Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. júní 1960 Sk.íalataska Churchills með hernaðarleyndarmálunum. Endurminningar brezks hermanns Koma Churchills. Churchill kom til Reykjavík- ur sólbjartan dag í ágúst 1941. Hann rétt steig á land í Reykja- vík eftir hinn sögulega fund sinn með Roosevelt forseta. Ég á ein- tak af blaðinu „Midnight Sun“. Á forsíðu þess birtist Ijósmynd af Churchill, þar sem hann stend ur við borðstokkinn á tundur- spilli í Reykjavíkurhöfn og gef- ur „Victory“ merkið með fingr- unum. Hann ók til Alþingishúss- ins og kom út á svalirnar til að ávarpa mannsöfnuðinn, en mjög var fjölmennt á götunum. — í ræðu sinni tók hann skýrt fram, að brezka herliðið hefði aðeins komið til íslands til að koma í veg fyrir þýzka innrás og myndi það yfirgefa landið strax að stríð inu loknu. Skjalataska Churchills, sem hafði inni að halda mikilvæg- ustu leyndarmál, bókanir um all ar viðræður hans við Roosevelt var afhent okkur í flutningadeild flughersins og áttum við að sjá um að fljúga með hana til Lon- don Þó hermönnum væri bann- að opinberlega að eiga mynda- véiar hafði ég eina um þessar mundir og tók mynd af þessari mikilvægu skjalatösku. Loftvarnamerki. Ég eyddi mörgum stundunum í hinni prýðilegu yfirbyggðu sundhöll í Reykjavík. Hún var svo vinsæl meðal hermanna, að loks varð að gefa hermönnum vissan tíma svo að íslending- inar gætu einnig notið sundhall- ar sinnar í friði. En einn sunnu dagsmorgun heyrðist hvinur mikill sem yfirgnæfði sköliin og bergmálin í sundhöllinni. Það var loftvarnarmerki, en við sem vor- um í sundhöllinni tókujn ekk- ert tillit til þeirra, hvorki við Bretarnir né íslendingarnir. Við héldum áfram að synda eins og ekkert væri og baðverðirnir gerðu enga tilraun til að reka okkur út. Fyrst eftir hernámið flaug þýzk Focke-Wulf flugvél um það bil einu sinni í mánuði í könnun- arflug yfir ísland, venjulega á sunnudagsmorgni. Hún fór sér hægt og flaug yfir allar helztu bækistöðvar okkar, því að engar orustuflugvélar höfðu bækistöðv ar á íslandi fyrr en í ágúst 1941. Þessar þýzku flugvélar flugu einnig of hátt fyrir loftvarnar- byssur okkar Einstaka sinnum köstuðu þeir sprengjum, aðallega að brúarstöðum, ein þýzka flug- vélin flaug lágt yfir herbúðir og hóf vélbyssuskothríð á her- menn sem voru á hlaupum að leita skjóls. Sorglegast fannst mér hvað mörgum óvopnuðum íslenzkum togurum var sökkt. Það var og hryggileg sjón að sjá fjölmenna hópa syrgjenda safn- ast saman á hafnarbakkanum til að taka við líkum eiginmanna og sona, sem höfðu verið á skipum, er Þjóðverjar réðust á. Á fögrum slóðum. f ágúst 1942 fór Brown í enn einn könnunarleiðangur til að leita að lendingarstöðum og tók hann annan flugmann og mig D---------------------q SÍÐARI HLIiTI □---------------------□ með sér. Við fórum fyrst með Humber liðsforingjabílnum hans til Akureyrar og þessa viku átti ég eftir að kynnast hinni miklu náttúrufegurð íslands. Eftir að við ókum út úr Reykjavík fórum við lengi um frjósama dali. Við sáum sauðkindur á beit uppi í bröttum fjalishlíðum, kvikar á fæti eins og fjallageitur. Eftir að við yfirgáfum Akur- eyri ókum við upp brattan fjall- veg og brátt blasti við augum fallegur birkiskógur, sem okkur skildist að væri eini skógur ís- lands. Leiðin lá nálægt ýmsum fegurstu stöðum landsins og Brown taldi að þetta væri of gott tækifæri til að láta það ónotað. Okkur kom saman um, að hmn risastóri foss, Dettifoss myndi 1 vera áhrifamesta náttúruundrið. Við klöngruðumst yfir klettana, þar til við vorum aðeins fáa metra frá fossinum og horfðum með óttablandinni lotningu á þetta ferlíki þar sem það féll þrumandi niður. Þetta var fyrsta skipti sem ég hafði séð stóran foss. Annað náttúruundrið er Ásbyrgi, sem við nefndum „Höll fjallakonunganna". í bakaleiðinni skoðuðum við Mývatn, það var fyrsta stóra stöðuvatnið, sem ég hafði séð á íslandi. Við komum að vatninu um miðjan dag 26. ágúst, en urðum ekkert varir við mýflugurnar, sem vatnið er heitið eftir. Þá skoðuðum við Goðafoss og fengum okkur að borða í nálægu veitingahúsi. Ég gat ekki annað en hugsað um hve lífið væri undarlegt. Ef styrj öldin hefði ekki brotizt út, hefði ég líklega aldrei augum litið þessa dásamlega föðru staði. Kafbátsleit við heimskautsbaug. Við vorum samt ekki á neinni skemmtiferð og allt i einu vor- um við minntir á það, þegar við ókum í rykskýi inn í þorpið Rauf arhöfn. Við höfðum þá ekið í fjórar klukkustundir og vorum þreyttir og svangir, en áður en okkur tækist að fá okkur mat- arbita urðum við fara um borð í lítinn fiskibát og sigldum á hon- um yfir heiinskautsbauginn í leit að þýzkum kafbáti. Þetta gerðist þannig, að er við stigum út úr bifreiðinni mætti okkur liðþjálfi úr flughernum, sem hafði bækistöð í Raufarhöfn og sagði okkur að fiskimaður nokkur segðist hafa séð flugvél á floti nokkrar mílur úti í hafi. Höfðu íslenzkir fiskimenn verið beðnir að gera hernum aðvart um allt pvenjulegt sem þeir kæmu auga á. Brown símaði hrað samtal til bækistöðva flughers- ins í Reykjavík og voru honum gefin fyrirmæli um að hefja leit að flugvélinni Þorpsbúar fylgd- ust með agerðum okkar af at- hygli og stóðu jafnvel í þeirri meiningu að við hefðum verið fengnir sérstaklega í sambandi við frásögn fiskimannsins. Brown gekk nú í að fá leigðan lítinn fiskibát og leitarflokkur- inn steig um borð í hann. í leit- arflokknum voru Brown, fjórir flugliðsmenn vopnaðir rifflum, hjúkrunarmaður, íslenzkur túlk- ur, strandgæzlumaður úr land- hernum og ég auk hins íslenzka skipstjóra. Það var vafasamt hvort ég ætti að fá að koma með, en þá benti ég á, að ég kynni dálítið í þýzku og það gæti komið sér ef við fyndum flug- vélarflakið, en við ímynduðum okkur að það gæti verið þyzk flugvél sem hefði farizt. En rétt í þann mund, er við vorum að leggja frá landi kom annar íslenzkur fiskimaður úr róðri og hafði séð sama fyrir- bærið, en þóttist viss um að það hefði verið þýzkur kafbátur, sem hefði marað í hálfu kafi. Þegar þessar fréttist bárust hópuðust þorpsbúar saman niðri við bryggju og það var greinilegt að þeir óttuðust að kafbáturinn myndi hefja skothríð á Raufar- höfn. Fiskimaðurinn stóð á því fastar en fótunum, að þetta hefði verið kafbátur. Hann lýsti því, hvernig hann var ávalur og bungulaga og upp úr miðju hans stóð tum með einhverjum tækj- um á. Hann teiknaði meira að segja mynd af honum á sígar- ettubakka. Nú vorum við allir sammála um að bezta lausnin á málinu væri að fara upp á hótelið, baða okkur og fá okkur rækilega að borða. En liðþjálfinn hafði á- hyggjur af því, hvaða áhrif slík framkoma myndi hafa á íslend- ingana. Hann benti á að þorps- búar væru áhyggjufullir yfir tíð indunum og ef við. gerðum ekk- ert, þá myndi Bretland verða fyr- ir álitshnekki í augum þessa fólks. „Það er ekki hægt að vera aðgerðalaus", sagði hann. „Við verðum að sýna, að við erum reiðubúnir að vernda íslend- inga“. Brown neri saman höndunum og kýmdi við. „Við verðum þá að halda áfram leitinni eftir fyr irhugaðri áætlun“, sagði hann. Við stigum aftur um borð í bát- inn og nú bættist við í hópinn fiskimaðurinn, sem hafði séð kaf bátinn. Þetta var kyrrlátt skemmtilegt kvöld og sólin var ekki sezt. Við sigldum í ^eina og hálfa klukkustund norður á bóginn og skipstjórinn fylgdi stefnunni sem fiskimaðurinn gaf honum upp. Við sáum nokkra rekaviðar- drumba á floti í sjónum og skoð- uðum þá með athygli. Brown rýndi í kíki í allar áttir. Það tók að rökkva og loks taldi Brown að við hefðum lokið skylduverki okkar, við snerum aftur til Rauf arhafnar. Við höfðum siglt yfir heimskautsbauginn og ég var að eins klæddur í hermannaföt, hafði ekki einu sinni frakka með mér. Þegar við komum til Raufar- hafnar fór Brown upp á hótelið, en mér var boðið í hús strand- gæzlumannanna. Þar borðaði ég tvær ágætar steiktar síldir, sem ég hafði sjálfur tekið úr stóru geymsluþrónni við hliðina á síldarverksmiðjunni. Þegar við komum aftur til Reykjavíkur nokkrum dögum síðar, urðum við þess varir, að sagan af kafbátaleitinni hafði borizt á undan okkur suður og Brown flugsveitarforingi var í gamni hækkaður í tign og út- nefndur heiðursflotaforingi. Margar minningar. Þetta ævintýri á Raufarhöfn er ein af mörgum skemmtilegum minningum mínum frá íslandi. Ég á margar aðrar minningar. Ég man eftir upplýstu götunum_ í Reykjavik, ég man eftir þvi, þegar „Messías“ var sunginn í kaþólsku kirkjunni, eða skemmti ferðin til Þingvalla með hópi ungra í$lendinga, sem sungu þjóðlög sín á leiðinni í bæinn. Ég man eftir þykku rjómatert- unum og kaffinu, sem við feng- um okkur á veitingahúsum á kvöldin, þegar við komum af kvikmyndahúsunum eða skauta- ferðum á Tjörninni. Ég man eftir litlum börnum sem sleiktu rjóma. ís um miðjan vetur og margri stundinni, sem ég eyddi við tafl heima hjá vingjarnlegum íslend- ingum og margt fleira. — Ég er ánægður ýfir því, að ég var send- ur til íslands. Sjómannadagur- inn á Bíldudal BÍLDUDAL, 14. júní. — Sjó- mannadagurinn var hátíðlegur haldinn hér í góðu veðri, sólskini og logni. Hófust hátíðahöldin með skrúðgöngu kl. 11. Var geng ið til kirkju og hlýtt messu hjá presti staðarins, sr. Jóni Kr. ís- feld. Útiskemmtanir hófust svo kL 2. Var kappróður og kepptu sex sveitir, þar af fjórar áhafnir af færeyskum skútum. Fengu Fær- eyingar beztan tíma í keppninni, en vélbáturinn Jörundur sigraði togskipið Pétur Thorsteinsson. Þá kepptu Færeyingar og Bíld- dælingar í reiptogi, naglaboð- hlaupi og knattspyrnu. Unnu Bílddælingar tvær fyrstnefndu keppnisgreinarnar, en Færey- ingar unnu knattspyrnuna með 3:1. Um kvöldið var almennur dansleikur í félagsheimilinu. Nú er verið að landa úr Pétri Thorsteinssyni. Er hann með 80 til 90 tonn fiskjar eftir tíu daga útivist. Tíu bátar róa héðan á handfæri og hafa þeir aflað sæmi lega. Kvikmynd um Eichmann Hin ævintýralega leit ísra- elskra njósnara að Adolf Eich- mann — nazistanum, sem tal- inn er bera ábyrgð á dauða sex milljóna Gyðinga — og hin sögulega handtaka hans í Argentínu, þykir gott viðfangs efni fyrir kvikmyndir. Þegar hefur einn framleiðandi, auð- vitað amerískur, Bryan Foy, tilkynnt, að hann hafi í hyggju að búa til kvikmynd um þenn an atburð, og muni myndin heita: „Á veiðum eftir Eich- mann“. Myndin fjallar fyrst fremst um hiná áralöngu skipulögðu leit, sem fanga- búðamaðurinn Tuuvia Fried- mann stjórnaði, að miklu leyti fyrir sitt eigið fé, til að finna Eichmann, og þar til það heppnaðist að grafa u'pp felustað hans í Argen- tínu. Leikur enn.... Það er ótrúlegt, hve Maur- ice Chevalier hefur tollað lengi við kvikmyndirnar. Og hann ber ekki mér sér að ald- urinn sé farinn að færast yfir hann, heldur þýtur úr einni kvikmyndatökunni í aðra. Nú er hann í Hollywood að leika í kvikmynd, sem gerð er eftir hinu frægu leikriti Frenec Molnars, Olympia, en kvik- myndinni var gefið heitið „A Brath of Scandal". Meðal ann arra leikur Sophia Loren í myndinni og leikur hún dótt- ir Ohevalier. Þau atriði kvik- myndarinnar eru tekin í Ev- rópu, flest í Vínarborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.