Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLADIb Fimmtudafrur 28. júlí 1960 0 a Okkur tekst ekki að mynda meirihlutastjórn. segir forsœtisráÖherra Finna JOHANNES SUKSE- LAINEN, forsætisráðherra Finna, kom hingað til lands fyrstur þeirra er- lendu forsætisráðherra, sem að þessu sinni sitja fund Norðurlandaráðsins. Sukselainen varð formað- ur bændaflokksins finnska (Agrarpartiet) 1941. Hann var fjármálaráðherra 1950 —51 og aftur 1954, innan- ríkisráðherra 1951—53, for- sætisráðherra maí-septem- ber 1957 og hefur nú ver- ið forsætisráðherra frá því hann myndaði minnihluta- stjórn sína í janúar 1959. Skoitur n mys- ingi og osti EINS og stendur er mysingur ó- fáanlegur, en Osta- og smjörsal- an sagði Mbl. í gær, að úr þessu myndi brátt rætast. KEA er eini mysingsframleiðandinn og hefur ekki haft við. J>á sagði umbúða- skortur til sín um skeið, en nú er hann úr sögunni. Mun þess skammt að bíða unz mysingur kemur á markaðinn á ný. Lítið. er um mjólkurost um þess ar mundir. Á það rót sína að rekja til mjólkurleysisins í fyrra vetur. Var ekki hægt að taka af mjólkurframleiðslunni ‘il osta- gerðar fyrr en í maí sl. Standa vonir til að jafnvægi verði aftur komið á í lok næsta mánaðar eða septemberbyrjun. Við ostafram- leiðslu verður að „lagera“ ost- inn í 2—3 mánuði. Eitt mesta vandamálið við ostagerð er að hér á landi vill yfirgnæfandi meirihluti fólks bragðdaufan ost. Byggðin iæi toifkiikjunn ó Áibæ f»Á hefur bæjarráð tekið afstöðu til erindis íbúa Seláss- og Árbæj arbyggðar, er mikinn áhuga hafa á því að torfkirkjan í byggðasafni Reykjavíkurbæjar að Árbæ verði Vígð til messugjörða. Á fundi sínum á þriðjudaginn ræddi bæjarráð þetta erindi. Var þar lögð fram umsögn skjala- og minjavarðar um málið. Mælti hann með vigslu kirkjunnar og féllst bæjarráð á þá tillögu hans. Geta má þess að sóknarprestur Mosfellsprestakalls, sr. Bjami Sigurðsson á Mosfelli er jafn- framt prestur Árbæjar- og Selás byggðar. Tíðindamaður blaðsins hitti Sukselainen að máli á Hótel Borg í gærmorgun. — Hvaða mál glímir finnska stjórnin einkum við um þessar mundir? — Það eru engin verulega merkileg mál, svarar forsætis- ráðherrann. Við áttum við fjár- hagsörðugleika að striða fyrir ári en ástandið hefur nú batnað til muna, afurðaverð er gott og fjár- mál ríkisins í góðu lagi. Þegar stjórnin var mynduð, var mikíð atvinnuleysi ríkjandi og voru skráðir 100 þús. atvinnuleysingj- ar. Urðu ríki og bæjarfélög að halda uppi atvinnubótavinnu í stórum stíl. Nú er atvinnuleysið horfið gersamlega. — Stjórnin hefur getað leyst það mál farsællega? — Það var nú ekki eingöngu stjórnin, sem leysti það, en þró- unin varð á þann veg, að næg atvmna skapaðist. En þessi þró- un var mjög hagstæð fyrir stjórn ina. Þá var annað stórmál mjög á dagskrá er stjórnin var mynduð, en það var sambúðin við Rússa. Samskipti Finnlands og Rúss- lands voru ekki góð um þær mundir en nú hefur það mál einnig leystst farsællega. Eina málið sem okkur hefur ekki tek- izt að leysa enn, er myndun meirihlutastjórnar. — Hafa tilraunir verið gerðar til myndunar meirihlutastjórnar í seinni tíð? — Já, við höfum reynt að mynda samstjórn borgaraflokk- ana en það hefur ekki tekizt. Síðast voru viðræður við 'hægri flokkinn og minnilhluta sósíal- demókrataflokksins, en þeir síð- Sukselainen arnefndu vildu fá þriðja hluta ráðherranna, sem hægri menn vildu ekki fallast á. Það er erfitt að segja um, hver framþróun þess ara mála verður í náinni fram- tíð. — Hvað um Norðurlandaráð- ið’ — Það er mjög athyglisvert að fylgjast með störfum ráðsins. Skandinavisku löndin hafa að undanförnu beint áhuga sínum meir að 7-ríkja sambandinu og hagsmunum þess en norrænum hagsmunum eingöngu. Nú finnst mér Norðurlandaráðið verði að einbeita sér að samnorrænum hagsmunum á efnahagsviðinu. Vona ég, að ný leið finnist, sem reynist fær. j. h. a. Drengileg að- stoð þökkuð FYRIR hönd Ferðafélags íslands vil ég hér með tjá Heiðari Stein- grímssyni bílstjóra beztu þakkir fyrir hina rösklegu aðstoð, er hann veitti ferðahóp félagsins á Krossáraurum um síðustu helgi. Margir ferðamenn þekkja Heið ar sem bílstjóra, en geta má þess, að hann er ættaður frá Hvammi í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu, af góðum stofnum. Hann er áreiðanlega meðal reyndustu og farsælustu vatnabílstjóra í Reykjavík, enda um mörg ár starfað með Guðmundi Jónassyni. — Áður voru þeir kallaðir vatna menn, sem voru öðrum slyngari að velja hestum vöð yfir viðsjál vötn. Hið sama gildir nú um bíl- stjóra. Sumir gera sér ljóst, hvað og hvar fært er bílum, aðrir ekki. Sumir eru svo forsjálir og mikil karlmenni, að þeir bregða sér í vöðlur og kanna ána, dýpt og botnlag, áður en þeir leggja bíl- inn í hana. Sumir hirða lítt um þetta, hafa ekki vöðlur með sér og því síður vatnastöng til að styðjast við í straumþunga. En enginn ábyrgur bílstjóri skellir bíl sínum með farþega inn an borðs í straumvatn, sem hann álítur óvætt með öllu. Eigi tjáir að sakast um orðinn hlut, og allir mega gera sér ijóst, að nokkur áhætta er jafnan sam- fara því að aka yfir síbreytileg auravötn, t.d. Krossá, jafnvel þótt gætni sé viðhöfð. Ferðafélag ís- lands hefur um mörg ár haft fast- ar helgarferðir í Þórsmörk án þess að slys hafi orðið, þótt stöku sinnum hafi bíll hleypt ofan í og þurft á aðstoð að halda. Þess má og geta, að F. í. hefur jafnan einn lágdrifabíl í för sinni, og munu þeir ófáir bílarnir, sem hann hef- ur „kippt“ yfir Krossá. Að þessu 'sinni var það Bedfordinn, kross- tréð sjálft, sem lagðist á hliðina i Krossá. Um næstu helgi hefur Ferða- félagið gert sérstakar ráðstafan- ir til þess að tryggja leiðina yfir Krossáraura svo sem frekast er unnt. Ég hef orðið þess var, að ferða menn, sem þiggja hjálp í torfær- um eru furðu gleymnir á að þakka hana. Hvort svo hefur ver- ið að þessu sinni, veit ég ekki með vissu, en þarna var veitt fljót og drengileg aðstoð, sem að- eins fáir gætu leikið eftir Heiðari Steingrímssyni. Jón Eyþórsson, p.t. forseti F. í. Hver nýtir hvalinn? EINS og Morgunblaðið skýrði fré í gær, gerðu Ólafsvíkingar sér vonir um að fá um 150—200 þús. krónur fyrir spik og rengi þeirra 100 marsvína, sem þeir ráku á grunn aðfaranótt þriðjudags, þ. e. a. s., ef þeim tækist að hag- nýta hvalinn að fullu og öllu. Sámkvæmt því, sem blaðið frétti í gær, var þetta þó talið fremur ólíklegt. Fólk á staðnum var þá að ná sér í hvalkjöt, en hver fyrir sig, og hugðist frysta það til heimanotkunar. Nokkrir Færeyingar, sem búsettir eru vestra, kunna vel að meta „grind ina“, og byrgja sig upp af hval- meti í fjörunni. Sagt var, að ýmsir atvinnubílstjórar hygðust flytja spik suður til Hvalstöðv- arinnar í Hvalfirði, þar sem þeir væntu sér einnar krónu fyrir kílóið. Þegar blaðið átti tal við Hvalstöðina í gær, vildi hún ekki staðfesta þá fregn. • Blóðugirjti^ixla Reykvísk kona hringdi til Velvakanda í gærmorgun og lýsti sterkri andúð sinni á að- förunum við marsvínin í Ól- afsvík í fyrrinótt. — Fórust henni m. a. orð á þessa leið: — Mig hryllir við fréttunum af hvaladrápinu í Ólafsvík. Lýsingarnar á aðförunum eru svo ferlegar, að manni slær fyrir brjóst. Það er eins og menn verði gripnir einhverju æði að drepa og drepa ef þeir sjá hvali. Er þess skemmst að minnast er Vopnfirðingar lögðu líf sitt í hættu til að bana allmörgum hvölum, sem svo voru látnir grotna niður í fjörunni. Þarna fyrir vestan virðist fyrst og fremst hafa verið hugsað um það, að ganga að hvölunum dauðum, en síðan á að athuga, hvort hægt verði að koms afurðun- um í verð. Og svo fá börnin að vaka lengur frameftir til að geta horft á þetta blóðuga dráp! Ég verð að segja það, að ég hefði ekki viljað vita af nein- um mér nákomnum, vaðandi þarna í sjónum í dýrslegu æði, blóðugan til axla og stingandi á báða bóga. • Sultur eða íþrótt Meðan við íslendingar hálf sultum þótti hvalreki guðs- blessun og bjargaði oft fjöl- mörgum mannslífum. En oðru máli gegnir nú þegar við höf- um vel í okkur og á. Þess vegna finnst mér að við ætt- um að láta hvalina vera, ekki sízt þar sem ekki er vitað hver verðmæti er hægt að skapa af fengnum. Það er mikill munur á því, að stunda hvala dráp til að bægja hungur- dauða frá sveltandi börnum eða sem ferlegri íþrótt dráps óðra manna. • Aldrei á sama tíma Einn af íbúum Blönduós* hefur snúið sér til Velvakanda og kvartað undan óstundvísi áætlunarbíla Norðurleiða. — Segir hann m. a.: — Það veldur fólki hér mikl um óþægindum, að áætlunar- bílarnir koma hingað á þess- um tíma einn dagin en svo á allt öðrum tíma næsta dag. Verða menn stundum að bíða langtímum saman ef menn vilja vera vissir um að missa ekki af þei*n. Nú langar mig til að spyrja þetta ágæta fyrir tæki, hvort ekki væri hægt að kippa þessu í lag? Ég vil taka það fram að lok- um, segir sami maður, að þjón usta fyrirtækisins og bílstjór- anna er í alla staði hin prýði- legasta, að þessu eina atriði undanskildu. • Ekki ver við annað bréf Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um þá óforsjálni manna að senda háar peninga upphæðir í venjulegum bréf. um. Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf um sama efni: — í tilefni greina yðar um að senda peninga í almennu bréfi, vil ég koma því á fram- færi, að ég hef aldrei fengið bréf, sem mér var ver við að fá, en þegar ég fyrir nokkrum mánuðum fékk almennt bréf með innlögðum 1000,00 kr„ sem mér að sögn þess, sem sendir, var trúað til þess að koma tU Strandarkirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.