Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 11
Fðstudagur 24. júní 1960 MORGVNBLAÐIÐ u Pcll Jónsson írú Selldtrum Bognar aldrei, brestur í bylnum stóra seinast. HARÐUR, ákveðinn, áræðinn og þó mildur. Og eitt enn að gefast ekki upp. Halda áfram. Þannig má í stuttu máli lýsa Páli í Sellátrum og nú þegar hann er allur fer ekki hjá því að í vinahópi hefur sá strengur brostið, sem eftirsjá var að og erfitt er að bæta. Persónuleiki Páls, svör hans, athuganir og áform voru þannig að þau setja ósjálfrátt svip í hugi samferða- mannanna, svip er ekki gleym- ist á stundinni. Að hverju sem Páll gekk var hann hinn sami. Hvort fengizt var við landbúnað, sjávarútveg eða iðnað. Þar voru ekki fáim- tökin. Ég man hann á hinum snyrtilega bæ hans Sellátrum í Reyðarfirði. Gleymi ekki komum mínum þangað og það fer ekki milli mála að þangað var gott _ að koma. Þær minningar eru í mínum hug sveipaðar þeim ævintýrablæ, sem er svo inni- legur og mikill yfir allri minni bernsku. Skipstjóri var hann öruggur og fengsæll á þess tíma mæli- kvarða. Hann var um skeið skip- stjóri á bát sem ég vann við og það var hressilegur blær yfir allri vinnu þar, enda sveif þar andi Páls yfir vötnunum. Það er fallegt á Sellátrum eins og á svo mörgum jörðum landsins. Sú jörð liggur við sæ og voru þar sótt verðmæti í tíð Póls bæði í greipar Ægis og fósturmoldarinnar. — Snyrti- mennskan til sjós og lands var þar aðallinn. Páll þekkti bæði hverfulleik og hamingju lífsins. Hann þekkti vel að baráttan kostar oft fórnir og erfiðj. Stundum var lítið upp úr erfiðinu eins og gerist og geng ur og fengur misjafn. En hvort sem vel gekk eða illa, var æðru- leysið hið sama. Ekki verið að kippa sér upp við smámunina. Páll skipar sérstöðu í hug mínum og því get ég ekki annað en minnzt hans í nokkrum orð- Morgþætt starf Dýraverndunar- félags Skagafjorðor Sauðárkróki 9. júní ’60: — AÐALFUNDUR Dýraverndunar- félags Skagafjarðar var haldinn á Sauðárkróki 26. maí s. 1. Formaður félagsins Ingimar Bogason skýrði frá starfsemi fé- lagsins á s. 1. ári. Félagið hafði fengið mörg við- fangsefni til meðferðar á árinu. Margar umkvartanir höfðu bor- izt frá ýmsum einstaklingum, og beðið var um aðstoð félagsins, til verndar dýrum, m. a. eftirlit með friðunarákvæðum um verndun fugla, leitað aðstoðar um björgun á fénaði á flóðasvæði og ein skrifleg kæra hafði bor- izt til stjórnar félagsins út af slæmu útliti á búfé hjá manni ónefndum. Þá hafði félagið í samráði við löggæzlueftirlitið, eft irlit með reglugerðarákvæðum um aðbúnað á bifreiðum sem not aðar voru til fjárflutninga og að sá umbúnaðar væri sem bezt í samræmi við reglugerðarákvæði, var reglugerðinni útbýtt til bif- reiðarstjóra, þeirra er fjárflutn- inga önnuðust. Mótmælt var uppsetningu á pípuhliði er sett var á akbraut heim að hinu nýja sjúkrahúsi við Sauðárkrók. Stjórn félagsins telur að grinda hlið þetta sé stórháskalegt búfén aði manna þar sem bilið á milli pípnanna er 9,5 cm. og skepnur, sem út á þessar grindur stíga, falla niður á milli pípnanna, sem liggja í föstum lykkjum. Stjórn félagsins bar fram mót mæli 20. sept. s. 1. við formann sjúkrahúss-stjórnar og bæjar- fógetann á Sauðárkróki. 1 mót- mælabréfinu benti stjórnin á aðra gerð af grindahliðum, sem sé rúllugrindahiiðum sem al- þekkt eru á mæðiveikivarnalín- um víða um land, og stórum minni hætta stafar frá.^ Stjórn félagsins hefur enn ekki fengið því framgengt að grindahliði þessu hafi verið breytt, en vonast eftir að það mál vinnist. Nauðsynlegt er að allir dýra- vinir standi á móti því, kröftug- lega að slík pípuhlið verði fram- leidd og sett upp, hvar sem er á landinu. Félagið sendi formann sinn eem fulltrúa á ráðstefnu Sam- bands Dýravemdimarfélaga ís- lands, sem haldin var 8. nóv. s.l. (1959). Vegna fjárskorts sá félag- ið sér ekki fært að senda fleiri fulltrúa, en átti rétt á sæti fyrir 7 fulltrúa á ráðstefnunni. í lok ráðstefnunnar afhenti gjaldkeri sambandsstjórnar for- manni D. S. ca. kr. 1600,00 sem óafturkræft styrktarframlag frá S. D. í. til varnarráðstafana vegna fjárskaðanna í „Skorum“ í Tindastól. Á sambandsstjórn góðar þakkir skilið fyrir þetta framlag. — Dýraverndunarfélag Akureyrar hefur einnig styrkt með fjárframlagi á s. 1. ári björg- unar- og varnarráðstafanir þær sem D. S. hefur haft á hendi að undanförnu. Á síðast liðnum vetri, rétt fyr- ir jólin barst félaginu höfðingleg peningagjöf, kr. 2000,00, frá systrunum Sigurlaugu og Guð- rúnu Björnsdætrum frá Veðra- móti, en þær eru báðar búsettar í Reykjavík. Gjöf þessi átti að vera til minningar um bróðir þeirra Guðmund Bjömsson, sem lengi var búsettur á Sauðárkróki, en flutti siðast til Reykjavíkur og andaðist þar. Gjöfinni átti að verja til líknar einhverju því dýri sem í nauðum kynni að vera statt, þá væri tilgangi gefendanna náð. Formaður félagsins ritaði systr unura þakkarbréf fyrir þann mikla velvilja og hlýhug, sem fé- laginu og starfi þess væri sýnt með gjöfinni. Á þessum aðalfundi félagsins gengu úr stjórninni, að þessu sinni, dýralæknarnir Guðbrand- ur Hlíðar og Guðmundur Andrés son. Voru þeim fluttar þakkir fyrir stjórnarnefndarstörf á s.l. ári. — Þar sem Guðbrandur Hlíðar mun á næstunni hverfa af landi brott og flytja til Svíþjóðar, setj ast að í Stokkhólmi og taka þar við mikilvægu starfi, þá flutti fundurinn honum sérstakar þakk ir fyrir störf hans hér, og þann góða áhuga og velvilja sem hann l hefur á öllum málefnum félags- ins, og fyrir þann ríka skilning sem hann hefur á öllum málefn- um sem snerta dýravernd. Að slíkum mönnum er mikil eftir- sjá úr starfi. Fundurinn árnaði honum allra heilla í framtíðinni. Stjórn Dýraverndunarfélags Skagafjarðar skipa nú: Ingimar Bogason, formaður. Brynjólfur Danivalsson, varaformaður. Árni Hansen, ritari. Sæmundur Her- mannsson, gjaldkeri. Svavar Helgason. meðstjórnandi. — Jón. i um þegar göngunni er nú lokið. Þakkað góða og ánægjulega sam- fylgd. Ég á óneitanlega margar minn- ingar um svo stórbrotinn mann eins og Páll var. Hann var af góðu bergi brotinn. Byrjaði ung- ur sitt ævistarf. Eins og þá tíðk- aðist fengu börnin ekki lengi að sitja auðum höndum í foreldra- húsum, alla krafta varð að nýta við vinnuna. Vélaöldin var í fjarska. Og þrek Páls var ekki sparað til átaka. Skóli lífsins var honum drjúgur. Ég tel víst að hann hefði hafnað nútíma- skólagöngu fyrir hina, ef hann hefði átt um annað tveggja að velja. Manndómur hans bauð honum slíkt. Páll var fæddur 18. des. 1872 og því kominn nær níræðu er hann lézt. En allan sinn aldur var hann sívinnandi og fram í banaleguna stundaði hann starf sitt í Kassagerð Reykjavíkur. Annað var honum ekki samboðið. Páll var kvæntur Sigríði Björnsdóttur, mikilli mannkosta- konu. Hún var honum samhent í öllu og lán þeirra var margfalt. Gestrisni og greiðvikni þeirra var eins og íslenzk gestrism í öndvegi. Ljúfmennska og alúð húsfreyjunnar voru til fyrir- myndar. Þeim varð eigi bama auðið, en í skjóli þeirra ólust börn upp, þar ' á meðal sonur Páls er hann átti áður, Helgi, nú búsettur á Eski- firði. Heimili þeirra stóð lengi á Grettisgötu 45 1 Reykjavík. Þar bjó Páll til æviloka. Eins og gengur og gerist verða heimsóknir fátíðari í Reykjavík og því fór svo að ég var þar ekki daglegur gestur, enda búsettur í fjarlægð. En þeim mun oftar var komið til þeirra á Sellátrum og á Éskifirði, meðan þau voru þar. Þaðan eru ógleymanlegar minn- ingar. Ég vil svo að seinustu þakka Páli allar góðar og gamlar sam- verustundir. Þakka prýðis sam- fylgd, bros og gólátlega glettni. Hann var traustur til hinztu stundar og beygði ekki af og rifaði ekki segl meðan þess var nokkur kostur. Hjá honum var strikið öruggt og ég veit.að siglingin hefur verið glæst til heimahafnar. Blessuð sé minning hans. Árni Helgason. — Erle.nt yfirlit Framh. af bls. 8 höfðu iyrt upp landamærabóm- unni, en felldu hana niður jafn- skjótt og ræningjabíliinn var kominn austur fyrir. Fregnir bárust síðar með aust- ur-þýzkum lögreglumönnum sem flýðu land, af hörmulegri með- ferð og pyndingum á Walter Linse. Það var enginn vafi á því, að sjálf hin svokallaða ríkis- stjórn Austur-Þýzkalands hafði staðið að og skipulagt þetta glæpaverk. Hitt var ekki fullljóst, að fyrir mælin komu jafnvel lengra að. Vesturveldin mótmæltu mann- ráninu við hernámsstjóra Rússa í Austur-Berlín, en hann svaraði hvað eftir annað, að hann hefði ekki hugmynd um hvarf Walters Linse. Rússar vissu ekkert í mál- inu. En nú fyrir nokkrum dögum barst þýzka Rauða krossinum stutt tilkynning frá Rauða krossi Rússlands. Hún skýrði frá þvi, að Walter Linse hefði dáið í fangelsi 15. desember 1953, en ekki í Austur-Þýzkalandi, heldur í rússnesku fangelsi austur í Moskvu. Þegar Walter Linse var rænt var hann 48 ára, framtakssamur atorkumaður í blóma lífsins og ekki var vitað til að hann væri neitt heilsutæpur. En eftir 17 mánaða dvöl í austur-þýzkum og rússneskum fangelsum var líf hans slokknað. Og svo leyfa sumir sér að halda því fram, að glæpalýður, sem stjórnar slíkum hermdar- verkum eigi eftir að frelsa heim- inn. Þorsteinn Thorarensen. Til sölu nú þegar G. M. C. 10 hjóla trukkur, model ’52 í mjög góðu lagi, með nýium sturtum og gálga. Einnig Daimont sverari gerð. Mjög lítið ekinn og í góðu lagi. Upp- lýsingar í síma 15113 kl. 4—6 e. h. Helmasaumur Vanar saumakonur óskast til að taka að sér heima- saum nú þegar. Hátt kaup. Upplýsingar í síma 17118 í dag milli 3 og 7. Nauöungaruppboð það, sem fram átti að fara í dag á húsinu nr. 5 við Smiðjustíg, her í bænum, talin eign Halldórs Indriða- sonar o. fl., fellur niður. Borgarfógetinn í Reykjavík. N auöungaruppboö sem auglýst var í nr. 15.—-17. tbl. Lögbirtingablaðs- ins á b.v. ísborg Í.S. 250, fer fram eftir kröfu Lands- banka íslands hér í skrifstofunni þriðjudaginn 28. júní n.k. kl. 13,30. ( Bæjarfógetinn á Isafirði 20.6. 1960. N auöungaruppboÖ sem auglýst var í nr. 15.—17. tbl. Lögbirtingablaðs- ins á hraðfrystihúsi ísfells h.f., fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands hér í skrifstofunni þriðjudaginn 28. júní n.k. kl. 13,30. Sýlumaðurinn í Isafjarðarsýslu, 20. júní 1960. Tvær afgreiðslustulkur geta fengið atvinnu í kjörbúðinni Austurveri. önnur 1. júlí og hin 1. ágúst. Óskum einnig að ráða konu til starfa í söluturni 1. júlí n.k. Vaktavinna.. Aðeins röskar og snyrtilegar stúlkur koma til greina. , Upplýsingar á skrifstofunni, Vesturgötu 2. Austurver hf. Sími 11260. V E L 0 X SokkaviHgeLavéLr Gamaft verð. HAWES ÞORSTEIIXISSOIM & CO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.