Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 20
UTSVARSLÖGIN Sjá bls. 11. 245. tbl. — Fimmtudagur 30. júní 1960 IÞROTTIR eru á bls. 18. Drangajökull sökk á 20 mín Fólkið fór allt i gúmm'íbátana HKKI er vilað neitt frekar af hvaða orsökum skipið Dranga jökull fórst svo skyndilega í Pentlandsfirði, milli Skot- lands og Orkneyja, í fyrra- <iag. — Skipbrotsmennirnir komu til Aberdeen í gær, en svo virðist sem þeir vilji ekkert segja um orsakirnar fyrr en þá við sjópróf. Þeir eru væntanlegir heim með flugvél Flugfélagsins á föstu- dag. Sjópróf fara fram í Reykjavík, en ekki er enn af- ráðið hvort þau geta hafizt þegar á laugardaginn. — Það er lauslega áætlað að tjónið í 6kiptapa bessum, bæði skip og farmur, nemi a. m. k. 20 milljónum króna. Á 40 faðma dýpi Mbl. bárust í gœr nokkru nán- firi fregnir af þessu sviplega at- viki frá fréttamanni í Aberdeen. hað var skozki togarinn Mount Eden, 293 tonn sem bjargaði skipshöfninni á Drangajökli og kom hann með skipbrotsmenn til Aberdeen árdegis í gær, miðviku- dag, Mount Eden var að koma úr téif daga veiðiför á Færeyjamið- um og var að sigla með aflann til Aberdeen. John Snelling skipstjóri á skozka togaranum segir, að hann liafi verið um 5 mílur frá Dranga- jökli, þegar hann varð þess vís- ari að þetta íslenzka skip var 1 Gunnar litli. Dauðum statt. Þetta gerðist þar sem Pentlandsfjörður er mjóstur undan vitanum á Stroma-eyju og er þar-40 faðma dýpi. Sjö vind- stig voru á norðan. HoIIenzkur fáni til hita Þegar Mount Eden kom að Drangajökli var hann enn á floti, en hafði hvolft. Skipsmenn höfðu allir komizt í gúmmíbjörgunar- bátana. Allir voru ómeiddir og glaðir yfir björguninni, sem barst þeim svo fljótt. Flestir voru þurrir, nema fjórir eða fimm þeir síðustu sem yfirgefið höfðu skip- ið, — þeir höfðu stokkið í sjóinn en komizt upp í gúmmíbátana. Yngsti skipbrotsmaðurinn var Gunnar fjögurra ára sonur skip- stjóra. Utan um hann hafði verið vafið til hita, hollenzkum fána, fáni þessi hafði verið þrifjnn í fáti upp úr fánakistu skipsins, þegar fólkið varð svo skyndilega að yfirgefa það. Drangajökull sökk niður að aftan og hvarf í hafið skömmu eftir að fólkið var komið um borð í Mount Eden. Guðs mildi Einn skipverjanna á skozka togaranum, hásetinn John Warm- an sagði við fréttamanninn: „Þessi björgun var Guðs mildi“. Hann bætti því við að Pentlands- fjörður væri alræmdur fyrir hringiður, straum og úfinn sjó. Skipbrotsmennimir búa nú á sjómannaíheimilinu í Aberdeen. Þegar fréttamaðurinn kom þang- að var Gunnar litli sá fyrsti sem kom á móti honum. Hann var á hlaupum fram og aftur á rósrauð- 3 oKií OlfAlV&RjÖVUlL 0&*> fleewttfi Eldur í síldarbát SEYÐISFIRÐI, *9. júní: — Slökkviliðið hér var kallað niður að höfn um klukkan 8 í morgun. Eldur var laus í lúk ar vélbátsins Kára Sölmund- arsonar frá Reykjavík. Lá hann og beið þess að röðin kæmi að honum til löndunar. Þó nokkur eldur var í lúk- arnum. Einn skipverjanna, Herbert Ólafsson háseti Sörla- skjóli 56, Reykjavik, 16 ára piltur, brenndist á handlegg og andliti. Slökkviliðsmenn voru um það bil hálftíma að ráða niður lögum eldsins. Skemmdirnar urðu nokkrar í lúkarnum og tnun taka 2—3 daga að lag- færa þær. En í brunanum urðu skipverjar fyrir tilfinnanlegu tjóni því þeir misstu hlífðar- föt sín. Það kviknaði i lúkamum út frá eldavél. — Sveinn. I upptalningunni yfir skips- menn í blaðinu í gær vantaði einn, en hann er Vilhjálmur Vil- hjálmsson Mávahlíð 42, sem er Haukur skipstjóri og kona hans Halldóra. um inniskóm og hafði verið að borða morgunmat, cornflakes og mjólkurglas. Loítskeytamaðurinn á Dranga- jökli, Bjarni Sigurðsson sem er 31 árs u.pplýsti, að skipið hefði sokkið á 20 mínútum. Hann kvaðst hafa verið mjög glaður yfir því að togarinn kom svo skjótt til hjálpar eftir að neyðar- kall hafði verið sent út. Drangajökull var að koma frá Vestur Evrópulöndum með ýms- an varning. Hafði hann tekið varning í Noregi, Hollandi, Belgíu og Englandi. Síðasta við- komuhöfn hafði verið London. Farmurinn var m. a. kartöflur, þurrkaðir ávextir, margskonar stykkjavara og dráttarvélar á dekki. Skipið var vátryggt hjá Tryggingamiðstöðinni en varning unnn hjá ýmsum félögum. Bir«Sir íluttar G brott af landi NÚ er verið að flytja birgðir bandaríska landhersins frá Kefla vík. Sem kunnugt er fóru land- hermennirnir í vor, en skildu töluvert að birgðum eftir. Þar er um að ræða skotfæri og fleira, sem flutt er landveginn frá Kefla víls út í skip í Reykjavíkurhöfn. Fara flutningar þessir fram und- ir sameiginlegu eftirliti íslenzku og bandarísku herlögreglunnar og eru með öllu hættulausir. 14 ára drengur. Var bann skráð- ur sem messadrengur en mun fremur hafa verið í skemmtiferð með skipinu. Enn síld í gærkvöldi AF sildarmiðunum nyrðra bárust þær fregnir í gærkvöldi að heita má að algert hlé hafi verið á veiðunum frá því á miðnætti á þriðjudagskvöld og þar til kl. 10 í gærkvöldi. Þá var bezta veður á austursvæðinu, þar sem allur þorri síldarflotans heldur sig nú. Bátarnir, sem rufu þögnina, á miðunum í gær, um kl. 10 í gærkvöldi, voru Eldborg og Ás- kell og tveir bátar aðrir, sem þá voru byrjaðir að kasta. Þá barst síðdegis í gær fregn frá togaranum Hallveigu Fróðadótt- ur að síld væri vaðandi í torfum á Skjálfandadjúpi. Voru skip á leið þangað í gærkvöldi. Loks hafði síldarskipið Fanney til- kynnt síld nær 60 mílur út af Raufarhöfn. Á þriðjudagsmorguninn hafði síldarverksmiðan á Raufarhöfn tekið á móti 35—40.000 málum Framh. á bls. 2. -□ SHÐUSTU FRETTIR Um miðnætti barst Mbl. þær fregnir frá Raufarhöfn, að í gærkvöldi hefði Eldborg fengið 700 mál og væri á leið til Hjalteyrar. Fyrir voru í skipinu um 400 mál. Víðir II, fhinn nýi) kom á veiðisvæðið sunnan Langa- ness í gærmorgun. í gær- kvöldi kastaði hann og fékk fyrstu síldina, um 700 tunnur. Var það á Digranesgrunni. — Bátar voru byrjaðir að kasta í gærkvöldi á svæði sem Fann ey sá sáld í gærdag. □- Héraðsmóf Sjálfstœðis- manna ákveðin Verða haldin samkvæmt venju i öllum landshlutum SJÁLFSTÆÐISMENN í hinum ýmsu héruðum landsins hafa ákveðið að efna til héraðsmóta í sumar samkvæmt venju. — Hafa þegar verið ákveðin 22 mót. Verða þau með svipuðu sniði og áður. Héraðsmótin eru vinsælar og fjölsóttar samkomur og munu þau áreiðanlega ekki verða síður sótt í sumar en undanfarin ár. Mótin hafa verið ákveðin sem hér segir: Búðardal, Dalasýslu, laugar- daginn 9. júlí. Hellu, Rangárvöllum, sunnu- daginn 10. júlí. Bjarkarlundi, Barðastrandar- sýslu, laugardaginn 16. júlí. Reykjanesi, Norður-ísafjarðar- sýslu, sunnudaginn 17. júlí. Mánagarði, Austur-Skaftafells- sýslu, sunnudaginn 17. júlí. Kirkjubæjarklaustri, Vestur- Skaftafellssýslu, sunnudaginn 24. júlí. Sauðárkróki, laugardaginn 30. júlí. Laugarberkku, Vestur-Húna- vatnssýslu, sunnudaginn 7. ágúst. Hólmavik, sunnudaginn 14. ág. Flúðum, Árnessýslu, sunnu- daginn 14. ágúst. Patreksfirði, laugardaginn 20. ágúst. Flateyri, Vestur-lsafjarðar- sýslu, sunnudaginn 21. ágúst. Ölver, Borgarfjarðarsýslu, sunnudaginn 21. ágúst. Skúlagarði, Norður-Þingeyjar- sýslu, laugardaginn 27. ágúst. Freyvangi, Eyjafjarðarsýslu, sunnudaginn 28. ágúst. Breiðabliki, Snæfellsnesi, sunnudaginn 28. ágúst. Borgarnesi, laugardaginn 3. september. Ólafsfirði, laugardaginn 3. september. Dalvík, sunnudaginn 4. sept. Blönduósi, sunnudaginn 4. sept. ísafirði, iaugardaginn 10. sept. Bolungarvík, sunnudaginn 11. september. Önnur mót og samkomur á vegum flokksins verða auglýst síðar. Nánar verður tilkynnt um dag- skrá hvers héraðsmóts fyrir sig. Sumarferð Varðar FARSEÐLAR eru seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) til kl. 5 í dag. — Þeir, sem eiga frátekna farmiða, eru vinsamlega beðnir að vitja þeirra sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.