Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 24. júní 1960
Góð 3ja herbergja
■búðarhæð
um 100 ferm. ásamt bílskúr við Leifsgötu til sölu.
Æskileg skipti á S—8 herb. nýtízku einbýlishúsi eða
íbúð, má vera hæð og ris í bænum.
IMýja Fasteignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546
Ung bamlaus hjón óska eftir
2ja herb. íbúð
nú þegar eða í haust. Reglusemi og góðri umgengni
heitið. — Tilboð sendist afgr. Mbl. sem fyrst merkt:
„Fyrirframgreiðsla — 4250“.
T I L S Ö L U
góð 5 herb. íbúð
við Kleppsveg. Á íbúðinni hvíla kr. 200 þús. lán til
15—20 ára með 7% ársvöxtum.
Uppl. gefa
Kinar Sigurðsson, og Ámi Guðjónsson,
héraðsdómslögmaður, hæstaréttarlögmaður,
Ingólfsstræti 4, Garðastræti 17,
sími 16767. sími 12831.
Vélbátar til sölu
9 lesta vélbátur, 3ja ára með 44. ha. Kelvin í mjög
góðu standi.
15 lesta vélbátur með dragnótaveiðarfærum, tilbúinn
á veiðar.
17 lesta vélbátur með 2ja ára Alpin-dieselvél
19 lesta vélbátur með dragnótaspili, Kelvin-diesel-
vél 88 ha.
18 lesta vélbátur með Caterpillar, smíðaár 1956.
22 lesta vélbátur, danskbyggður, smíðaár 1956 með
humarveiðarfærum.
28 lesta bátur, vél Caterpillar, mjög hagstætt verð.
39 lesta vélbátur, smíðaár 1953 með 1 árs gamalli vél.
50 til 100 lesta vélbátar með og án veiðarfæra.
tRYCGINGAE
FASTEI6N1R
Austurstræti 10, 5. hæð
símar 13428 og 24850
eftir kl. 7 sími 33983.
Vélsmiðjan DVNJANDI
Dugguvogi 13—15 — Sími 36270
Áttræð í dag:
Nikulína Jdníno Þorstelnsdéttir
80 ÁRA er í dag frú Nikulína
Jónína Þorsteinsdóttir, Sólvalla
götu 8.
Hún Lína, eins og við vinir
hennar köllum hana, var fædd
á Brúarhrauni í Hafnarfirði
þennan dag 1880, dóttir hjónanna
Guðrúnar Margrétar Guðnadótt-
ur og Þorsteins Guðmundssonar.
Þegar hún var á 15. ári missti
hún föður sinn. Hann drukknaði
árið 1894.
Eins og venja var á þeim tim-
um byrjuðu unglingarnir
snemma að vinna, enda varð hún
aðalfyrirvinna heimilisins ásamt
móðurinni, því bræðurnir tveir
voru yngri. Vinnan í þá daga
var enginn bamaleikur á okkar
tima mælikvarða. Þá þótti það
engin sérstök þrakraun af 15 ára
unglingi að bera kol á bakinu
frá skipshlið í pakkhús allan
daginn, en frá þessum dögum á
Lína mjög kærar endurminning-
ar, enda var lundin létt og starfs,
gleðin mikil.
Þá var skemmtileg tilbreyting
frá kolaburðinum og fiskvask-
Félagslíf
ULFflR JflCOBSEN
FERDASKRIFSTOFA
listvrslrsli 9
Simi: 134 99
Kynnist landinu. —
14 daga sumarleyfisferð hefst
2. júií um Kjalveg, norður og
austurland að Stapafelli í Öræf-
um. —
Þórsmerkurferð á laugardag.
Ármenningar
Sjálfboðavinnan hefst í daln-
um, um helgina. Mætið öll hress
og endurnærð eftir veturinn. —
Farið frá BSR kl. 2 á morgun.
Allir velkomnir. — Stjórnin.
Husqvarna
inu, að vera send fótgangandi
til Reykjavíkur, sem var tveggja
tíma gangur og aðeins troðinn
götuslóði, því enginn var vegur-
inn í þá daga.
Árið 1905 giftist Nikulína
Þorsteini Jónssyni, ættuðum frá
Oddakoti í Garðahverfi. Þau
byrjuðu búskap á Brúarhrauni,
en fluttu til Reykjavíkur árið
1910. Framan af ævi stundaði
Þorsteinn sjóinn og var meðal
annars 8 ár á Gamla Marz, enda
var hann dugnaðarmaður og
vann öll sín störf af mikilli trú-
mennsku, og það sem einkenndi
þann aldna sjómann var, hvað
hann var grandvar í orðum, blóts
yrði var sá löstur, sem hann gat
lítt þolað. Þorsteinn hætti sjó-
mennsku eftir spönsku veikina.
Hann veiktist af henni, þegar
skipið var statt í Englandi og
lá þar í marga mánuði. Eftir
það stundaði hann verkamanna-
vinnu, en hugurinn var samt
bundinn við sjóinn. Hann lézt ár-
ið 1950, nær áttræður að aldri.
Nikulítia og Þorsteinn eignuð-
ust þrjú börn, Guðna, Þorstein
og Ólafíu Sigríði, sem hún hef-
ur alltaf dvalizt hjá og hefur
hún sýnt móður sinni frábæra
umhyggju.
Lína er ein af þeim, sem man
margar gleðistundir lífsins frem-
ur en rauna og það, sem hún
hefur hitt af fólki á lífsleiðmni
hefur allt verið gott, enda er
hún þannig gerð, að hún sér að
eins það góða í fari hvers og
eins. Mestu gleðistundir í lífi
■hennar hafa verið, þegar hún
hefur getað glatt aðra á einn eða
annan hátt. „Að gefa“, er
vissulega fagurt. Hér áður fyrr,
þegar margir höfðu lítið og lítið
var til að gefa, þá var setið uppi
um nætur og prjónaðir sokkar
til að gefa á kalda fætur.
Þá kom það oft fyrir að bök-
i uð voru brauð meðan nokkurt
\ mjöl var til og sent til annarra
sem minna áttu.
Hafi þessi málsháttur átt við
nokkra manneskju, þá höfum
við lesið það af brosi þessarar
góðu konu, hvað er mörgum sinn-
um sælla að gefa en þiggja.
LOFTUR hJ.
LJ ÓSM YND ASTOFAN
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima í sima 1-47-72.
EGGERT CLAESSEN og
GtlSTAV A. SVEINSbON
hæstar éttarlögmemo.
Þórshamri við Templai asund.
Eldunarplata
Bökunarofn með glóðarrist og
tímaklukku til að byggja inn
í eldhúsinnréttingu.
GUNNAR ÁSGEIRSSON h.f.
Suðurlandsbraut 16.
Sími 35200.
SKIPAUTGCRB RIKISINS
Skjaldbreið
fer vestur til ísafjarðar 27. þ.m.
Tekið á móti flutningi í dag til
Ólafsvíkur, — Grundarfjarðar,
Stykkishólms, Flateyjar, Patreks
fjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals,
Þingeyrar, Flateyrar, Súganda-
fjarðar og ísafjarðar. Farseðlar
seldir árdegis á laugardag.
Gamla bílasalan
Kalkofnsvegi, sími 15812
Volvo Station ’55
Skipti hugsanleg á eldri bíl.
Opel Caravan ’55
Verð kr. 65 þús.
Önnumst bifreiðakennslu
Góðir bílar. —
Bílar í miklu úrvali, til
sýnis daglegu
Bílar með afborgunum.
Gamla bílasalan
Kalkofnsvegi, sími 15812
Sýsluíundur
Ran?árvaUasvsIu
SÝSLUFUNDUR Rangárvalla-
sýslu var haldinn í Héraðsskól-
anum að Skógum dagana 13.—16.
júní.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun
ar fyrir 1960 voru kr. 458.451.32.
Fjárveitingar úr sýslusjóði eru
þessar helztar: Til Skógaskóla
kr. 100.000, til Þorlákshafnar kr.
75.000, stjórnarkostnaður sýslu-
mála kr. 40.000, til héraðsbóka-
safns kr. 13.000, til tónlistarskóla
kr. 10.000, til byggðasafns kr.
18.000, laun yfirsetukvenna kr.
25.000, til byggingarfulltrúa kr.
32.000, til fyrirhleðslu vatna kr.
20.000, ýmiskonar félagsstarf-
semi og styrkir kr. S4.500. Þar í
er fjárveiting til Héraðssambands
ins Skarphéðins vegna fimmtíu
ára afmælis kr. 4.000, til Hesta-
mannafélagsins Geysis kr. 5.000,
til Skógræktarfélags Rangæinga
kr. 5.000, til Ólympíunefndar kr.
4.000 o. fl. — Úr sýslusjóði var
veitt til vega kr. 671.700 og til
brúa kr. 48.000. Auk þess um kr.
80.000 til greiðslu skulda, er á
ýmsum vegum hvíla.
Samþykkt var áskorun til
vegamálastjómar um kaup á
grjótmulningsvél í sýsluna. Þá
var og samþykkt áskorun til
þings og stjómar um fyrir-
greiðslu til handa þeim bænd-
um, er búa við miklar lausa-
skuldir með óhagstæðum kjör-
um.
Rangárvallasýsla og V-Skafta-
fellssýsla reka sameiginlega bú-
skap að Ytri-Skógum undir
Eyjafjöllum, enda er Skógaskóli
og jörðin sameign þeirra að
tveim þriðju og einum þriðja.
Búreksturinn að Ytra-Skógum
er með mesta myndarbrag og
skilaði tekjuafgangi sl. ár, sem
nam milli 60 og 70 þús. kr. Bú-
stjóri er Ámi Jónasson, ættaður
úr Þingeyjarsýslu, atorkumaður
mikill. — Fréttaritari
Smurstö&in Sœtúni 4
Seljum allar tegundir af smurolíu.
Fljót og góða afgreiðsla. — Sími 16-2-27.
Austfirðmgur
í „klössimu
í GÆRKVÖLDI lét togarinn
Austfirðingur úr höfn hér í
Reykjavík og er ferðinni heitið
til Englands, þar sem fram á að
fara á honum allsherjar viðgerð
og endurbót.
Austfirðingur var sem kunn-
ugt er boðinn upp hér í vor og
eru eigendur nú togaraútgerð
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unnar á Kletti. — Með togarann
sigla sem skipsstjórnarmenn þrír
gamlir og kunnir togaraskip-
stjórar, þeir Snæbjörn Ólafsson,
Nikulás Jónsson og Bjarni Magn
ússon.