Morgunblaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur G. júlí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 „Friðsamleg sambúð” og þríþætt takmark Krúsjeffs eftir IMora Beloff Mikill mannfjöldi á Keflavíkurflugvelli 1 SIÐUSTU ræðu sinai sakaði Krúsjeff bandaríska ráðherrann, Douglas Dillon, um hártogun fyrir það, að hann sagðist ekki skilja merkingu orðanna: „frið- samleg sambúð“ (peaceful co- existence). í Moskvu er merking orðanna mjög einföld. Þau tákna stefnu sem er andvíg gagnkvæmri tor- tímingu — ekkert minna og heldur ekkert meira. Enginn kommúnisti, og vissu- lega ekki Krúsjeff, sem eytt hef- ur svo miklum hluta ævi sinnar í hinum Marx-Leninsku her- deildum, getur afneitað grund- vallarkenningunni um stöðuga baráttu kommúnisma og kapi- talisma. Hún hlýtur að halda áfram, allstaðar og á öllum tím- um, á þjóðlegum og alþjóðleg- um vettvangi, unz hinum heilla- ríka lokasigri er náð — alls- herjarsigri kommúnismans. Hið raunverulega ágreinings- atriði milli kommúnista er ekki það, hvort þessi barátta eigi sér stað, heldur hitt, hvernig hún skuli háð. Enginn vafi er á því, að í heimalandinu nýtur sjónar- mið Krúsjeffs stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta — að bar- áttu þessa verði að vinna án hernðaðarlegra átaka. En eins og rússneskir fyrirlesarar hafa nýlega harmað, þá er þetta sjón- armið ekki viðurkennt undan- tekningalaust. Þeir menn eru til — Krúsjeff nefndi ekki Kína — sem, eins hann orðaði það „halda áfram vélrænum endurtekning- um“ á því, sem Lenin sagði fyrir mörgum áratugum, við mjög ólík söguleg skilyrði. Sem leiðtogi Sovétríkjanna hefur Krúsjeff fulla heimild til að endurtúlka kenningar Lenins. Sjálfur hefur hann sagt, að hinir nýju kommúnistaleiðtogar „hegðuðu sér eins og börn“, ef þeir héldu fast við gamlar kenn- ingar „án þess að taka tillit til hins nýja ástands og raunveru- legs jafvægis í hernaðarlegum styrk þjóðanna.“ Sá sem trúir, eins og rúss- nesku leiðtogarnir, á „friðsam- lega sarnbúð", viðurkennir það sjónarmið Krúsjeffs að menn „með heilbrigða hugsun“ — og þeir mynda meirihlutann, jafn- vel meðal svörnustu andstæð- inga Kommúnismans — geti ekki annað en vitað um hinar ban- vænu afleiðingar annarrar styrj aldar. Þeir kommúnistar, sem ekki aðhyllast þetta sjónarmið, trúa því, að svörnustu andstæð- ingar þeirra séu ekki menn með heilbrigða hugsun, en eftir kenn- ingum Krúsjeffs er hægt að halda áfram baráttunni, án opin- berrar styrjaldar. En þótt þessir trúendur „frið samlegrar sambúðar", með Krú- sjeff sem hinn eiginlega leiðtoga, vilji í höfuðatriðum frið, þá væri algerlega rangt að álykta sem svo, að þeir væru þess reiðu búnir að hætta baráttunni fyrir kyrrlátt líf, gott samstarf og meiri neyzluvörur. Fjarri fer því, að allir Rússar séu hernaðarsinnaðir kommún- istar og fjölmargir þeirra einkan lega konur, njóta með ánægju hinna litlu, en ört vaxandi, mola mannlegra þæginda. En Komm- únistaflokkurinn og Krúsjeff, og það eru einmitt mennirnir sem máli skipta, berjast harðlega gegn hóglífi og sjálfsánægju og skipuleggja orku þjóðarinnar til baráttunnar. I Rússlandi Krú- sjeffs er baráttan þríþætt: hern- aðarleg, hagfræðileg og stuðn- ingur við óháð ríki. ^angað til samkomulag um algerða afvopnun hefur náðst, sitja varnir „föðurlandsins" og annarra kommúniskra landa í fyrirrúmi. Enda þótt Rússar tali miklu minna um vopn, en Banda ríkjamenn og aldrei um flug- velli, þá láðist Krúsjeff þó ekki, í síðustu ræðu sinni, að gefa að- vörun: Við ráðum yfir öflugum styrjaldartækjum, sem fara langt fram úr öllu því sem heims- valdasinnarnir þekkja, þrátt fyr- ir öll sín njósnaflug". Malin- ovsky marskálkur, varnarmála- ráðherra Rússlands hefur nýlega gert áþekkar athugasemdir og allir hinir sovésku útskýrendur hernaðarmálanna taka það fram, að jafvægi hernaðarlegs styrk- leika, einu sinni Vesturveldun- um í hag, hafi nú algerlega snúizt kommúnistum í vil. Enda þótt fækkað hafi verið í sovéska hernum um rúmlega eina milljón, þá hafa sovézku leiðtogarnir fullvissað þjóðina um það, að þessi fækkun manna í hernum sé meira en bætt upp, Krúsjeff lofar hlutleysið Salzburg, 4. júlí. (NTB/Reuter). — NIKITA KRÚSJEFF hefir nú ferðazt um Austurríki í tvo daga. í veizlu, sem honum var haldin hér í kvöld, sagði hann m.a., að Sovétríkin myndu ekki halda að sér höndum, ef eitthvert ríki bryti gegn hlutleysi Austurríkis. Kvað hann Rússa telja það mjög mikilsvert, að landið væri hlut- laust. — ★ — Hann réðist einnig á „visst fólk“, sem héldi fast við hugmynd ina um nýtt „Stór-Þýzkaland“. Kvaðst hann ekki vilja spilla sam bandi Austurríkis og Vestur- Þýzkalands, — en raunverulegt vináttusamband milli V.-Þýzka- lands og annarra Evrópuríkja verður að byggjast á fullkominni fordæmingu á hefnigirni og árás- arstefnu, sagðj hann. — ★ — I gær sagði Krúsjeff í borginni Linz, að Rússar væru fúsir að und irrita afvopnunarsamning við Bandaríkin ,en Eisenhowerstjórn in virtist ekki hafa áhuga á slíku, og yrði það því sennilega að bíða fram yfir forsetakosningarnar. Á STOFNFUNDI „Alþjóðastofn- unar Neytendasamtakanna“ í Haag í vor kom forseti bandar- ísku Neytendasamtakanna, „Con- sumers Union“, að máli við Svein Ásgeirsson og bauðst að senda öllum meðlimum Neytendasam- takanna á íslandi Árbók bandar- ísku samtakanna að gjöf. — í bókinni er ávallt úrdráttur úr niðurstöðum allra þeirra gæða- matsrannsókna, sem „Consum- ers Union“ hefur gert á árinu, og hefur bókin oft verið nefnd „Biblía neytenda“ í Bandaríkjun um, en heitir „Consumer Guide“ eða leiðarvísir neytenda. Boðið var þegið með þökkum og eru bækurnar nú komnar til lands- ins. Útsöluverð bókanna í Banda ríkjunum er alls um 150.000 kr. í bókinni eru umsagnir eða nið urstöður athugana á 2000 vöruteg undum, að vísu á bandarískum markaði, en margar vel þekktar með auknum eldflaugum. í baráttunni milli þessarra tveggja stjórnmálakerfa verður hið sovézka að sanna, ekki að- eins með trú sinni, heldur einn- ig í framkvæmdum, að það geti sigrað Bandaríkin í vörufram- leiðslu. Á Vesturlöndum miðast allar umræður um aukna fram- leiðslugetu í iðnaði og landbún- aði, við tæknileg og fjárhagsleg skilyrði. í Sovétríkjunum er það siðferðileg skylda verkamanna- nna, að finna leiðir til að auka magn og gæði sovéskrar fram- leiðslu: leti og deyfð eru lestir. í þriðja lagi er svo hin stöð- uga barátta um stuðning við meg inlönd Asíu, Afríku og Suður- Ameríku og lausn tengsla þeirra við hin vestræna heim. Á fundi fulltrúa Afríku-Asíu Sambands- ins í Moskvu, vegna heimsóknar Prasad forseta Indlands, í síð- ustu viku, sagði Brezhnev, for- seti Sovétríkjanna: „Samhugur Asíu-Afríku landanna og vin- átta þeirra við Sovétríkin og önnur socialisk lönd, er orðinn mikilvægasta atriðið í hinu al- þjóðlega ástandi . . . Öfgalaust mætti segja að lausn þeirra vandamála, sem í dag hvíla þyngst á mannkyninu, sé að miklu leyti undir því komin,' hversu sterk samstaða þessarra frið-elskandi afla er“. Áhugi Sovétríkjanna á Afríku og Asíu og nú á Suður-Ameríku, hefur verið að koma betur og betur í Ijós, í Moskvu. Það sést bezt í gestabók Krúsjeffs sjálfs og á hinum nýförnu og fyrirhug uðu ferðalögum hans til staða, sem áður voru nýlendur. Í þessu sambandi táknar „friðsamleg sambúð" það að útrýma „kapi- talistunum" á þessum svæðum með öllum þeim aðferðum, sem ekki eru beint hernaðarlegar að- gerðir. Hún táknar líka það, að Sovétríkin verði að vera þess albúin, að veita fjármuni, þekk ingu og tækni, ssem venjulega kom frá löndum „heimsvalda- sinna“. Ef Sovétríkjunum tekst að framkvæma eftirtalin þrjú atriði: að halda „friðsamlegum ríkjum“ hernaðarlega öflugri en óvinir þeirra, að sigra í efnahagskapp- hlaupinu við Vesturveldin og reka „heimsvaldasinnana“ úr þeim löndum, er þeir stjórnuðu áður, þá hefur hin „friðsamlega sambúð“ Krúsjeffs leitt til meiri sigurs en nokkur hernaðarleg barátta. Og þannig heldur bar- áttan áfram . . . (Observer — öll réttindi áskitin) hér á landi, svo sem heimilis- tæki, bílar, saumavélar, raf- magnsvélar, sígarettur (t. d. um tjöru- og nikótíninnihald hverr- ar tegundar) svo að eitthvað sé nefnt, en auk þess er þar að finna margvíslegan fróðleik um vörur, þótt ekki séu sömu teg- undir á markaði hér. Þess má geta, að innfluttar vörur til Bandarikjanna eru teknar til rannsókna engu síður en inn- lendar, og í kaflanum um fryst fiskflök er hinna íslenzku getið meðal þeirra, sem þar eru flokk- uð eftir gæðum og verðs getið til samanburðar. Er ljóst, hversu mikilvægar slíkar gæðarann- sóknir eru, sem þannig eru birt- ar og milljónir manna fara eftir við vöruval og treysta fullkom- lega. Memlimir vitji gjafarinnar og lesi — eða gefi öðrum „Leiðarvísir neytenda" gefur MIKILL mannfjöldi var á sunnu dag samankominn á Keflavíkur- flugvelli, en þar fór fram sýning á liðsafla og útbúnaði bandaríska varnarliðsins í tilefni af þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna sem var í fyrradag. Fjöldi áhorfenda var kominn úr Reykjavík og ná- grenni flugvallarins, og er gizk- að á, að um 4000 manns hafi komið á sýninguna. Fyrst fór fram liðskönnun, þá flugu yfir flugvélar af ýmsum gerðum og auk þess var sýnd björgun með þyrilvængju. Voru leiknar ýms- HÖFN, Hornarfirði, 3. júlí: — Hér hefur verið ágætis heyskapar tíð sl. hálfan mánuð. Hefur mik- glögga hugmynd um það, hvernig hin banadrísku Neytendasamtök starfa, og hve mjög þau hljóta að stuðla að vöruvöndun og vera neytendum, sem vilja, til mikils stuðnings, en það geta þau í krafti hins mikla fjölda, sem er áskrifandi að ritum þeirra. Gjafabókin er að sjálfsöðu á ensku, en hver meðlimur getur ráðstafað þessari eign sinni að vild, og hér er fyrst og fremst um handbók að ræða, sem allt af getur komið sér vel. — Nýir meðlimir fá bókina einnig ókeypis, meðan upplag endist. Ekki eru tök á að senda bók- ina vegna nýhækkaðs burðar- gjalds og lágs árgjalds, menn geta vitjað hennar á skrifstofu Neytendasamtakanna, Austur- stræti 14, 3. hæð, en hún er opin virka daga milli kl,, 5 og 7. ar listir með henni, og að lokum dreifði hún sælgætispokum i fallhlífum um áhorfendasvæðið. Inni í stærsta flugskýli vallarins voru sýndar flugvélar og vara- hlutir, útbúnaður lögreglu og slökkviliðs o. fl. Þar voru og framreiddar veitingar. Síðasti lið ur hátíðahaldanna var kappakst- urskeppni sem fór fram á Patter- sons-flugvellinum, sú önnur í röð inni hér á landi, og horfði fjöldi manna á hana. Myndin að ofan sýnir tvo unga áhugamenn um flug í stjórnklefa sjúkraflugvél- ar hersins. ið verið slegið hér í Hornafirðl og nýting heyja verið ágæt. • Bjart framundan , Mjög vel lítur út með vöxt I kartöflugörðum, enda óvenju snemma sett niður á þessu góða vori og má vænta þess að upp- skera verði með bezta móti i haust. Þá hafa gæftir verið með ágæt- um og bátum, sem leggja hér upp fisk, fer alltaf fjölgandi. Alls hafa 14 bátar landað hér seinni hluta júnímánaðar og er sam- anlagður afli þeirra 205 lestir af slægðum fiski með haus Mikið af aflanum er ufsi en þó kemur fyrir að einstaka bátur er nær einvörðungu með þorsk. Allt er þetta handfærafiskur. ★ Humarveiðar M.b. Hafbjörg frá Neskaupstað hefur hafið humarveiðar hér. Kom hún úr fyrstu ferð sinni með 125 körfur af humar eða nálægt 2595 Var það eftir 2ja sólar- hringa v.’^ar. ijargir bátar hafa búið sig undir dragnótarveiðar og varðar það nokkru fyrir þá, et veiði- svæðið fæst opnað. — Frettaritari Hvað eru sígarettur sterkar? Humarveiðar hafn■ ar frá Hornafirði Góð gras og kartöfluspretta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.