Morgunblaðið - 06.07.1960, Page 12

Morgunblaðið - 06.07.1960, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. júlí 1960 tTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: A'ðalstræti 6 Simi 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SAMNINGAR ITVAÐ er til í orðrómi um “ samningaumleitanir milli Breta og íslendinga um til- slökun á 12 mílna fiskveiði- landhelgi íslands, sem brezk blöð eru að ræða um? Hefur íslenzka ríkisstjórnin gefið einhvern ádrátt um, að hún sé reiðubúin til samninga um slíka tilslökun? Á þessa leið hljóða tvær fyrirspurnir, sem Tíminn beinir í gær til Morg- unblaðsins. En Morgunblaðið gétur upplýst, að þessar getsakir eru tilhæfulausar. Engar samningaumleitanir hafa far- ið fram, og ríkisstjórnin hefur enga ákvörðun tekið um samninga við Breta. En í til- efni af þessum fyrirspurnum Tímans, finnst Morgunblað- inu rétt að rifja upp afstöðu íslenzkra stjórnmálamanna í þessu máli áður. Eins og kunnugt er lagði Sjálfstæðisflokkurinn á það ríka áherzlu síðustu vikurnar fyrir 1. september 1958, er nýju fiskveiðitakmörkin öðl- uðust gildi, að tilraun yrði gerð til þess að fá Atlants- hafsbandalagið til að hlutast til um að stöðva frumhlaup Breta, sem þeir höfðu boðað hinn 1. september. Gegn þessu lagðist vinstri stjórnin og er þó kunnugt að mikil átök urðu innan hennar, en að síð- ustu studdu Framsóknarmenn kommúnista, svo að komið var í veg fyrir afskipti Atlants hafsbandalagsins. Morgun- blaðið telur enn, að mjög illa hafi verið farið, að ekki skyldi leitazt við að stöðva Breta áður en í óefni var komið. Smáþjóðir um heim allan krefjast þess nú af stórveld- unum, að þau sitji að samn- ingaborðum og leysi deilumál sín friðsamlega enda er til- vera mannkynsins beinlínis undir því komin. Við áfell- umst hvert það stórveldi sem uppvíst verður af óbilgirni og tilraunum til að spilla sam- komulagi í alþjóðamálum. Þótt við íslendingar teljum okkur í fullum rétti við út- færslu landhelginnar og vilj- um ekki semja um það mál við einn eða neinn, þá getur það ekki talizt til sérstakrar fyrirmyndar að neita að ræða við þær þjóðir, sem á öndverðum meið eru við okkur, ef vera kynna að með vinsamlegum umræðum og milligöngu velviljaðra manna væri hægt að koma í veg fyr- ir frekari átök. BATNANDIGJALD EYRISSTAÐA IJ'RÁ febrúarlokum til maí- * loka hefur gjaldeyrisstað- an batnað um 228 millj. kr. 1 frjálsum gjaldeyri hefur staðan batnað um 85 millj. og í vöruskiptagjaldeyri um 143 millj. kr. Þjóðviljinn gerir gjaldeyris málin að umræðuefni á sunnudaginn og telur stefna í hið mesta óefni, þegar við eignumst gjaldeyrisforða í vöruskiptalöndum. Er helzt á blaðinu að skilja, að rúblan sé okkur einskis virði. Orð- rétt segir blaðið: „Þvert á móti er inneign hjá vöruskiptalöndunum sönn un um mjög alvarlega við- skiptakreppu hjá stjórnar- völdunum". Morgunblaðið getur verið sammála Þjóðviljanum um það, að gjaldeyrir járntjalds- landanna sé ekki jafnmikils virði og hinn frjálsi gjaldeyr- ir, en hingað til hafa menn þó haldið að hann væri ein- hvers virði. Þá ræðir kommúnistamál- gagnið um það, að verulegur hluti af yfirdráttarheimildum þeim, sem núverandi ríkis- stjórn aflaði sér, hafi þegar verið notaður. Að vísu til- greinir blaðið miklu hærri upphæð en sannleikanum er samkvæmt, en það er ekki aðalatriði málsins heldur hitt, að fyrirfram var vitað að mikill hluti yfirdráttarheim- ildanna yrði þegar notaður til að greiða óreiðuskuldir þær, sem safnazt höfðu á tímum vinstri stjórnarinnar. Voru yfirdráttarheimildirnar líka beinlínis fengar í þeim til- gangi, því að ógerlegt var að koma hér á frjálsum við- skiptaháttum nema áður væri gert hreint borð við lána- drottna okkar víða um lönd. Það, sem í þessu sambandi skiptir máli, er gjaldeyris- staðan sjálf, en eins og áður segir hefur hún batnað á þess- um þremur mánuðum um hvorki meira né minna en 228 milljónir og er það fram- ar öllum vonum. UTAN UR HEIMI Kjarnorkukafbátar til fisk- veiða eftir 15 ár? — Athyglisverðar upplýsingar um fiskiskip og fiskveibar VERÐUR fiskiskipið árið 1975 kjarnorkuknúinn kafbátur sem finnur fiskitorfurnar með sérstökum heyrnartækjum, dregur þær til sín með raf- magni og sýgur þær inn með pumpu? Þessi myrid af fisk- veiðum framtíðarinnar hefur verið dregin upp af Svíanum Jan-Olof Traung, sem er for- stjóri fiskiskipadeildar Mat- gagnasýningu sl. haust — og eiginlega gerðu þau hann „upp á grín“, ef svo mætti segja, því að þau fengu enga „alvarlega" hug mynd — en bæði eru þau húsgagnaarkitektar að menntun og vinna yfirleitt saman. — ★ — En nú er svo komið, að þetta „grín“ þeirra hjón- anna hefur orðið afar vin- sælt víða úti í heimi — og þau hafa ágætar tekjur af sölu „hengistólsins". Vinsæl Á SÍÐASTA ári framleiddu Júgóslavar í fyrsta sinn nægi- legt hveiti til eigin þarfa. Hópur sérfræðinga, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) sendi til landsins, kom með ítalskt sæði, og auk þess voru aðferðir við landbúnað bættar og færðar í nýtízkara form með þeim afleiðingum að framleiðsl- an rúmlega tvöfaldaðist á svæð- unum þar sem sérfræðingarnir störfuðu. 10 starfsár aff baki Þetta er eitt dæmi utn hinn „merkilega árangur“ sem talað er um í nýútkominni árbók Tækni- hjálpar SÞ. Arið 1959 var tíunda starfsár Tæknihjálparinnar. — Á árinu lögðu 83 rikisstjórnir fram fé til starfseminnar og nam það alls 29,6 milljónum dollara. 2.291 sérfræðingur frá 64 löndum var sendur til landa sem báðu um hjálp, og af þessum sérfræðing- væla- og landbúnaðarstofn- unar SÞ (FAO). Merk bók Þessi möguleiki og ýmsir aðrir eru nefndir í nýrri FAO-bók, sem er rúmlega 800 blaðsíður að stærð með 800 myndum. Hún nefnist „Fishing Boats of the World” og ritstjóri hennar er Jan-Olof Traung. Til grundvallar þessu mikla verki liggja skjöl og umræður annarrar alþjóðlegu Danski húsgagnaarkitckt- inn í hinum vinsæla „hcngi- stól“. astur hefur hann orðið i Bandaríkjunum, og þá sér- staklega í San Francisco, Svíþjóð, Þýzkalandi — og, síðast, en ekki sízt, í Frakk- landi. um var fjórðungur frá þessum sömu löndum. Höfnin í Aqaba í Jórdaníu er nefnt sem annað dæmi um árang urinn af Tæknihjálpinni. Arið 1953 voru þar lestuð og losuð 70.000 tonn af vörum. En eftir að búið var að endurbæta höfn- ina og koma upp nauðsynlegum byggingum við hana var magnið af vörum fyrstu níu mánuðina 1959 orðið 445.000 tonn. Veigamesta hjálpin A árinu 1959 fengu eftirtalin lönd veigamestu hjálp frá Tækni hjálp Sameinuðu þjóðanna: Ind- land 2.337.000 dollara, Arabíska sambandslýðveldið 1.200.000, Indónesía 966.000, Pakistan 870.- 000, íran 840.000, Burma 816.000, Afganistan 747.000, Júgóslavía 720.000 og Líbýa 714.000 dollara. Við þessar upphæðir bætist hluti af kostnaðinum við hinar ýmsu framkvæmdir sem hjálpþegar greiddu úr eigin sjóði. fiskibátaráðstefnunnar sem hald- in var í Róm í apríl í fyrra. Enn er geysimikill munur á þeim fiskimönnum sem búnir eru nýtízku tækjum og veiða að jafnaði 100 tonn á ári og fiski- mönnunum í vanþróuðum lönd- um sem veiða ekki nema um hálft tonn á ári til jafnaðar. — Margar tæknilegar umbætur, sem gerðar hafa verið í tilrauna- stofnunum, hafa ekki ennþá náð út til sjálfs fiskiðnaðarins, ekki einu sinni í þeim löndum sem lengst eru komin í efnahagsþró- un. — Fiskiskipin kostnaffarmest Það eru sjálf fiskiskipin sem gleypa stærsta hundraðshlutann af því fé sem lagt er í fiskiðnað- inn, en ekki hafnir, kælitæki, niðursuðuverksmiðjur eða smá- söluverzlanir, eins og ætla mætti. í ofannefndri bók segir, að sam- kvæmt opinberum skýrslum í Kanada hafi útgjöldin til fiski- skipa numið 67 af hundraði heildarútgjaldanna árið 1958, en árið 1917 var hundraðstalan að- eins 45. Fiskveiðar með botnvörpu eru algengastar í 35 löndum, en þar næst koma fiskveiðar með alls- kyns dragnetum, sem eru algeng- astar í 29 löndum. Hvalveiðar eru stundaðar af 11 ríkjum. — Fiskveiðar með botnvörpu hafa hingað til verið álitnar fengsæl- astar, en á síðari árum hafa nýj- ar aðferðir mjög rutt sér til rúms. Þeir spá heimsendi 14. júlí í AFP- fréttum frá Ítalíu er frá því skýrt, aff nokkrir ítatskir dul- spekingar hafi lýst því yfir, aff beimsendir veriff þann 14. þ.m. — nokkru eftir hádegi. — Hafa 25 menn úr félagsskap þeim, er kenmr sig viff Bróffur Emmans, setzt aff í hlíffum Mont Blanck þar sem þeir hyggjast biffa enda- lokanna. Leifftoginn, Bróðir Emmans, hefir lýst þeim þannig aff fyrst verffi miklar kjarnasprengingar, en eftir fylgi ofsalegir landskjálft ar og flóffbylgjur, — og loks fimbulvetur með feikna frosti. Þessir 25 dulspekingar gera ráff fyrir, að nokkrar milljónir manna kunni að lifa ósköpin af — og þeir ætla sér aff vera í þeim hópi útvaldra og hafa því búiff sig að heiman eftir föngum, hafa t.d. með sér birgðir af skjólfatnaði. Fella nýfasistar RÓM, 4. júlí (Reuter): — Ný- fasistaflokkur ítalíu ákvað í dag að hætta stuðningi við minni- hlutastjórn Tambronis í öldunga- deildinni. Er flokkurinn talinn klofinn um það, hvort fella beri stjórnina. Tambroni hefir meiri- hluta í öldungadeildinni án stuðnings nýfasista, en ekki i neðri deild. Nýfasistar tóku þessa ákvörð- un eftir óeirðir, sem urðu í Genúa á föstudag, vegna þess að þeir hugðust halda þar þing. Ríkis- stjórnin kvaðst ekki geta ábyrgzt öryggi fulltrúa á þinginu — og var því þá aflýst. Nýstár- legur stóll MAÐURINN heitir Jörgen Distél og er danskur arki- tekt. — Stóllinn, sem hann situr í, heitir hins vegar ekki neitt, að því er við bezt vitum, en hann hefur vakið mikla athygli víða. — Meðal annars birtist fyrir skömmu heilsíðumynd af honum í hinu vinsæla, franska vikublaði „Elle“. — ★ — Þar er talað um hann sem „millistig" milli hengirúms og rólu — og sem nýjasta nýtt og hið glæsilegasta, sem fram hefur komið und- anfarið, á sviði garðhús- gagna. — Distel og kona hans, Nanna, gerðu stól þennan fyrir sérstaka hús- Tæknihjálpin hafði 2291 sérfræðing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.