Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. júní 1960 MORCV1SBLAÐ1Ð 3 Á hestbaki að Tröllafossi OHOHO, sagði sá fyrsti, sem steig af baki, og nuddaði botninn. Hann og félagar hans, sem á eftir komu, eru vanari að þeysa um jafnari undirstöðu en hlíðar Mos- fellsins og hafa mýkra sæti en íslenzka hestinn. Reiðmenn- irnir, sem komu í hlaðið á Hrísbrú í Mosfellssveit um miðjan dag á sunnudag, voru fjórir norskir flugmenn, sem staddir voru á Islandi og gerðu pað sér til gamans að stíga á bak hinum fótfimu ís- lenzku hestum. Marga aðra, íslendinga jafnt sem útlendinga, langar vafa- laust stundum til ftð fara að dæmi þeirra. En hingað til hef ur verið erfitt um vik fyrir þá, sem ekki eiga hestaeig- endur að kunningjum. Nú í sumar ætlar Ólafur, sonur Ingimundar Ásmundssonar, bónda á Hrísbrú, að gefa fólki kost á að fara með í stuttan reiðtúr og leigja til þess heimilishestana. Í því tilefni skruppu tveir af blaðamönnum Mbl. upp eftir til hans á sunnudaginn og riðu þá leið, sem þeir feðg- arnir á Hrísbrú reikna með að flestir vilji fara, auk þess sem þar er fríður fyrir bílaum- ferð og ieioin hæfilega löng fyrir óvana — tekur tæpa 4 tima. Hve margir Reykvíkingar þekkja Tröllafoss? Ekki skip- ið, sem öðru hverju má sjá hér í höíninni, heldur háa, fallega fossinn í Leirvogsá, sem fellur í hrikalegu kletta- gijúfri nérna rétt innan við Esjuna. Hann .er vissulega þess virði að skoða hann, enda hægt að aka langleiðina þang- að á skimmri stundu, þegar vegir eru þurrir. , í slóð Egils Blaðamönnum Mbl. gafst þó kostur á að fara þangað á þægilegum hestum frá Hrís- brú í fylgd með Ingimundi bónda og börnum hans, Ólafi og Ólöfu. Leiðin lá fyrst austur Mos- fellsdalinn, meðfram Þing- vallaveg'num, inn fyrir Minna-Mosfell og síðan er beygt upp á hálsinn með Kýr- gilinu, þar sem silfur Egils Skallagrimssonar getur allt eins enn legið falið. Þegar saga Egils var rituð gizkuðu Ferðafólkið í hvamminum við fossinn. Farið yfir Leirvogsána ofan við fossinn. Hann er fallegri vestan megin frá. menn á þrjá felustaði, Kýr- gilið, fen neðan við bæinn Mosfell og jarðholur hinum megin í dalnum. Egill eigraði bara um austan við túnið á Mosfelli morguninn eftir að hann faldi silfur sitt, blindur og örvasa, með hestinn í taumi, og enginn vissi hvert hann hafði farið. Blaðamenn Mbl. voru þó ekki í svo mik- illi fjárþröng á sunnudaginn, að þeir færu að leita silfurs Egils. Fallegur foss í hrikalegu gljúfri Bærinn Skeggjastaðir stend ur svolítið neðar við Leirvogs ána en fossinn og fram hjá honum er farið upp með ánni. Fossinn er ákaflega fallegur og hár, þó ekki sé hann vatns- mikill, og vestan megin við hann er stór grashvammur, eins og til þess gerður að æja þar. Þegar kemur fram á sum- ar er vafalaust hægt að liggja þar í berjum meðan hestarnir gripa niður. Til þess að fara ekki sömu leið til baka frá fossinum má halda vestur með Esjunni hjá Hrafnhólum. Milli Mosfells- ins og Esjunnar blasa þá við sundin og sums staðar frá sést Reykjavík. Hlýtur þar að vera yndislegt útsýni í fallegu veðri, en a sunnudag var auð- vitað rigning, eins og alla aðra daga undanfarnar vikur. Síð- an er beygt fyrir endann á Mpsfelli, bg farið nálægt fjall- inu éða lengra niður frá eftir því sem timi er til. Ólafur Ingimundarson kvaðst cetla að leigja hestana til að byrja með um helgar og á miðvikudagskvöldum, en þá eru þægilegar áætlunar- ferðir upp í Mosfellsdalinn eftir vinnutíma og til baka um miðnætti. Og aðspurður um verð, sagði hann að svona ferð, eins og hér hefur verið lýst, kostaði 130 kr. á mann. Blaðamenn Mbl. höfðu gam- an af ferðinni og ekki bar á því að þeir þyrftu að standa við ritvélarnar á mánudaginn. ■fur Inglmundarson, bóndi á Hrísbrú, svifaði sér öðru hverju frá á lciðinni, til að huga íð kindutn. STAKSIEIIVAR Sinfóníuhljómsveit íslands fer út á land TÓNLEIKAFERÐIR Sinfóníu- hljómsveitar Islands um byggðir landsins eru orðnar mjög mikill og merkur þáttur í starfi hljóni- sveitarinnar. Á fjórum árum hafa verið haldnir tónleikar á ekki færri en 35 stöðum á landinu, víða oftar en einu sinni. Mót- tökur hafa hvarvetna verið svo sem bezt varð á kosið og aðsókn að tónleikunum mikil og vaxandi. Nú á næstunni eru ráðgerðar ferð ir til Akureyrar, Vestmannaeyja og Vestfjarða. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar í þessum ferðum verður dr. Václav Smetácek, stjórnandi borgarhljómsveitarjnn ar í Prag, en hann hefir sem kunn 1 ugt er starfað hér síðan um miðj- an apríl sl. við mikinn orðstír. Akureyri — Vestmannaeyjar Til Akureyrar og Vestmanna- eyja verður farið á einum degi. Leggur hlj ómsveitin af stað flug- leiðis til Akureyrar um hádegis- bil nk. sunnudag, 3. júlí, og held- ur tónleika í Akureyrarkirkju síðdegis. Síðan verður flogið til V estmannaeyj a og tónleikar haldnir þar um kvöldið, en flogið til Reyk;avíkur um nóttina. I þessari för verða milli 40 og 50 hljóðfæraleikarar. Einleikari á Akureyrar-tónleik unum verður Björn Ólafsson, Framh. á Dls. 19 Var Einar í Búkarest? Morgunblaðið spurðist fyrir unA það í fyrradag, hvort Einar Ot- geirsson, leiðtogi kommúnista imindi hafa verið á fundi komm- únistaflokkanna, sem nýlega var haldinn í Búkarest. Þjóðviljinn ■ gær forðast eins og heitann eld- inn að minnast á ferðir Einars. Má ætla, að af því beri að draga þá ályktun, að Einar hafi ein- mitt verið á þessum fundi. Eins og kunnugt er telja frétta- menn, að ákvörðunin um að eyði leggja afvopnunarráðstefnuna, hafi verið tekin á þessum fundi kommúnista í Búkarest. Mun þvi verða erfitt fyrir Þjóðviljann að hliðra sér hjá að svara eftirfar- andi spurningum: 1) Var Einar Olgeirsson á fundi kommúnistafiokkanna í Búkarest? 2) Ef svo var, greiddi Einar Olgeirsson þá atkvæði með því að splundra afvopnunarráðstefn- unni og koma í veg fyrir að nokkurt samkomulag næðist í al- þjóðamálum? Við sama heygarðshornið í leiðara í Þjóðviljanum í gær segir svo: „Fregnir sem birzt hafa um linlega framgöngu landhelgis- gæzlunnar íslenzku gagnvart brezkum togurum í landhelgi, hafa vakið undrun manna og ó- ánægju. Ekki er óeðlilegt að fólk setji þær fregnir í samhengi við tilhneigingu núverandi stjórnar- flokka til að makka um land- helgina við árásarríVI Bretland, tilhneigingu, sem líklegt er að valdið hefði íslenzkum hagsmun- um stórtjóni, ef þeir hefðu þorað að vinna hinum „vestrænu“ vin- um sínum en óvinum íslenzkra landsréttinda það sem þeir helzt vildu“. Seinheppnir Þjóðviljamenn voru að þessu sinni heldur seinheppnir því að í þann mund sem ritstjórinn var að skrifa ritstjórnargreinina, þá var íslenzkt varðskip að kljást við brezkan togara. En blaðið heldur áfram: „Menn eins og Bjarni Bene- diktsson, Guðmundur í. Guð- mundsson og Ólafur Thors virð- ast alltaf hafa hliðsjón af þess- ari ,vestræn<u“ undirlægjuaf- stöðu; fyrir þeim er Atlantshafs- bandalagið, hernaðarbandalag ís- lands við Bandaríkin og Bret- land svo margfaldlega meira virði heldur en ísland“. Enn sem fyrr leggja kommún- istar megináherzlu á að tengja landhelgismálið við baráttu sína gegn Atlantshafsbandalaginu og harma það sérstaklega, að Iand- helgisgæzlan skyldi ekki leggja til atlögu við togara, áður en hún var örugg um að geta sannað sekt þeirra. Slíka töku hefðu kommúnistar talið æskilegasta. SÍS borgi Tímann í Alþýðublaðinu í gær segir svo: „Það gerðist á síðasta aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, að <upp reis kaupfélagsstjóri utan af landi Pétur Thorsteins- son á Bíldudal, og bar fram til- lögu um það, að stofnaður yrði sjóður á vegum SÍS til þess að styrkja það dagblað, er einarðleg ast berðist fyrir málstað sam- vinnuhreyfingarinnar. Skyldi á- kveðinn hluti af tekjum SÍS ár- lega renna í sjóð þennan“. Tillaga Péturs mun ekki hafa verið samþykkt, enda talið óþarft að stofna sérstakan sjóð hjá SÍS til þess að styrkja Tímann, því að hingað til hafa styrkveitingar úr sjóðum samvinnufélaganna til þessa dagblaðs gengið ágætlega án þess að sérstakri stofnun væri komið á fót til slíkrar milligöngu. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.