Morgunblaðið - 20.07.1960, Side 6

Morgunblaðið - 20.07.1960, Side 6
MORCVISBLAÐIÐ Miðvik'udagur 20. júlí 1960 Fé /ó nœr viku í fönn í maílok Fréttabréf úr Borgarfirði eysfra BORGARFIRÐI, 13. júlí 1960 — Hér hafa gengið óþurrkar að und anförnu í hálfa aðra viku. En áður hafði verið góður þurrkur um langan tíma svo að þeir, sem fyrst gátu byrjað að slá voru langt komnir með fyrri sláttinn aðrir um það bil hálfnaðir, en margir skemmra á veg komnir og einstaka bændur voru ekki bún- ir að ná neinu þegar óþurrkarnir byrjuðu. Það fór mjög eftir því (hvað fé var lengi beitt á túnin fram eftir vorinu, hversu snemma menn gátu hafið sláttinn. Margir eru farnir að friða nokkurn hluta túnanna fyrir vorbeit einkum ný- ræktir og flýtir það slætti á þeim faluta um hálfan mánuð þegar þurrkar eru til staðar. Hér vor- aði óvenju snemma og vel að þessu sinni, var veðrátta allt vorið hin hagstæðasta með tilliti til grassprettu og skepnuhalda að undanskildu mjög slæmu á- felli, sem kom um 21. maí og stóð í tvo, þrjá daga. Var þá krapaslydda í byggð, en mikil fannkoma til fjalla, svo fé fenti til og frá um hreppinn. Ær voru þá á húsi þar sem sauðburður var almennt byrjaður, en ekki var farið að sleppa lambám nema þeim sem höfðu borið fyrir venju legan sauðburðartíma og voru ærnar með stálpuðum lömbum. Ekki varð því teljandi tjón á lömbum í þessu veðri, en geldfé var komið um öll fjöll og ekki hægt að ná því í hús, enda grunaði menn ekki að þvi væri hætta búin. Sérstaklega stóðu hrútar ílla af sér veðrið, er vitað um fjóra er fennti til dauða en aðrir komu úr fönninni mjög illa á sig komnir. Alls er vitað um rúmlega 20 kindur er komu úr fönn eftir þetta veður, sumar eftir um það bil viku og talið er að þær hafi verið mun fleiri, sem fennti. Snjóinn tók mjög ört upp í miklum hlýindum. Sauðburður gekk yfirleitt vel, voru lambahöld víðast hvar góð og margt tvílembt, er vitað um bændur er fengu um og yfir ■% af ám sínum tvílembdar. >á var sumstaðar þó nokkuð um það að ær ættu þrjú lömb og ein ær, eign Björns Ólafssonar, Brautar- faolti, átti 4 lömb. Var hún ættuð frá Húsavík eins og flestar þrí- lemburnar, en þar er óvenju- lega mikil frjósemi I fé. Ekki er enn farið að rýja suðfé en verð ur farið til þess strax og veður leyfir. Tvö tófugren fundust hér í vor og vann grenjaskyttan Björn Þórarinsson Hjallhó} á þeim, samtals 12 dýr bæði fullorðin og hvolpar. Reytings afli hefur verið hér að undanförnu, þegar gefið hefur á sjó. Hefur fiskurinn mestmegnis fengizt á línu og oft verið langt sóttur. Spretta er nú orðin mjög góð á þeim túnum, sem enn eru ósleg- in og fara þau að spretta úr sér ef ekki verður hægt að slá þau áður en langt líður. En heyskapur hefur nær alveg legið niðri síð- an óþurrkurinn byrjaði og munu menn fara hér hægt með að slá niður á meðan ekki kemur þurrk- ur. — Cengur frá- bœrlega vel í SÍMTALI við séra Sigurð Ein- arsson í Holti, í gær, sagði hann að bændur undir Eyjafjöllum væru allir önnum kafnir í faeyi í gær, sem og aðra daga, nú undan farið. Segja má að heyskapurinn hér um slóðir hafi gengið jafn frábærlega vel, og faann gekk erf iðlega í fyrra. Svo gæti farið, ef vel viðrar, að bændur hér ljúki að öllu leyti fyrra slætti í þessari viku. í dag eru allir að slá. Hér spratt held- ur seint. í gær, sunndaginn, gerði snögg lega mikla skúr, en slíkur af- bragðs þurrkur hefur verið í dag að það sem þá blotnaði, er þurrt orðið aftur. Skólaskipið Hipper Fyrsta þýzka herskipið eftir stríð kemur til Reykiavíkur Þad er skólaskipib Hipper með 111 sjólidsforingjaefnum oft er þýzka í D A G er væntanlegt til Reykjavíkur þýzkt skólaskip, en það er fyrsta þýzka her- skipið, sem kemur hingað eft- ir stríð, því að fiskeftirlits- Cuðmundur Císlason Kveðja til Sigurðar á Laugarbóli Kveðja til Sigurðar á Laugabóli.. KÆRI Sigurður. Þakka lokasvar þitt í Morgun- blaðinu 13. þ.m. Ég er þér fylli- lega sammála um það, að ekki muni að svo stöddu vera grund- völlur fyrir okkur til frekari við- ræðna um mæðiveikimál á opin- berum vettvangi. Við lestur bréfs þíns rakst ég að vísu á ýmsar rangfærslur og blekkingar, sem víst væri þörf að leiðrétta. En þá minntist ég orða Halldórs Kiljans forðum um kunn an stjórnmálamann: „Að lenda í ritdeilum við hann er eins og að spila langhund. Það er of tíma- frekt spil fyrir mig“. En, ef til vill fáum við síðar tækifæri til að hittast, og þá væri mér ljúft að ræða nánar við þig um reynslu mína og viðhorf til varnarmála, enda þótt ýmislegt bendi til þess, að þar verðum við seint á einu máli í öllum atriðum. Með beztu kveðju, Guðm. Gíslason. skipið Poseidon, sem hér á ferð er ekki í flotanum. Skipið, sem kemur í dag í kurteisisheimsókn til íslands, heitir „Hipper“ og er 1470 lesta freigáta. Á skipinu er 234 manna áhöfn, nær helm- ingurinn af því ung sjóliðs- foringjaefni. Kemur „Hipper“ til hafnar um kl. 10 árdegis. Saga skipsins Yfirmaður hins þýzka skóla- skips heitir Paul Hartwig. Hann er 44 ára. Á stírðsárunum var hann fyrst á vasaorustuskipinu Deutschland og síðan stýrimað- ur og stjórnandi kafbáta. Hann tók við stjórn skólaskipsins í ár. Skólaskipið Hipper er smíðað í Torneyeroft skipasmíðastöðinni í Englandi 1944—45, en ekki tek- ið í notkun í brezka flotanum fyrr en 1946. Hét það þá Actaeon Paul Hartwig og var aðallega á Suður-Atlants- hafi og Indlandshafi. Árið 1953 var það tekið úr notkun og lá í höfn fram til 1958, þegar hinn nýstofnaði þýzki herskipafloti keypti það 1958. Lengd þess er 91,3 meter, breidd 11,7 m, djúp- rista 3,5m. Mesti hraði er 18 fanútar. Það er vopnað fjórum bl0,2 cm byssum og tveimur 40 mm byssum. Brún andlit, bök og hálsar Reykvíkingar hafa baðað sig í sól að undanförnu eins og sjá má glögg merki hvar sem fólk er samankomið. Strætisvagnarnir eru fullir af fólki sem er brúnt um andlit og háls, hraustlegt og fallegt. Húsmæður í borginni hafa hraðað sér við verkin og síð- an lagzt út í garð í baðfötum, og afgreiðslufólk í hinum og þessum verzlunum bæjairins hefur notað hverja bá stund, sem enginn viðskiptavinur kom, til að standa á þröskuld- inum og láta sólina leika um andlitið. Áhrifin hafa líka fljótt sagt til sín. Brún andlit, hálsar og bök blasa við hvar- vetna og vítamínmyndun sól- argeislanna gefur aukínn styrk og bætir skapið. Gerviefni rafmagnsljós En svo er að sjá, sem sum- um nægi ekki gjafmildi skap- arans. Það er mjög í tízku, einkum meðal kvenþjóðarinn- ar, að vera sem allra brúnast- ur og þykist sú ekki kona með konum sem ekki er dökkbrún á þeim hluta líkamans, sem sæmilegt er að sýna. Nú eru konur til allrar hamingju ekki lengur háðar sól og regni með brúnkuna, því meðal nokkurt hefur runnið upp á markaðinum, sem gegnir hlut verki sumarsólarinnar að þessu leyti. Er það gerviefni, sem nefnist „No time“, og ☆ FEKUIMAMD verkar á sex klukkustundum, en varir í nokkrar vikur. Það ku standast alla þvotta. Þar sem ekfni þetta er alveg nýtt, er engin reynsla komin á heilsusamlegheit þess, en hitt er vitað, er skiptir meira máli ,að faúðin verður kolbrún þegar því er nuddað á hana. Má segja að nútímakonurnar séu miklum mun betur settar en ömmur þeirra og langömm ur, sem biðu þess oft dögum saman að sól skini á þær við hrífuna eða á fiskreitnum. Þá hefur Velvakandi einnig frétt, að til séu konur í þess- um bæ, sem ekki láti sér nægja sólina og gerviefnin, heldur setji gervisólina sína í samband þegar alvörusólin er gengin til viðar vestur á Flóa. • Byggð á tjaldstað Ferðamaður, sem dvaldist á Laugarvatni í góðu yfirlæti um síðustu helgi minntist á þægindi sem tjaldgestum eru þar búin. Bað hann um að þakklæti yrði komið á fram- færi við rétta aðila fyrir að- búnað, sem tjaldfólk nýtur þar á staðnum, Vatnsleiðsla á tjaldstað og hreinlæti 1 faví- vetna til fyrirmyndar. Þá bað hann einnig að þeirri fyrir- spurn væri beint til ráðandi manna, hvort nauðsynlegt væri að 'hefja byggingarfram- kvæmdir á þessum ágæta tjaldstað, en þær virtust standa fyrjr dyrum. Sagði maðurinn að leiðinlegt væri, ef svo skemmtilegur tjaldstað ur væri eyddur, ef hægt væri að koma byggingum fyrir ann arsstaðar með góðu móti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.