Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1960 Krónprins kúluvarp- aranna Dallas Long Hverjir þrír af hinum stóru verða fulltrúar Bandaríkjanna á Olympíuleikjunum FÁIR eru þeir íþróttamenn, sem vakið hafa jafnóskerta athygli alls íþróttaheimsins og bandarísku kúluvarpararn- ir Parry O’Brien, Dave Davis, Bill Nieder og Dallas Long. — Allir hafa þessir menn varpað kúlunni lengra en var álitið fyrir rúmum tug ára að væri mennskum manni fært. ★ ★■A Heimsmet í 14 ár Árið 1934, setti náungi frá Lousiana, beljaki að nafni Jack Torrance, íþróttaheiminn á ann- ann endann, er það vitnaðist, að hann hafði varpað kúlunni 17,37 metra, sem var 1,20 metrum lengra en nokkur annar hafði varpað. Og menn sögðu að þetta vseri áreiðanlega það lengsta sem mannlegur kraftur gæti þeytt hinni þungu kúlu. í fjórtán ár trúðu menn því að þetta væri, staðreynd, — en þá byrjaði meta- skriðan, sem breytt hefir öllum lögmálum um mannlega getu í þessari íþróttagrein krafta og vöðvá. — Árið 1948 varpaði Char- lie Fonville 17,68 m og 1950 varp- aði Jim Fuchs 17,98 m. ★★★ Þáttur O’Brien Síðan kom Parry O’Brien með hinn nýja stíl, sem umturnaði öllum fyrri aðferðum við kúlu- varp. Og 1953 varpaði hann fyrst ur manna yfir 18 metra eða 18.05 metra og ári síðar jafnaði hcum kúluvarps árangur við það að hlaupa míluna undir 4. mínútum, sem einnig var fyrir nokkrum árum talið ofraun mennskum manni. Með kasti sínu braut Parry O’Brien fyrstur manna 60 feta múrinn og varpaði kúlunni 60 fet og 10 þumlunga, eða 18.54 metra. Hinn óviðjafnanlegi Parry hafði með kunnáttu og skynsemi tekist að sameina hraða og styrk- leika innan kasthringsins. Hann sneri bakinu í markið, og þegar hann tók atrennuna í hringnum var hann líkur sverum stálvír er vafðist upp. Og enn bætti hann metin. Hann v^rpaði 18.59 m 18,90 og að lokum 19.21 m. sem er hið viðurkennda heimsmet í dag. ★★★ 20 metra markið Yfir þrjár helgar, komu enn fram á sjónarsviðið menn, sem breyttu hugum manna svo að 20 Krónprins kúluvarpsins er Dallas Long og sýna myndirn- ar hinn frábæra kaststíl hans. Efsta myndin sýnir að hann beygir sig vel niður til þess að ná búknum undir kúluna. Hann sveiflar vinstri fætinum aftur á bak, um leið og hann byrjar að hoppa aftur á bak á hægri fæti. Þar næst byrjar hann á snúningnum með hægri fæti. Snúningurinn verð ur mestur um leið og hann sleppir kúlunni og um leið skiptir hann snögglega um fót, ’ frá vinstri yfir á hægri. metra varp virðist í dag langt frá að vera ofraun fyrir vel þjálf- aðan kúluvarpara. — Fyrstur kom fram á sjónarsviðið Bill Nieder, 240 punda Kansasbúi. 20. marz sl. sendi hann heimsmet Parry O’Brien veg allrar verald- ar, er hann kastaði 19.46 metra. Viku seinna komu enn tveir ný- ir undramenn í kúluvarpi fram. Þeir eru báðir í sama þyngdar- flokki eða 260 pund og báðir eru Suður-Kaliforníubúar, Dave Da- vis og Dallas L-ong. Þeir voru keppendur í sama móti. „Sjáðu hvernig hún flýgur” hrópaði áhorfandi, er Davis hratt : ■»: hinu viku gamla heimsmeti Nied- er með 19.47 metra varpi. „Sjáðu hvernig hún flýgur” hrópaði sami áhorfandinn stuttu seinna. Long hafði enn bætt heimsmetið með 19.67 m varpi. Menn voru ekki farnir að átta sig fyllilega á þessum nýju undra mönnum og hinum næstum því ótrúlega árangri þeirra, er Bill Nieder er staddur var í, Texas 2. apríl sl. fékk lánaða kúlu á íþróttamóti og varpaði henni 19,99 metra, sem er það lengsta varp sem náðst hefir í kúluvarpi þegar þetta er skrifað. ictrk Hver verður fyrstur? í dag eru það aðallega tvær spurningar sem menn velta fyrir sér. Hverjir þrír af hinum fjóru stóru koma til með að keppa fyr- ir Bandaríkin á Olympíuleikun- um í Róm? og „Hver af hinum fjóru stóru verður fyrstur til að kasta yfir 20 metra? Margir eru þeirrar skoðunar að Dallas Long verðj maðurinn sem fyrstur kastar yfir 20 metra og verði sá er nær beztum árangri í kúluvarpi af hinum fjóru stóru í dag. Menn draga þessa ályktun vegna þess að Dallas Long er yngstur af þessurn kraftakörlum, hann er hærri en þeir og jafn- framt sterkastur af þeim, en allir telja þeir lyftingar frumskilyrði kúluvarpsins og æfa þær því mikið. O’Brien er 28 ára, Davis 22 ára og núverandi heimsmet- hafinn Nieder er 26 ára. Eftir að Nieder setti heimsmetið 19.99 m, setti hann markið upp í 20.12 eða 20.42 metra, en það er álit Nied- ers að Dallas Long nái enn betri árangrj áður en han hefir sagt sitt síðasta. Flestir eru á því að Parry O’Brien verði sá sem heima situr, er Olympíuferðin verð- ur farin, en menn hafa jafn- framt þá staðreynd í huga að það var hann, sem ruddi veg- inn út á hina nýju braut. Og enginn efast um hina miklu keppnishörku sem hann hef- ir. En báðum þessum spurn- ingum verður ef til vill svar- að um helgina 2. og 3. júlí n.k., en þá fer fram úrtökoimótið fyrir Olympiuleikana í Stan- ford í Kaliforníu, að minnsta kosti sker það mót úr um hverjir þrír verða fulltrúar Bandaríkjanna í kúluvarpi á Olympíuleikunum í Róm, og jafnframt líklegastir til að færa landi sinu gull, silfur og bronsverðlaunin frá sömu íþráttagreininni. — Á. Á. SuÖ-Vestur land og Red Boys leika á Laugar- dalsvellinum i kvöld Unglingaineislaramót íslands UN GLIN G AMEISTAR AMÓT íslands í frjálsíþróttum fór fram á Akureyri um sel. helgi. Veður var fremur kalt og hvasst fyrri keppnisdag og dró það úr árangri keppenda, hinsvegar var gott keppnisveður seinni daginn. Ár- angur í 200 og 400 m hlaupun- um er mjög góður, og mikils má vænta af tríóinu, Agnari, Edvard og Helga í millivegalendunum. Árangur í köstunum, að undan- skildu kúluvarpi Arthurs, var óvenju slakur. Keppni var einna jöfnust og tvísýnust í stangar- stökkinu, þar sem 3 náðu sömu hæð, þó var Páll greinilega bezt yfir. Kári er aðeins 16 ára og er eitthvert mesta efni, sem fram hefur komið hérlendis í stangar- stökki. Ingólfur er fjölhæfur stökkvari, sem þó mun sennilega ná lengst í 110 m grind. Kepp- endur voru fremur fáir að þessu sinni. Mótsstjóri var Haraldur Sigurðsson. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m hlaup Sek. Gretar Þorsteinsson, Á, 11,9 Úlfar Teitsson, KR, 12,2 Steindór Guðjónsson, IR, 12,9 200 m hlaup Sek. Gretar Þorsteinsson, A, 22,8 Úlfar Teitsson, KR, 22,9 Steindór Guðjónsson, ÍR, 24,7 800 m hlaup Mín. Helgi Hólm, IR, 2.05,8 Edvard Sigurgeirsson, ÍBA, 2.08,1 Agnar Levi, KR, 2.12,1 Agnar hafði hlaupið 3000 m skömmu aður. Handknatt- leiksmót Islands ISLANDSMÓTIÐ í úti-hand- knattleik kvenna og karla verður að þessu sinni haldið sameigin- lega og fer fram á iþróttasvæði Ármans í Revkjavík dagana 22. til 31. júlí nk. Einnig er fyrirhugað að halda íslandsmót fyrir 2. flokk kvenna á sama tíma, ef næg þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar þurfa að vera komnar til Gunnars Jóns sonar, Bergþórugötu 9, Reykja- vik, fyrir 15. júli nk. 3000 m hlaup Mín. Agnar Leví, KR, 10.00,0 Friðrik Friðriksson, IR, 10.13,9 400 m grindahl. Mín. Gylfi Gunnarsson, KR, 62,1 Eyjólfur Magnússon, Á, 67,5 Þorvarður Björnsson, KR, 70,2 Gylfi hljóp einn í riðli. 1000 m boðhlaup Mín. Sveit KR 2.10,4 Sveit ÍR 2.14,0 Langstökk — M Þorvaldur Jónasson, KR, 6,60 Últfar Teitsson, KR, 6,41 Magnús Ólafsson, ÍR, 6,28 Stangarstökk M Páll Eiríksson, FH, 3,30 Kári Árnason, ÍBA, 3,30 Ingólfur Hermannsson, ÍBA, 3,30 Kúluvarp M Arthur Ólafsson, UMSK, 13,45 Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 10,51 Úlfar Teitsson, KR, 10,30 Spjótkast M Sigmundur Hermannss., ÍR, 46,68 Arthur Ólaísson, UMSK, 46,25 Birgir Hermannsson, ÍBA, 45,83 400 m hlaup Sek. Gretar Þorsteinsson, A, 52,2 Gylfi Gunnarsson, KR, 52,5 Eyjólfur Magnússon, Á, 57,5 1500 m hlaup Mín. Agnar Leví, KR, 4.25,4 Edvard Sigurgeirsson, ÍBA, 4.30,9 Helgi Hólm, IR, 4.33,0 110 m grindahl. Sek. Ingólfur Hermannsson, ÍBA, 16,8 Jón Ö. Þortnóðsson, ÍR, 20,2 Tími Ingólfs er ágætur, því að hlaupið var móti vindi. 4x100 m boðhlaup Sek. Sveit KR 46,6 A-sveit ÍR 47,1 B-sveit ÍR 51,7 Hástökk M Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,80 Ingólfur Hermannsson, ÍBA, 1,76 Viðar Danielsson, UMSE, 1,65 Veður var allhvasst og varð því að styðja við rána. Þrístökk M Þorvaldur Jónasson, KR, 13,65 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 13,63 Ingólfur Hermannsson, ÍBA, 12,90 Kringlukast M Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 34,60 Arthur Ólafsson, UMSK, 33,80 Páll Eiríksson, FH, 28,69 Sleggjukast M Arthur Ólafsson, UMSK, 32,15 Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 31,50 Finnur Karisson, KR, 30,41 — Maenús. L U X EM B O R GAR knatt- spyrnuliðið Red Boys leikur i kvöld síðasta leikinn hér í Reykjavík og mætir þá úrvali r nefnist Suð-Vesturland. — Leikurinn fer fram á Laugar dalsvellinum og hefst kl. 20,30. Lahdsliðsnefnd hefur valið liðið og er þannig skipað: [(Talið frá markmanni): Helgi iDaníelsson, Akranesi, Krist- lnn Gunnlaugsson, Akranesi, Hörður Felixsson, KR, Sveinn Teitsson, Akranesi, Rúnar Guðmannsson, Fram, Helgi Jónsson, KR, Öm Steinsen, ÍKR, Þórólfur Beck, KR, Berg piteinn Magnússon, Val, Ellert techram, KR, og Guðjón Jóns- IjjSon, Fram. Varamenn: Heim- Ir Guðjónsson, KR, Hreiðar Ársælsson, KR, Ormar Skeggjason, Val, Sveinn Jóns son, KR og Gunnar Guð- mannsson, KR. Frjáls- íþróttamót f. R. FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÍR fer fram á Laugardalsvellinum dag- ana 4. og 5. júlí n.k. Keppt verð- ur í eftirtöldum greinum: FYRRI DAGUR: 400 m.. grinda hlaup, 200 m. hlaup, 800 m. hlaup A-flokkur, þeir sem náð hafa 2:05,0 mín. eða betra, 800 m. B-flokkur, þeir sem náð hafa 2:05,1 eða lakara, 300 m. hlaup, 100 m. hlaup sveina (16 ára og yngri) 4x100 m. boðhlaup, þrí- stökk, stangarstökk, kringlukast og spjótkast. SÍÐARI DAGUR: 110 m. grinda hlaup, 100 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m. hlaup drengja (18 ára og yngri) 100 m. hlaup kvenna, 1000 m. boðhlaup, 200 m. hlaup sveina hástökk, langstökk, kúluvarp og sleggjukast. Þátttökutilkynning- ar þurfa að berast í síðasta lagi 30. júní og sendist til Baldurs Jónssonar, Melavellinum, sími 14608. 3 ný heims- met SUNDMÓTINU í Los Ang- eles sem getið var um hér á síðunni í gær lauk á mánu- daginn og voru þá sett 3 ný heimsmet til viðbótar þeim tveim sem við skýrðum frá í gær. Lance Larson nemandi við Suður Kaliforniu háskólann setti nýtt heimsmet í 100 m flugsundi 59.0 sek. Gamla metið átti T. Ishimota 1.00.1, en þeim tíma náði hann í fyrra. Chuck Bittick, sem einnig er nemandi við Suður-Kali- forníu háskólann setti nýtt heimsmet í 200 m baksundi 2.17.6 mín., en gamla metið átti Frank McKinney 2.17.8 min Þriðja heimsmetið setti Lynn Burke í 100 m bak- sundi kvenna 1.11.2 mín., en gamla metið átti Carin Cone 1.11.4 min.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.