Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 1
20 síður 47. árgangur ^45. tbl. — Fimmtudagur 30. júní 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Flotamálaráðu- neytið skýrir rangt frá töku Northern Queen ! Báðir abilar vopnadir skambyssum um borð i togaranum SAMKVÆMT Reuters-fregn- Þór hefðu farið um borð í tog- um frá Lundúnum síðdegis íarann. Þeir hefðu verið með gær, hafði brezka flotamála- ráðuneytið þá fyrr um daginn lýst yfir pví, að menn úr ís- lenzku Landhelgisgæzlunni, sem fóru um borð í togarann „Northern Queen“, hefðu beint skammbyssum að skip- stjóra og loftskeytamanni tog- arans. Ennfremur sagði tals- maðurinn, að samkomulag hefði að lokum náðst um að lið Landhelgisgæzlunnar yfir- gæfi hinn brezka togara. RANGAR UPPLÝSINGAR Mbl. bar þesei atriði undir Gunnar Bergsteinsson, sem gegn- ir störfum forstjóra Landhelgis- gæzlunnar í fjarveru Péturs Sig- urðssonar, og leitaði jafnframt nánari upplýsinga hjá -honum um málið. Hafði Gunnar þá fengið ítar- legri frásögn bjá undirmönnum sinum af tilraun „í>órs“ til að færa lögbrjótinn til hafnar — og kvað bæði þessi atriði í ummæl- um flotamálaráðuneytisins vera röng. BYSSU EKKI MIÐAÐ A NEINN Skýrði Gunnar Bergsteins- son svo frá, að sjö menn af skammbyssur og tveir þeirra auk þess merkjabyssur. Byss- unum hefði hvorki verið beint að skipstjóra, sem hafði læst sig inni í íbúð sinni, né loft- skeytamanni togarans. Hins vegar hefði einn varðskipsmannanna tekið skammbyssu úr belti sínu — án þess að miða á nokk- urn mann —- þegar togara- menn höfðu tregðazt við að færa sig til á þilfarinu. Sjóliðarnir frá herskipinu „Duncan“ voru alls 18 um borð í togaranum, sagði Gunn ar ennfremur — þar af 5 með skammbyssur en hinir með kylfur. EKKERT SAMKOMULAG — HELDUR HÖRÐ MÓTMÆLI í sambandi við þau ummæli talsmanns flotamálaráðuneytis- ins, að varðskipið hefði að lokum fallizt á að draga sig í hlé, sagði Gunnar Bergsteinsson, að skip- herrann á „Þór“ hefði einmitt mótmælt aðgerðum herskipsins harðlega, eins og tekið var fram í fréttatilkynningu Landhelgis- Framh. á bls 2. : Reyksúluna leggur upp af skólahúsinu að Eiðum, sem brann i gær. Til hægri sést í gafl íþrótta- hússins. — Sjá frétt á blaðsíðu 19. berasí aö for- ráðamönnum S. I. S. Enn nýr þáttur olíumálsins að koma ■ Ijos MBL. er kunnugt um, að böndin eru nú mjög tekin að berast að forráðamönnum Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í sambandi við rannsókn olíumálsins. Munu nú liggja fyrir gögn u m það, að á annað hundrað þúsund dollarar af tekjum, sem Olíu- félagið h.f. hefur haft vegná Kínverjar gera herhlaup inn f smáríkið Nepal Viðurkenna að uppreisnarástand riki i Tibet Katmandu, 29. júní. (Reuter) TVÖ þúsund manna kín- verskur herflokkur réðist sl. sunnudag frá Tíbet inn yfir landamæri smáríkisins Nepal. Þegar nepalskir landamæra- verðir snerust gegn þeim til að benda þeim á að þeir færu með ólögum og mótmæla þessum aðgerðum, skutu Kín- verjar nepalskan liðsforingja til bana og handtóku 16 landa- mæraverði og tóku nokkra hesta þeirra herfangi. Mótmæli Ríkisstjórn Nepals hefur ákveð ið ao senda kínversku stjórninni harðorð mótmæli vegna þessa brots gegn sjálfstæði og landa- mærum smáríkisins. Segir tals- maður nepölsku stjórnarinnar, að ástandið parna sé mjög alvar- legt. Óttast Nepalar, að Kínverj- ar ætli að innlima hluta Nepals með valdi i Kínaveldi. Kínverska stjórnin hefur við- urkennt, að hersveitir hennar hafi farið inn á hlutlaust svæði á landamærum Tíbets og Nepals til að elta uppi tíbetska skæru- liða. Segja Kínverjar að herliðið verði aftur dregið til baka, þegar skæruiiðaflokkarnir hafa verið sigraðir. Þessi yfirlýsing Kín- verja er talin fyrsta viðurkenn- ing þeirra á því að mikil og hörð uppreisn er nú í Tibet Herbúnaður á hlutlausu svæði Átök þessi urðu í Mustang- héraðinu, sem er ógreiðfærasta og afskekktasta byggða svæðið í Nepal. Fyrir skömmu gerðu Kínverjar og Nepalstjórn samn- ing um að á landamærum Nepals og Tíbets skyldi vera 12mílna breitt hlut.laust og vopnlaust svæði og skyidi báðum aðiljum bannað að flytja herlið þangað. Af síðustu fregnum frá Nepal er það ljóst, að kínverskir komm- únistar hafa nú svikið þennan samning. Gexðist það á sunnu- dagsmorgumnn, að eftirlitshópur nepalskra iandamæravarða fór til könnunar inn á hlutlausa svæðið. Komu þeir þá að 2000 manna kínversku liði, aðeins 700 metra frá nepölsku landamærun- um og þannig langt inni á hlut- lausa svæðinu. Kínverska her- liðið hafði búið vel um sig í virkjum og skctgröfum og virtist hafa verið þarna lengi. Framh. á bls. 2. leigu á olíugeymum í Hval- firði, hafi verið færðir yfir til Sambandsins, sem notaði þá á ólöglegan hátt, m. a. til innflutnings á bifreiðum. OIíu geymar þessir hafa undan- farin ár verið leigðir varnar- liðinu og Olíufélagið fengið leiguna greidda í dollurum. Með vitneskjunni um þetta bætist nýr þáttur við olíu- málið, sem áður var þó orðið ærið víðtækt. Fyrrgreind dollaraupphæð svarar a. m. k. til fjögra milljóna ísl. króna. Mbl. leitaði í gærkvöldi staðfestingar á þessari frá- sögn hjá Guðmundi Ingva Sig urðssyni, sem er eins og kunn ugt er annar af tveimur rann sóknardómurum olíumálsins. Taldi hann ekki tímabært að birta frekari fréttir af rann- sókn málsins á þessu stigi, en vildi hvorki staðfesta né neita frásögn blaðsins. Blaðinu er kunnugt um að miklar yfirheyrslur hafa stað ið yfir undanfarið í olíumál- inu. M. a. hafa komið fyrir rétt aðalforstjóri SÍS og for- stjóri véladeildar, sem ann- ast bifreiðainnflutning. Nýtt gervilungl LOS ANGELES 29. júní. (NTB) Bandaríkjamenn skutu enn einu gervitungli á loft í kvöld. Það var tólfta gervitunglið af svo nefndri Discover tegund. Því var skotið upp frá Vandenberg-bæki stöð á Kyrrahafsströnd og beint í suðurátt. Gervitunglið mun svífa í sporbaug yfir bæði heim- skaut jarðar. Innan skamms verður gerð tilraun til að láta vélahylki úr tunglinu falla til jarðar í fallhlíf. Frelsishátíð í Kongo LEOPOLDVILLE í Kongó, 29. júní — (Reuter) — Það er uppi fótur og fit í Leopoldville, sem verður á morgun höfuðborg hins nýja og sjálfstæða svertingja- ríkis Kongós. Drífur mikinn mannfjölda að til að vera við- staddir hátíðahöldin á morgun. Þangað eru komnir gestir frá fjölda landa um ailan heim. í dag kom Baldvin Belgíukon- ungur til borgarinnar, en Eysk- ens forsætisráðherra og de Wigny utanríkisráðherra, sem komnir voru áður til Kongós, undirrituðu í dag vináttu- og samstarfssamning Belgíu og Kongós. Fyrir hönd Kongós und- irritaði samninginn Lumumba forsætisráð'ierra. Það er efni samningsins, að belgískt herlið skuli enn vera um sinn í Kongó, að Belgíumenn aðstoði við fram- kvæmd utanríkismála og að Belgía veiti hinu nýstofnaða ríki fjárhags- og tækniaðstoð. Hið formiega valdaframsal fer fram um bádegisleytið á morg- un. Eftir pað fer fram hersýning og efnt verður til mikillar skrúð- göngu um aðalgötur Leopoldville.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.