Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. tffjgttttfrlðftift 128. tbl. — Fimmtudagur 9. júní 1960 Fjall heilags Mikaels Sjá bls. 10. Öndin slapp ÖND og hraður akstur orsak- affi í gærdag harðvítugan á- rekstur á Xönguhlíðinni. Ung- ur maður ók þar í nýlegum Ford Anglía bíl. Allt í einu sá hann önd á götunni skammt framundan og nam staðar. En rétt 1 því kom leigubiil aftan á litla bílinn af miklu afli, kast- aði leigubílinn þeim litla þó nokkurn spöl. ökiumaðurinn fékk slæmt höfuðhögg og missti meðvitundina sem snöggvast. Á meðan rann bíll- inn áfram inn á lóð hússins Lönguhlíð 13 og nam bíllinn ekki staðar fyrr en hann rakst á vegg hússins, eða réttara en bílstjórinn slasaðist sagt eldhúsgluggan í kjallara- íbúðinni, sem brotnaði við á- reksturinn. Ungi maðurinn hafði fengið þungt höfuðhögg. Var hann fluttur í slysavarðstofuna og síðan í Landakotsspítala. Báðir bílarnir skemmdust mikið. Myndin th. sýnir Ford 'Anglía-bílinn eftir ákeyrsl- una, en á hinni sjást förin eft- ir bílinn að eldhúsglugganum, sem börnin standa við. (Ljósm. Mbl.: Markús). I bnaðarráðstefnu SUS lokið 1 GÆR var haldið áfram Iðnaðar ráðstefnu Sambands ungra Sjálf- staeðismanna. Nefndarstörf fóru fram fyrir hádegi. Hádegisverður var snæddur í boði miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, en kL 2 fiutti Björgvin Frederikssen er- indi. Nefndist það: Þróun iðn- fræðslu og iðngreina á íslandi. Fyrirlesarinn svaraði síðan fyrir- spurnum frá áheyrendum. Að erindinu loknu hófust um- ræður um tillögur nefnda og var samiþykkt ályktun þar sem fjall að er um helztu mál er varða iðn- aðinn og aðstöðu hans í þjóð- félaginu. Síðdegis í gær var farið að Ála fossi og verksmiðjan þar skoðuð undir leiðsögn Péturs og Ás- björns Sigurjónssona. Að því loknu þágu þájttakendur í ráð- stefnunni veitingar á heimili Ás- björns. Ráðstefnunni var síðan slitið um sjöleytið í gærkvöldi. Vegfarendur, sem áttu leið um Kirkjustræti í gær veittu athygli mönnum ,sem unnu að greftri gríðarmikils skurðs frá suðvesturhorni landsíma- hússins í átt til Herkastalans yfir Gamla kirkjugarðinn þveran. Er nánar var að hug- að kom £ ljós, að mikið af greftri hafði komið upp, mannabein og kistufjalir. Bein in voru mörg hver mjög farin að grotna og lágu stök í mold- inni, en nokkur voru þó heil- leg eins og hauskúpurnar, sem myndin er af. Greftrunarmenn irnir létu beinin í kassa jafn- óðum og þau komu upp úr moldinni. Munu þau síðar flutt suður í kirkjugarð, en í gær voru menn á hnotskóg eftir hauskúpum og munu margir hafa fengið eina og eina hauskúpu án þess að hömlur væru við því settar. Kirkjugarðurinn við Aðal- stræti var notaður fram á síð ustu öld, en fyrsta gröfin í Sól- vallakirkjugarðinum var tek- in árið 1838 (Ljósm. Mbl. Markús). Byrjað að bora í Krísuvík HAFNARFIRÐI — Eins og getið var nm í fréttum hér fyrir nokkru, hefur stóri borinn, sem er sameign Reykjavíkur og ríkisins, nú verið fluttur upp í Krísuvík, þar sem ráðgert er að hann verði a. m. k. fram eftir sumrinu. í gærdag hafði verið gengið frá öllum nauðsynlegum útbúnaði þar efra, og átti borunin að hefjast kl. 4 í gærdag. Er borinn staðsettur við Seltún eða skammt frá hinni stóru borholu og hverasvæðinu rétt utan við veginn, þar sem rann- sóknir hafa farið fram undanfarin ár. Engnr fréttir af aðolfundinum MORGUNBLAÐIÐ frétti í gær, að aðalfundur Olíufél- agsins hf. hefði verið hald- inn 27. maí sl. Engar fregn- ir hafa birzt af fundinum í blöðum og er blaðið innti framkvæmdastjóra félagsins frétta í gær, kvað hann á- kvörðun enn ekki hafa verið tckna um það hvort frétta- tilkynning yrði send út um aðalfundinn, afkomu félags- ins síðasta ár og annað þar að lútandi. Varðist fram- kvæmdastjórinn frétta unz þessi ákvörðun hefði verið tekin. Er í ráði að fyrsta holan verði djúpborun og þá borað eins langt niður og frekast er unnt, en þessi stóri bor hefur komizt allt niður á 2200 metra dýpi í Reykjavik. Síðan verða boraðar fleiri holur, en hve margar þær verða, fer að sjálfsögðu eftir þeim árangri, sem næst. Unnið verður að rannsóknum á hverasvæðinu í sumar og það athugað eins og kostur er á. Er vissulega ánægjulegt til þess að vita, að framkvæmdir skulu nú vera hafnar með hinum stórvirka bor, en miklar vonir eru tengdar við boranir þessar og virkjanir £ Krýsuvík. Ber að þakka þeim aðilum, sem stuðluðu að þvi að fá borinn þangað. — G. E. Bretar hjálpwðu íslenzkum togara ÍSLENZKUR togari fékk tundur- dufl £ vörpuna fyrir norðan ís- land, mánudaginn 30. mái sl. seg- ir síðasta Fishing News. Togar- inn bað brezka herskipið Dainty um aðstoð og segir blaðið að brezkir sjóliðar hafi farið um borð i íslenzka togarann til þess að gera tundurduflið óvirkt. Nefnir blaðið frétt þessa sem merki þess að samkomulagið milli Breta og íslendinga fari batnandi. Tvö íslandsmet ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í sundi byrjaði vel í Hafnar- firði í gærkvöldi í 100 m skrið sundi karla jafnaði Guðmund ur Gíslason íslandsmetið 58,2 sek, og í 400 m bringusundi karla syntu þeir Einar Krist- insson Á og Sig'urður Sigurðs- Túnið oí lítið til flugtaks EINKAFLUGMAÐUR, sem um sl. helgi leigði litla flugvél frá flugskólanum Þyt varð benzín- laus er hann var á flugi yfir Mýrum vestur. Lenti hann vél- inni þar á túni og fyllti geyrn- ana. Er til flugtaks kom reynd- ist túnið of skammt og lenti vél- in í uppmokstri við veginn og valt yfir hann og skemmdist nokkuð. Flugmaðurinn *g maður sem með honum var sluppu ómeiddir. Flugvélin var sett aftan á vöru- bíl og flutt til Reykjavíkur. og mun viðgerð á henni lokið inn- an tíðar. son ÍA, báðir undir meti Sig- urðar Jónssonar, Þingeyings frá 1949, en metið er 5:51,3 mín. Einar synti vegalengdina á 5:47,0 mín og Sigurður á 5:48,6 mín. — Guðmundur Gíslason lét sig ekki nægja ár angurinn í skriðsundinu, því síðar um kvöldið bætti hann íslandsmetið í 200 m baksundi úr 2:33,7 í 2:28,1 sek. Sundfólkið rómar mjög að keppa í Sundhöllinni í Hafn- arfirði, enda náðist góður ár- angur í flestum keppnisgrein- unum. — Sundmeistaramótið heldur áfram í kvöld og hefst kl. 8.30, eins *g getið er ann- arsstaðar í blaðinu. Frá SUS Sambands og fulltrúaráðs- fundur S.U.S. hefst í dag kl. 10 f.h. í Valhöll við Suður- götu. Skemmdarverk enn unnið á Hólmbergsvita f GÆR átti Mbl. simtal við Sigurberg Þorleifsson vitavörð á Garðskagavita. Fregnir höfðu borizt af því til blaðs- ins, að Hólmbergsviti við Keflavík hefði enn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Jú, það er rétt sagði Sigur- bergur, og skemmdarverka- mennirnir hafa gerzt sekir um að valda meiri spjöllum á vit- anum en nokkru sinni áður. Ég slökkti á Hólmbergsvita hinn 1. júní sl. Var þá allt með felldu þar. En svo bárust mér fregnir af því, sagði Sigurberg ur, að búið væri að brjóta vit- ann upp enn á ný líklega í fjórða skiptið. Ég kvaddi embættismenn sýslumannsins á vettvang og fór með þeim sjálfur til að kanna skemmd- irnar. Hurðin að vitanum hafði verið eyðilögð, er hún var sprengd upp Skemmdarverka menn hafa farið upp í vitann þar sem ljósaútbúnaður hans er. Eru þar uppi gasviti og Ijósaviti. Hefur netið við gas- vitann verið eyðilagt, og per- unni stolið úr ljósvitanum, á- samt 8 varaperum sem geymd ar voru í vitamim. Ruslað hef ur verið í varahlutageymslu. Eldur hefur verið kveiktur á efri hæð vitans, en ekki hlot- izt brunatjón af því uppátæki. Skemmdarverkamenn, sem áður hafa heimsótt Hólm- bergsvita hafa aldrei gengið jafnlangt í brjálæðislegri skemmdarfíkn sinni, sagði Sig urbergur. Það er nú svo kom- ið, að finna verður einhverja leið til þess að tryggja það, að ekki verði sami leikur endur- tekinn oftar. Ættu allir góðir menn að taka sig saman og upplýsa þetta skemmdarverk, sem framið hefur verið dag- ana 1.—4. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.