Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNBL AÐIÐ
Fimmtudagur 28. júlí 1960
TJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vif'ur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6 Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FUNDUR NORÐ-
URLANDARÁÐS
í- DAG hefst hér í Reykjavík
8. fundur Norðurlanda-
ráðs' En þetta er í fyrsta
skipti, sem samtökin halda
þing sitt hér í Reykjavík. Er
því hér um að ræða merki-
legan atburð í sögu íslenzkrar
þátttöku í norrænu sámstarfi.
Norðurlandaráð var eins
og kunnugt er stofnað árið
1953 og var fyrsta þing þess
háð í Kaupmannahöfn þá um
veturinn. Síðan hafa fundir
ráðsins verið haldnir til
skiptis í höfuðborgum Norð-
urlandanna, í fyrsta skipti í
Helsingfors 1956, en það ár
gengu Finnar í samtökin. ís-
land hefur frá upphafi verið
aðili að stofnuninni.
Nær 100 þingmenn og
ráðherrar frá öllum Norð-
urlöndunum sækja þennan
fund Norðurlandaráðs. Þar
á meðal verða forsætis-
ráðherrar allra landanna.
Er það í fyrsta skipti, sem
þeir hittast hér í Reykja-
vík. Má segja, að þar sé
um sögulegan viðburð að
ræða.
ísland í þjóðbraut
Á þessu sumri munu verða
haldnir um 20 norrænir
fundir og ráðstefnur hér í
Reykjavík. Aldrei fyrr hafa
svo margir sameiginlegir
fundir hinna norrænu frænd-
þjóða verið haldnir hér á
einu sumri.\ Er það enn ein
sönnun þess, að fjarlægðirn-
ar hafa verið sigraðar og að
„einbúinn í Atlantshafinu“
er ekki lengur afskekktur og
einmana. ísland er í þjóð-
braut,. hingað sækir ekki að-
eins fjöldi norrænna manna
til funda og ráðstefna, held-
ur margt annarra útlendinga,
sem vilja kynnast landinu og
eiga við okkur erindi.
íslenzka þjóðin fagnar því
að fá heimsókn ágætra gesta
frá Norðurlöndum. Hún býð-
ur Norðurlandaráð velkomið
og árnar því farsælaar í störf-
um þess.
Norræn samvinna er það
sem við viljum að hún sé.
Hún hefur borið mikinn og
heillaríkan árangur á ýmsum
sviðum. Á öðrum sviðum
hefur hún ekki reynzt eins
raimhæf. En þrátt fyrir það
er það skoðun yfirgnæfandi
meirihluta norrænna manna,
að þessar náskyldu þjóðir
eigi að halda áfram að efla
samvinnu sína, treysta frænd-
skapar- og vinátluböndin. Af
því getur ekkert annað en
gott leitt.
Islendingar eru norræn
þjóð og hljóta, á meðan þeir
eru trúir uppruna sínum og
fornri menningararfleifð að
eiga náin samskipti við þjóð-
ir Norðurlanda, þar sem fyrr
stóð vagga hinna íslenzku
landnámsmanna.
Hlutverk
Norðurlandaráð
Norðurlandaráð er fyrst og
fremst byggt upp af þjóð-
þingum Norðurlanda og lýð-
ræðisskipulagi hinna nor-
rænu þjóða. Það hefur ekki
framkvæmdavald, en störf
þess eru fyrst og fremst í því
fólgin að beina óskum og til-
mælura til ríkisstjórna land-
anna á hverjum tíma um
ýmsar aðgerðir. Milli ríkis-
stjórnanna og ráðsins er ná-
in samvinna, sem tryggir
framkvæmd ályktana þess.
Margar þeirra hafa þegar
komizt í framkvæmd og átt
sinn þátt i því að b'æta að-
stöðu Norðurlandabúa á
ýmsa lund. 1 þessu sambandi
má til dæmis minna á, að af-
nám vegabréfaskyldu nor-
rænna manna innan Norður-
landa er einn fyrsti árangur-
inn af störfum Norðurlanda-
ráðs. Á sviði félags- og menn-
ingarmála hefur einnig orðið
mikill árangur af því starfi,
sem unnið hefur verið á veg-
um ráðsins og á fundum þess.
Alþjóðleg samvinna
Þeir sem telja að lítið liggi
eftir Norðurlandaráð í þau
7 ár, sem það hefur starfað,
mættu minnast þess, að oft
miðar hægt áleiðis í alþjóð-
legu samstarfi. Þrátt fyrir
það setja menn allt sitt traust
á alþjóðlegar ráðstefnur og
alþjóðleg samtök. Aldrei í
sögu mannkynsins hefur það
verið eins háð alþjóðlegri
samvinnu og það er í dag.
Meðan fulltrúar þjóðanna
halda áfram að ræðast við á
ráðstefnum, er þó von um að
samkomulag náist og hætt-
unni af nýjum ófriði og ógn-
arátökum verði bægt úr vegi.
Morgunblaðið býður
Norðurlandaráð velkomið
til hinnar íslenzku höfuð-
borgar, um leið og það
lætur þá ósk og von í ljós,
að af störfum þess nú og
um alla framtsð megi verða
sem drýgstur árangur,
norrænum mönnum til
þroska og velfarnaðar.
MEÐ stöðugt vaxandi far-
þegaflutningum loftleiðis
eykst þörfin fyrir bætt af-
greiðsluskilyrði farþega. Víð-
ast hvar í heiminum fara
fram stórbreytingar á flug-
höfnum til að mæta kröfum
nútímans.
Margir íslendingar hafa
komið í hina nýju flughöín
Kaupmannahafnar, sem tek-
in var í notkun í sumar og
sagt hefur verið frá hér í
blaðinu. Heyrzt hafa þaðan
misjafnar sögur, jafnvel að
farþegar hafi villzt á langri
göngu um ganga og sali.
Færri munu þeir landar vera,
sem séð hafa einkaflugstöð Pan
American flugfélagsins, sem ný-
lega var tekin í notkun á alþjóða
flugvellinum í New York.
UNDIR „REGNHLÍF“
Flugstöðvarbyggingin er spor-
öskjulaga, og við hana er unnt að
afgreiða átta 120 farþ. þotur á
klukkutíma. Þak flugstöðvar-
innar myndar „regnhlíf". sem
nær 35 rrretra út frá sjálfri af-
greiðslunni, en undir þeirri
Farþegar ganga eftir færan-
legri brú beint úr biðstofu
um borð.
„regnhlíf!‘ standa þoturnar og
snúa nefinu að byggingunni. —
Væntanlegir flugfarþegar koma
akandi að flugstöðinni eftir átta
akreina þjóðvegi, sem liggur
upp að aðalinngangi hennar. —
Ekki þurfa farþegarnir að hafa
fyrir því að opna útidyrnar. Inn-
gangurinn, sem er 28 metra
breiður, er ávallt opinn. Kulda,
hita, regni og roki er haldið uti
með loftblæstri, heitum á vet-
urna, köldum á sumrin.
ALLT A SOMU HÆÐ
Gengið er beint inn á fyrstu
hæð, þar sem öll afgreiðsla fer
fram. Þar eru farseðlar afhentir
og farangur settur á færibönd
sem flytja hann um neðri hæð
stöðvarinnar beint að viðkom-
andi þotu. Síðan fer farþeginn
inn í biðstofu þá, sem sérstak-
lega tilheyrir hans flugi, en sex
biðstofur eru staðsettar við út-
veggi stöðvarinnar ,og geta vænt
anlegir farþegar fylgzt þaðan
með afgreiðslu farkosta sinna.
Þegar brottfarartíminn nálg-
ast, er dregið úr birtu biðstof-
unnar, en útgöngusvæðið upp-
lýst, og halda farþegar eftir ö'r-
stuttri, færanlegri brú beint um
borð í þotuna. Engar tröppur eða
stigar tefja förina.
Flugstöðvarbyggingin mun
hafa kostað 12 milljónir dollara
eða um 460 millj. króna.
„Regnhlífin" skýlir bæði farþegum og starfsmönnum
Unnt að afgreiða sex þotur í einu
t