Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9. júní 1960 M OR G VIV B L A Ð1 Ð - Iþróttir Framh. af bls. 22 Austurrískur þjálfari Norska knattspyrnusambandið réði austurrískan knattspyrnu- þjálfarann Kment til starfa á sl. vetri. Starfar hann nær eingöngu að þjálfun úrvals leikmanna, sem til greina koma í A, B, og Unglingalandsliðin. Hann stóð t. d. fyrir lft daga þjálfunarnám- skeiði, sem haldið var í Vejle í Danmörku í marz sl. Á því nám- skeiði voru 20—30 hinna yngri og efnilegri knattspyrnumannaNorð manna. Síðan hefir þjálfarinn haft námskeið víðs vegar um Noreg, og safnað til sín öllum beztu leikmönnum af ákveðnum svæðum og þjálfað þá um skeið. Þessar æfingar eru hafðar á þeim dögum, sem félögin æfa ekki, en þau æfa öll sömu daga meðan leiktímabilið stendur yfir, þriðju daga og fimmtudaga. Pressuleikur Undirbúningur undir leikinn gegn Dönum náði hámarki með pressuleik, sem fram fór á Bislet í Oslo hinn 1- maí. Við skruppum til höfuðstaðarins til að sjá leik- inn og bjuggumst við að sjá fjör- legan og skemmtilegan leik, en urðum fyrir miklum vonbrigðum. Leikurinn gaf engin stór fyrir- heit fyrir leikinn við Danj (27. maí) Enda þótt ekki væru allir beztu leikmenn Norðmanna þarna samankomnir, sumir boð- uðu forföll, aðrir voru ekki vald- ir, er óhaett að segja að leikurinn hafi lofað góðu fyrir íslendinga, ef hægt er þá að draga einhverj- ar ályktanir af þessum pressu- leik. Heildar áhrifin af leiknum voru allt annað en jákvæð fyrir norska landsliðsknattspymu. í leiknum var lítill hraði, lítið sem ekkert af skemmtilegum og hug- kvæmum samleiksfléttum og ekki mikið um skipulagða né ó- vænta leikuppbyggingu. Landsleikurinn við Dani Eftir umræddan pressuleik var landsliðið gegn Dönum valið. í þessu liði voru sex menn af þeim er skipuðu landsliðið gegn pressuliðinu og voru þeir allir á öðrum stöðum en þeir léku þar að undanteknum Thorbjörn Bvenssen og Ame Bakker! Nær allir þessir leikmenn hafa einhvern tíma leikið gegn ís- landi og flestir voru með í fyrra. Fyrir þá sem til þekkja var þetta lið all undarlega samansett og þá einkanlega framlínan. Innra tríóið var skipað leikmönn- um, sem allir eru miðherjar í liðum innan félaganna, og eru allir fremur gæddir þeim eigin- leikum að slá smiðshöggið á upp- hlaupin er^ að byggja þau upp. Utherjarnir eru báðir innherjar í sínum félögum! Það er erfitt að gera sér í hugarlund á hvaða fyrirfram hugsaðri taktik þessi liðsniðurröðun var byggð, enda var hæpið að álykta að þessi framlína hefði nokkur skilyrði til að standa sig, til þess skorti hana miðvallarskipuleggjara. Samkvæmt blaða og útvarps- lýsingu af leiknum við Dani, sem Danir unnu 3:0, fengu Norðmenn aðeins komið einu skoti á danska markið, enda leikurinn hreinn einstefnuakstur að norska mark- inu. Gagnrýni blaðanna Afleiðingin af þessum hrak- förum hefir orðið til þess að blöð in skrifa nú dálk eftir dáik um ýmislegt það sem betur mætti fara. Er það þá tvennt, sem eink- um er dregið fram. í fyrsta lagi starf landsliðsnefndarinnar og í öðru lagi þjálfun norskra knatt- spyrnumanna almennt. Dómur blaðanna er að landsliðs nefndin geti gert betur. Hennar mottó virðist vera að láta hverj- um degi nægja sína þjáningu, en hugsar síður um örugga uppbygg ingu landsliðsins á lengri tíma, með ákveðinn leikstíl í huga. Það liggur I augum uppi að starf þeirra er bæði vandasamt og van þakklátt og er næstum óvinnandi ef ekki er fyrir hendi nægur skilningur og lipurð hjá þeim mönnum, sem þær skipa. Það vill nefnilega oft, já alltof oft verða svo, þegar fleiri menn með mismunandi skoðanir á leik- mönnum og uppbyggingu liða koma saman til að velja landslið, að lengi er þráttað, kannske margar klukkustundir unz menn verða þreyttir og sljóir og afleið- ingin verður sú að tilviljun ein ræður, hverng liðið að lokum er saman sett. Lítið samræmi Heldur lítið samræmi virtist vera í vali nefndarinnar í ýmsar stöður liðsins á móti Dönum og þeirrar leikaðferðar, sem þjálfar- inn hafði ákveðið og bendir það til þess að annað hvort hefir þjálfarinn ekki verið með í ráð- um við valið, eða val liðsins ver- ið háð hinun) ótrúlegustu tilvilj- unum. Hvort tveggja er jafn slæmt. Kröfurnar um að norska knatt- spyrnusambandið beiti sér fyrir víðtækri rannsókn á þjálfun í knattspyrnufélögunum almennt RUSSNESKA atvinnumannaliðið Dynamo lék þriðja og síðasta leik sinn í íslandsreisuni í gáerkvöldi. Mótherjar þeirra voru gestgjaf- arnir Fram og launuðu Rússarnir þeim gestrisnina með því að skora 9 mörk hjá þeim, án þess að Fram fengi skorað. I fyrri hálfleik skoruðu Rússarnir 5 mörk og 4 í þeim síðari. Frá fyrstu mínútu til leiksloka /cru yfirburðir Rússanna sem i hinum fyrri leikjum, miklir. Það var engu líkara en þeim heppn- aðist allt sem þeir ætluðu sér að gera. Ekki virtist þeir heldur þurfa að taka neitt á til að leika Fram sundur og saman og leika sér að þeim eins og köttur að mús. Þeir lofuðu músinni einnig að hlaupa og vera vonglaða um að sleppa við bráðan dauða, þvi í örfá skipti komust Framararn- ir í markfæri, en vanmátturinn var þá svo mikill og krapturinn og þrekið svo lítið að enginn ár- angur hlauzt af og vart voru Rússarnir búnir að ná knettin- Framh. af bls. 1. þess formlega á leit við ríkis- stjórnina, að heimsókninni verði frestað. Segjast jafnaðarmenn muni bjóða Eisenhower velkom- inn til Japans á öðrum og heppi- legri tíma, en telja, að eins og nú sé háttað innanríkismálum í Jap- an sé heimsókn forsetans óvið- eigandi. Gefur stjórnarandstaðan eftir- farandi ástæður fyrir málaleitan sinni: í fyrsta lagi telja þeir Kishi forsætisráðherra ábyrgan fyrir hinum miklu deilum í japanska þinginu, sem leitt hafi til þess áð þingmenn jafnaðarmanna sögðu af sér þingmennsku. Þá segja þeir, að heimsóknin muni hafa mikil áhrif á innanríksmál í Jap- an. í þriðja lagi, segja jafnaðar- menn, að heimsóknin leiði til vax andi gagnrýni af hendi Rússa og kínverskra kommúnista, og loks, að heimsóknin muni skaða hina vinsamlegu sambúð Japans og Bandaríkjanna. m Mótmæla komu Hagerthys Hagerthy blaðafulltrúi Eisen- howers, er nú á Formósu til þess að ganga frá ýmsum atriðum í sambandi við komu Eisenhowers. Er hann væntanlegur til Tókíó á föstudag. Hafa þegar verið undir- búnar mótmælaaðgerðir gegn komu hans. 200 japanskir verka- lýðsleiðtogar lögðu I dag af stað í mótmælagöngu frá borg, sem rísa nú æ hærra og hærra. Menn' æskja skýringa á hinni ótraustu „forms“ uppbyggingu flestra knattspyrnuliðanna. Óvíst er að þær liggi í of lítilli þjálfun, held- ur kannske miklu fremur í röng- um og úreltum þjálfunaraðferð- um. Hér eins og víðar er það ekki magnið sem er afgjörandi heldur gæðin. í þessu sambandi er nú mikið rætt um hina svokölluðu „circute training" eða hringþjálfun (ís- lenzka landsliðið viðhafði þessa aðferð í fyrra vor), en hún hefir verið einn liður í undirbúningi danska landsliðsins undir Olym- píuleikina. Danski landsliðsþjálf- arinn, Arne Sörensen, hefur feng ið óhóflega gagnrýni í dönskum blöðum fyrir að beita þessari hörðu þjálfun. En reynslan hefir bara sýnt að það var þetta, sem Danir þurftu til þess að lyfta sér 1—2 þrepum hærra á al- þjóðavettvangi. Danir héldu uppi fullum „dampi“ i 90 mínút- ur gegn Brazilíu (3:4) og eftir leikinn við Norðmenn voru hinir dönsku knattspyrnumenn óþreytt ir. um aftur áður en þeir voru bún- ir að skora. Það má segja Frömmurunum til hróss að þeir börðust við ofur- aflið af fremsta megni allt frá byrjun til enda, þótt krafturinn hafi verið orðinn lítill í lok leiks- ins. Framlínan var betri helming ur liðsins og voru þar beztir Guð jón Jónsson og Guðmundur Ösk- arsson, en bezti maður Fram var þrátt fyrir 9 mörkin Geir, mark- maðurinn. Um Rússanna er það að segja, að þeir höfðu ekki meira fyrir þessu en einn áhorfandmn hyrð- ist segja við sessunaut sinn: „Eg efast um að þeir þurfi að fara í bað eftir þetta“! — Og margir vilja telja marka- töíu leikjanna minna á hjátrú — 3 — 6 og 9. Dómari var Haukur Öskarsson og mættu aðrir íslenzkir dómarar margt af honum læra, sérstaklega hvað snertir hreyfanleik á vell- inum. er tæpl. 100 km frá Tókíó. Er gert ráð fyrir, að sífellt bætist í gönguna og allt að 7 þús. manns verði í henni, er til höfuðborgar- innar kemur. Stjórnarandstaðan tengir al- gerlega saman komu Eisenhow- ers og afgreiðslu varnarsamnings ins, sem sjálfkrafa fullnaðarsam- þykkt í þinginu daginn, sem Eis- enhower kemur til Japan. En tal- ið er að fjölmargir í Japan séu andvígir komu Eisenhowers nú, þótt þeir séu að flestu eða öllu leyti samþykkir varnarsamningn um, en þeir vilji að fyrsta koma Eisenhowers til Japans sem for- seta verði þægilegri en nú virð- ist framundan. Mátinu flýtt í efri deild Japanska ríkisstjórnin ákvað í dag, að frjálslyndi lýðræðisflokk urinn sem hefur meiri hluta á þingi, 136 þingmenn af 250, tæki í sínar hendur að flýta umræðum um endurnýjun varnarsamnings- ins. Félög jafnaðarmanna, óháði íhaldsflokkurinn og litli íhalds- flokkurinn, Boshikai, hafa neitað að taka þátt í umræðum um mál- ið síðan stjórnin þvingaði málið gegnum neðri deild þingsns 20. maí sl. Hefur stjórnin ákveðið að flýta málinu svo, að það verði afgreitt frá efri deild þingsins í byrjun næstu viku, en stjórnarandstað- an hefur lagt á ráðin um miklar mótmælaaðgerðir í sambandi við hina endanlegu atkvæðagreiðslu í þinginu. Dynamó vann Fram 9:0 — Á. Á. — Japan 23 Hjartans þakkir færi ég öllum ættingjum mínum og vinum sem heimsóttu mig og glöddu á 65 ára afmælinu þann 30. maí með blómum, 'gjöfum og hlýjum kveðjum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Jón Sveinsson frá Gjögri. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á áttræðisaf- mæli mínu 3. júní sl. þá stödd á Skólavörðustíg 28. Guðbjörg Einarsdóttir, Elliheimilinu Grund. Hjartanlega þakka ég öllum sem auðsýndu mér vináttu og heiður á sjötugsafmæli mínu 2. þ. m. • Jóhanna Heiðdal, Skipasundi 59. Öllum þeim, sem með ýmsu móti minntust mín, og sýndu mér vinarhug, á, 60 ára afmæli mínu, hinn 23. apríl sl. votta ég mitt innilegasta þakklæti. Með beztu kveðjum til ykkar allra. Valtýr Þorsteinsson, Akureyri. Hjartanlega þakka ég þeim sem sýndu mér vináttu á 85 ára afmæli mínu. Gróa Jónsdóttir. Maðurinn minn ÖLAFUR EINARSSON Laugarnesveg 63, andaðist að Bæjarspítalanum miðvikudaginn 8. júní. Dóróthea Árnadóttir. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar GUNNAR SIGURÐSSON múrari, sem andaðist 3. júní verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. þ. m. kl. 3 e. h. — Blóm eru vin- samlegast afþökkuð, en þeim, sem minnast vildu hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét KetHsdóttir, börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar MARKUSAR þórs kjartanssonar Guðrún Guðmundsdóttir, Kjartan Markússon. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐA R S. BJARKLIND fyrrv. kaupfélagsstjóra. Börn og tengdadóttir. Þökkum af alhug, auðsýnda samúð við andlát og jarðarför LAUFEYJAR BJARNADÓTTUR Fyrir hönd barna og tengdabarna. Andrés Bjarnason. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður MAGNtJSAR GUÐMUNDSSONAR Þjórsárgötu 1. Sérstakar þakkir viljum við færa Gísla Ólafssyni lækni og nágrönnum hins látna. Ingveldur Jóhannsdóttir, börn og tengdaböm. Innilegustu þakkir til hinna mörgu sem auðsýndu sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, JÓHANNESAR NARFASONAR, sjómanns, Hellisgötu 7, Hafnarfirði sem andaðist að Sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði þann 21. þ.m. Guðrún Kristjánsdóttir Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem auð- sýndu samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar og sonar GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR vélstjóra, Vallartröð 7, Kópavogi, Jóhanna M. Guðjónsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Elsa Guðinundsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Pétnr Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.