Morgunblaðið - 06.09.1960, Page 3
J>riðjudagur 6. sept. 1960 M O R C U N B L A Ð1Ð 3
Bröðir Feddi í Landakoti: — Fyrst ég bara slá fast oní jörðina
og brjóta allt saman. Ljósm.: vig.
ÉG hallaði mér út um stóran
gluggann á sjúkraherberginu
á Landakotsspítala. Klukkan
var að verða 6 og brennandi
síðdegisgeislar sólarinnar
skinu í andlit mér.
Landakotstúnið hafði ný-
lega verið slegið og töðuang-
«n bar fyrir vit mín. Þá sá ég
gamlan, hvítskeggjaðan mann
ganga hciman frá prestsbú-
staðnum, yfir slægjuna og til
kirkjunnar. Mér varð star-
sýnt á þennan gamla mann.
Hefði ég verið borinn og
barnfæddur Reykvíkingur, ég
tala nú ekki um Vesturbæing-;
ur, hefði ég vitað hver þetta
var.
Systir Anna kom inn i sjúkra-
herbergið.
— Hvað ertu að gera úti við
glugga? Hefir læknirinn leyit
þér að fara fram úr?
★
Ég varð fár við spumingun-
um, sem bornar voru fram með
alvöruþunga, en þó með þeirri
móðurlegu umhyggjusemi, sem
aðeins systir Anna á til að bera.
Ég sagði því eins og var, að ég
hefði verið að horfa á gamlan
gráskeggjaðan mann, sólina og
heyið.
— Hvaða maður er þetta?
Hann fór út í kirkju. Hvað er
hann að gera þangað?
— Þetta er bróðir Ferdinand,
eða Feddi, eins 'og við köilum
hann. Hann er að fara að biðja,
svolítið — fyrir ykkur, sem
aldrei biðjið, sagði systir Anna
með góðlátlegu brosi um leið og
hún breiddi ofan á mig sængina
og leit til flugmannsins, sem lá
í hinu rúminu.
— Hann Feddi tekur í nefið
og ég hef oft rifizt við hann
út af þvi. Hann setur tóbakið
út um allt. Annars er hann
merkilegur karl, búinn að vera
hérna í 50 ár.
— Mig langar til að tala við
hann. Værir þú fáanleg til þess
að koma mér í kynni við hann?
— Já, já. Ég skal gera það.
En þú verður að skrifa vel um
hann, þó hann taki mikið í nef-
ið.
★
Daginn. sem ég fékk að fara
af spítalanum, fann ég ekki
systur Önnu og leitaði því einn
að Fedda gamla. Ég hitti prest
í Landakotshúsinu og hann
sagði mér að Feddi myndi vera
einhvers staðar á rjátli úti í
kirkju eða í garðinum.
Ég fór út í kirkju en fann
Fedda ekki þar.Þýðir orgeltónar
íylltu hvelfinguna. Annars var
dauðakyrrð. Mér fannst klikkið
í myndavélinni, þegar ég tók
mynd inn í kórinn, vera eins og
byssuhvellur. Síðan byrjuðu
5. Ilokki DAS.
1 GÆR var dregið í 5. fl. Happ-
drættis DAS um 50 vinninga og
féllu vinningar þannig:
3ja herb. íbúð Kleppsv. 26 kom
á nr. 14156. Eigandi Leifur
Bjarnason Sörlaskjóli 44. 2ja
herb. íbúð Kleppsv. 30 tilbúin
undir tréverk kom á nr. 46767.
Eigandi Snorri Sigfússon, Skál-
holti, Akureyri. Ford Anglia
fólksbifreið kom á nr. 47645
Eigandi Rannveig Stefánsd. Máva
hlíð 26. Moskvitoh fólksbifreið
orgeltónarnir aftur.
Ég ráfaði út á tún að graf-
reitnum að kórbaki þar sera
Meulenberg biskup hvílir. f
sambandi við lát hans heyrði ég
sögu. Hann var einstæður barna
vinur. En einn daginn kom
hann ekki og börnin fóru að
spyrja systurnar hvar hann
væri. Þær reyndu að útskýra
fyrir þeim að hann væri látinn.
Fjögurra ára snáði skildi þetta
ekki, en varð hugsi. Eftir nokkra
stund sagði hann við systurina
og var þungbúinn á svip.
— Þegar' ég er orðinn stór
ætla ég að verða biskup, sem er
góður við börnin. Og ég ætla
aldrei að deyja.
★
En ekki var Feddi hér. Ég
gekk að húsabaki á Landakoti,
þar sem áður voru gripahús. Ég
gægðist inn um glugga og dyr.
kom á nr. 1713. Eigandi Guðlaug
Pétursdóttir, Fálkagötu 9A, Vog-
um. Píanó kom á nr. 21011. Eig-
andi Viktor Sigurjónsson, Vallar-
götu 18, Vestmannaeyjum. Eftir
talin númer hlutu 10.000,00 kr.
vinning hvert: 4793, 10526, 48751,
51752, 55368, 64654. Husquarna
saumavél kom á nr. 37396.
Eftirtaiin númer hlut kr. 5.000,00
vinning hvert: 580, 3276, 5520,
8695, 9670, 1023‘9, 10344, 10403,
11839, 15402, 15970, 16322, 17251,
17260, 19318, 19616, 20363, 22412,
22437, 23103, 23920, 23934, 24030,
24934, 27814, 27939, 34077, 37660,
37901, 38689, 41369, 41589, 47240,
51276, 54762, 56039, 46245, 61677.
(Birt án ábyrgðar).
— Jú þarna var Ferdinand í
Landakoti.
— Já ta var nú bara mikið
rusl hér. Ég er að sópa soldið,
sagði hann með góðlátlegu brosi,
er ég sagði honum hver ég væri
og hverra erinda.
— Nei nú eru engar kýr hér,
ekki meir. Langt síðan.
Við gengum inn í prestshúsið
og settumst niður. Feddi sagði
mér að hann hefði komið hir.g-
að 1910 og núna 6. september
væri. hann búinn að vera hér
í 50 ár. Hann er fæddur í Op-
Itter í Suður-Belgíu og hann
varð 83 ára 7. júlí sl. Bróður
á hann, sem er bóndi þar úti og
er 84 ára. Systir hans er nunna
og er 91 árs. Bróðir Ferdinand
fór í klaustur í Hollandi 1899 og
var þar í eitt ár. Síðan fór hann
í annað klaustur í Suður-Frakk-
landi og var Þar í 4 ár en því
FYRIR skömmu fékk löreglu-
stjórinn á Keflavíkurflugvelli til
rannsóknar innflutning á úrum
og varahlutum í úr, sem dansk-
ur maður, Paul Heide, hefur
flutt inn í sambandi við verzl-
un varnarliðsins, auk þess sem
hann rekur úrsmíðavinnustofu,
þar sem gert við úr fyrir varn-
arliðsmenn.
Leikur grunur á að varning-
urinn, sem ekki er greiddur toll
næst til Danmerkur og var þar
í 7 ár áður en hann kom hingað.
Hann segist fara út og heim-
sækja ættmenni sín með nokk-
urra ára millibili. Fyrst fór
hann héðan 1920, komst ekki
fyrr vegna stríðsins.
— Og varstu þá ekki búinn að
gleyma móðurmálinu?
— Fyrst ég skilja ekki neitt
heima. Það var svo erfitt. Fyrst
að læra. fransk og svo að læra
dansk og svo íslenzk og ta var
allra verstur, segir Feddi og
hlær.
★
Við röbbum um Landakot í
gamla daga. Þá voru þar 6 kýr,
en nú nytjar Kristján Vigfússon
túnið og gefur héstum heyið.Hey
skapur var aldrei mikill á Larida
kotstúninu, því kúnum var beitt
á það. Það fengust af því 60—70
hestar. En þeir höfðu líka Mela-
túnið og svo var hey keypt.
Bróðir Feddi hafði aila umsjón
með búskapnum, sló sjálfur tún-
in framan af, en það gekk illa
fyrst í stað. Orfið og ljárinn
var allt öðru vísi hér en í
Belgíu, ljárinn léttari og orfið
lengra.
— Fyrst bara slá fast oní
jörðina og brjóta allt saman.
Svo höfðu þeir líka garð,
Inæpurgarð eins og börnin köll-
uðu hann.
— Feddi óttu ekki næpu, köl •
uðu börnin og héngu á girðing- ]
unni þar sem nú er hús Vil-
hjálms Þór. Jú Feddi á:ti næpu
og hann gaf börnunum rófur
En nú eru engar næpur og
engar kýr. Feddi er hættur að
slá. Hann er líka hættur aö
hringja kirkjuklukkunum en
það gerði hann um langt árabii.
Nú er það gert með rafmagni.
Hann kæmist líka varla upp í
turninn lengur.
★
— Ég er nú með stíva ben og
get nú ekki meget mer, segir
Feddi og fær sér í nefið.
— Og börnin sungu um þig?
— Já ta var víst ei lítil 7 ára
smástúlka sem gerði vísu:
„Ferdinand í Landakoti
hann er svo góður við börn
Hann gefur þeim stundum
myndir
og biblíumyndir þá.“
Og þetta sungu börnin. Þau
kölluðu Fedda líka afa eða
sögðu: — Nei pabbi sjáðu jóla-
sveinninn.
Já það eru mörg börn, sem
þekkja munkinn okkar á Landa-
koti, jólasveinninn með hvíta
skeggið, sem nú er búinn að
vera hér í 50 ár.
— Ég kann vel við mig hér. Ég
fara kannski heim næsta ár, en
koma aftur. Ég vil helzt deyja
hér.
ur af, hafi ekki allur lent hjá
varnarliðinu.
Rannsókn málsins er á byrjun
arstigi, skv. upplýsingum, sem
blaðið fékk í gær hjá Þorgeiri
Þorsteinssyni, fulltrúa lögreglu-
stjóra, sem ekki taldi að hér
mundi um stórmál að ræða.
Ekkert annað mál af slíku tagi
er nú í rannsókn hjá löreglu-
stjóraembættinu að því er Þor-
geir upplýsti.
STAKSTEIIVAR
Ungir menn í Framsókn
Það var ánægjulegt að verða
þess áskynja á dögunum, að enn
eru til í Framsóknarflokknum
menn, sem hafa kjark til að túlka
ábyrga afstöðu í varnarmálun-
um. Xveir ungir menn rita í blað
ið um þessi mál á annan veg en
leiðtogar flokksins hafa gert að
undanförnu. Annar þeirra, Dag- -
ur Þorleifsson, segir m. a.:
„Norður-Atlantshafsbandalag-
ið, sem í daglegu tali er kallað
NATO, var stofnað af velflestum
ríkjum Vestur-Evrópu og Norð-
ur-Ameríku til varnar gegn sí-
vaxandi ágengni rússneska stór-
veldisins. Mega slík samtök telj-
ast einkar eðlileg, því auk þess
sem þessi ríki óttast gripdeildir
eins og sama óvinar, eru þau
margskonar böndum tengd, menn
ingarlegum, stjórnarfarslegum e.
fl. Herir bandalagsríkjanna voru
settir undir eina stjórn, sem síð-
an gerði þær ráðstafanir banda-
laginu til verndar, er nauðsyn-
legar þóttu. Þar er fsland var
talið hernaðarlega mikilvægt en
hafði engan her, var óhjákvæmi-
legt að hin hervæddu bandalags-
ríki kæmu þar upp herstöðvum,
er ófriðarhættan var yfirvof-
andi. HERSTÖÐIN í KEFLAVÍK,
ER FRAMLAG ÍSLANDS TIL
NATO“. (Leturbr. höf.)
Ástæðurnar enn fyrif
hendi
Og höfundur heldur áfram:
„Meðan íslendingar telja þátt-
töku sína í NATO eðlilega og
nauðsynlega, geta þeir því tæp-
lega neitað herstjórn bandalags-
ins um leyfi til hersetu hér . , .
En nú mun ef til vill einhver
spyrja: Er okkur nokkur nauð-
syn að vera í NATO? Jú, tví-
mælalaust, eins og sakir standa.
Eins og ég drap á áðan, eru þjóð-
ir þær, sem að bandalaginu
standa, nátengdar menningar-
Iega og stjórnarfarslega. Flestar
hinna germönsku og rómönsku
þjóða Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku eru þátttakendur í þess
um samtökum. Menning þeirra
er yfirleitt hin sama, vestræn
lýðræðismenning. Sé þessari
menningarheild ógnað af annarri,
er ekkert eðlilegra en þjóðir þær,
sem hlutdeild eiga í henni, taki
höndum saman henni til varnar.
ÞÆR ÁSTÆÐUR VORU FYRIR
HENDI VID STOFNUN NATO
OG ERU ÞAÐ ÞÓ ENN FREKAR
NÚ“. (Leturbr. höf.)
Þátttakendur í valda-
jafnvægi
Hinn greinarhöfundurinn á
æskulýðssiðu Tímans, Marteinn
Guðjónsson, segir m. a.:
„Andstæðingar hersetunnar
hafa fordæmt ýmis valdarán
Rússa, svo sem Ungverjalands-
málið, á sama tíma og þeir
heimta herinn burt af landinu og
vilja kenna honum flest það, sem
miður fer í okkar þjóðfélagi. Nú
í seinni tíð hefur oft legið við,
að allt færi í bál og brand, nýtt
stríð skylli á. Hafa þeir sömu
menn gért sér Ijóst, að þeir eru
beinir þátttakendur í því valda-
jafnvægi, sem skapazt hefur hin
síðari ár? Það er engin fjarstæða,
hvernig sem andstæðingar her-
setunnar Iáta, að það er vegna
sáttmála Atlantshafsríkjanna og
þeirra samstöðu, að þau hafa
ekki verið yfirbuguð með rúss-
nesku setuliði, eins og svo marg-
ar smáþjóðir í Evrópu verða að
þola þessa stundina“.
Vonandi er að áhrifa hinna
yngri manna í Framsóknarflokkn
um, sem raunhæft líta á varnar-
málin, gæti í vaxandi mæli í
flokknum, svo að Framsóknar-
menn rjúfi ekki samstöðu þá,
sem lýðræðisflokkarnir hafa haft
um utanríkisstefnuna.
— vig.
50 vinningnr í
Urum smyglað
um völlinn