Morgunblaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47. árgangur 150. tbl. — Miðvikudagur 6. júlí 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkfallinu afstýrt Vinnustöðvun hindruð með bráðabirgðalögum er slitnað hafði upp úr sáttatilraunum. Verkfall hefði stefnt framtíð flugfélaganna í hættu og stór- spillt samkeppnisaðstöðu þeirra Sykurflutningar frá Kúbu stöövaðir — Aðgerða Eisenhower forseta beðið WASHINGTON, 5. júlí Reuter: Landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna hefir fyrirskipað að stöðva flutning 740 þús. lesta af sykri frá Kúbu, sem það hafði pantað. — Ráðuneytið tók þetta skref nú þegar, þar sem búizt er við, að Eisenhower beiti þá og þegar heimild þeirri, sem þingið veitti honum, til þess að m;nnka eða stöðva sykurkaup fra Kúbu. — Sagt er, að Kúbu- menn hafi ætlað að koma 75.0K0 lestgm af sykri til Banda- rikjanna hið snarasta — áður en Eisenhower léti til skarar skríða. • 19 olíuskip frá Rússlandi Milljdnatap ef verkfall hefði orðið Það var upplýst í Havana í dag, að í júlí munu nitján tank- skip flytja samtals 200 þús. lest- ir af hráolíu frá Svartahafshöfn- um til Kúbu. — Hið fyrsta þess- ara skipa kom hingað í gær með 10 þús. lestir. • Bretar og Bandaríkjamenn mótmæla Brezka stjórnin sendi stjórn Fidels Castros í dag harðorð mót- mæli vegna eignarnáms Shell- olíuhreinsunarstöðvanna á Kúbu, og kvaðst áskilja sér ailan laga- legan rétt í því alvarlega máli. — 1 orðsendingunni var jafn- framt skorað á Kúbustjórn að hverfa frá eignarnáminu og leyfa Shell-stöðvunum að starfa áfram á sama grundvelli og áður. Bandaríki hafa einnig sent Kúbustjórn harðorð mótmæli vegna eignarnáms Esso- og Texaco-olíustöðvanna. Fyrir skömmu ferðaðist leiðtogi frelsishreyfingar Njassaiands, dr. Hastings Banda, um land sitt og var á- kaflega hylltur. — Á þessari mynd sést dr. Banda, í miðju, ásamt Orton Chirwa, en hann hefir verið annar aðalleiðtogi innborinna manna í Njassa- landi og er eini lögfræðingur- inn i þeirra hópi. Loks sést til vinstri á myndinni Kanyama Chiume, sá hinn sami og hingað kom í febrúar sl. vet- ur til þess að kynna mál dr. Panda ,sem þá sat í fangelsi í Suðár Ródesíu. 70 þús. hl. Íslondssíldtu Kristiansund, Noregi, í DAG komu hingað fjórir herpi- nótabátar með síld frá íslands- miðum. Var afli þeirra frá 2500 og upp í 3000 hl. Flutningaskip- kom einnig með um 5000 hl. síld- ar. Síldinni var landað til bræðslu. Einn af bátunum þrem- ur landaði nú öðru sinni íslands- síld, og er afli hans þá orðinn 6000 hl. — Það, sem af er sumri hafa borizt nær 70000 hl. af síld til Kristiansund af íslandsmiðum. Forsetakosningarnar í USA; Johnson gefur kost a ser SÍÐDEGIS í gær var sýnt að ekki mundi ganga saman í deilu flugmanna og flugfélaganna og hætti sáttasemjari, ríkisins Torfi Hjartarson þá til- raunum sínum til að sætta deiluaðila, en eins og kunnugt er höfðu sátta umleitanir staðið yfir undanfarna daga og langt fram á nætur. Til þess að koma í veg fyrir stórfellt tjón af völd- um vinnustöðvunar, sem átti að hefjast kl. 12 á miðnætti sí. hjá báðum flugfélögunum ákvað ríkisstjórnin að leggja til við forseta íslands að hann setti bráðabirgða- lög um að flugmönnum sé óheimilt að hefja verk- fallið. Gildir sú ákvörðun til 1. nóvember n.k. For- seti íslands gaf bráða- birgðalögin út á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fara þau hér á eftir: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Ríkisstjórnin hefur tjáð mér, að Félag ís- lenzkra atvinnuflugmanna hafi boðað til vinnustöðvunar hjá íslenzkum atvinnuflug- mönnum frá og með 6. þ. m. að tclja. Komi slík vinnustöðvun til framkvæmda, myndi hún valda algerri stöðvun á flugi þeirra tveggja íslenzkra flug- félaga, sem halda uppi reglu- bundnu áætlunarflugi, en rekstrarafkoma félaga þess- ara mun ekki þola slíka stöðvun nú og væri framtíð þeirra teflt í mikla hættu, ef starfsemi þeirra væri þannig stöðvuð. Slík stöðvun myndi nú, er þúsundir erlendra ferða- manna hafa pantað far hjá fé- lögum þessum, verða flugfé- iögunum og þjóðinni allri álitshnekkir og stórspilla sam keppnisaðstöðu íslenzkra flug félaga á alþjóðavettvangi. Loks myndi stöðvun á starf semi flugfélaganna, þar með á flugi á innlendum flugleið- um, valda innlendum aðilum tilfinnanlegum óþægindum og tjóni. Því telur ríkisstjórnin, að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir framan- greinda stöðvun á starfsemi íslenzkra flugfélaga. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Óheimilt skal að hefja verk fall það, sem Félag íslenzkra atvinnuflugmanna hefur boð- að til hjá íslenzkum atvinnu- flugmönnum 6. júlí 1960, svo og aðrar slíkar vinnustöðvan- ir hjá íslenzkum atvinnuflug- mönnum, fyrir 1. nóvember 1960. 2. gr. Fara skal með mál út af brotum gegn lögum þessum Framh. á bls 2. Flugsamgöngurnar eru orðnar það mikilvægur þáttur í daglegu lífi Islendinga, að erfitt er að gera sér grein fyrir afleiðingun- um af stöðvun flugflotans. Flugvélar Flugfélags íslands fljúga frá Reykjavík til 17 staða úti á landi og auk þess milli staða á landsbyggðinni. Að und- an íöinu hafa að meðaltali verið fiuttir um 300 farþegar innan- lands og samkvæmt reynzlu lið- inna ára fer nú í hönd mesti anna tíminn í innanlandsflugi — og víða um land treystir fólk nú orðið nær eingöngu á flugferðir til fólks- og póstflutninga. Árangurinn að koma í ljós Sama máli er að gegna um millilandaflugið. Mesti anna- tíminn er nú að hefjast, og er sýnt, að millilandaflugvélar beggja flugfélaganna verði nær fullsetnar fram til hausts. Þar er um að ræða 10 vikulegar ferð- ir fram og til baka milli íslands og Evrópulanda hjá Flugfélagi íslands — og 8 vikulegar ferðir Loftleiða fram og til baka milli Evrópu og N.-Ameríku. Jafngildir það því, að félögin flytji yfir tvö þúsund farþega miíli íslands og Evrópulanda — Framhald á bls. 23 Washington, 5. júlí (Reuter). LYNDON JOHNSON frá Texas, leiðtogi demókrata í öldunga- deild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag, að hann mundi leita eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata á flokksþinginu í Los Angeles í næstu viku. Aðrir, sem helzt koma til greina sem forsetaefni demðknrta eru þeir John Kennedy frá Mass achusetts og Sóuart Symington frá Missouri. — Johnson er 52 ára að aldri. Nixon varaforseti er af flest- um talinn öruggur um að hljóta útnefningu sem forsetaefni repú blikana, er þing þeirra verður haldið í Chicago 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.