Morgunblaðið - 06.07.1960, Page 17
Miðvik'udagur 6. júlí 1960
MORCVyrtTAÐIÐ
17
Landslagr Cannes 1958. ,,I»essi var í vinnusíofunni minni fyrir tveimur árum. Hún var öll
hvít og blá og ég notaði lakkmáiningu, sem ég blandaði saman við venjulega málningu.
Það var I tilraunaskyni. Síðast vissi ég ekkert orðið, hvað var í hvaða málningarblöndu,
né í hvaða hlutföllum. Þetta er nýjasta myndin á sýningunni. Ég kærði mig ekkert um
að sýna allra nýjustu myndirnar mínar“.
— Picasso
Framhald af bls. 10.
að heimsækja hann í La Cali
fornie.
Samningur við Hollywood.
Þegar Durand heimsótti
hann vildi svo til, að Jean
Cocteau hinn frægi rithöf-
undur og félagi Picassos var
að koma í heimsókn. „Ég verð
að búa mig upp fyrir hann“,
sagði Picasso og fór upp á
loftið. Þegar hann kom niður
aftur ráku gestir hans upp
skellihlátur. Á skallanum á
sér hafði hann sfett hvítt kló-
settsetuáklæði með blúndum,
og rauðri rós í miðjunni.
Hann var í kjól úr litprent-
uðu bómullarefni, köflóttum
hnéháum sokkum og drapp-
leitum inniskóm. Hann not-
aði flugnaspaða sem blævæng
og innan undir kjólnum hafði
hann stillt pappakassa á
brjóstið. Yfir öðru auganu
hélt hann hárgreiðu eins og
hún væri.lonétta.
Þegar Cocteau kom gekk
Mynd af Nusch Eluard 1937.
„Ég hef gert mörg málverk
og teikningar af Nusch Elu-
ard. Hún var góður vinur.
Þessi mynd er ekki vei þekkt.
Ég held hún hafi aldrei ver-
ið sýnd opinberlega".
Berfætt stúlka 1895. „Þetta
er ein af gömlu myndunum
mínum. Ég hafði gert margar
myndir af þessu mótívi, en
þessa mynd lét ég selja í búð
í La Coruna á Spáni. Það
Picasso á móti. honum með
uppgerðargremju og sagði
með hneykslunarhreim: „Þú
lézt okkur leika í Orpheus-
kvikmyndinni og við bjugg-
umst við því að fá strax kvik
myndasamning við Holly-
wood. En ekkert hefur gerzt.
Við höfum ekkert tilboð feng-
ið“.
voru seldar regnhlífar í búð-
inni, eða réttara sagt, það
var búð af gamla skólanum
sem seldi allt frá diskum og
upp í föt og regnhlífar, og
jafnvel málverk".
Picasso vakti langt fram
á nótt. Kl. 1 eftir miðnætti
sat hann enn uppi og saup
með okkur sterkan skota. Og
ennþá seinna um nóttina
kvaddi hann gesti sína og
sagði: „Nú ætla ég að fara
að vinna, — nú er ég búinn
að skemmta mér nóg“.
Karlakórinn Heimir
í Skagafirði
BÆ, 20. júní. — Það mun stað-
reynd að við íslendingar erum
mjög söngelsk þjóð, og að fólks-
tölu stöndum við sjálfsagt mjög
framarlega í þeirri mennt.
En ég ætlaði lítillega að minn-
ast á skagfirzkan söng. Skagfirð-
ingar eru taldir söngmenn,
kvennamenn og hestamenn. Allt
eru þetta að mínum dómi miklir
kostir. Ef Skagfirðingar eru sam
ankomnir í bíl eða á mannamót-
um heyrist ósjaldan söngur, og
gleðskapur er þar oft í hávegum
hafður. Það stutta sem ég man til
hafa óslitið verið starfandi bæði
karlakórar og biandaðir kórar
hér í héraðinu, og margir ágæt-
lega starfhæfir söngstjórar hafa
haldið uppi fjölþættu sönglífi.
1916 tóku sig til 9 efnilegir
söngmenn hér í firðinum og
mynduðu karlakór, sem nefndur
var Bændakórinn skagfirzki.
Þessir menn voru: Sigurður
Skagfield, Þorbjörn frá tíeiði
(Geitaskarði), Bjarni Sigurðsson,
Sigurður á Geirmundarstöðum,
Sæmundur á Dúki, Kristján
Hansen Sauðárkróki, Benedikt á
Fjalli, og Þorvaldur Guðmunds-
son Sauðárkróki. Söngstjóri var
lengst af Pétur Sigurðsson Ög-
mundarstöðum. Allt voru þetta
prýðilegir söngmenn, enda varð
kórinn fljótt landskunnur og
bættist þá líka góðir liðsmenn.
Fljótlega fór Sigurður Skag-
fíeld til söngnáms en í hans stað
kom ágætur maður Haraldur
Jónasson á Völlum. Má segja að
þarna hafi verið valinn maður
í hverju rúmi. Eftir 9 eða 10 ára
starf hætti Bændakórinn störfum
og voru vinsældir hans þá svo
miklar að nú eftir um 35 ár er
vitnað til hans, þegar um góðan
söng er talað.
Tveim árum eftir að Bænda-
kórinn hætti störfum er karla-
kórinn Heimir stofnaður aí 10
félögum. Benedikt á Fjalli, sem
líklega hefir verið einn mesti
bassamaður sem núlifandi Islend
ingar muna, varð einnig stofn-
andi Heimis 1927. Fyrsta árið
stjórnaði Gísli í Holti kórnum eft
síðan hefir Jón Björnsson frá
Hafsteinsstöðum haft söngstjórn
eða í 33 ár og má það kallast
þrekvirki við þær aðstæður, sem
um er að gera þar sem söng-
mennirnir eru úr 5 hreppunu
sýslunnar, flest af þeim bændur,
og einyrkjar margir hverjir, sem
vitanlega eiga erfitt með að kom-
ast á æfingar eins oft og þurfa
þykir. Söngfélagar eru nú 35 í
Heimi. Heyrði ég nýlega til
þeirra og var það eins og oft áð-
ur að á slíkum stundum gleymir
maður stað og stundu, liggur
kannski við að maður fari að
raula með, en á síðustu stundu
áttar maður sig áður en óhæfa er
framin.
Ég hitti Jón Björnsson söng-
stjóra og spjallaði við hann litla
stund um starf þeirra. Ótrúlega
mikið starf liggur á bak við vel
fluttan söng þeirra vegna erfiðra
aðstæðna eins og áður er sagt,
enda ekki vinnustundir reiknað-
ar þar til verðs. Á þriðja hundr-
að lög eru þeir búnir að æfa, og
milli 80 og 90 sinnum hafa þeir
komið opinberlega fram. Heimir
er aðili að Sambandi norðlenzkra
karlakóra og er einnig í Lands-
sambandi íslenzkra karlakóra.
Ágætrar kennslu hefir kórinn
notið hjá frk. Ingibjörgu Stein-
grímsdóttur, sem kennir á veg-
um karlakóranna. Sagði söng-
stjórinn að aðstoð Ingibjargar
hefði verið þeim ómetanleg bæði
sem kennara og oft sem undir-
leikara.
Þó ég finni mig ekki mann úl
að dæma um listagildi söngs
þeirra í Heimi þá dylst mér ekki
að þar eru ágætar raddir undir
öruggri stjórn.
Fjórir ágætir einsöngvarar eru
í kórnum, sem gætu áreiðanlega
látið til sín heyra hvar sem er.
Jú, það er lán okkar Skagfirð-
inga að eiga Heimi starfandi,
eiga góðan söngstjóra og áhuga-
sama drengi, sem vilja mikið á
sig leggja fyrir göfuga söng-
mennt. — B.
Hjolmiriður Jonatansdðttir 70 úra
ÞANN 9. júní átti Hjálmfríður
Jónatansdóttir, Búð, Hnífsdal 70
ára afmæli. Vissulega minnast
margir þessarar konu á þessum
tímamótum ævi hennar. Hún bjó
ásamt manni sínum Vagni Guð-
mundssyni um langt árabil í
Furufirði á Ströndum og þar
gistu margir garð hennar og
nutu frábærrar gestrisni og
geriðasemi þeirra merkishjóna.
Þær byggðir þarna norður frá
voru oft fjölsóttar ferðamönn-
um. Þessar afskekktu slóðir, heill
uðu ýmsa til ferðalaga, og var
þá gott að fá hlýjar móttökur
og rausnarlegar, en þær voru í
té látnar af mikilli gestrisni.Þess-
ar byggðir á Ströndum voru á
tímabili fjölbyggðar fólki, en
fólkið þar var mikið ágætisfólk,
gestrisið, og taldi skyldu sína
hvers konar greiðasemi við veg-
farendur og lét þeim í té hvers
konar hjálpsemi, er ferðamannn-
inum kom oft vel. Þessum hlutum
kynntist ég um langt árabil mikið
og verður jafnan minnisstætt og
á þessu fólki mikið að þakka
frá því ferðalagi. Oft kom ég
hrakinn í þeim ferðalögum til
Hjálmfríðar og naut þar frábærr-
ar gestrisni og hjálpsemi, á allan
hátt. Var heimili hennar á allan
hátt hið myndarlegasta, enda
bjuggu þau hjón rausnarbúi um
mörg ár í Furufirði. Nú eru
þessar fögru byggðir á Stöndum
og landgæðin ónotuð af fólki,
sem fyrir tímanna rás flutti
þaðan, en mundi eiga eftir að
verða byggðar fólki aftur síðar.
Fólkið, sem flutti þaðan skildi
eftir góðan orstír um veruna
þar.
Ég þakka þeim merkishjónum
frá Furufirði mörg samskipti og
óska Hjálmfríði allra gæða á
þessum tímamótum og bið henni
sem beztrar líð^nar og heilla
allar ólifaðar ævistundir.
Páll Pálsson.
Nýir verðlistar koma fram í dag — BIFREIÐASALAN
Ingólfsstræti 9 — Símar: 18966 og 19092.
SÍ-SLÉTT P0PLIN
(N0-IR0N)
MINERVAcÆv#*<«>»
STRAUNING
ÓÞÖRF