Morgunblaðið - 20.07.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.07.1960, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 20. júlí 1960 ■Crtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SVEITARFÉLÖGIN JT'RÁ því hefur verið skýrt, að hinn 15. þ. m. hafi í fyrsta sinn verið greiddur hluti sveitafélaganna af hin- um nýja söluskatti. Voru þá greiddar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga rúmar 18 millj. króna, en alls er gert ráð fyr- ir að sveitarfélögin fái á þessu ári 56 millj. króna af sölu- skattinum. Það hefur um langt skeið verið baráttumál Sjálfstæðis- flokksins að útvega sveitarfé- lögunum nýja tekjustofna, svo að þau þyrftu ekkl nær eingöngu að vera háð útsvör- um um tekjuöflun til nauð- synlegra starfa og fram- kvæmda. Við setningu lag- anna um söluskatt náðist svo samkomulag um það milli stjórnarflokkanna að fimmti hluti skattsins skyldi renna til sveitarfélaganna. Á því leikur ekki minnsti vafi, að það er mjög heppi- legt fyrir alla framþróun í ís- lenzku þjóðlífi að fjárhagur sveitarfélaganna sé styrktur, og þau gerð sem óháðust ríkisvaldinu. Sú dreifing valdsins, sem því er samfara, að hinar ýmsu stofnanir þjóð- félagsins, sem í heild mynda hið lýðræðislega þjóðfélag, séu sem sjálfstæðastar, er hvarvetna talin mjög mikil- væg fyrir farsæla framþróun. Þess vegna var það orðið mikið áhyggjumál, hve slæm- ur f járhagurinn var hjá f jölda sveitarfélaga og þau háð góð- vild ríkisvaldsins. Með hinum nýja tekjustofni er veruleg bót ráðin á þessu vandamáli. Menn deila um það, hvort heppilegri séu beinir eða ó- beinir skattar, og er ekki nema eðlilegt, að slíkar rök- ræður eigi sér stað. Nú er gerð víðtæk tilraun með nýja, óbeina skatta, en dregið úr beinu sköttunum að sama skapi. Bezt er að láta reynsl- una skera úr því, hvernig þessi háttur muni reynast, en eitt atriði má taka til sérstakr ar athugunar. Fyrir þá sem telja mikil- vægt að eíla sjálfstæði sveitar félaga og byggðarlaga, en draga að sama skapi úr ofur- valdi ríkisins, er þessi nýi háttur ánægjulegur. Þegar áður hefur átt að styrkja sveitarfélög fjárhagslega, hef- ur vart verið til þess önnur leið en sú að auka álögur á útsvarsgreiðendur. Slíkar ráð stafanir hafa að sjálfsögðu verið óvinsælar, þar sem menn vilja yfirleitt komast hjá miklum skattgreiðslum. Af því hefur svo leitt, að erf- itt hefur reynzt að afla þeirri skoðun nægilegs fylgis að auka bæri sjálfstjórn sveitar- félaganna og tryggja betur fjárhag þeirra. Þvert á móti hafa menn hneigzt að því að segja sem svo: Við skulum reyna að sleppa með sem lægst útsvör og velta sem mestu af byrðunum yfir á ríkisvaldið. Af slíkum hugsunarhætti hefur það svo leitt, að vald ríkisins hefur síaukizt á kostn að byggðarlaganna og þunga- miðja þess flutzt í vaxandi mæli til höfuðborgarinnar. Á meðan slíkur hugsunarháttur er ríkjandi og beinlínis á hon- um alið af þeim, sem í fram- boðum eru eða leitast við að afla sér áhrifa í héruðunum, er tilgangslítið að tala um Reykjavíkurvaldið. Það eru einmitt þeir, sem mest fjand- skapast gegn því, sem eru vís- vitandi eða óafvitandi að vinna að eflingu þess dag hvern. Þótt söluskatturinn sé stórt ’spor í áttina að því að tryggja sjálfstæði sveitarfélag anna, þá er spurning um það, hvort ekki væri heilbrigt og eðlilegt að ganga mun lengra inn á þá þraut að tryggja fjárhag sveitarfélaga án auk- inna útsvarsgreiðslna og raun ar virðist nú tímabaert að hefja umræður um það, hvort ekki ætti að gera róttækar breytingar í þá átt að efla vald byggðarlaganna. Hin nýja kjördæmaskipun býður einmitt heim slíkum umræð- um. Kjördæmin eru nú orðin það stórar og öflugar heildir að tilvalið virðist vera að fela þeim aukin völd í eigin hér- aðsmálefnum. Vísir að slíkum samtökum er þegar fyrir hendi í ákveðnum laridshlut- um og nú ættu íbúar hinna dreifðari byggða að vinda að því bráðan bug að rannsaka, hvort þeir gætu ekki náð sam- stöðu í mikilvægum málum og heimt til sín aukið áhrifa- vald og yfirráð yfir ákveðn- um málaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn telur í senn mikilvægt að dreifa valdinu í hinu litla, íslenzka lýðræðisþjóðfélagi og efla áhrif byggðanna. Fyrir þær sakir geta áhugamenn um þessi málefni treyst á stuðn- ing stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Ef skynsamlega er að þessum málum unnið verður því að gera ráð fyrir að finnast megi leið, sem happadrjúg verði um alla framtíð. UTAN UR HEIMI ★ Þ A Ð var hinn 9. maí árið 1941. í fjallasetri þýzka „for- ingjans“ var setið að te- drykkju. Auk Hitlers sjálfs, voru þarna staddir nokkrir af nánustu samstarfsmönnum hans. Það var miðnætti og nasistaherrarnir ■ —• Keitel marskálkur, Otto Dietrich, Robert Ley og staðgengill Hitlers, hinn dularfulli Mart- in Bormann —• sátu makinda- lega með tebolla sína í djúp- um, leðurklæddum hæginda- stólunum — og lagskona „for- ingjans“, Eva Braun, gekk um beina og setti kvenlegan „huggulegaheitablæ“ á sam- kvæmið. — ★ — Rætt var um gang styrjaldar- innar — m. a. töluðu menn um London, milljónaborgina „sem ekki vildi deyja“ .... Nasista- foringjarnir ræddu fram og aft- ur um baráttuanda og þrek Bretanna — og til hvaða ráða þyrfti að grípa til þess að buga þá. Stórárás á London? Já, reglu- leg stórárás — harðvítugri en nokkru sinni. — Hugmyndin iljdnaborgin varð til þarna yfir tebollunum — eins og af tilviljun. • Bjuggust ekki við neinu óvenjulegu Skömmu síðar hringdi sím- inn hjá Sperrle, yfirforingja þriðju deildar þýzka flughersins í París. 1 símanum var Hans Jeschonnek, yfirforingi flughers- ins. — Skipunin var gefin — og hinn harðsvíraði Sperrle tók að hugleiða málið — og varð stór- hrifinn af þessari snjöllu hug- mynd. Þarna fékk hann hið gullna tækifáeri til þess að sýna skipulagshæfileika sína og her- kænsku sína. — Er sá óvinur til, sem ekki er hægt að brjóta á bak / aftur með sprengjum — sprengju regni í bókstaflegri merkingu? hugsaði Sperrle. — Hann lét tíu og hundrað vélar í hverri sveit. í höfuðstöðvum brezka flug- hersins hringdi síminn ákaft þetta kvöld. Frá leyniþjónustu flughersins var kalað: Gott kvöld — „radíó-bylgjunni“ er stefnt að London. Hættuboðið gekk áfram. Ef „radíó-bylgjunni“ „sem ekki vildi deyja 66 SPERRLE: — Er sá óvinur til, sem ekki er hægt að brjóta á bak aftur með sprengju? skipunina ganga áfram. A nokkrum klukkustundum var skipulögð árás á London — með 500 sprengjuflugvélum, sem fljúga skyldu yfir Ermarsund í nokkrum flokkum — milli fimm- var beint að London, þýddi það, að sprengjuflugvélar voru á leið- inni eftir „geislanum" til milljóna borgarinnar — með tugi og hundruð lesta af sprengiefni .... Kl. 17:17 um kvöldið var óskað eftir því í höfuðstöðvum slökkvi- liðsins, að minnst 1000 bruna- slöngur yrðu til taks í og við borgina þetta kvöld. — En menn bjuggust svo sem ekki við neinu óvenjulegu. Brunaverðir og hjálparflokkar mættu aðeins „á sínum stöðum" — eins og venjan var á hverju kvöldi. — ★ — Fáum klukkustundum síðar var Lundúnaborg sem eitt eld- haf. Brezki flugherinn var alltof liðfár til pess að geta barizt af nægilegri hörku gegn óvinunum, sem komu yfir borgina í stórum hópum, með skömmu millibili. Þessi mikla árás var feikilega vel skipulögð. Fyrst var varpað nið- ur íkveikjusprengjum —■ til þess að vísa leiðina fyrir sprengju- flugvélarnar, sem á eftir komu. Síðan dundi sprengjuregnið — stórar og smáar sprengjur, og ráðizt var að hverjum borgar- hlutanum af öðrum, samkvæmt fyrir fram gerðri áætlun. • „Sorglegir skopleikir" Þessi nótt var nótt hetjudáða og hörmunga. Fjöldi manns beið bana og óbætanleg verðmæti voru eyðilögð. Kl. 12:15 var Eldsúlurnar stóðu til him- I ins um alla borgina. — Hér | er hin gamla kirkja, St. ' Clement Danes, að brenna. 1 hver einasta brú yfir Thames- fljót milli Lambeth og Tower „skorin" úr sambandi vegna rústa, sem fylltu nærliggjandi götur — 29 mílur af neðanjarðar- járnbrautunum voru ófærar — sex símstöðvar í miðri London höfðu verið sprengdar í loft upp — borgin var orðin algerlega raf- magnslaus — hin mikla Beckton- gasstöð var einnig eyðilögð og 700 af aðalgaslögnum borgarinn- ar höfðu sprungið — eldsúlur stóðu til lofls upp af strætunum og vatnsþrýstingurinn lækkaði hvarvetna. 1 sumum hverfum varð jafnvel algerlega vatnslaust. — Þannig var ástandið þegar snemma nætur — en baráttuandi Lundúnabúans harðnaði við hverja raun. Menn reyndu að bjarga því, sem bjargað varð —• þótt það væri þá ekki alltaf það verðmætasta. — Bakari nokkur í Lewisham kom hlaupandi út úr verzlun sinni, í sama bili og sprengja féll rétt hjá. Hann hélt á heljarstórum smjörpakka í fanginu og lagði hann ofur var- lega á gangstéttina. — I Hamp- stead hætti frú Monica Pitman lífi sínu til þess að bjarga nýju, gráu dragtinni sinni út úr rúst- um hússins. Við Norwood Junc- tion sá frú Henrietta Catwright mann nokkurn ganga sem í svefni um götuna — sem’var upp lýst af bjarmanum frá brenn- andi húsum — allsnakinn. I hend inni hélt hann dauðahaldi á — tveim herðatrjám! I Gordons- ginverksmiðjunum gengu for- stjórinn, Walter Greaves, og menn hans ötullega fram við að bjarga nokkrum tonnum af eini- berjum út úr brennandi húsun- um. Þannig mátti hvarvetna sjá „sorglega skopleiki" gerast í milljónaborginni þessa afdrifa- ríku nótt. • Faraday House Slökkviliðsmennirnir gengu berserksgang í örvílnunaræði — en dælurnar voru of fáar, og vatnsskortur var mjög víða. Einna verst var ástandið við St. Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.