Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVXTtr 4 f>1Ð Fimmtudagur 28. júlí 1960 Islttnd ákjósanlesjt íeröamannaland - segir franskur ferðamálasérfrœðingur UNDANFARIÐ hefur dvalíð hér á landi franskur ferða- xnálasérfræðingur, Georges Lebrec að nafni, í boði Ferða- málafélags Reykjavíkur og í samráði við franska sendi- herrann á íslandi, hr. Brion- val. Lebrec hitti í gær frétta- menn og ýmsa forystumenn íslenzkra ferðamála og lét i ljós álit sitt á möguleikum ís- lands sem ferðamannalands. Hefur hann ferðazt töluvert um landið og kynnt sér allar aðstæður. — Hann lét í ljós þá skoðun, að hin landfræðilega lega íslands byði upp á mikla möguleika til heimsókna erlendra ferðamanna. Benti hann sérstaklega á eftir- farandi staði, sem líklegt væri, að ferffamenn mundu vilja heim- sækja: Heykjavík og umihverfi, svo sem Þingvelli og Hveragerði, Snæfellsnes og Mývatn og um- hverfi. Ennfremur Ásbyrgi og fteiri staði þar sem náttúrufeg- urð er stórbrotin. •—★—• Lebrec lagði áherzlu á, að góð- ar samgöngur og hótel væru frumskilyrði þess að unnt væri að taka á móti erlendum ferða- mönnum, en á þetta brysti ennþá töluvert hér á landi. Hann skýrði frá því, að Sviss- lendingar fengju árlega heim- sóknir af álíka mörgum erlend- uin ferðamönnum og þjóðin væri fjölmenn sem í landinu byggi. Heimsóknir erl. ferðamanna væri einnig stórkostleg tekjulind í Frakklandi. Hann var þess full- viss, að íslendingar gætu, ef rétt væri á haldið, skapað sér miklar tekjur af erlendum ferðamönn- um. „NJET“ hljómar nú aftur í Öryggisráðinu. í fyrra- kvöld beittu Rússar neit- unarvaldinu tvisvar gegn tillögum Bandaríkjanna og ítalíu — og rússneska til- íagan um að ráðið vítti Bandaríkjamenn sem „á- rásaraðila“ vegna RB-47 þotunnar, sem Rússar skutu niður yfir Barents- hafi, hlaut daufar undir- tektir. Éinungis Pólverjar stóðu með ítússum, allir hinir 9 talsins á móti. Engin sonnunargögn Claude Corea, fulltrúi Ceylon í ráðinu, sagði: — Rússar hafa ekki lagt fram nein sönnunargögn um að bandaríska þotan hafi verið yfir landhelgi þeirra. Það er ákærandans að leggja fram sönnunargögnin og meðan engin sönnun er fyrir hendi er ekki hægt að dæma hinn ákærða sekan. Og fulltrúi Ceylon studdi bandarísku til- löguna um að hlutlausri nefnd yrði íalið að rannsaka atburðinn og skila niðurstöðu. En Rússar beittu neitunar- valdinu. „Duflið“ var bobbingiir FYRIR nokkrum dögum þóttust menn hafa séð tundurdufl í Þist- ilfirði. Landhelgisgæzlunni var gert aðvart, .og sendi hún varð- skip á vettvang til að eyða vá- gestinum. Þegar skipið kom á staðinn, kom í ljós, að um bobb- ing einan var að ræða, svo að allar hernaðaraðgerðir reyndust óþarfar. Kuznetsov, fulltrúi Rússa í Öryggisráðinu Þeir sögðu líka „Njet“ við ályktunartillögu Itala um að Ráðstjómin heimilaði fulitrú- um Alþjóða Rauða krossins að sinna mönnunum tveimur, sem komust lífs af, er Rússar / skutu bandarísku þotuna nið- ur hinn 1. júlí sl. Þessir menn sitja nú í fangelsi Rússa. Reyndu að fiska upp skeytið Bandaríkjamenn staðhæfðu að þota þeirra hefði aldrei komið nær Rússlandsströnd én 50 km. Bandaríski fulltrú- inn í ráðinu, Cabot Lodge, sagði hins vegar, að rússnesk skip og flugvélar hefðu farið Skól Brynjólfs bisknps NÝLEGA sendi Jón Krabbe, frv. sendifulltrúi í Kaup- mannahöfn, forsætisráðherra silfurskál, sem eitt sinn er sögð hafa verið í eigu Brynj- ólfs biskups Sveinssonar. Silfurskál þessa hafði Jón Krabbe þegið að gjöf frá, ís- lendingi í Kaupmannahöfn fyrir um það bil 40 árum. Skál þessi er fallega smíðuð, gyllt að innan, og á hana grafnir stafirnir B. S. í bréfi til forsætisráðherra segist Jón Krabbe fyrir löngu hafa ákveðið að arfleiða Þjóð minjasafn Islands að þessium grip og biður forsætisráð- herra að veita honum við- töku fyrir landsins hönd. Á myndinni sést Ólafur Thors forsætisráðherra af- henda þjóðminjaverði silfur- skálina. flugvélar hafa ekki skert hár á höfði eins einasta rússnesks karls, konu né barns. Mun- urinn á Bandaríkjamönnum og Rússum er sá, að við „skjót um“ þeirra flugvélar með ljós myndavélum. Þeir skjóta okk- ar þotur niður með byssum“, sagði Lodge. Meirihlutinn lítils megnugur Eftir fund Öryggisráðsins í fyrrakvöld hafa Rússar beiít neitunarvaldinu 89 sinnum. Enda þótt orðið „neitunar- vald“ sé hvergi nefnt í stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna get ur neikvæð afstaða eins hinna fimm ríkja, sem fastafulltrúa eiga í Öryggisráðinu, hindrað framgang mála, enda þótt all- Hver vill fá veiðimennina? í 89. sinn mikla könnunarleiðangra með fram ströndum Bandaríkj- anna. Hann sýndi mynd af rússnesku skipi „Vega“, sem fyrir skemmstu var í slíkum leiðangri, þar sem bandarísk- ur kafbátur var að gera til- raunir með flugskeyti. „Rúss- amir reyndu meira að segja að fiska tilraunaflugskeytið upp áður en bandaríski flot- inn kom á vettvang til sækja það“, sagði Lodge. Tvenns konar skot Og hann sýndi mynd af rússneskri TU-16 sprengju- þotu, sem búin var njósna- tækjum. Sagði hann slíkar þotur hafa flogið allt að 8 km undan strönd Alaska. „Okkar Henry Cabot Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna ir aðrir fulltrúar greiði at- kvæði á annan veg. Ríkin fimm eru Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Kína og Ráð stjórnin. — Þess vegna hefur meirihlutinn lítið að segja, þegar Rússinn hrópar: „Njet“. Tvenns konar „andar“ Frakkar hafa fjórum sinn- um beitt neitunarvaldinu, Bretar tvisvar, Kínverjar einu sinni, en Bandaríkin hafa aldrei beitt því. — Og það minnir óþyrmilega á fyrri „kuldaköst" milli austurs og vesturs, að Rússar eru aftur farnir að segja „Nei“ í Örygg- isráðinu. Enginn minnist nú lengur á „andan frá Genf“. Hann var horfinn áður en „andinn frá París“ kom til . sögunnar — og enginn veit hve gamall sá „Parísarandi“, sem þeir Krúsjeff og Malin- ovsky sköpuðu, verður. ÞAÐ er nú ljóst, að útlendingarn ir, sem sóttu sjóstangaveiðimótið í Vestmannaeyjum í vor, hafa borið íslandi svo vel söguna, að Flugféiaginu berast nú ótal fyrir- spurnir um næsta mót. — — Langar myndskreyttar greinar um mótið hafa birzt í ýmsum víð- lesnum stangaveiðitímaritum er- lendis og má telja fullvíst, að ekki færri en 100—150 útlending ar mundu vilja sækja sams kon- ar mót hér að vori. —■ ---- Einn Frakkanna, sem kom hingað í vor ,-skrifaði Flugfélag- inu nýlega og sagðist ætla að koma m,eð 30—40 landa sína næsta vor og í mörgum löndum er áhuginn svipaður. — — En stóra spurningin, sagði Njáll Símonarson í viðtáli við Mbl. í gær, er nú: Hvar verður hægt i-i* r ' ~ ---------- *•* ^*^*-*^* Óvenjuleg flugferð MENN urðu forviða á Þingvöll- um í fyrrakvöld, er Douglas-flug- vél frá" Flugfélaginu flaug þar fram og aftur í svo lítilli hæð, að menn þóttust vera í kallfæri við hana. Þarna var á ferðinni sam- göngumálanefnd Norðurlanda- ráðsins, sem Flugfélagið bauð i hálfrar annarrar stundar ferð inn yfir hálendið og Suðurlands- undirlendið Flogið var lágt allan tímann og höfðu farþegarnir mikla ánægju af. Flogið var yfir Lögberg, öxarárfoss, Þingvalla- vatn, yfir Grafning og kring um Heklu. Þá var flogið yfir Vest- mannaeyjar og síðan til Reykja- víkur með nokkrum útúrdúrum. Veður var ágætt, sólarlaust en að taka á móti þessu fólki? Geta Vestmannaeyingar, Keflvíkingar, Hafnfirðihgar, Akurnesingar eða Akureyringar veitt 1—200 veiði- mönnum viðtöku í maí í vor? Ef það er hægt, getum við bætt enn fleiri við árið eftir og innan tíðar mundu mörg hundruð út- lendingar flykkjast hingað á ár- legt sjóstangaveiðimót, sagði Njáll. Fernt slasas^ í Fossvogi . i UM kl. 14,15 á þriffjudaginn slas- aðist fernt í umferðarslysi á Foss vogsvegi. Bifreiðinni R-2316, sem er af Volkswagen-gerð, var ekið aust- ur veginn. Skammt frá skógrækt arstöðinni sveigði bifreiðin út að vegarbrún og rakst á ljósastaur. Af hjólförunum sést, að ekki hafði verið srtögglega beygt' út á brún, heldur hafði bíllinn verið að smáfærast utar. Bifreiðastjórinn, Thor Brand, meiddist mest og lá enn á Slysa- varðstofunni J gærkveldi. Kona hans, sem sat við hlið hans, meiddist minna og var flutt heim til sín fljótlega, svo og Sigfús Hálldórs frá Höfnum og kona hans, sem sátu í- aftursætinu. Synti yfir Akur- eyrarpoll SÍÐASTLIOINN sunnudag syntl Axel Kvaran, stud. jur., yfir Akureyrarpoll. Hann lagði af stað að austan- verðu, frá Veigastaðabás, og tók land við Skjaldborg. Hann var 44 mínútur á leiðinn og synti bringusund alla leiðina. A.m.k. helming leiðarinnar var slæm fagurt. kvika. S* NA /5 hnútar S SVSOhnútor ¥: Snjókoma > OSi \7 Skúrir K Þrumur W/S& KutdasM V'* Hifoskit H Hm» L Lagi í GÆR var grunn lægð við suðausturströnd landsins. Hún stjórnar norðaustan-áttinni, sem ber með sér rakt nafloftið inn yfir landið. Og þar, sem fjr'l! og hálendi verða á leið vindsins, lyftir hann sér yfir og hleður um leið upp skýja- bunka ellegar bólstra, sem demba úr sér vætunni. Á slxk um stöðum rignir oft samfelt allan daginn, þó að í næsta héraði sé bezta veður. A Akureyri var þannig úr- koma mestan daginn í gær, en þurrt veður í Skagafirði, sá jafnvel til sólar öðru hvoru. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Breiða- fjarðar og SV-mið til Breiða- fjarðarmiða: NA kaldi, víða léttskýjað. Vestfirðir til Austfjarða og Vestfjarðamið til Austfjarða- miða: NA kaldi, skýjað og víða rigning eða súld. SA-land og SA-mið: NA gola og síðar kaldi, skúrir í nótt en sennilega úrkomulaust á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.