Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 17
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁL FSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRJ: BJARNI BEINTEINSSON IMauðsyn að efla enn samvinnu NATO-ríkja Guðmundur H. Garðarsson segir írá ráðstefnu ungra stjórnmálamanna frá Atlantshafsbandalagsríkj unum DAGANA 26. maí—1. júní var haldin í Washington önnur ráð- stefna ungra stjórnmálamanna frá Atlantshafsbandalagsríkjun- um. Frá fslandi sóttu ráðstefn una, þeir Guðmundur H. Garðar- son, ritstjóri Stefnis, tilnefndur af SUS, Sigurður Guðmundsson, form. FUJ í Reykjavík og Jón Rafn Guðmundsson, fyrrverandi Guðmundur H. Garðarsson. formaður Sambands ungra fram sóknarmanna. Þeir félagar eru fyrir skömmu komnir heim aftur og átti tíð- fndamaður síðunnar þá eftirfar- andi viðtal við Guðmund H. Garðarsson: — Hvaða aðilar standa að þess- um ráðstefnum og hvert er verk- efni þeirra? — Þær eru haldnar af Sam- bandi Atlantshafsbandalagsfélag- anna, The Atlantic Treaty Asso- ciation. Ráðstefnunni er ætlað að verða ungum stjórnmála- mönnum innan aðildarríkjanna til kynningar á hlutverki At- lantshafsbandalagsihs og þar eru rædd ýmis vandamál, sem banda lagið á við að stríða. Gert er ráð fyrir að ýmsir þeirra, sem ráðstefnuna sækja, muni síðar meir verða áhrifamenn í stjórn- málum heimalandsins og þá talið mikilvægt að þeim gefist kostur á að kynna sér viðhorf annarra þjóða til alþjóðlegrar samvinnu og þá einkum til samvinnu At- lantshaf srí k j anna. Fyrsta ráðstefna þessarar teg- undar var haldin í París árið 1D58. Sú, sem nú er nýlokið, var önnur í röðinni og var sótt af 140 fulltrúum. Helmingur þeirra var frá Evrópu, 3 til 8 fulltrúar frá hverju landi, en hinir voru frá Kanada og Bandarikjunum. Reynt var að stilla svo til að sem flestir lýðræðisflokkar í að- ildarríkjunum ættu a.m.k einn fulltrúa á ráðstefnunni, þannig að tryggt yrði, að sem flest sjón- armið kæmu fram. — Hvernig var störfum ráð- stefnunnar háttað? — Forseti ráðstefnunnar var Maurice Foley, sem kosinn var (formaður þessara samtaka ungra stjórnmálamanna á ráðstefnunni í París. Til þess að auðvelda mönnum að ræða einstaka málaflokka var ráðstefnunni skipt í fimm nefnd- ir, sem komu saman oft á dag, auk þess sem sameiginlegir fundir voru haldnir. Ekki er unnt að gera ályktun- um ráðstefnunnar nein skil í stuttu viðtali, en það sem ein- kenndi ráðstefnuna að mínum dómi voru miklar umræður um nánara samstarf þessara þjóða ekki aðeins í hernaðarlegu til- liti, heldur eigi síður á efnahags- og stjórnmálasviðinu. Einnig var mikið rætt hvernig hægt yrði að auka enn efnaliagsaðstoð og sam vinMU við vanþróuð riki. Komm- únistar hafa gumað mjög af að- stoð Rússa og leppríkja þeirra við þessar þjóðir en sannleikur- inn er sá, að framlag kommún- istaríkjanna er aðeins brot af framlagi hinna vestrænu ríkja. Árið 1957 nam aðstoð Rússa og fylgiríkja þeirra til vanþróaðra ríkja t. d. aðeins 160—200 millj. dollara á móti 4.800—4.900 millj. frá ríkjum Atlantshafsbandalags ins. — Heimsóttu ekki ýmsir merkir stjórnmálamenn ráðstefn una? — Jú, Dean Acheson, fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- Eisénhower forseti bauð þátttakendum í Hvítahúsið 1 júní og flutti við það tækifæri stutta óform lega ræðu. ríkjanna og Averell Harriman, fyrrum ríkisstjóri New York ríkis, ávörpuðu ráðstefnuna með al annarra Ráðgert hafði verið að Truman og Nixon kæmu þar einnig, en því varð ekki við komið. Dean Acheson, sem er mik- ill persónuleiki og afbragðs ræðumaður, lagði í ræðu sinni áherzlu á mjög aukið samstarf Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna. Harriman ræddi hins veg ar einkum viðhorfin eftir topp- fundinn í París og rakti utan- ríkisstefnu Sovétríkjanna frá stríðslokum. Ráðstefnunni lauk með þvi að kosin var ný stjórn fyrir sam- tökin. Formaður var kosinn John McLean frá Kanada. Hann er þingmaður íhaldsflokksins fyrir Winnipeg og kvað íslendinga þar vera meðal sinna beztu stuðn- ingsmanna. — Og hvað varð svo um ykk- ur að lokinni ráðstefnunni? — Þá hófst hálfsmánaðar ferð um Bandaríkin og Kanada. Þátt- takendum var skipt í fjóra hópa, sem fóru um mið-, suður- og austurríki Bandaríkjanna. Gafst okkur kostur á að ræða við ýmsa stjómmálamenn í þessari ferð, ríkisstjóra, þingmenn o. s. frv. og auk þess bjuggu sumir hjá bandarískum fjölskyldum. — Myndin hér að ofan var tekin í hádegisverði, sem mið- stjóm Sjálfstæðisflokksins hélt fyrir þátttakendur í iðn- ráðsstefnu ungra Sjálfstæðis- manna, en hún var haldin fyrr í þessum mánuði. Eins og áður hefur verið sagt frá í æskulýðssíðunni, flutti Bjarni Benediktsson ávarp í upphafi ráðstefnunnar og þrír menn, sem sérþekk- ingu hafa á iðnaðarmálum, fluttu erindi. Voru það Jóhann es Zoéga, Sveinn B. Valfells og Björgvin Frederiksen. — Ályktunartillögur voru rædd- ar og afgreiddar, og hafa þær áður verið birtar. Farið var í heimsóknir í áburðarverksmiðjuna og að Álafossi. í Áburðarverksmiðj- unni bauð Hjálmar Finnsson framkvæmdastjóri gestina vel komna, þegnar voru veitingar og verksmiðjan skoðuð. Var það gect undir leiðsögn Run- ólfs Þórðarsonar verksmiðju- stjóra og verkfræðinganna Jónhannesar Bjarnasonar, Gunnars Ólasonar og Rúnars Bjamasonar auk Hjálmars Finnssonar og Halldórs H. Jónssonar arkitekts, sem á sæti í verksmiðjustjórninni. Framkvæmdastjórarnir Pét- ur og Ásbjörn Sigurjónssynir og Kjartan Sigurjónsson full- trúi sýndu þátttakendum verk smiðjuna á Álafossi. Á eftir voru þegnar veitingar á heim- ili Ásbjörns og konu hans Ing unnar Finnbogadóttur. Iðnaðarráðstefna S.U.’S var undirbúin af nefnd, sem kosin var af stjórn sambandsins. — Þessi nefnd kaus sérstaka und irnefnd, er mest mæddi á við undirhúninginn. í henni áttu sæti Pétur Sæmundsen (for- maður), Bragi Hannesson, Guðjón S. Sigurðsson, Guð- mundur H. Garðarsson og Sveinn Guðbjartsson. Ljósm. Mbl. M, Ö, A, Fannst mér ferð þessi einlkar lærdómsrík og vel til þess fallin að kynna manni viðhorf Banda- ríkjamanna til utanríkosmála. Þátttakendur hittust svo allir i Chicago og þar dvöldumst við m. a. hluta úr degi á sveitasetri Adlai Stevensons. Þessi merki stjórnmálamaður spjallaði við okkur langa hríð í garði sinum og heillaði alla viðstadda með persónuleika sínum og skemmti- legum viðræðum, enda er hann einn fremsti ræðuskörungur Bandaríkjanna í dag. Til gamans má geta þess, að þennan dag var hinn ungi Aga Kahn staddur hjá Stevenson. Var hann á ferð um Bandaríkin til að safna fé til sjúkrahúss, sem fylgjendur hans eru að reisa í Afríku. Virtist mér hann afar geðþekkur maður og vel menntaður. í Chicago bauð Árni Helgason, fræðimaður, okkur íslendingun- um til síðdegisverðar og þágum við hjá honum rausnarlegar veit ingar. Meðan við dvöldumst í Washington bauð Thor Thors, ambassador, okkur einnig heim ásamt nokkrum öðrum gestum. Var þar mjög vel tekið á móti okkur og dvöldumst við þar 1 góðu yfirlæti drjúga stund. — Hvert var svo haldið frá Chicago? — Þaðan var haldið til Ott- awa, þar sem Diefenbaker, for- sætisráðherra Kanada, og How- ard Green, utanríkisráðherra, tóku á móti okkur og í boði, sem hinn siðarnefndi hélt fyrir okk- ur, var Lester Pearson* hinn kunni kanadíski stjórnmála- maður, sem nú er leiðtogi stjórn arandstöðunnar. Frá Kanada var síðan haldið til New York, þar sem ferðinni lauk með boði, sem Nelson Rockefeller stóð fyrir. Við fs- lendingarnir gátum ekki þegið það boð þar sem við verðum að fljúga heim sama dag. — Hvað viltu svo segja að lok- um um gagnsemi ráðstefnunnar? — Ráðstefnan tókst að mínu áliti mjög vel og voru þátttak- endur allir mjög ánægðir með Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.