Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. júlí 1960
MOKCVynTATHÐ
3
„Villtar
r ■
rosir
BLOM OG KONUR gæti ver-
iö naín á ljóðabók eftir Vil-
bjálm frá Skáholti. Ekkert ís-
lenkzt skáld hefur ort meir
um konur og blóm. Stundum
verða þessi fyrirbæri svo sam
slungin í ljóðum hans, að mað
ur veit varla, hvar blóminu
sleppir og konan tekur við,
eða öfugt. Konan og blómið
verða eitt. Ilmur þeirra og
fegurð . . . Nei, það er bezt að
láta hann um það. Auk þess
að yrkja um blóm selur hann
þau, (auðvitað ekki konur).
I>á er blómið ekki lengur
kona heldur peningaseðill.
Sérhver maður drepur yndi
sitt, sagði Óskar Wilde. — En
það eru fleiri en Vilhjálmur,
sem halda upp á konur og
blóm, þótt þeir yrki ef til vill
ekki um þær eða þau. Hver-
gerðingar, sem líka selja
blóm, hafa undanfarin ár
haldið sérstakt blómaball,
þar sem þeir hafa kosið blóma
drottningu. Sextán ára gömul
stúlka úr Reykjavík, Theó-
dóra Þórðardóttir, var kjörin
blómadrottning árið 1960 í
Hótel Hveragerði laugardag-
inn 23. þ. m. Það er bezt að
vita, hvað hún hefir að segja
um blóm og konur.
★
— Hvernig bar þig í Hvera-
gerði?
— Ég var í sumarbústað við
Álftavatn, og krakkarnir
vildu endilega, að ég kæmi
með þeim á ballið, svo ég lét
tilleiðast, þó ég væri ekki
nógu vel klædd.
— Hvernig varstu klædd?
— Bara i pilsi og peysu.
— Ekki buxum og peysu.
— Nei, ég hefði aldrei farið
í buxum.
__ Þú hrepptir blómakrans-
inn, þó þú væi'ir í peysu.
— Ég átti ekki yon á því,
og vildi ekki fara upp á pall-
inn, en lét svona undan.
— Hvað voruð þið margar
á pallinum?
__ Dómnefndin valdi fimm
stúlkur úr salnum, og síðan
greiddu viðstaddir atkvæði.
__ Hverjir voru í dómnefnd
inni?
— Ég veit það varla, jú,
einn heitir Páll Michelsen og
selur blóm.
— Voru þeir ungir?
— Nei, þeir hefðu allir get-
að verið pabbar mínir.
— Hver krýndi þig?
— Fáll.
^ , v s V wv*v ■■ • ■ ■ ■ t'1 V'lZJ f j ++ #-*■+*■ * * * ■* *
j||, >■= flP — HefurfSu gaman af ljóð-
H8f
* i BF i um?
— Já, sérstaklega atómljóð- um?
JpiSHi — Ekki rímum? — Nei, alls ekki, en mér
finnst gaman að kveðast á.
Sflr § UM I — Við hvern?
— Við krakkana í skólan-
um. Við gerum það oft, þeg-
ar við förum eitthvað sér-
stakt.
— í hvaða skóla ertu? — Verzlunarskólanum, en í
sumar vinn ég i verzluninni
Örnólfi við Snorrabraut.
— Langar þig til að verða
leikkona?
— Já, en ég vil ljúka skól-
anum fyrst.
— Hvers vegna langar svona
margar fallegar stúlkur til að
verða leikkonur?
— Ég veit það ekki, kannski
af því svo”margir tala um það
við þær.
— Hefurðu leikið?
— í skólaleikritum, já, en ég veit ekki, hvort ég hef
nokkra hæfileika. — Langar þig ekki í feg-
urðarsamkeppni j Tívolí?
. v^Wfr^im ^ — — Nei, það tefur bara fyrir
mér í skólanum.
— En vildurðu verða raun-
veruleg drottning?
— Nei, ég yrði alveg upp-
gefin af að taka í hendurnar á öllum þegnunum.
’f jP' [■* — Þá hefðurðu þjón á hvern fingur og hverja tá.
flflp — Það vil ég ekki. — Bara aðdáendur? — Það fer eftir því, hvernig
þeir eru.
— Kannski að þú botnir vís
' ' 8' ? una fyrir þann, sem sendi þér
• * rósirnar rauðu?
Í ^ — Kannski.
f ^ * ' 4 É- ' ■ ■' s — Viltu botna núna?
Markús fór heim til blómadrottningarinnar og tók þessa mynd 8 — Nei, það fær enginn að heyra, nema þá hann.
af henni og nellikunum frá Hverageröi. Kransinn var visnað- — Hvaða hann?
ur en höfuðið er hið s*— .— Hann hlýtur að þekkja mig, því hann skrifaði nafnið
vel ég þér“
— Gekk það vel?
— Nei, hann var dálítið
klaufskur.
— Hvernig?
— Honum gekk illa að festa
kransinn á höfuðið á mér.
— Notaði hann títuprjóna?
.— Nei, hárnálar.
— Gastu ekki hjalpað hon-
um?
— Nei, ég var með heilt kýr
fóður af nellikum í höndun-
um, sem ég fékk áður en ég
var krýnd.
— Þykir þér vænt um
blóm?
— Já, ég elska blóm. Það
er allt fullt af þeim haima.
— Elskarðu nokkuð fleira?
— Nei, það held ég ekki,
nema lífið, stundum, þegar
það er ekki grátt og leiðin-
legt.
— Það hefur ekki verið leið
inlegt í Hveragerði.
— Nei, það var gaman, líf
og fjör, dans og blóm.
— Varstu taugaóstyrk?
— Já, hræðilega, en það er
kannski líka gaman.
— Hvað var mest gaman?
.— Þegar ég kom heim.
— Nú?
— Eimhver hafði sent mér
rauðar rósir.
— Aðdáandi?
— Það fylgdi vísupartur
með, „Villlar rósir vel ég þér,
villta blómadrottning“, og
undir stóð, „Ókunnur aðdá-
andi“. Ég vildi að eg vissi,
hver það er.
STAKSIEIMAR
Þvottalaugarnar meðal
minjastaða í Reykjavik
BÆJARYFIRVÖLDIN hafa
ákveðið, að Þvottalaugarnar
gömlu skuli verða meðal
minjastaða í Reykjavík. —
Skýrði Auður Auðuns borg-
arstjóri frá þessu á fundi
bæjarráðs er haldinn var á
þriðjudaginn.
★ Staöurinn prýddur
Borgarstjóri skýrði bæjarráðs-
fulltrúum frá því að hún hefði
í aprílbyrjun síðastl. óskað til-
lagna garðyrkjustjóra um hvaða
ráðstafanir hann teldi rétt að
gera til fegrunar og prýðis við
hinar gömlu þvottalaugar.
Nú hefur gai'ðyrkjustjórinn,
Hafliði Jónsson sent borgarstjóra
tillögur sínar í málinu. Þar er
gert ráð fyrir að höggmyndin
Þvottakonán, eftir Ásmund
Sveinsson verði reist.
★ Endurbætur
Á grundvelli þessarar tillagna
ákvað bæjarráð sVo að fela
minjaverði bæjarins, að sjá um
framkvæmdir í málinu, þar á
meðal endurbætur á gömlu laug-
unum og lagfæringar í næsta ná-
grenni. Skal hann hafa um þetta
samráð við garðyrkjustjóra og
hitaveitustjóra.
★ Sögufrægur staður
Frá því í fornöld hafa hús-
mæður í Reykjavík farið til
þvotta inn í Þvottalaugar. I bók
sinni úr „Bæ í borg“, segir K.
Zimsen borgarstjóri frá því að
árið 1883 hafi þar fyrst verið
reist skýli fyrir þvottakonurnar.
Það stóð til ársins 1957, en þá
mitt rétt, það eru svo fáir,
sem geta það
— Theödóra.
— Já, þú getur það, en það
varst samt ekki þú, einhver
annar.
— Kannski Vilhjálmur frá
Skáholti.
— Nei, það held ég ekki,
þó hann haldi upp á konur
og elski blóm.
— Hefurðu lesið ljóðin
hans?
— Já, mér finnst þau mjög
falleg.
— Finnst þér einhver skyld
leiki með blómum og konum?
— Veiztu það ekki?
.— Jú, en málið er skylt þér
núna.
— Ja, yfirleitt finnst mér
konur blómstra eins og blóm,
þegar þær eru hamingju-
samar.
—- Og visna svo eins og
blóm, ef ....
— Já, það þarf að vökva
hvorttveggja.
i.e.s.
fauk það. Hinar dugmiklu konur
stóðu svo við þvotta sína vetur
og sumar, án þess að hafa nokk-
urt skýli til ársins 1887, — eða
í þrjá áratugi. Þá gekkst Thor-
valdsensfélagið fyrir því að reist
var skýli á ný.
Fram yfir aldamótin síðustu
báru konurnar allan þvott til og
frá Þvottalaugunum. í lokákafla
sínum um Þvottalaugarnar getur
K. Zimsen þess að notkun þeirra
muni aldrei hafa verið eins mikil
og árin 1916—21, en á þeim árum
voru kol lítt fáanleg.
AKRANESI, 26. júlí. — Trillu-
báturinn Freyr kom í gær með
12 lúður, er hann fékk á skötu-
lóð. Alls vógu þær 500 kg.
— Oddur.
Norskt og íslenzkt
fiskverð
Undanfarið hefur því mjöf
verið haldið fram, einkum al
hálfu kommúnista, að fiskverj
til sjómanna í Noregi væri mikl-
um mun hærrá en islenzkir sjó.
menn fá fyrir sinn fisk. Halldór
Jónsson ritaði grein um þetta
hér í blaðið í gær. Leiddi hann
rök að því, að í raun og veru
væru launakjör norskra sjó-
manna lakari en islenzkra sjó-
manna. Hann tók upp í grein
sína kafla úr grein, sem birtist
fyrir skömmu i blaði norsku sjó
mannasamtakanna. Þar er frá
því skýrt að norskir sjómenn séu
mjög óánægðir með launakjör
sín og að meðaltekjur sjómanna,
sem fiski við ströndina í Noregi
séu um 5000 norskar krónur á
ári, þ. e. 25—30 þús. ísl. kr. mið-
að við núverandi gengi.
Þessar tölur byggjast á upp-
lýsingum, sem sjálft málgagn
norskra fiskimanna hefur birt.
Mjög æskilegt er að fá sem
gleggstar upplýsingar um fisk-
verð og launakjör sjómanna í
Noregi. Ilalldór Jónsson hefur
þegar með grein sinni hér í blað-
inu í gær gefið ýmsar athygiis-
verðar upplýsingar um þessi
atriði.
„Gróðrabrallsmenn
Framsóknar“
Þjóðviljinn dregur í gær upp
ófagra mynd af „gróðabralls-
mönnum Framsóknar“. Er í for-
ystugrein blaðsins komizt að orði
um þetta m. a. á þessa leið:
„Gróðabrallsmenn Framsókn-
ar hafa vaðið í umboðum fyrir
bandarísk auðfétög, og hafa jafn
vel fengið umboðslaun fyrir inn
flutning til Keflavíkurflugvall-
ar. En hryggilegast er þó, aV
Vilhjálmi Þór og hjálparmönnum
hans í Framsókn skuli hafa tek-
ict að fleka Samband íslenzkra
samvinnufélaga og kaupfélög
landsins út á þá hálu braut að
mynda hlutafélög með svörnum
fjandmönnum samvinnuhreyfing
arinnar, og þar með opnað spill-
ingunni veg að samtökum fólks-
ins og gefiö andstæðingum sam
vinnumanna höggstað á hreyfing
unni, er þeir hafa aldrei haft
áður.
Renna saman
í einn flokk
f þessu sambandi má á það
minna, að kommúnistar eru ná
í nánu sambandi við „gróðabralls
menn Framsóknar". Svo virðist
sem Framsóknarmenn og komm
únistar séu að renna saman i
einn flokk. Á það má einnig
minna, að það voru kommúnist-
ar og vinstri stjórnin, sem gerðu
Vilhjálm Þór að Seðlabanka-
stjóra og æðsta yfirmann peninga
mála á íslandi. Þeir bera því
fulla ábyigð á störfum hans þar
og ferst mjög illa að hæla sér
af því, að hann hefur nú látið
af störfum samkvæmt ósk núver
andi rikisstjórnar vegna tengsla
við oliumálið.
Sú staðreynd verður heldur
ekki sniðgengin, þrátt fyrir allt
tal kommúnistablaðsins um
gróðabrall Framsóknarmanna, að
þessir tveir flokkar eru nú sem
einn, standa hlið við hlið i hinni
pólitísku baráttu og foringjar
þeirra eru þess alráðnir að ganga
saman til stjórnarstarfs, hvenær
sem tækifæri gæfist til þess. —
Alvaran virðist því ekki vera
ýkja mikil hjá kommúnistum i
hinni harðorðu fordæmingu
þeirra á „gróðabralli" Fram-
sóknar. Þeir biða fyrsta tækifær-
is til þess að skríða saman í nýja
rikistjórn með sjálfum „gróða
brallsmönnum Framsóknar“!