Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 12
12
MoncrvniAoiÐ
FímmtndapHr 28 júli 1960
Fimmtugur i dag
Einar Halldórsson
bóndi á Setbergi
Navix - sólskum
fyri aJla venjulega húð.
Navix - sólolía
íyrir þurra húð.
Navix - sólspray
íyrir feita húð. Inniheldur
lanoiinekstrakt og gerir því
húðina koparbrúna á met-
tíma. Fæst í flestum verzJ-
unum landsins.
Heildverzlun Péturs Pétursson
Hafnarstræti 4.
Símar 11219 og 19062.
Lítift einbýlishús
í úthverfi bæjarins, 3 herb. og
eldfoús, til sölu. Getur verið
laust til íbúðar strax.
Upplýsingar í síma 32476 eftir
kl. 2 e.h.
Laxveiðimenn
Til leigu Miðfjarðará ásamt
Kverká, ef viðunandi boð fæst
Leyfilegt er að hafa 3 steng-
ur. Tilboð sendist afgr. Mbl.
íyrir 30. þm. múkt „Stór
lax — 4257“.
Fyrir verzlunarhelgina
Sumarkjólar
Dragtir
Kápur
Notað og nýtt
Vesturgötu 16.
Fyrir helgina
Karlmannaföt
Jakkar fstakir).
Buxur
Notað og nýtt
VesltugöUi 16.
Hjólbarðar
og slöngur
590x14
550x15
560x15
590x15
600x15
640x15
550x16
700x20
750x20
Garftar Gíslason hf.
Bifreiðaverzlun -
Bifreiðasala.
Bergþórugötv 3. - Sími 11025.
Til sölu
Cherolet ’59
sérlega glæsilegur, fæst
ó góðu verði.
Ford ’58 (taxi)
gott verð og góðir skilmál-
ar.
Vauxhall ’58
keyrður aðeins 14 þús. km.
Mercedes Benz ’52
lítið keyrður og aðeins er-
lendis.
Moskwitch ’57
í góðu standi
Moskwitch ’55
mjög góðir skilmálar.
Ford Prefect ’46
í mjög góðu standi.
Landrover ’51
í úrvals standi.
Austin 8—10—12—16
góðir bílar, gott verð.
Chevrolet ’51
góður bíll og fæst með
mjög góðum skilmálum.
Höfum mikið úrval af öll-
um tegundum bifreiða.
Úrvalið er hjá okkur.
Bifreiðasala.
Bergþórugötu 3. - Sími 11025
Seljum i dag
Ramler Station ’58
mjög glæsilegan bíj.
Ford Station ’58
ýmis skipti koma til greina.
Opel Rekord ’58, sem nýr
Opel Capitan ’60, nýjan.
Opel Capitan ’57
Ford ’56
Morris ’47
Volkswagen ’55
mjög glæsilegan bíl.
Moskwitch ’57 lítið ekinn
Skoda Station ’56
P-70, fólksb’'1
Bílamiðstöðin VAGN
Amtmannsstig 2C.
Sími 16289 og 23757.
Ford '5 7
2ja dyra, mjög glæsilegur
einkabíll til sölu og sýnis
í dag. Greiðsluskilmálar
geta komið til greina. Jafn
vel greiðsla í skuldabréf-
um getur komið til greina
Bílamiftstöftin Vagn
Amtmannsstíg 2C
Sími 16289 og 23757
Enskur kennari
með sæmilega íslenzku kunn-
áttu óskar eftir atvinnu til
septemberloka. Margt kemur
til greina. Tilb. sendist afgr.
Mbl. fyrir kl. 12 laugard.
merkt „0529“.
SVO var mér sagt, eða kannske
las ég það einhverntíma fyrir fá-
um árum að á stjórnmálaráð-
stefnu nokkurri hafi einn ræðu-
maðurinn kveðið svo að orði að
þjóðin væri um of að hverfa frá
aðalatvinnuvegum sínum svo að
vel væri haldið í horfi um þjóð-
arbúskapinn og einnig hvað tæki
til þroska og starfsorku íbúanna.
Við verðum, hafði ræðumaður
sagt, að snúa okkur álmennara að
aðalbjargræðisvegunum, sjávarút
vegi og landbúnaði, en verið hef-
ur nú um skeið, út á sjó að veiða
fisk, upp í sveit að búa.
Mér koma þessar síðustu setn-
ingar mjög í hug nú á fimmtugs
afmæli Einars Halldórssonar á
Setbergi, þessa einstaka mann-
dóms og mannkostamanns. Því
að bæði eru þær starfssaga hans
í fáum orðum, og þar er maður
sem ekki hefur hlaupið frá
skyldustörfum í þjóðarþágu, og
er hann nú þegar búinn að skila
samfélaginu miklu og góðu starfs
framlagi í báðum þessum höfuð-
atvinnugreinum landsmanna.
Einar er fæddur í Reykjavík
28. júlí, 1910, en þar bjuggu for-
eldrar hans þá, þau hjónin Hall-
dór Ólafsson smiður, ættaður af
Kjalarnesi og kona hans Sigrún
Jónsdóttir ættuð úr Árnessýslu.
Áttu þau nokkur börn og var
Einar þeirra yngstur. Var fjöl-
skylda þessi myndarfólk og vel
gert.
Fjölskyldan flutti til Hafnar-
fjarðar þegar Einar var á barns-
aldri. Einar var bráðþroska, og
komst fljótt í tölu fullgildra
manna við ýmis störf til lands
og sjávar.
Þegar Einar var um ferming-
araldur féll faðir hans frá, og
varð Einar, þó ungur væri, fljót-
lega móður sinni og systkinum
mjög til styrktar,
Kornungur gerðist hann togara
sjómaður, en var lengi vel í sveit
á sumrum. Fékk hann strax á sig
sérstakt orð fyrir dugnað o.g
skyldurækni. Gamall togarasjó-
maður í Hafnarfirði sagði mér
að af fjölda ungra manna sem
hann hefði verið með til sjós,
hafi Einar verið sá lang liðtæk-
asti að öðrum ólöstuðum. Að því
er tók til sveitastarfanna, hafði
húsmóðir hans í mörg sumur,
þekkt myndarkona er lengi hafði
búið stóru búi og var búin að
hafa margt af vinnu- og kaupa-
fólki á búskaparárunum, mjög
hliðstæð ummæli um Einar.
Einar stundaði nám í Hvítár-
bakkaskóla og síðar í Stýri-
mannaskólanum með ágætum ár-
angri, því að saman fóru góð
greind og hinn sami dugnaður
sem við erfiðisverkin. Hann lauk
fiskimannaprófi hinu meira, og
varð eftir það stýrimaður á tog-
urum um skeið. Hefði vel mátt
búast við að æfistarf hans væri
þar með ákveðið því ekki mun
hann hafa þurft að kvíða því að
hafa ekki atvinnu sem skipstjórn-
armaður. En samt fór þó svo að
hann sneri sér að öðru viðfangs-
efni. Landbúskapurinn hafði
einnig frá fyrstu átt í honum rík
ítök og fyrir viðburðanna rás
gerðist sjómaðurinn bóndi.
Einar kvæntist árið 1938 Elísa-
betu dóttur hjónanna Þórunnar
og Jóhannesar Reykdals, hins
kunna brautryðjanda og athafn-
armanns. Er Elisabet ágætiskona
hrn mesta, og manni sinum sam-
hent.
Þau hófu búskap um sama
leyti að Setbergi við Hafnarfjörð
en foreldrar hennar höfðu áður
búið þar um alllangt skeið. Einar
stundaði þó sjóinn öðrum þræði
samhliða búskapnum fyrstu bú-
skaparárin.
Hefur hin sama atorka og far-
sæld fylgt Einari í búskapnum,
sem fyrr í sjómennskunni. Hann
hefur náð góðum tökum á þessari
starfsgrein ,og komið upp prýði-
lega afurða-góðu búi. Jörðina
hefur hann stórbætt að ræktun og
byggingum og m.a. reist vandað
íbúðarhús. Þá hefur hann fylgzt
vel með vélvæðingu landbúnað-
arins á undanförnum árúm.
Svo sem vænta má um jafn
glöggan og starfhæfan mann sem
Einar er hefur hann ekki kom-
izt hjá að verða falin á hendur
margvísleg félagsmálastörf. Gegn
ir hann fjölda þess háttar starfa
í hreppi sdnum og héraði, og í
samtökum bænda og búvörufram
leiðanda.
En svo þýðingarmikið og hag-
nýtt sem dugnaður og starfshæfni
þjóðfélagsþegnsins er samfélag-
inu, þá eru þó til eiginleikar sem
meira manngildj hafa. Svo mjög
sem mér verður nú hugsað til
þessa dugnaðar-manns, þá er mér
þó rúikið ríkara í huga sá góði
drengur sem Einar Halldórsson
sannarlega er. Það hygg ég að
hljóti að verða flestra manna
mál sem af honum hafa haft
einhver kynni, að þar sé maður
bæði trygglyndur og góðviljaður.
Einar er hinn hressilegasti og
skemmtilegasti maður á að hitta,
maður margra áhugamála og sá
f DAG verður Axel Böðvarsson,
fyrrverandi bankaritari sjötíu
ára. Hann fæddist á Akranesi 28.
júlí 1890. Foreldrar hans voru hin
landskunnu sæmdar- og merkis-
hjón, Helga Guðbrandsdóttir frá
Hvítadal í Dalasýslu og Böðvar
Jónas Þorvaldsson kaupmaður,
sonur séra Þorvalds Böðvarsson-
ar prests að Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd.
Axel hlaut í foreldrahúsum
ágætt uppeldi og veganesti, sem
eflaust hefir orðið honum til mik
illar gæfu á langri starfsbraut.
Axel valdi sér ungur menntaveg-
inn og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1911. Hugðist hann þá leggja
stund á læknisfræði en hvarf írá
því námi 1913 og hóf verzlunar-
störf hjá föður sínum og síðar
bróður, Haraldi Böðvarssyni.
Þann 1. des. 1919 réðist Axel
Böðvarsson í þjónustu íslands-
banka og starfaði óslitið þar og í
Útvegsbanka íslands til 31 des.
1955. Hætti hann þá störfum fyr-
ir aldurssakir.
í skóla var Axel ágætur náms-
maður, og lagði jafnframt stund
maður sem virðisf hafa þann eig
inleika að láta flest verða að ár-
angursríku verki, sem hann legg
ur huga og hendur að.
í einkalifi sínu hefur hann ver-
ið gæfusamur. Þau hjónin Einar
og Elísabet hafa eignast 6 þörn.
Elzt þeirra er Halldór Magnúa
búfræðingur, þá Kristín, er lauk
stúdentsprófi sl. vor, Jóhanne*
iðnnemi, Friðþjófur í gagnfræða-
skóla, Sigrún og Pétur, og eru
tvö þau siðasttöldu enn innan
fermingaraldurs. Er þetta efni-
legur og geðþekkur hópur ung-
menna, með blæ prúðmennsku
og hlýleika, og virðast í ríkum
mæli ætla að erfa mannkosti íor-
eldra sinna, og bera svipmót síns
góða heimilis.
Megi fjölskylda Einars, kunn-
ingjar og þjóðfélag njóta hans
sem lengst, og megi gæfan jafnan
fylgja honum og hans fólki.
G. ».
á íþróttaiðkanir, enda mlklS
hraustmenni, harðfengur, bár
vexti og spengilegur á velli.
Bankastörf Axels Böðvarssonar
í rúm 36 ár voru alla tíð rækt af
stakri trúmennsku, sem aflaði
honum trausts og vináttu langt
út fyrir raðir bankamanna. Enda
er Axel mikill drengskaparmað-
ur, einlægur og hreinskilinn.
Axel kvæntist Margréti Helgu
Steindórsdóttur 29. sept. 1928.
Hefir heimili þeirra verið í
Reykjavik og borið þeim hjónum
órækt vitni rausnar og myndar-
skapar í hvívetna.
Á þessum merkisdegí AxeU
Böðvarssonar dvelur hann á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, bæjarfógetahjónanna á
Siglufirði.
Fjöldi vina hugsa af hlýhug til
Axels í dag og þakka góða vin-
áttu á genginni ævibraut og óska
þess að hann megi enn njóta
fjölda fagurra ævidaga.
Adolf Björnsson.
F élagslíi
FABFUGLAR — FERBAFÓLK
Farið verður i Kerlingarfjöll
um verzlunarmannaihelgina, 30.
júlí. — Þeir sem eiga pantaða
farmiða, eru vinsamlega beðnir
u mað sækja þá sem fyrst.
Skrifstofan er á Lindargötu 50,
gengið inn frá Frakkastíg og er
hún opin á miðviku-, fimmtu- og
föstudag kl. 8,30—10, sími 15937.
Nefndin.
Sumkomur
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20,30.
Fíladelfía
fjiimmtudag kl. 8,30. Vitnis-
burðasamkoma. Aliir .velkomnir.
Sjötugur i dag
Axel Böðvarsson
fyrrv. bankaritari