sök, en allt sem útilokar þann mögu- leika, er af hinu illa. Og sigra verður kommúnism- inn að vinna; sigur í Tíbet er betri en ekki neitt, en hann nægir ekki til lengdar. Ef ekki vinnst sýnilegur sigur út á við, þá þarf að sigra inn á við með hreinsunum. Gerist einhverjir sekir um vinstri-villu — og sú hætta virðist vera hugsanleg frá sjónarmiði sumra, þó verður að hreinsa til, t. d. með því að gera menn að forstjórum. Má þá bú- ast við að þeir láti af vinstri- villunni. Hægri-villan er hættulegri; slík villa getur ógnað sjálfri til- veru kerfisins og gegn henni duga aðeins róttækar ráðstafanir, bæði út á við og inn á við. Og að sama skapi dregur úr líkum fyrir friði. Ef kommúnistum verður að ósk sinni um úrkynjun auðvalds- og velferðarríkjanna, þá verður sigurinn auðveldur fyrir þá. Og talsverðar líkur eru fyrir því að svo muni fara, fyrst í velferðar- ríkjunum og síðar e. t. v. í hm- um hreinu auðvaldsríkjum. Styrjöld þarf þá ekki að ótt- ast; frelsið hverfur aðeins hægt og hægt í úrkynjuðum velferð- arríkjum, jafn hljóðlega og Heil- agur Andi hverfur burt í úr- kynjaðri kirkju. Jóhann Hannesson. BrœSrunum dœmdar 25 þús. krónur í bœfur 1 HÆSTARÉTTI hefur fjármála ráðherra f.h. ríkissjóðs verið dæmdur til greiðslu auk vaxta. Er hér um að ræða mál, sem höfðað var vegna skemmda, er varð á áætlunarbíl á Kefiavíkur- fiugvelli,' er bíll frá varnarliðinu ók aftan á hann. Það eru bræðurnir Kjartan og Ingimar Ingimarssynir sem áttu bílinn og höfðuðu málið. Tildrög þess eru þau, að í janúarmánuði 1956 ók bílll frá varnarliðinu aft- an á almenningsvagn fullskipað farþegum í flughálku, þar sem hann stóð á einum viðkomu staðanna á flugvallarsvæðinu. Var herbíllinn á leið í sjúkrahús varnarliðsins með slasaðan mann, er þetta gerðist. Hafði ökumaður inn hemlað bílnum kippkorn ft& vagni bræðranna, en vegna hálk- unnar rann herbíllinn aftan á vagninn. Nokkrir farþegar í hon- um slösuðust við áreksturinn, en vagninn skemmdist allmkiið. Var endanleg krafa bræðranna fyrir dómi, að upphæð rúmlega 51,000 krónur. í undirrétti voru skaðabæturnar til bræðranna taldar hæfilega metnar nær 18,000 krónur. Hæstiréttur hækkaði þessa fjárhæð upp í 25 þús. kr. Ber stefna að greiða þá fjár- hæð ásamt vöxtum, eins ok kraf- izt er, svo og kr. 8,000 í máls- kostnað fyrir héraðsdomi og, hæstarétti".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.