Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 16
16 MoncrmrtTAÐiÐ Féstudagur 24. júní 1960 Cef oss heiðarlega menn J>EGAR ég vaknaði morguninn eftir að við fimm-menningarnir spjöliuðum í útvarpssal um sið- bótarhreyfinguna MRA, rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg lítil saga. Tveir menn kappræddu um trúmál. Annar var prestur en hinn leikprédikari. Þeir deildu um trú og siðaboð. Leikprédik- arinn héít stíft fram siðalögmál- inu — boðorðunum 10, en um þau hefur oft verið deilt. Presturinn taldi, svipað tveim þátttakendun- uni í spjallinu í útvarpssal, að það væri mennskum mönnum of- vaxið að lifa eftir einhverjum afsláttarlausum siðakröfum, og hann sagði: „Það getur enginn, hve feginn sem hann vill, haldið öll boðorð Guðs. Daglega brjótum við öll boð-orð hans.“ — Ósköp er það mannlegt að hugsa þannig, og ekki er þungskilið, við hvað þresturinn átti. Þegai svo kapp- ræðunni lauk, bað presturinn öid ung einn, sem verið hafði til- heyrandi og hefur sjálfsagt verið í góðu áliti hjá klerkl, að flytja bæn. Þetta tíðkast í sumum lönd- um, t. d. Ameriku. Öldungurinn hneigði höfuð sitt og bað: „Drottinn, þú hefur sagt: Þú skalt ekki mann vega. Og þú hefur sagt: Þú skalt ekki stela. Og þú hefur sagt: Þú skalt ekki hórdóm drýja. — Hér er prestur, sem segist brjóta öll boðorð þín daglega. — Drottinn, ge'f þú oss betri prest.“ Ekki var ætlazt til þess að við 1 útvarpssainum værum sam- mála, en eitt undraði mig allra mest af orðum andmælenda okk- ar Jóhanns Hannessonar pró- fessors. Það fór allvel á með okk- ur öllum og við skildum í bróð- erni. Ég hafði aldrei kynnzt Sverri Kristjánssyni sagnfræð- ingi áður. Areiðanlega eru skoð- anir okkar ærið skiptar á ýmsum sviðum, en ekki féll mér maður- inn ilia. Hann var auðvitað bein- Skeyttur og harðskeyttur, eins og við gerðum ráð fyrir, en hann hélt sig á línunni, hélt sig að efninu, og það fer bezt í kapp- ræðum. Ég ætla að geyma mér þar til síðar í grein þessari, að ræða það, sem mér þótti furðulegast í orð- um þeirra frú Sigríðar Eiríks- dóttur og Sverris, en víkja fyrst ofurlítið að öðru. Þau töldu, t. d. frú Sigríður að „þungamiðjan" í boðskap MRA-manna væri „hatur“ til kommúnismans. Af þeim kynnum sem ég hef haft af þessum mönnum, trúi ég ekki því að þeir ali hatur í brjóti sér, en það er háttur trúaðra manna, hvort heldur það er kommúnista- trú eða einhver önnur sértrú, að tala djarflega. í heilagri ritningu er sagt, jafnvel um friðarhöfð- ingjann sjálfann, Krist, að hann „elskaði réttlæti en hataði rang- læti“. Hann var nístandi orð- hvass í ádeiluræðu sinni, Matt- eus 23. kapitula, þar sem hann hrópar hvað eftir annað „vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar," kallar þá jafnvel „höggorma" og „nöðru-afkvæmi“ en hjartalag Meistarans var þó þannig, að á krossinum bað hann fyrir böðlum sínum. Nei, það má auðveldlega deila á MRA-menn eins og flesta aðra, en áreiðanlega er það ósann- gjarnt að bera þeim á brýn hat- ur. Ekki er heldur gerlegt að dæma neina trúar- eða siðbótar- hreyfingu eftir breytni einstakra manna, hvort heldur þeir heita Syngman Rhee', Adenauer eða að- eins Jón JónsSon. Siikt kemur ekki máiinu við. Ósanngjarnt væri að dæma kristindóminn eft- ir breytni margra manna, sem hafa kallað sig kristna en lifað í fullkominni. mótsögn við kenn- ingar Krists. Siðbótarhreyfingu verður að meta eftir kenningum hennar og því verki, sem hún vinnur. Kenning siðferðisvakn- ingarinnar er einfaldlega þessí, að einstaklingar jafnt og þjóðir þurfi að stjórnast af anda Guðs, leita leiðsagnar hans og njóta hennar, og mælikvarðarnir skulu vera: afdráttarlaus heiðarleiki, hreinlífi, óeigingirni og kærleik- ur. Er það fásinna að setja markið svo hátt? Það töldu þau bæði, frú Sigríður og Sverrir. Það var ein- mitt þetta sem mig undraði allra mest í tali þeirra. Ég þykist þó vita við hvað þau hafi átt, að þetta sé mennskum mönnum ó- kleift. Erfitt er það auðvitað, en er það ókleift? Þau Sigríður og Sverrir átöldu MRA-hreyfinguna fyrir þá fásinni að gera slíkar kröfur til manna. — Gagnar heið arleiki ef hann er ekki alger — absolut? Ef einhver maður er í trúnaðarstöðu árum saman og hefur svik í frammi mánaðar- lega og ár eftir ár, ekki mikil svik, ekki stórþjófnað, heldur að- eins ofurlítinn þjófnað, eða ofur- litla sviksemi í vinnu eða á ein- hvern annan hátt, — getur þá nokkur yfirboðari verið ánægður með slikan mann? Á slík mann- tegund að vera fyrirmyndin, mælikvarðinn? En hér er ekki nema um tvennt að velja, annaS hvort heiðarleik eða óheiðarleik, hvort sem er í smáu eða stóru. ’Sé ekki að ræða um neina svik- semi, ekki neinn óheiðarleika, þá er heiðarleikinn „alger", en frú Sigríður sagði á einum stað i spjalli sínu: ,Það ætti að útstrika þetta alger.“ — Þá finnst mér nu langt leitað eftir höggstað á sið- bótaríreyfingu, þegar henni er fundið það til ámælis, að hún ætl- ast til algers heiðarleiks af mönn um. Finnist mönnum sjálfsagt að sætta sig við hálfmennskuna í heiðarleik, hreinlífi, óeigingirni og kærleika, þá er engin furða þótt við verðum að búa við það ástand í heiðarleik og siðgæði, sem nú er mörgum manninum áhyggjuefni, bæði hér á landi og víðar. Frúin vildi láta strjka út orðið „alger.“ Ég er viss um, að þetta er sagt í hugsunarleysi. Frúin hlýtur að hafa átt við það eitt að þetta sé erfitt, og vissulega er hægt að viðurkenna, að ranglátt þjóðskipulag getúr gert mönnum næstum eða algerlega ókleift að viðhafa algeran heiðarleika alls staðar í athafnalífinu, en slíkan þjóðarsjúkdóm þarf umfram allt að lækna. Ef við getum ekki viðurkennt þessa fjóra „absoluta“, sem MRA-menn hafa gert að horn- súlum í hugsjónakerfi sínu, þá getum við ekki heldur viður- kennt kristindóminn og þá er öll siðgæðiskenning fávísleg. Það vildi svo til, að frú Sigríður — og Sverrir var á sömu skoðun — valdi orðið „alger,“ sem út ætti að strika. Hvað segir nú trúarbók okkar kristinna manna um þetta- Páll postuli skrifar samverka- manni sínum Tímóteusi á þessa leið: „Þar eð þú frá blautu barns- beini þekkir heilagar ritningar, Marigold gúmmíhanzka vernda hendur yðar. Heildsölubirgðir: hAlfdán helgason, Einkatimboðsmaður fyrir Marigold gúmmíhanzka á Islandi. Pósthólf 1414. Simi 18493, Reykjavík. Biðjið ávallf um marigold i sem geta veitt þér speki til sálu- hjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Sérhver ritning, sem innblásin er af Guði, er og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að guðsmaðurinn sé alger, hæfur ger til sérhvers góðs verk.“ Þetta er fögur kenning og skyn samleg. Sannkristinn maður á að vera, segir Páll, alger. Þetta er skýlaus krafa kristindómsins, hvort sem okkiir líkar betur eða verr og þótt við stöndum skjálf- andi á beinunum andspænis slíkri hæð. Á öðrum stað notar postul- inn þessi orð: „og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.“ Og enn- fremur: „náum vaxtartakmarki Krists-fyllingarinnar.“ Þegar ég minnti á orð Meistar- ans: „Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn," svaraði frúin því einu, að þetta hafi Kristur sagt aðeins í „prédikunartón,“ það hafi ekki verið „krafa“ eins og hjá MRA-mönnum. Slík túlkun á kenningum Krists nær ekki nokkurri átt og engri þjóð er gert gagn að reyna að gera þessi orð Krists að markleysu, því að mark leysa eru þau auðvitað, ef þau eru ekki krafa. Kristur hefði ekki sagt lærisveinum sínum að vera fullkomnir, ef hann hefði talið mönnum ókleift að vera réttlátir og kærleiksríkir menn, og það algerlega, samkvæmt því sem mannleg fullkomnun getur verið. Um þetta væri sannarlega á- stæða til að fjölyrða, þegar litið er til siðgæðisástands þjóða, en nú fer þessi grein mín að verða of löng. Vil ég nú minna á eitt til viðbótar. Það er þetta: Bæði hér á landi og víða í heiminum hefur áreiðanlega mikill fjöldi góðra kvenna, góðra mæðra og eiginkvenna lifað þessu algera heiðarlega og hreina lífi. Konur sem aldrei hafa svikið neinn, aldrei haft fimm aura virði af nokkrum manni, en lifað í full- kominni óeigingirni og í þjónustu kærleikans, hreinu og heiðarlegu lífi. Ég held að þetta sé óhrekj- andi sannreynd, sem sýnir að „absolútarnir" fjórir eu ekki ó- framkvæmanlegir, þótt allt of mörgum okkar reynist þeir erf- iðir. Þá er ég sannfærður um, að hinn heimskunni siðbótamaður, lærdómsmaður, mannvinur og guðsmaður, Kagwa í Japan, hef- ur lifað sínu aðdáunarverða og fórnfúsa lífi í algerum heiðar- leika, hreinleika, óeigingirni og kærleika. Er sárt til þess að vita, að enn skuli ekki hafa komið út á íslandi ævisaga þessa manns. Væri svo ekki leyfilegt að nefna menn og Mahatma Gandhi, dr. Albert Schweitzer og fl., aðeins til að sanna, að krafa kristin- dómsins og siðferðisvakningar- innar MRA, er ekki nein fásinna út í bláinn, heldur það, sem allir menn og allar þjóðir þarfnast mest, og hin eina varanlega undir staða undir allri góðri sambúð manna og þjóðfélaga og hins hald góða alheimsfriðar, sem alla góð- viljaða menn dreymir um. Hitt mætti svo bæði ég og margur annar segja, þegar rætt er um algerleika, eins og hann sem sagði:: „ég trúi, en hjálpa þú vantrú minni“, — ég vil vaxa upp að vaxtartakmarki algerleik- ans, en drottinn hjálpi ófullkom- leika mínum. Presturinn í litlu sögunni, sem hér var sögð í upphafi, taldi óum flýjanlegt að bæði hann og aðrir brytu boð Guðs daglega. Öldung- urinn bað svo: „Drottinn, gef þú oss betri prest.“ Og svo skulum við sameinast sem flestir í þess- ari bæm „Drottinn, gef þú oss heiðarlega menn, heiðarlega stjórnendur, stjórnmálamenn, lög gjafa, embættismenn, verkamenn og viðskiptamenn, já, heiðarlega menn. Pétur Sigurðsson. Heilsuhæli N.L.F.I. Hveragerði vantar hjúkrunarkonu og nuddfólk nú þegar eða 1. sept. Upplýsingar á skrifstofu hælisins. Sími 32, Hveragerði. Karlma&ur óskast til afgreiðslustarfa. Ssld o§ Fiskur Austurstræti. Notarius l’ublicus hefur dregið úr réttum lausnum í verðlaunakeppni Vikunnar. Upp kom nafn Gunnars Friðbjörnssonar, Hof- teigi 34, Rvk. og hlýtur hann. Kaupmannahafnarferð MY VERÐLAUMASAMKEPPNI hefst í blaðinu, sem kom út í gær. Fylgist með frábyrjun. — Góð verðlaun. VI KAIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.