Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1960 — í»að var merkilegt! Eða kannske ekki svo merkilegt þó. Gætirðu ætlazt til, að til dæmis hún Carmona, færi að slátra ali- kálfi? Þú lézt hana bíða árang- urslaust eftir þér í kirkjunni — eða það hefur maður að minnsta kosti heyrt. Hann brosti. — Er hér ekki nokkuð mikið almannafæri tíl þess að vera að ræða um vind sína, eða hvað finnst þér? Hún hefði átt að reka hann öf- ugan út, það vissi hún. En hún átti bara of margar gremjulegar endurminningar, og of mörg ásökunarorð höfðu sezt að henni á einmanalegum andvökustund- um, þótt þau hefðu aldrei verið sögð við hann. En nú var eins og þau kæmu upp á yfirborðið. Til vinstri við forstofuna var ofurlítið herbergi, þar sem frú Annings hafði áður hugað að blómum sínum, en nú notaði Darsie það fyrir skrifstofu. Hún faratt upp hurðinni. — f>ú getur komið hér inn, ef þú vilt, en annars held ég ekki, að við höfum nein mál að ræða. Alan gekk inn brosandi. — Jæja, erindið var nú í raun inni ekki annað en það að vita, hvort þú gætic hýst mig í nótt. Ester hélt, að þú gætir það og hjá Carmonu er húsfyllir. Henni fannst eins og hún fengi kalda vatsgusu í andlitið. En þetta kom henni aftur í jafnvægi. Það er ekki hægt að reka gisti hús, nema maður kunni að stilla skap sitt. En að fara að hýsa Al- an? Eitthvað blossaði upp í henni aftur. — Svo að Carmona gat ekki hýst þig. Röddin var meinfýsnis- leg. — Það er merkilegt. Hann yppti öxlum, eins og hún kannaðist svo vel við frá gam- alli tíð. — Það virðist svo. Ég er víst alls staðar bandíttinn í sögunni, og James mundi kannske heldur ekki kunna við það — jafnvel þótt Ester og Troverhjónin séu þarna til eftirlits. Þó býðst mér þar kaldur kvöldmatur, svo að ég þarf ekki að ónáða þig með það, en þar með er víst lika upp talið. Æ, mér finnst þetta allt hálf kjánalegt. Maður gæti annars lát ið sér detta í hug, að fortíðin gæti ágreiningsefni eftir á. Svo getur maður ef til vill átt einhverjar góðar stundir eftir, quien sabe? Þær annað hvort koma eða koma ekki, en maður getur ekki pant- að þær eftir eigin geðþótta. Hún vissi mæta vel hvað hann var að fara. Hann vildi friðmæl- ast við hana og hafa hana góða. — Þú átt víst hægt með að sættast við fólk, Alan, er ekki svo? — Það eiga víst allir. — Það fá nú ekki allir það, sem þeir óska. Hversu létt held- urðu að tilveran hafi verið hjá mér undanfarin ár? Hann svaraði með sinni inni- legustu rödd: — Mér þótti svo leitt að heyra um hana mömmu þína. — Þakka þér fyrir. Annars líð ur henni ekkert illa, hún er bara dálítið utan við sig, og það staf- ar ekki að öðru en áhyggjum. Áhyggjum af mér. Þú manst kannske, hvað ég sagði þér sein- ast þegar við hittumst? — Góða mín.... — Ég sagði þér, að ég væri með barni. Hann bandaði hendi. — Góða min, hvað gat ég svo sem gert? Ég var staurblankur. Hefði ég farið að láta málið til mín taka, hefði það bara gert illt verra. En þú virðist hafa klórað þig vel fram úr því, að minnsta kosti varð ekkert hneyksli úr því. Hvernig fórstu að því? Hann talaði eins og forvitin vinkona, og hún hugsaði: Hann er ekki manneskja! Hann hvorki elskar, hatar né reiðist, heldur verið gleymd og grafin. — Mér finnst hálfgert smekkleysi að vera að grafa hana upp aftur. Tveir eldrauðir blettir voru komnir í kinnar hennar og minntu hann á skaplyndi hennar eins og það var forðum daga. — Hún sagði: — Og það á væntanlega líka við hvað mig snertir? — Það á við alla. Allir hafa átt sínar gamanstundir og ég man ekki betur en við ættum það iíka. En þær verða ekki endur- teknar. Það vitum við bæði jafn vel. Við erum manneskjur með viti og þær vita alltaf, hvenær nóg er komið af því góða. Og til hvers ætti maður að vera með látalæti? Skeð er skeð, og engin ástæða til að fara að gera það að lætur allt danka, eins og honum sjálfum er þægilegast. Sama hvernig hann fer að því, og sama hvað aðrir kunna að verða að líða fyrir það. Hún svaraði, án þess að bregða svip: — Ég veit nú ekki, hversu vel ég klóraði mig fram úr því, eins og þú kallar það, en það tókst nú samt. Ein gift vinkona mín skaut yfir mig skjólshúsi. Hún átti ekkert barn og þau hjónin ættleiddu mitt. Þau eru nú flutt til Ástraliu, svo að ég fæ aldrei að sjá hann aftur. — Svo þetta virðist þá vera allt í frægasta lagi. Það var feg- inleikur í röddinni. Hvað gat verið heppilegra en að losna svona vel við barnið, og það alla leið til Ástralíu! Þetta stóð að vísu tæpt, en bjargaðist samt. Og hvers vegna þurfti Darsie að líta svona á hann? Þótt margt hefði breytzt, var skapið í henni ekki þar með talið. Um Ieið og hún leít á hann leiftrandi augum og sagði: „Ég gæti drepið þig fyrir þetta“, opn- aðist hurðin, og einhver gekk inn í herbergið. Það var góðleg kona á fertugs aldrí, en hún hrökk jafnskjótt til baka og lét aftur hurðina. Alan Field rak upp hlátur. — Þarna fór laglega! Þú ert meiri fautinn, Darsie! Frú Burkett hljóp upp stigann og inn í næsta herbergi við sitt, án þess að gefa sér tíma til að berja að dyrum. Jafnvel í miðj- um æsingnum gaf hún sér tíma til að taka eftir greinilegri fram- för í heilsufari sínu, því að þeg- ar hún kom hingað, hafði hún ekki komizt upp stigann nema með miklum erfiðismunum, auk heldur að hún gæti hlaupið eftir öllum ganginum og inn í herberg ið hennar frænku sinnar á svona mikilli ferð. Ungfrú Maud Silver leit upp úr prjónunum sínum, með undr- unarsvip. Hún hafði setið og not ið hafgolunnar inn um gluggann. Þetta hafði verið indælt sumar- frí og veslings Ethel frænka hennar var að komast til góðrar heilsu aftur. Verst, að hún skyldi þurfa að fara heim strax á morg- un, því að þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði fengizt til að fara að heiman án þess að hafa mann inn eða minnsta kosti eitt af börn unum með sér. Það var beinlínis dálítið afrek að hafa fengið hana til þess arna. En gamla konan truflaðist í þessum þægilegu hugs unum, þegar Ethel kom svona skeiðandi inn til hennar. Já, víst leit hún orðið vel út. Og öll sól- brún, en veðrið hafði nú líka ver- ið svo gott. En nú var hún bara svo miklum æsingi. — Hvað gengur að, góða mín? — 0, frænka, mér varð svo bilt við. — Maud Silver setti upp áhyggjusvip. — Seztu niður og segðu mér frá því. Hvað kom fyrir þig? Frú Burkett lét fallast niður í stól. — Það er nú líklega svo sem ekki neitt. En það var svo óvænt .... af ungfrú Anning, sem allt- af er svo stillt. Og svo kom ég inn í skrifstofuna til hennar — ég gleymdi víst að berja að dyr- um — en vitanlega datt mér ekki í hug, að neinn væri inni hjá henni. Ég ætlaði bara að rabba við hana svolitla stund. Hún er alltaf svo alminnileg .... og þar sem ég er nú að fara á morg- un.... Maud Silver tók fram í fyrir henni, stillilega en einbeitt: — Það var fallega gert af þér, væna mín, en þú ert alls ekki búin að segja mér, hvað það var, sem kom svona iíla við þig. Þú fórst inn til að finna ungfrú Ann ing, og þegar þú sást, að hún var ekki ein inni, þá.... — Ég segi víst ekkert skipu- lega frá þessu og þú ert hins vegar svo rökföst. Jæja, ég fór inn í skrifstofuna, til þess að gá að, hvort hún væri þar — og auðvitað hafði ég ekki hugmynd um, að neinn væri inni hjá henni, en þegar ég opnaði, stóð hún upp við skrifborðið og sagði það, sem kom mér svo á óvart, við ein- hvern fallegasta ungan mann, sem ég hef nokkurn tíma séð. Svei mér ef hann var það ekki, frænka! — Þú ert bara svo æst. Það er eins og þetta sé spennandi bíó- mynd. Ethel Burkett kinkaði kolli. — Það var einmitt það, sem það var, frænka. Og þegar mað- ur er í svona gistihúsi, býst mað- ur einmitt ekki við að ana beint inn í bíómynd. Maud Silver hummaði, sem átti víst að þýða samþykki. Hún sagði því næst þurrlega: — En ef þú færir nú að kom- ast að efninu og segðir mér, hvað hún sagði við manninn. — Jú, hann stóð þarna við arin hilluna og hún við skrifborðið, eins og ég var búin að segja þér. Hann virtist alveg rólegur, en ungfrú Anning .... ég ætlaði bara varla að þekkja hana. Hún var hvít eins og lak í framan og augun leiftruðu, og rétt um leið og ég rakst þarna inn, sagði hún. „Ég gæti drepið þig fyrir þetta!“ Og ekki nóg með það, heldur gat ég ekki annað heyrt en henni væri full alvara. Auð- vitað hrökklaðist ég samstundis út og lokaði á eftir mér, en hún hlýtur að hafa séð mig. Og það er svo ankannalegt fyrir mig, finnst þér ekki? Maud Silver var farin að prjóna aftur, krakkapeysu, sem var ætluð síðustu fjölskyldu- aukningunni hjá Jim, bróður Ethel Burkett. Eftir tíu ára hjónaband, hafði Dorothy kona hans loks glatt hann með erf- ingja, sem var sonur, og tveim árum síðar með lítilli dóttur. Nú var það þriðja á leiðinpi, og ham ingja þeirra hjónakornanna á há- marki og Maud Silver hugsaði sér að halda þetta hátiðlegt með fal.egustu peysunni, sem hún gæti prjónað. Nú brosti hún yf- ir rauða ullarbandið og sagði: — Fólk segir svo margt, ef það reiðist, og meinar sjaldnast neitt með því. Og ungfrú Annings er dálítið skapbráð. — Það hef ég aldrei orðið vör við. — Jú, en hún kann vel að stilla skap sitt. Við ættum ekki að fara neitt að geta okkur til um, hvað hefur komið henni úr jafnvægi í þetta sinn. Mjög fallegir menn hafa oft hina og þessa ógæfu á samvizkunni. Mér skilst ungfrú Anning hafi verið mjög falleg stúlka. — Var hún það? spurði frú Burkett í undrunartón. — Já, víst var hún það. Bless unin hún frú Field, sem er núna stödd í Klettabrún, hefur verið að segja mér frá henni. Þú manst, að ungfrú Anning kynnti okkur og síðan hef ég oft hitt hana niðri í fjöru og nokkrum sinnum hjálp að henni, þegar hún hefur verið í vandræðum með prjónana sína. Henni hættir svo til að fella lykkjur og ég hef verið að reyna að kenna henni, hvernig konur halda prjónunum á meginland- inu. Það útilokar næstum öU lykkjuföll, ef sú aðferð er höfð. Ethel Burkett hafði engan telj andi áhuga á prjónaskap frú Field. Hún sagði: — Og hún sagði þér frá ungfrú Anning. — Já. Field-hjónin voru vön að leigja hús hérna á hverju sumri. Maðurinn hennar var fræg ur listamaður, en nú er hann dá- inn fyrir nokkrum árum. Þau þekktu Anning-mæðgurnar vel, og hún var einmitt að tala um, ihvað Darsie hefði breytzt, hún sem var svo eldfjörug og falleg stúlka. Já, ég hef einmitt tekið eftir því, hvað það er algengt, að þær stúlkur, sem eru allra kát- astar þegar þær eru ungar geta orðið allra kvenna þunglyndast- ar o gstífastar þegar þær fara dálítið að eldast. Það lætur kannske skrítilega í eyrum, en svona er það nú samt. — Kanrfske þær hafi sleppt sér um of og ekki haft annað en raunir af því, sagði Ethel Burkett. ajtltvarpiö Fimmtudagur 30. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. -• 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,A frívaktinni4*, sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsdóttir). 12.55 ,,A ferð og flugi“: Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. fp.30 Samleikur á horn og píanó: Olav Klamand og Gísli Magnús- son leika hornkonsert í Es-dúr (K447) eftir Mozart. 20.50 Bróðir sér Arna og bókasafn hans; — erindi (Olafur Haukur Arnason skólastjóri). 21.20 Einsöngur: Heinrich Schlusnus syngur Schubertsöngva. 21.50 ..Sólúr og áttaviti“: Steingerð- ur Guðmundsdóttir leikkona les úr nýrri Ijóðabók eftir Kristján Röðuls. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; V. (Steindór Hjörleifsson leikari). 22.25 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í maí sl.: Sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Johan Svendsen (Sinfóníu- hljómsveitin í Björgvin leikur; Arvid Fladmoe stjórnar). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 1. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn ingjar“. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Sjóslysið við Langanes 27. sept. 1927; frásaga (Jónas St. Lúð- víksson). 21.05 Einleikur á píanó: Svjatoslav Richter leikur verk eftir Franz Liszt. 21.30 Utvarpssagan: „Vaðlaklerkur“ — eftir Steen Steensen Blicher, í þýðingu Gunnars skálds Gunn- 'arsson; IV. lestur og sögulok. — (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; VI. (Steindór Hjörleifsson leikari). 22.30 I léttum tón: Elsa Sigfús syng- ur innlend og erlend lög. 23.00 Dagskrárlok. Rýmingarsalan Stendur aðeins yfir til laugardags. Stórkostleg verðlækkun Allt á að seljast — Gerið nú góð kaup. Fata & sportvorubúðin Laugavegi 10 — Lestin er að nema staðar til f ara að fara út. Við skulum kynda f okkur. Einn biti handa þér og | til helminga. arf! taka brenni Það er vist viss- ] bál og svo matreiði ég handa j einn fyrir mig. Við skiptum öllu j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.