Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVT\TU 4 O I Ð Fimmtudagur 28. jðlf 1960 PATRICIA WENTWORTH Qamlar syndir | --------------------30 ekki ávítandi heldur spyrjandi, er hún leit á Marie Bonnet. — Nei, það getur varla verið skemmtilegt fyrir yður. Þér er- uð kannske að hugsa um að fara héðan? Marie hnykkti höfði. — Já, til hvers ætti maður svo sem að hanga hér lengur. Ef mér býðst eitthvert tækifæri, tek ég það auðvitað. — Og þér hafið fengið slíkt tækifæri, eða hvað? Ósvífninnj brá fyrir í fasi stúlkunnar. — Það er mitt að meta það, svaraði hún. Maud Silver gaf eftir hvað það snerti. — Það er ekki nema satt, sagði hún, — en tækifærin geta verið þannig vaxin, að þau séu hættuleg. Til dæmis að ætia sér að hafa upp úr því sem maður veit eða getur sér til, getur verið vafasamt fyrirtæki. Reiðiglampa brá fyrir í augum stúlkunnar, en svörtu augnhárin fiýttu sér að hylja hann. — Ég skil ekki, hvað þér eigið við, ma’mselle. Maud Silver leit alvarlega á hana. --■essi æsingar og frjáls- ræðissvipur og yfirleitt allt fas hennar, síðan hún hitti José Car- dozo, vakti hjá henni grunsemdir, sem fóru vaxandi en ekki minnk- andi. Hún sagði: — Ef þér vitið eitthvað, sem öðrum kemur illa, að þér vitið, getur það orðið stórhættulegt fyr ir yður sjálfa. Ef þér farið fram á borgun fyrir að þegja, eruð þér að brjóta lögin, og refsingin get- ur orðið hörð. Með öðrum orðum, hættan er til beggja handa. Þér hafið verið í Englandi allmörg ár, og vitið þá sennilega, hvaða við- lög liggja við fjárkúgun. Mig minnir það heiti chantage á yðar tungu. Marie Bonnet leit upp með sak- leysissvip. Hana kitlaði í fing- urna eftir að gripa þeim fyrir kverkar gömlu konunnar, en auð vitað mátti enginn maður vita það. Nei, hún varð heldur að sannfæra þessa áminningakerl- ingu og lögregluvinkonu um það, að hún væri að vaða reyk. Þær voru hnýsnar þessar gömlu kerl- ingar og þurftu að vera með nef- ið niðri í öllu. Bara að þessi hefði ekki komið að henni í miðjum hugleiðingunum um það, hvað hún skyldi gera þegar hún fengi peningana, sem José Cardozo hafði lofað henni. Nú leit hún upp og sagði, eins og ringluð: — Já, en . . . ma’mselle . . . . Nú var .Maud Silver alveg sann færð Ef enginn fótur hefði verið fyrir ásökun hennar, hefði Marie sleppt sér og orðið fokvond En nú lagði hún einmitt hart að sér til að stilla sig, og á því var ekki nema ein skýring. Hún sagði: — Þetta var allt, sem ég vildi sagt hafa, Marie. Ég býst ekki við, að ungfrú Anning verði lengi burtu héðán af. Og á meðan ætla ég að líta inn til hennar mömmu hennar. Það eru komnir einir tveir dagar síðan ég hef séð hana. Nákvæmlega til tekið var kom ið hátt á þriðja dag síðan Maud Silver hafði komið í heimsókn; það var á miðvikudagskvöldið meðan Alan Field var enn í lif- enda tölu, og frú Anning hafði látið það í ljós með miklum ákafa, að hann ætti refsingu skilið. Hann hafði gert illa þegar hann fór burt og yfirgaf Darsie og fólk, sem þannig hagaði sér, ætti að hitta sjálft sig fyrir. Það stæði í BiblíunnL Márie dokaði við, en aðeins andartak. Hún vissi mætavel, að Darsie hefði aldrei leyft þessa heimsókn. Síðan á miðvikudag hafði hún engum leyft að koma inn til gömlu konunnar. Hún hafði auk heldur alltaf sjálf far- ið með matinn inn til hennar og hún hafði alltaf dokað við inni í herberginu meðan búið var um rúmið og tekið til þar inni. Og hún hafði sagt við alla, að móðir sín hefði fengið taugaáfall við fráfall hr. Fields og bannað öll- um að minnast á það við hana. Gott og vel. Ekki skyldi Marie fara að minnast á það. En að halda aftur af ungfrú Silver, sem var innundir hjá lögreglunni, nei, það væri ekki klóklegt að fara að skiptn sér neitt af henni. Maud Silver gekk nú inn til frú Anning og fann hana eins og venjulega með saumarammann sinn. Nálin var þrædd með Ijós- grænu silki og nú tók hún spor. Svipurinn var eins og hún lifði algjörlega í sínum eigin hugar- heimi' og þyfti ekki á öðrum félagsskap að halda. Þegar Maud Silver ávarpaði hana, hrökk hún við. — Þér eruð alveg hætt að koma til mín. Maud Silver brosti. — Mér var boðið að vera nokkra daga í Klettabrún. — Nú, hjá Ester Fieid? Ænei, hún á ekki húsið, heidur Car- mona. Hún er nú orðin Carmona Hardwick. Darsie segir, að ég gleymi öllu, en ég man það að minnsta kosti. Við þekktum þau öll svo vel, hér áður fyrr, og hún var líka trúlofuð Alan. Það var eftir að hann yfirgaf Darsie og allt komst í óstand . . . já, löngu eftir það. En svo yfirgaf hann Carmonu líka. Hann var svona, skiljið þér, gerði þær skotnar í sér og yfirgaf þær svo. Skjálfandi röddin varð allt í einu hörð og reiðileg. — Hann var vondur. Stúlkur eru svo fá- kænar, þær ættu að vita betur en þær gera. Hann var vondur, og þessvegna varð að refsa hon um. Vonzku á alltaf að refsa . . . Gamla konan var orðin kafrjóð og óðamála. — Og hann hefur fengið sína refsingu, hann vai stunginn í bakið og hann er dauð ur. Hnífurinn stóð út úr bakinu á honum og hann er steindauður. Hann tælir þá ekki framar stúlk ur og yfirgefur þær svo. Það var illa gert, enda hefur honum hefnzt fyrir það. Þér getið gkki ímyndað yður, hvað hún Darsié var lagleg . . . og svo kát. Dyrnar opnuðust og ungfrú Anning kom inn. Það var enginn roði undir sólbrúnu hörundinu, og blettirnir fyrir neðan augun voru áberandi. Varirnar saman- klemmdar og allt andlitið eins og stirðnað. Og þegar hún taiaði var röddin hörð. Móðir mín er ekki nógu frisk til að taka á móti gestum. Ég verð að biðja yður að fara, ung- frú Silver. Marie hefði átt að vita betur en fara að hleypa yð- ur inn. Maud Silver stóð upp, og ekki mátti sjá nein merki móðgunar, er hún svaraði: — Þér megið ekki kenna Marie um þetta. Ég er hrædd um, að ég hafi bara farið inn án þess að hún vissi af því. Við skulum lofa frú Anning að hvíla sig í friði. Ég kom til að hitta yður, svo að ef ég má tefja yður í nokkrar mínútur . . . Það varð ofurlítil bið áður en Darsie Anning sneri sér við og gekk út. Þær gengu svo saman niður stigann, þegjandi. Þegar inn í skrifstofuna kom, gekk ungfrú Anning út að glugg anum og horfði út. Hamingjan mátti vita, hvað hún var að horfa á. Ekki var það malarstígurinn með runninum til beggja handa. Ekki sólskinið. Nei, hún var að horfa á sínar eigin hugsanir, og þær voru gremjulegar. ífún sneri sér við og sagði: — Til hvers voruð þér að koma? — Viljið þér ekki setjast nið- ur, ungfrú Anning? — Þakka yður fyrir, ég vil heldur standa. Til hvers komuð þér hingað? — Mig langar að tala við yður. — Já, og hér er ég. Hvað viljið þér? Darsie gaf ekki i skyn, að þetta væri neitt venjulegt rabb. Bæði svipur og rödd gaf til kynna, að hún væri undir ein- hverju óþolandi fargi. Og Maud Silver sagði með hægð: — Mér fannst ég þurfa að koma. Ekki langaði mig til þess, en mig grunar, að lögreglan sé komin á fremsta hlunn að taka frú Maybury fasta. Ef hægt er að koma í veg fyrir það, er það skylda mín að gera það. Darsie Anning hélt sama stirðn aða svipnum. — Hversvegna ætti hún að taka hana fasta? — Ég get ekki útskýrt það nánar, en eitthvað hefur komið í ljós, sem . . . — Þá liggur ekki nema beint við að taka hana fasta. Ef hún hefur.gert það . . . — Ég held ekki, að hún hafi gert það. Og ég held, að þér get ið gefið upplýsingar, sem gætu hjálpað til þess að leiða sann- Itikann í ljós. — Ég hef engar upplýsingar að gefa. — Ungfrú Anning . . . — Ég segi, að ég hafi engar upplýsingar að gefa. Ofurlítil þögn og Maud Silver leit á hina meðaumkunaraukum. Loksins sagði hún: — Þetta þýðir ekkert, ungfrú Anning. Auðvitað skil ég tilfinn- ingar yðar, en þér getið ekki horft á, að saklaus manneskja sé tekin föst. Á ég að segja yður, hvað ég sjálf sá og heyrði á fimmtudagsnóttina? — Þér? Maud Silver kinkaði ofurlítið kolli. — Eins og þér munið, var afskaplega heitt þessa nótt. Ég gat ekki sofnað, svo að ég fór fram úr og gekk út að gluggan- um, sem var opinn. Það var ofur lítil hafgola, sem mér fannst svalandi, og.útsýnið yfir dökkan fjörðinn og bjartan stjörnuhim- ininn var svo fallegt. Ég var að njóta þessarar fegurðar, þegar ég heyrði fótatak koma upp eftir garðinum. Fyrst heyrði ég hlið- inu lokað og læst og svo sá ég tvær manneskjur, sem voru komnar inn í garðinn gegn um hliðið sem veit út að klettunum, og nálguðust nú húsið. Andar- tak seinna heyrði ég til móður yðar og þér svöruðuð henni. Þá voruð þér beint fyrir neðan gluggann minn, og ég heyrði hvert einasta orð, greinilega. Mamma yðar sagði: „Fólk, sem gerir rangt, á að fá refsingu. Ég sagði alltaf, að honum myndi t =i l 1 COSPER __Þér gætuð líklega ekki lánað mér eitt lak í viðbót, kæri herra! — Allt í lagi Bjarni. Við höfum náð ágætum myndum af veiðum Banesa. Kallaðu í hann og við látum þetta nægja í dag! — Ég skal kaupa steik í kvöld- verðinn handa Bangsa. Hann á það skilið. — Komdu Bangsi, við skulum fara heim! / — Bjarni, hann er skjálfandi. Við skulum korna bonuno inn í bílinn! | einhverntíma hefnast fyrir þetta. Og þér svöruðuð: „í guðs bæn- um, marama, vertu ekki að þessu tali“. Þögn. Loks svaraði Ðarsit Ann ing: — Og svo? — Þér hélduð svo áfram og genguð inn um glerdyrnar inn í setustofuna, og svo heyrði ég ykkur báðar koma upp á loft. Bg komst ekki hjá því að heyra, að frú Anning var óróleg og æst, og það leið að minnsta kosti klukkutimi áður en þér komuð út úr herbergi hennar. — Og þér hafið náttúrlega legið á hleri? Maud Silver setti upp mikinn móðgunarsvip. — Ég vona, að þér haldið þetta ekki í alvöru, ungfrú Anning. Ég gat ekki ann- að en heyrt það, sem þið sögðuð fyrir neðan gluggann minn, eða þekkt málróminn ykkar í stig- anum, en ég lagði mig ekki fram I im að hlusta á það, sem sagt ' var. j — Mamma var óróleg, eins og | þér sögðuð. Hún reikaði út í garðinn og vildi ekki koma inn. Þegar hún er í þessu ástandi; læt ur hún móðan mása . . . og fer þá oftast aftur í fortíðina, og . það, sem hún þá segir, stendur : oftast í engu sambandi við það ■ sem nú er að gerast. J — Ekki er það nú alltaf. Það I sem ég heyrði hana segja á I____________________________________ ailltvarpiö Fimmtudagur 28. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 9.30 Utvarp frá fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík. a) Guðsþjónusta í Kapellu Há» skólans. Sigurbjörn Einars- son, biskup, prédikar. b) Þingsetning í Hátíðasal Há- skólans. Ræður flytja: Bertil Ohlin, prófessor, forseti Norðurlandaráðs og Gísli Jóns son, alþingismaður, formaður Islandsdeildar ráðsins. 12.00 Hádegisútvarp. j 13.00 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kenjar. jarðar; III: Verkstofa jarðar (Hjörtur Halldórsson menntaskólakennari). 20.55 Frægir söngvarar: Eberhard Vách ter syngur lög eftir Franz Liszt. 21.15 Upplestur: Andrés Björnsson les ljóð eftir Arna G. Eylands. 21.25 Nútímatónlist: Cyril Smith og Phyllis Sellick leika saman á tvö píanó: a) Scaramouche, svíta eftir Dar- ius Milhaud. b) Jamaica-rúmba og Mattie Rag eftir Arthur Benjamin. 121.40 Samtalsþáttur: Ragnar Jóhann- esson ræðir við Kristján á Garð- stöðum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ! 22.10 Kvöldsagan: Knittel eftir Hein- Irich Spoerl í þýðingu dr. íríðu Sigurðsson: V (Ævar R. Kvaran leikari). • 22.30 Sinfóníutónleikar: a) ,,La Valse“ (Valsinn) eltir Ravel. b) Konsert fyrir knéfiðlu og hljómsveit í Es-dúr eftir Sjostakovitsj. — Flytjendur: Tékkneska fílharmoníuhljóm- sveitin og ellóleikarinn Msti- slav Rostropovitsj. Stjórnandi: Kiril Kondrasjín. (Frá tónlistar- hátíðinni í Prag í maí sl.). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 29. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn ingjar“. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Ferðaþankar: III. Austan tjalds og vestan (Dr. Páll Isólfsson tón- skáld). 21.00 Tónleikar: Don-kósakkakórinn syngur rússnesk lög. 21.30 Utvarpssagan: „Djákninn í Sand ey“ eftir Martin A. Hansen; VIII. lestur (Séra Sveinn Vífeingur.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Knittel" eftir Hein- rich Spoerl, III (Fríða Sigurðsson þýddi. — Ævar Kvaran leikari les). 22.30 I léttum tón: Tivoli-hljómsveitin í Kaupmannahöfn leikur lög eftir H. C. Lumbye. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.