Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. júní 1960 MORCU1VBLAÐIÐ 9 Málverkasýning Gísla Sigurðssonar í Mokkakaffi hefur nú ver- ið opin í viku og verður opin í tvær vikur til viðbótar. Gísli er sem kunnugt er ritstjóri Vikunnar að aðalstarfi og segir raunar, að það starf taki svo mikinn tíma, að listin verði að sitja á hak- anum. Þessvegna eru myndirnar ekki allar nýjar, en glöggt má sjá, að allmikil breyting hefur orðið á stílnum. Gísli málar ekki abstrakt í stífustu merkingu þess orðs, en hinsvegar eru mótívin talsvert stílfærð og þó einkum í nýrri myndunum. Stillinn á þeim er sérkennilegur og sker sig nokkuð frá öðru, sem hér hefur sézt a fsvipuðu tagi. Gísli er Árnesingur, nánar tiltekið frá IJthlíð í Biskupstungum. Hann nam mynlist í Handíða- og myndlistarskólanum. Halldór Minningarorð AÐ velli er nú hniginn merkur og mætur maður, Halldór Skapta son ,fyrrum símstöðvarstjóri og siðar aðalbókari £ skrifstofu Landssímans í Rvík, meðan fjör entist. — Fullu skírnarnafni hét hann Tryggvi Halldór. Hann var fæddur á Akureyri 20. okt. 1880. Voru foreldrar hans, Skapti Jós- efsson, þá ritstjóri þar og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir prests á Hálsi Pálssonar. Halldór fluttist með foreldrum sínum 1890 til Seyðisfjarðar, þar sem faðir hans gaf út blaðið „Austra“ og var ritstjóri þess til dauðadags, en áður hafði hinn þjóðkunni athafnamaður Otto Wathne gefið blaðið út á sinn kostnað, enda stofnandi þess. Fluttist Skapti að hans áeggjan til Seyðisjarðar til þess, að taka við útgáfu og ritstjórn „Austra“. Að Skapta látnum, varð Þor- steinn sonur hans ritsstj. blaðsins meðan ævin entist. Þegar síminn var lagður til Isl'ands 1906, var Halldór einn þeirra, fjögra, er sendir voru utan til þess að læra símritun, og voru þeir fyrstu íslenzku sím- ritararnir. Halldór lifði þeirra lengst, hinir fallnir fró fyrir löngu. Halldór varð simritari á Seyðis- Skaptason íirði 1906, og átti þar um skeið sæti í niðurjöfnunarnefnd. Hann kvæntist 1912, nú eftirlifandi mætri konu sinni, Hedvig, dóttur Friðriks Wathne kaupm. á Seyð- isfirði. Hinn 5. maí 1912, var Halldór skipaður símstöðvarstjóri á Akur eyri. Gegndi hann því starfi til 1924, þá varð hann bókari í aðal- skrifstofu Landssímans í Reykja- vík, og síðar aðalbókari meðan fjör entist. Ég hefi nú í fáum dráttum stiklað ó helztu æviatriðum vin- ar míns Halldórs Skaptasonar. En ég get ekki skilizt og við þetta spjall, að ég minnist ekki á æsku- heimili hans á Seyðisfirði. Otto heitinn Wathne vissi hvað hann var að gera, þegar hann fékk Skapta Jóefsson til þess að taka að sér útgáfu og ritstjórn „Austra". Kynni m-ín af þessu fólki voru þau, að þar brann ávalt á arni eldur hiklausrar trúar á frelsi og sjálfstæði íslands. Þar mátti aldrei slaka á klónni. Og mér fannst að það væri engu líkara en að Halldór hefði drukkið í sig þessa ákvörðun með móður- mjólkinni. Halldór gekk ekki heill til skóg ar siðustu árin og banalegan varð honum erfið. Hann andaðist 25. þ. m. og verður útför hans gerð í dag. Þau hjónin eignuðust 2 mannvænleg börn, bæði gift í Rvík Drottins blessun sé með þér, og þínum öllum, sem hér eftir Sigurður ölason Hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson HcraSsdómsIögmaður Málflulningsskrifstofa Austurstræti 14. Síuii 1-55-35 Hörður Ólafsson og domtúlkur í ensku. lögfræðiskrifstofa, skj alaþýðandi Austurstræti 14. Simi 10332, heima 35673. Sve/nn Bjarnason á Akureyri - minning SVEINN Bjarnason, fyrrv. fram færslufulltrúi, andaðist á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 15 þ.m. Banamein hans var hjartabilun. Sveinn var húnvetnskrar ætt ar, fæddur að Illugastöðum í Laxárdal þann 17. maí 1885, en faðir hans bjó þar búi sínu. Kórnungur missti Sveinn föður sinn, og ólst eftir það að mestu upp hjá vandalausum, var í mörg ár hjá Guðmundi Frímann Björnssyni, bónda í Hvammi í Langadal. Sveinn var einn 16 systkina. Snemma hefir hugur Sveins staðið til mennta. Hann stund- aði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk síðar burt- fararprófi frá Samvinnuskólan- um. Án efa hefði hann kosið að halda lengra út á námsbrautina, en þess mun ekki hafa verið kostur. Eftir að námi lauk var Sveinn um skeið starfsmaður Sófusar Blöndal á Siglufirði, en fluttist árið 1921 til Akureyrar og dvaldi þar til æviloka. Fyrst í stað gegndi hann þar margvís- legum störfum fyrir einn helzta athafnamann landsins, Ásgeir Pét ursson, og var síðan um tíma hjá Axel Kristjánssyni, sem var með dugmestu kaupsýslumönnum Alc- ureyrar. Árið 1934 tók Sveinn við starfi framfærslufulltrúa, sem hann annaðist til ársloka 1955, en þá lét hann af störfum vegna aldurs. Sveinn Bjarnason var mikill starfsmaður, enda samvizkusem- in honum í blóð borin og hæfi- leika hafði hann nóga. í rúm tuttugu ár hafði hann með hönd- um vandasamt, og oft vanþakk- látt starf fyrir bæjarfélag sitt, og skilaði því af sér með sóma. Hann var vel að sér í lögum og fékkst allmikið við lögfræðistörf, sérstaklega fyrstu árin, sem hann var á Akureyri. Hann var rökfast ur og hafði gaman af því að brjóta málin til mergjar. Sveinn hafði mikinn áhuga fyrir opinber um mólum og lét bæjarmál sér- staklega til sín taka. Hann var í mörg ár í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar og virkur þátttakandi í starfsemi Sjálfstæðismanna. Árið 1925 kvæntist Sveinn Björgu Jóhönnu Vigfúsdóttur frá Grímsstöðum í Þistilfirði, hinni mætustu konu, sem bjó manni sín Tveir a-þýzkir bilaðir í höfninni HÉR í Reykjavíkurhöfn liggja tveir austur-þýzkir togarar. Þeir hafa báðir orðið að hætta veið- um vegna bilunar. Sá þeirra, sem fyrr kom, Berlín, er búinn að liggja hér þó nokkurn tíma. Það mun ganga erfiðlega að útvega vestur yfir járntjaldið varastykki í gír aðalvélar skipsins. — Hinn togarinn, Halle, kom í gær vegna bilunar í togvindu skipsins. — Hann var með dálítið af ísvörð- um fiski, sem skipið fékk að landa hér. Má af því ráða að sennilega muni viðgerðin taka nokkurn tíma. RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 'jögfræðistörf og eignaumsýsla Kynning Reglusamur maður í góðri at- vinnu óskar að kynnast stúlku á aldrinum 32ja—42ja. Tilboð óskast sent afgr. Mbl., fyrir 4. júlí, merkt: „35— 3651“. Þa-g- mælsku heitið. um og börnum vistlegt og gott heimili. Börn þeirra eru: Bjarni, múrarameistari á Akureyri, sem er kvæntur Ástu Sigmarsdóttur, Ingibjörg, gift Hrafni Sigurvins- syni, Reykjavík, og Á.rni, sem nú starfar í Reykjavík, kvæntur Ástu Ólafsdóttur. Sveinn Bjarnason var með myndarlegustu mönnum á velli og einarður í allrí framkomu. Skoðanir sínar á mönnum og mál efnum sagði hann hispurslaust. Eftir framkomu hans að dæma gat ókunnugum stundum virzt hann nokkuð þurr á manninn en við nánari kynni kom hlýjan og velviljinn í ljós, sem var hans innri maður. Vinfastur var hann með afbrigðum og raungóður. Sveinn Bjarnason var skapmað ur, sjálfstæður í hugsun og at- höfnum. Verður hann því mörg- um minnisstæður. Vinir hans senda konu hans, börnum og venzlamönnum, innilegustu sam- úðarkveðju sina. Jónas G. Rafnar. Johonne Koroline Hnldórsen Minningarorð Johanne Karoline Haldorsen er í dag til moldar borin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, en hún andaðist í sjúkrahúsi Hvítabands- ins 19. þ.m., eftir stutta legu þar, en sjúkdóms þess, er dró hana til dauða, hafði hún kennt um margra ára skeið og var oft þungt haldin. Johanne var dóttir þeirra hjóna Ole Johan Haldorsen og Else Johnsdatter Haldorsen, sem bjuggu búi sínu að Laugavegi 21 hér í bæ. Þau fluttust ung hing- að til lands og reistu sér bú þar. Þau eru bæði látin, Ole árið 1931 og ELse árið 1954. Þau hjón eignuðust fimm börn; þrjú þeirra náðu fullorðins árum og var Johanne þeirra yngst, fædd að Lai^avegi 21 27. janúar árið 1901 og var því ekki fullra 60 ára, er hún lézt. Bræður tveir trega nú systur sína, Haldor Jo- han og Ragnar Severin. Sá síðar- nefndi bjó með systur sinni í gamla húsinu og lagði sig allan fram til að létta undir með henni í erfiðri sjúkdómslegu. Þau systkinin, Johanne og Ragn ar bjuggu alla tíð í foreldrahús- um og önnuðust aldraða móður til æviloka, en banalega hennar var erfið og löng. Hún var rúm- föst á þriðja ár sitt ævikvöld. Johanne var öðlingskona, hæg og kyrrlát og vildi öllum gott gera. Hún var trygglynd svo af bar, tryggð hennar við fjölskyld una og fámennan vinahóp var slík, að einstætt er. Ævi hennar var ekki fjölbreytileg og við- burðarík. Hún undi sér bezt heima í gamla húsinu í nám- unda við ættmenn sína og vini, og aldrei dvaldi hún utan síns heimilis næturlangt, þegar undan er skilin sjúkrahúslega hennar. Johanne var heilsuveil allt frá æskuárum, og sjúkdóm þann, er varð henni að bana, tók hún fyrir 14 árum. Johanne tók mót- læti lífsins með karlmennsku og kvartaði aldrei yfir örlögum sín um; lífslöngun hennar var mikil, og hún barðist þögulli baráttu allt þar til yfir lauk og mælti aldrei æðruorð. Langri baráttu er nú lokið. Johanne kvaddi þennan heim, eins og hún hafði lifað, hæg og kyrrlát. Hvíldin var henni kær- komin, áralangri baráttu og þjáningum var lokið . Bræðurnir tveir syrgja nú syst ur sína, tómlegt verður nú í gamla húsinu, Ragnar er einn eftir í föðurhúsum, þar sem fjöl- skyldan hefur átt sínar björtu og döpru stundir. Vinir fjöl- skyldunnar taka fullan þátt í sorg þeirra bræðra og vilja þakka þeim, og þá einkum Ragn ari, fyrir framúrskarandi að- hlynningu veitta Johanne á ævi kvöldinu. Þá eru Johanne færð- ar alúðarfyllstu þakkir fyrir trygga vináttu og velvilja. Blessuð sé minning hennar. Vinur. Peningalán Get lánað 100—150 þús. kr. til 5 ára gegn öruggu fasteignaveði. Þeir, sem hafa áhuga á þessu, leggi nöfn, heimilisfang og nánari upplýsingar um veð, merkt: „Lán — 3571“, inn á afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudagskvöld. Ræstingafólk óskast nú þegar. Uppl. á bókhaldinu. JftoviMtttMfafrifr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.