Morgunblaðið - 20.07.1960, Síða 19
Miðvlkudagur 20. júlí 1960
MORCVISBLAÐIÐ
19
Óvæntur styrkur
Stofnaffur hefur verið sjóður í
Hollandi til þess að styrkja Hol-
lendinga, Dani og íslendinga til
náms í lifeðlisfræði eða lyfja-
fræði.
I dag fer héðan af landinu hol-
lenzkur maður, að nafni Wester-
lingr, sem er umboðsmaður sjóðs-
ins, og skýrði hann fréttamanni
blaðsins þannig frá tildrögum
þessa sjóðs:
Sjóður þessi er stofnaður sam-
kvæmt erfðaskrá dr. Quintus
Bosz, sem bjó mikinn hluta ævi
sinnar í Súrabaja á eynni Jövu,
sem þá tilheyrði holleijzku Aust-
ur-Indíum, en er nú ‘einn hluti
Indónesíu. Dr. Bosz rak mikla
lyfjaverzlun þar, en var jafn-
framt ræðismaður Islands og
Danmerkur. Kvæntur var hann
danskri konu. Þegar hann lézt
árið 1954, kom á daginn, að í
erfðaskrá sinni gerði hann ráð
fyrir, að stofnaður yrði sjóður,
sem bæri nafn látins sonar hans,
en hann hét Harald Quintus Bosz
Skyldi honum varið til að styrkja
efnilegt námsfólk frá Hollandi,
Danmörku og íslandi til náms í
lífeðlisfræði eða lyfjafræði, en
skv. frásögn Westerling unni
hann þessum þremur löndum
mjög.
Hingað til hafa Hollendingar
einir fengið styrk úr sjóðnum,
— /jbróf/ir
Framh. af bts. 18.
yfirferð hans var mjög góð. Sig-
urjón Gíslason er að verða sterk-
ur leikmaður, en getur verið
betri. Gunnar Valdimarsson út-
herji er ungur og leikinn með
knöttinn, sömuleiðis Henning
Þorvaldsson. — Markmaðurinn,
Markmaffur fsflrðinganna var
sá sem einna mesta athygli
vakti í leiknum. Úthlaup hans
voru örugg og grip góð. Al-
mennt voru menn farnir að
tala um að Einar Valur Krist-
jánsson ætti að fá tækifæri á
„pressuleik“.
(Ljósm. Sveinn Þormóðsson)
Karl Max er orðinn rólegri og
öruggari í markinu, en áður.
ISFIRÐINGARNIR
Það sem Isfirðingum vantar
auðsjáanlega er keppnisreynsla.
Liðið er létt og gæti verið vel
leikandi lið, en festu vantar í
leik þeirra. Markmaðurinn, Ein-
ar Valur Kristjánsson er í sér-
flokki og Bjórn Helgason er einn-
ið mjög frambærilegur 1. deildar
leikmaður. Aldursforsetinn, Karl
Sanders, var mjög duglegur og
brást aldrei forustuhæfileikinn í
að hvetja sína menn. — Er ekki
að efa að þetta lið ísfirðinga
gæti náð mun lengra, ef það fengi
meiri keppnisreynslu.
Að leik loknum afhenti formað-
ur Knattspyrnusambands íslands
Björgvin Schram, leikmönnum
Hafnarfjarðar verðlaunabikar og
nældi á þá silfurpeningum. Ekki
er haegt að vitna í hvað Björgvin
sagði við þetta tækifæri, því ekki
var svo mikið við haft að hafa
hið fullkomna hátalarakerfi vall-
arins til taks, svo athöfnin var
aðeins einkasamtal form. knatt-
spyrnusambandsins við þá Hafn-
firðinga og ísfirðinga.
— A. A.
en nú mun ætlunin að löndin
þrjú fái styrkinn til skiptis. 1961
á að veita styrkinn á íslandi,
1962 í Danmörku o.s.frv. Eftir
því, sem Westerling sagðist frá,
koma 50.000 krónur í hlut íslend
inga á næsta ári, sem í mesta
lagi má skipta milli þriggja um-
sækjanda. Ásgeir Pétursson, deild
arstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, mun veita nánari upplýsing-
ar um sjóðinn.
— Landhelgm
Frh. af bls. 1
„Vopnahlés-tímabilið", sem
rennur út þann 12. ágúst n.k.,
var ókveðið sem undansláttur
með það fyrir augum að greiða
fyrir samkomulagsumleitunum
er leitt gætu til lykta hið brezk-
íslenzka „fisk-stríð“.
Að Ioknum viðræðum
Eftir viðræður Weloh og lög-
fræðilegra ráðunauta hans, var
í dag boðað til sérstaks fundar
yfirmanna á Grimsby-togurum.
— Að fundinum loknum sagði
Dennis Welch:
„Síðan ég sat fund með fiski
málaráðherranum John Hare,
sl. föstudag, hef ég fengið
ýmsar lögfræðilegar ráðlegg-
ingar. Af þeim er ljóst, að hver
sá skipstjóri, sem veiðir innan
hinna umdeildu 12-mílna
marka, er án nokkurs vafa
ábyrgur fyrir lífi og limum á-
hafnar sinnar í átökum við
fallbyssubátana, þar sem þeir
með slíku framferði óhlýðnast
skipunum togaraeigendanna.“
Hvað skeður eftir 12. ágúst?
Welch sagði einnig, að hann
mundi eins fljótt og unnt yrði,
ganga á fund togaraeigenda, til
þess að kynna sér, hvort þeir
æsktu að gefa ríkisstjórninni
lengri tíma til samningaumleit-
ana, eftir að „vopnahlés-tímabil-
ið“ er á enda.
Hann sagði, að togaraeigendur
„hlytu að bíða mikið fjárhags-
legt tjón“ við það að leyfa ekki
skipum sinum að veiða innan 12-
mílna takmarkanna.
—★—
Síðdegis í gær heyrðist að les-
in var frá einu hinna brezku her-
skipa hér við land, mjög ákveðin
orðsending til yfirmanna brezkra
togara á íslandsmiðum. Mun hún
hafa verið sama efnis og að fram-
an greinir.
— Njósnaskip 1
Frh. af bls. 1 f
sem stöðugt eru á Siórabanka við
Nýfundnaland.
„Togarmn var að áliti Banda-
ríkjanna alveg vafalaust í raf-
einda könnun.“
Starfsmaður leyniþjónustunn- '
ar sem var á fundinum sagði að
með þeim radíótækjum, sem voru
á skipinu hafi verið hægt að
taka upp radíósendingar á mörg
hundruð mílna svæði og að slík-
ar upplýsingar væru talsvert þýð
ingarmiklar hernaðarlega.
Flotinn kallaði blaðamenn til
fundar seint í kvöld til þess að
hlýða á skýrslu leyniþjónustunn-
ar um togarann, en skýrsla þessi
hafði verið afhent Arleigh A.
Burke flotaforingja, yfirmanni
bandaríska flotans.
A fundinum voru sýndar risa-
stórar skuggamyndir af skipinu.
Starfsmaður leyniþjónustunnar
benti á það, áð skipið hefði fyrst
sézt 26. apríl. Kom það þá úr
suðri en tók á sig austlæga stefnu
um 60 mílur suður af Long Is-
land og 85 mílur austur af Sea
Girt í New Jersey.
Myndirnar voru teknar úr loft-
skipi flotans, sem var á þessum
slóðum til að fylgjast með þegar
Polaris eldflaugum var skotið úr
kafbátnum George Washington,
en hann er fyrsti kjarnorkuknúði
kafbáturinn sem búinn verður
eldflaugum. Eldflaugar af þeirri
gerð draga 1200 mílur. j
Fylgzt var með ferðum rúss- (
neska togarans, er hann sigldi (
inn á æfingasvæðið, að stað sem
er um 25 mílur austur af Sea
Girt. Talsmaður flotans upplýs- 1
ir, að á einum stað hafi það gerzt,!
að rússneski togarinn hafi siglt ,
aftur á bak, er hann reyndi að
sigla á dráttarbát bandaríska
flotans. Hlutverk þessa dráttar-
báts var að veiða upp gervield-,4
flaugar sem kafbáturinn var að:
skjóta á ioft í æfingaskyni.
Starfsmaður leyniþjónustunn-
ar benti á ellefu loftnetsstengur
er stóðu upp úr stórum kassa,
sem festur var ó stjórnklefann.
Þá benti hann á tvö radíoloft-
net, sem voru af slíkri stærð og
þau sem notuð eru á stórum her-
skipum.
Talsmaður flotans sagði að
kassinn með loftnetunurn væri
hafður til að fela njósnatæki. Til
dæmis sagði hann, að ljósmyndir
sem teknar voru 26. og 27. apríl
hafi sýnt loftnetin ellefu, en ljós
myndir teknar 29. apríl sýndu
aðeins opin göt, þar sem loft-
netsstengumar höfðu verið. Þann
1. maí voru loftnetin komin aft-
ur.“
Vegna jarðarfarar verða verzlanir okkar
Erum á götunni
eftir nokkra daga. — Hver getur hjálpað ungum
hjónum uin 2ja—3ja herb. íbúð, einhversstaðar í
bænum. — Hpplýsingar í síma 10156.
Eg þakka hjartanlega ættingjum og vinum mínum nær
og fjær, auðsýnda vináttu á 90 ára afmæli mínu 10. þ.m.
Bið Guð að blessa ykkur öll.
Þóranna Tómasdóttir
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem minntust mín á
70 ára afmæli rnínu. — Kær kveðja.
Rannveig Lund.
Konan mín
GUÐJÖNlNA SÆMUNDSDÓTTIR
frá Ásgarði í Miðnesi
lézt 18. þ.m. á Keflavíkurspítala
Sigurður Kristjánsson og börn
lokaðar
í dag frá kl. 12 til 4.
SÆÆM?
Móðir mín,
VALGERÐUR G. NORÐDAL
frá Hólmi
andaðist 18. júlí
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún Eggertsdóttir
Móðir mín og tengdamóðir
INGVELDUR EINARSDÓTTIR
sem andaðist 16. júlí sl. verður jarðsungin fimmtudag.
21. júlí frá Hafnarfjarðarkirkju. — Athöfnin hefst með
húskveðju að heimili hinnar látnu, Hraunkambi 5,
Hafnarfirði kl. 1,30 e.h.
Ásta Júníusdóttir, Vigfús Sigurðsson
Faðir minn
VALDIMAR JÓNATANSSON
Eskihlíð 14
andaðist 18. þ.m. — Jarðarförin tilkynnt síðar
Signar Valdimarsson
SÆMUNDUR SIGFCSSON
Hverfisgötu 44
lézt 15. þ.m. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 21. þ.m. ki. 10,30
Fyrir hönd vandamanna.
Ásmundur Eiríksson
Móðir okkar
SIGRÍÐUR HAFLIÐADÓTTIR
frá Birnustöðum, Skeiðum
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðviku-
daginn 20. júli kl. 3. Húskveðja íer fram að heimili
hennar Laufásvegi 72 kl. 2,15.
Jóhann Kristjánsson, Sigurliði Kristjánsson
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EMILÍA S. BJÖRNSDÓTTIR
veiður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22.
þ. m. kl. 3 e.h. — Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en
þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Slysa-
varnafélag íslands.
Lára Magnúsdóttir, Kristmundur F. Sigurjónsson
Gcorgía M. Kristmundsdóttir, Karl M. Magnússon
Þökkum auðsýnda samúð við íráfall og jarðarför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu.
SIGNÝJAR M. EIRÍKSDÓTTUR
Hrísateig 4
Haraldur Sigurðsson
Hólmfríður Haraldsdóttir, Helgi Haraldssou
Helgi Arason, Guðlaug Guðmundsdóttir
og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar,
HANNESAR JÓNSSONAR
frá Spákonufelli
Sérstaklega viljum við þakka Jóni Helgasyni og konu
hans ásamt Kvæðamannafélagi Hafnarfjrðar fyrir mikla
velvild, er það sýndi okkur.
Eiginkona og börn
Þökkum samúðina vegna fráfalls mannsins míns og
föður okkar
BENEDIKTS B. GUÐMUNDSSONAR
Svandís Vilhjálmsdóttir, Helga og Fíta Benediktsdóttir