Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 19
%
Fimmtudagur 30. júní 1960
MORGUNBLAÐIÐ
19
Þannig leit skólahúsið út eftir nrunann.
Skólahús að Eiðum
brann í gær
Sigurbur Hafstað
sendiráðunautur
i Osló
SIGURÐUR Hafstað, deildar-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
lauk nýlega hæstaréttarprófi
sínu. Hann hefur verið í utan-
ríkisþjónustunni síðan árið 1944.
Hefur hann m. a. starfað við
sendiráðið i Stokkhólmi og var
um nokkurra ára skeið sendifull-
trúi Islands í Moskvu. Síðustu
árin hefur hann verið deildar-
stjóri í utanríkisráðuneytinu.
Sigurður Hafstað tekur nú við
starfi sem sendiráðunautur við
sendiráðið i Ösló. Hann fer utan
með Gullfossi nk. laugardag.
Skátamót
í Botnsdal
AKRANESI, 29. júní: — í dag
hófst í Botnsdal í Hvalfirði fjöl-
mennt skátamót, urdir forustu
Páls læknis Gíslasonar. Þangað
fjölmenna skátar úr höfuðborg-
inni, Keflavík, Hafnarfirði, Kópa
vogi, Borgarnesi og Hveragerði,
og héðan úr bænum fór altfjöi-
mennur hópur skáta. Mótið mun
standa yfir þar til á sunnudags-
kvöldið. — Oddur.
PILTAR -
ef þií clqlð 'inni/stun?
p'a a éq hrinqanð y
/p&75*7 4sma/jasiof}\
Egilsstöðum, 29. júní.
SKÓLAHÚSIÐ að Eiðum eyði-
lagðist að mestu í eldsvoða í
morgun, er eldur kom upp í hin-
um gamla hluta ?kólabyggingar-
innar, þar sem voru skólastofur,
nemendaíbúðir og íbúð Þórarins
Þórarinssonar skólastjóra. Hefur
þetta gamla skólasetur orðið fyr-
ir miklu tjóni.
Klukkan halí ellefu í morgun
varð þess vart að eldur var laus
í skólastjóraskrifstofunni. Hún
var í elzta hluta skólabyggingar-
innar, byggt árið 1902. Á næsta
augnabliki var skrifstofan og
íbúð skólastjórans alelda og stóðu
eldtungur út um gluggana. Það
var enginn í skólastjóraíbúðinni
og enginn í skólahúsinu er þetta
gerðist.
Staðarmenn dreif fljótt að til
björgunarstarfa og hringt var
eftir hjálp til Seyðisfjarðar,
Reyðarfjarðar og hingað til Egils
staða. Héðan eru 15 km að Eið-
um, en enginn slökkviliðsbíll,
þótt undarlegt megi virðast. —
Staðarmenn á Eiðum höfðu geng-
ið rösklega fram í því að bjarga
út úr skólanum borðum, stólum
og áhöldum. En ekki varð komizt
inn í íbúð Þörarins Þórarinssonar
skólastjóra. Fljótlega komu til
hjálpar menn úr Eiðahreppi
ásamt okkur Egilsstaðakauptúns-
mönnum.
Skólahúsið varð brátt alelda og
er slökkviiiðsbíll Seyðfirðinga
kom á vettvang skömmu fyrir há
degi hafði eldurinn læst sig í
þak íþrótta- og sundhallarinnar.
Var strax byrjað á því að senda
menn upp á þak íþróttahússins
með slökkvislöngur og tókst
furðu fljótt að ráða niðurlögum
eldsins. En skemmdir urðu mikl-
ar á þaki hússins og einhverjar
á sjálfum íþróttasalnum.
— Kvikmyndir
Framh af bls. 6.
í rústum og fær þá vitneskju að
fjölskylda hans öll hefur orðið
sprengjum óvinanna að bráð.
Einmana og beygður af hinum
þungbæru örlögum ráfar hann
um, en hittir þá fyrir ungan
svein, sem á heldur ekki neinn
að, og þessi tveir einstæðingar
verða vinir, eins og faðir og son-
ur og reyna að byggja upp líf
sitt á nýjum grundvelli.
Mynd þessi er mjög abhyglis-
verð, áhrifarík og vel gerð, ef til
vill nokkuð langdregin í sumum
atriðum, og vel leikin. Einkum
er sterkur og áhrifamikill leikur
Sergei Bondartsjúik, er leikur að
alhlutverkið, hermanninn Andrei
Sokolof.
Efri hæð skólahússins var
mikið til orðin alelda er allt í
einu kvað við mikil gasspreng-
ing í hinu brennandi húsi. Var
hún svo óflug, að mikill hluti
þaksins þeyttist í loft upp og
kom niður brennandi með miklu
braki norðan við húsið. Þar hafði
alltmargt manna verið við björg-
unarstörf, en þeim tókst að forða
sér undan. Piltur einn hafði þó
hlotið skrámur á öxlinni.
Frá Reyðarfirði var komið
með slökkvidælu. Slökkvistarfið
beindist einkum að því að verja
svokallað Smíðahús skólans, sem
er allmikil bygging, sem stendur
skammt frá. Um 40 manns, sem
þátt tók í slökkvistarfinu, stóð í
samfelldri röð frá húsinu og nið-
ur í Eiðalæk, um 30 metra leið,
og myndaði þannig nokkurskonar
„færiband" fyrir vatnsföturnar,
sem notast var við, til þess áð
verja Smíðahúsið. Tókst þetta
mjög vel.
Með harðfylgi sínu tókst þeim,
sem að slökkvistarfinu unnu að
bjarga miklu úr kennslustofum
og bókasafni skólans, sem fyrr
greinir. En aldrei varð komizt
inn í skólastjóraíbúðina. Þar átti
Þórarinn skólastjóri eitt bezta
bókasafn í einkaeign á gjörvöllu
Austurlandi. En Þórarinn er í árs
fríi frá störfum og hefur dvalizt
í Reykjavík og erlendis. Hann
missti einnig allt innbú sitt. Er
hans von nú einhvern hinna
næstu daga heim. Ármann Hall-
dórsson gengir störfum í fjarveru
hans. Hann bjó í skólastjóraíbúð-
inni í vetur, en var fyrir þrem
dögum fluttur úr íbúðinni í eigið
hús. Persónulegt tjón Þórarins
skólastjóra má teljast óbætan-
legt.
Þó vasklega hafi verið gengið
fram í slökkvistarfi, þá verður
því ekki neitað, að ákjósanlegra
gat veðrið ekki verið. Stafalogn
og sólskin var ,og því stóðu eld-
tungurnar upp í loftið, en ekki á
hm næstu hús.
Um klukkan 1 í dag var skóla-
húsið svo brunnið, að aðeins
stóðu útveggir eftir. Öll gólf og
skilrúm voru úr timbri. Standa
því loftin svört og sviðin uppi.
1 kvöld átti ég sem snöggvast
tal við Ármann Halldórsson sett-
an skólastjóra. Hann kvað brun-
ann. mikið áfall, en hann taldi
sig eygja möguleika til þess að
skólahald á Eiðum þyrfti ekki
r.iður að falla næsta haust. Benti
hann á að hægt væri að innrétta :
rithæð heimvistarbyggingarinn-
ar, nýju sem er mikið hús. í vet-
ur voru í skólanum um 100 nem-
endur.
Ari.
— Sintóniu-
hljómsveitin
Framh. af bls. 3
konsertmeistari hljómsveitarinn-
ar, og leikur hann fiðlukonsert
Beethovens. Önnur viðfangsefni á
þeim tónleikum eru „Moldá“, hið
undurfagra ættjarðarljóð tékk-
neska tónskáldsins Bedrioh Smet-
ana, og Sinfónía nr. 4 í d-moll
eftir Robert Schumann, en hinn
8. júní voru 150 ár liðin frá fæð-
ingu Schumanns, og er þess af-
mælis minnzt um allan heim um
þessar mundir.
Á tónleikunum í Vestmanna-
eyjum verður einleikari Einar G.
Sveinbjörnsson, einn af yngstu
fiðluleikurum hljómsveitarinnar,
sem nýlega hefir lokið fram-
haldsnámi í Bandaríkjunum og
hefir getið sér mikið orð fyrir
frammistöðu á tónleikum í
Reykjavík. Hann leikur Rómönsu
í F-dúr eftir Beethoven. Meðal
annarra viðfangsefna á þeim tón-
leikum er Lýrísk svíta fyrir
hljómsveit eftir Pál Isólfsson og
tvö verk eftir Smetana: ,,Moldá“
og ballettmúsík úr óperunni
„Selda brúðurin“, sem sýnd var
nýlega á listahátíð Þjóðleikhúss-
ms.
Vestfjarðaferðin stendur í 9
daga, og verður lagt af stað í
hana miðvikudaginn 6. júlí. Ein-
söngvari með hljómsveitinni
verður Kristinn Hallsson, og
syngur hann bæði óperuaríur og
íslenzk lög. Önnur viðfangsefni
verða þessi: Forleikur að óper-
unni „Brúðkaup Fígarós" eftir
Mozart, ,Lýrísk svíta“ eftir Pál
Isólfsson, þrír tékkneskir dansar
eftir Slava Vorlova og ballett-
músík úr óperunni ,Selda brúð-
urin“ eftir Smetana.
Tónleikar verða haldnir á sjð
stöðum á Vestfjörðum sem hér .
segir:
Fimmtudaginn 7. júlí kl. 21.00 I
á Þingeyri.
Föstudaginn 8. júlí kl 21.00 á
Isafirði.
Laugardaginn 9. júlí kl. 21.00
í Súgandafirði.
Sunnudaginn 10. júlí kl. 15.00
á Patreksfirði.
Sunnudaginn 10. júlí kl 21.00
á Bíldudal.
Þriðjudaginn 12. júlí kl. 21.00
í Bolungarvík. j
Miðvikudaginn 13 júlí kl. 21.00 '
á Flateyri.
Hljómsveitin hefir bækistöð í
héraðsskólanum að Núpi í Dýra- '
firði, meðan hún dvelst vestra, 1
og hefir skólastjórinn, sr. Eirík-1
ur Eiríksson, lánað húsakynni '
skólans í þessu skyni. (
Innilega þakka ég öllum sem á margvíslegan hátt glöddu mig á 75 ára afmælisdegi mínum 24. júní 1960. Kærar kveðjur. Ásgeir Jónsson frá Hjarðarholti.
Mínar innilegustu þakkir færi ég vinum og vandamönn- um er á margan hátt glöddu mig á sextugs afmælinu þann 26. júní. — Guð blessi ykkur öll. Andrés Guðmundsson, Saurum
Innilega þakka ég öllum vinum mínum og vandamönn- um fjær og nær, fyrir hlý handtök, skeyti, blóm og gjafir á stötíu ára afmæli mínu 11. júní sl. Málín Á. Hjartardóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SlGRfÐUB JÖNSDÓTTIR Krossamýrarbletti 6 andaðist að morgni þess 28. þessa mánaðar Börn, tengdabörn og barnaböm
Hjartkær eiginmaður minn, ÞORSTEINN RUNÓLFSSON frá Markaskarði, lézt í Landspítalanum 28. júní. — Fyrir hönd bama, tengdabarna og barnabarna. Guðrún Ingvarsdóttir
Móðir mín og tengdamóðir STEINUNN BJÖRNSDÓTTIR Sólvallagötu 39, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 1. júlí kl. 13,30. Fyrir okkar hönd og annara vandamanna. Sigrún Bjarnadóttir, Jenný Valdimarsdóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir, GUNNAR JÓNSSON kaupmaður, Hverfisgötu 69 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 1,30 e.h. Böm og tengdaböra
Konan mín ÁGtJSTA MAGNOSDÓTTIR Háteigsveg 54 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 10,30 árdegis. — Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er góðfúslega bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjafnargötu 4. Böðvar Jónsson
Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu, sem auðsýndu vinsemd og vinarhug við andlát og jarðarför SIGRfÐAR TÖM ASDÓTTUR Ennfremur þakka ég fyrir hönd hinnar Látnu öllum þeim, sem studdu hana og glöddu í einverunni og veik- indum öllum. Fanney Magnúsdóttir