Morgunblaðið - 02.07.1960, Page 13

Morgunblaðið - 02.07.1960, Page 13
Laugardagur 2. jötí 1960 MORCVNHL4ÐIÐ 13 Heyskapur gengur vel um austanverf Norðurland HEYSKAPUR hefur gengi-ð mjög vel á Austurlandi og austanverðu Norðurlandi, enda verið þar mjög gott heyskaparveður undan farið. Um fjallgarðinn milli Eyja fjarðar og Skagafjarðar skipti um og var vætusamt austan hans, þangað til nú síðustu dagana. Eftirfarandi fréttir hefur blað- ið fengið hjá fréttariturum sín- um á þremur stöðum á þessu svæði: VOPNAFIRÐI 30. júní: — Hér hefur verið sérlega góð tíð und- anfarið, þurrkur flesta daga. — Hófst sláttur óvenju snemma og hafa bændur hirt jafnóðum. Hafa margir lokið við að slá og hirða meginhluta túnanna. —S. J. AKUREYRI, 30. júní: — Flestir bændur hér um slóðir eru búnir að slá meira og minna af tún- um sínum. Hefur verið blásandi þurrkur dag eftir dag og menn getað hirt hey sitt jafnóðum. Enn er sama góða veðrið, þó aðeins kaldara í dag, eða 10—12 Stig. —mag. BÆ, Höfðaströnd — Heyskapur er nú alls staðar byrjaður af fullum krafti, en rigningar voru hér á hverjum degi þangað til fyrir þremur dögum. Síðan hef- ur verið þurrkur og menn náð upp miklu af heyjum. Er útlitið gott núna, þurrt veður. — Gras- spretta er mjög mikil og með þeim tækjum, sem nú eru, er heyið fljóttekið, ef þurrt helzt. •—Björn. Ágústa Magnúsdóttir I>ó við vitum það ofur vel að vinir berast burt með tímans straumi þá erum við alltaf jafn í DAG er til grafar borin frú Ágústa Hagnúsdóttir, Háteigs- veg 54, hér í bæ, er lézt að sjúkra húsinu Sólheimum hinn 24. fyrra mánaðar. Ágústa er fædd í Vestmanna- eyjum 9. ágúst 1912, dóttir hjón- anna Magnúsar Þórðarsonar, út- gerðarmanns, frá Dal og konu hans Ingibjargar Bergsteinsdótt- ur. — Kornung missti hún föður sinn og var tekin til fósturs af föður- systur sinni Kristínu Þórðardótt- ur frá Borg og manni hennar Sig- urjóni Högnasyni. Árið 1936 gekk Ágústa að eiga eftirlifandi mann sinn Böðvar Jónsson, forstjóra, og eignuðust þau saman fjögur börn, Jón, Hrafnhildi, Magnús og Viðar. Skólaslit að Laugalandi Húsmæðraskólanum á Lauga- landi í Eyjafirði var slitið mánu- daginn 13. júní sl. að viðstödd- um gestum. Hófst athöfnin með guðsþjónustu, sem sóknarprest- urinn flutti, en síðan ávarpaði forstöðukona frk. Lena Hall- grímsdóttir námsmeyjarnar, gerði grein fyrir skólastarfinu og afhenti þeim prófskírteini. Alls höfðu 40 stúlkur dvalið við nám í skólanum yfir vetur- inn auk einnar í framhaldsnámi í vefnaði, en af þeim luku 34 burtfararprófi. Hæstu einkunn á burtfararprófi hlaut Ásgerður Sigurbjarnardóttir frá Björgum í Kinn, en hún fékk 9,11 í aðal- einkunn. Sýning var á handavinnu nem- -enda laugardaginn 11. júní og sótti hana fjöldi manns úr hér- aðinu og víðar að af landinu. Gat forstöðukonan þess, að sjald an hefði handavinnan verið meiri að vöxtum né fallegri, og sýndi þetta, að ekki hefði verið setið auðum höndum í skólanum. Eldri nemendur heimsóttu skólann eirvs og stundum fyrr. Sunnudaginn 22. maí, komu tutt- ugu ára námsmeyjar í heimsókn og færðu skólanum að gjöf borð- búnað úr stáli fyrir 30 manns og auk þess veglegan borðlampa áletraðan til minningar um tvær látnar skólasystur: Þórunni Har- aldsdóttur frá Völlum í Hólmi og Önnu Jónasdóttur frá Hrísey. Hafði frú Guðný Frímannsdóttir, húsmæðrakennari, frá ísafirði, orð fyrir námsmeyjunum, minnt ist hinna látnu skólasystra, færði skólanum þakkir og árnaði hon- um heilla. Einnig sátu námsmeyj- arnar boð frú Þuríðar Kristjáns- ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — llforgtm&fa&td dóttur á Ytri-Tjörnum, sem ver- ið hafði vefnaðarkennari við skólann fyrir 20 árum, og heim að prestsetrinu, þar sem frú Anna Böðvarsdóttir á Laugarvatni flutti hlýleg ávarpsorð og rakti gamlar minningar. Leið dagur- inn skjótt í góðum fagnaði til miðnættis. Á annan hvítasunnudag heim- sóttu tíu ára nemendur skólann og færðu honum að gjöf forkunn- arfagran kristalvasa með blóm- um. Dvöldu þær í skólanum og heima á prestsetrinu fram eftir kvöldinu. Fyrir þeirra hönd á- varpaði ungfrú Dorothea Daniels dóttir forstöðukonuna og færði skólanum árnaðaróskir. Þakkaði forstöðukonan allar hinar fögru gjafir, en gat þess, að enn þá dýrmætari væri þó skólanum tryggð sú og hlýhugur, sem þær bæru vitni um. Boð voru milli Húsmæðraskól ans og Menntaskólans á Akureyri að venju og einnig skoðuðu náms meyjarnar verksmiðjur KEA og SÍS á Akureyri í boði Kaupfélags Eyfirðinga. Skemmtiferð fóru námsmeyjar að Hólum í Hjalta- dal og alla leið til Siglufjarðar. Að loknum skólaslitum var sezt að kvöldverði og ávarpaði þá skólanefndarformaðurinn, séra Benjamín Kristjánsson, náms- meyjarnar nokkrum orðum og gerði grein fyrir skólakostnað- inum. Hinn eiginlegi dvalar- kostnaður yfir skólatímann, 9 mánuði var kr. 4960 á hvern nem anda, en ef með er reiknað skóla- gjald, efniskaup til sauma og vefnaðar og bækur, var meðal kostnaður kr. 8.200.00. Þá þakk- aði hann kennslukonunum fyrir vel unnin störf og ávarpaði sér- staklega ungfrú Ingibjörgu Þór- arinsdóttur, sem gengt hefur kennslustarfi við skólann und- anfarin 4 ár, en mun dveljast við framhaldsnám í Danmörku næst komandi vetur. Arnaði hann henni fararheilla í nafni skólans og kvaðst vænta þess, að skólinn ætti enn eftir að njóta starfs- krafta hénnar. óviðbúin þegar þeir eru frá okk- ur hrifnir, jafnvel þó að eftir langvarandi veikindi sé. Við Ágústa kynntumst þegar á barnsaldri og áttum því margar sameiginlegar endurminningar frá æsfcudögum okkar í Eyjum. Síðar, eftir að atvikin höfðu hag- að því þannig að við vorum báð- ar fluttar til Reykjavíkur hnýtt- ust vináttuböndin á ný gegnum sameiginleg áhugamál. Líklegt þykir mér, að henni, sem alla tíð var hlédræg að eðlis- fari, þætti sér lítill greiði gerð- ur með því að farið væri að telja fram kosti hennar fyrir almenn- ingi, enda mun hún fremur hafa viljað vita þá geymast í hjörtum þeirra er henni voru nákomnastir. Þegar vinir kveðja þá rifjast upp fyrir okkur þau sannindi, að lífið verður okkur því aðeins fagurf að við eignumst samferða- menn, sem eru okkur að skapi og skilja eftir sig hlýjar og fagrar endurminningar. Með þessu sorg lega fráfalli er bundinn skjótur endir á fallega sögu um hamingju sam.t hjónaband. Sorgin mun reynast eiginmanni og börnum þung í skauti því þeir, sem með lífi sínu eru okkur til mestrar gleði valda okkur með dauða sínum þyngstrar sorgar. Þó megum við aldrei gleyma því að gott fólk hverfur okkur aldrei að fullu, því eftir sig lætur það minningarnar sem hlýja okkur um hjartaræturnar ókomna ævi- daga og aldrei fyrnast. Vinkona. — Utan úr heimi Framhald af bls. 10. uppgjöf Belgíu hinn 28. maí, þeir gera sér nokkurn vegi grein fyrir, hve alvarlega horf Einn hermannanna lét svofel orð falla til skýringar á „an rúmsloftinu" í virkjunum: „Englendingar voru sem frai andi og ókunnur þjóðflokkur fj ir okkur, en Belgíumenn vo hins vegar eins og hluti af ok ur sjálfum. — Við minntunr æsku okkar á árum fyrri hein- styrjaldarinnar og baráttu Belj jafnvel eftir að land þeirra hai fallið í hendur óvinarins. V gerðumst óstyrkir og bitrir \ fréttirnar frá Belgíu, rétt eins bezti vinur okkar hefði svik okkur.“ Vivian Row dvelur lengi \ lýsingarnar á bardögunum \ Maginot-línuna, sem Þjóðverj gerðu harðar hríðir að, en gá aldrei unnið. Frá tæknilegu sjó armiði séð má segja, að það hi verið mikill sigur fyrir þei traustu virki — en frá hernað: legu sjónarmiði var ósiguri jafnmikill, þrátt fyrir þessa st reynd. Maginot-línan gat vai sjálfa sig — ekki annað. Eftir fall Frakklands, hefðu hí mennirnir 1 Maginot-virkjuni sennilega getað varizt enn r langa hríð, eða svo lengi se þeir höfðu næg vopn og skotfæ En Frakkland hefði verið jai gersigrað eftir sem áður . _ . (Endursagt úr Berl. Tidende Auðbjörn Emilsson Eskifirði ÁRIÐ 1927 er um margt merkis- ár í sögu Eskifjarðar. En þó set- ur það sérstakan svip í huga minn vegna þess, að á því ári hóf ust nokkrir áhugamenn handa um að stofna Lúðrafélag þar, sem hlaut nafnið Lúðrafélag Eskifjarðar. Það setti hátíðlegan svip á kauptúnið. Eins og gengur og gerist var margt erfitt í sögu félagsins fyrsta skeiðið og þá var ákveðið að fá handa félaginu kennara og til þess starfs vald- ist Auðbjörn Emilsson. Eiu það okkar fyrstu kynni. Hann gerðist strax umsvifa- mikill kennari og Lúðrafélagið blómgaðist mjög og lét oft til sín heyía af miklum krafti og ágæt var þjálfunin. Stjórnaði hann félaginu um mörg ár. Ég var með honum í Lúðrafélaginu og hafði mikla ánægju af því. Aðalstarf hans á Eskifkði var þó málaralistin, sem hann stundaði lengst af og vann þar bæði vel og ötullega. Hann var fæddur í Reykjavík 3. sept. 1903 og því tæplega 57 ára er hann lézt 11. rnurz sl. og hafði þá átt við mikla van- heilsu að stríða undanfarin ár. Hann hafði áður en hann kom á Eskifjörð starfað mikið að tón- listarmálum og var virkur þátt- takandi í Lúðrasveit Reykjavík- ur og fleiri félögum. Árið 1928 giftist hann Margréti Guðmundsdóttur fríkirkjuprests Ásbjarnarsonar og konu hans Bjargar Jónasdóttur frá Svína- skála. Þau bjuggu ætíð á Eski- firði og eignuðust tvo syni. Auðbjörn var ljúfmenni. Mildi í hvívetna, koma fram til góðs. Lipurmenni var h?nn og jafnáfj* glaður og ánægður. Var oft ganv- an að deila við hann geði. Stjórnandi var hann góður og lék ágætlega á hljóðfæri. Ég minnist hans jafnan sera góðs félaga og mannkosta manns. Hann fór eins og svo margir allt of fljótt. Hann tók um langt skeið þátt í félagslífi staðarins og ef Sjálf- stæðisfélagið þurfti einhvers við, var hann jafnan til taks. Hann var duglegur og ákveðinn að hverju sem hann gekk. Marga vini átti Auðbjörn og veit ég að þeir sakna góðs félaga og eiga um hann bjartar og hug ljúfar myndir í þakklátum hug- um. Blessuð sé mining hans. Árni HelgasoR, Húseigendur Leggjum plast á stiga og svala-handrið. Eigum flest- ar stærðir og liti. — Vél- smiðjan JÁRN, sími 35555. Pottablóm Grænar og blómstrandi. — Glæsilegt úrval. . Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-76. EINAR ÁSMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8, II. hætf. Sími 15407, 19113. MÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 1360«. SVEINBJÖRN DAGFINSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Simi 194OT. Skrifstofustúlka óskast ensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð merkt: „Júlí — 3393“, sendist afgr. Mbl. fyrir 5. júlí. MARKAIURIHIHf Laugavegi 89 %;„

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.