Morgunblaðið - 06.09.1960, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. sept. 1960
Atli Steinarsson skrifar frá Róm:
mmmmmmmmMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmaammmmm\
Svavar setti Islandsmet
— var ,útkeyrður'
Valbjörn féll úr með 4,20
Einskeyti frá fréttaritara
Morgunblaösins.
Róm, J,. september. —
SVAVAR Markússon varð
20.—21. af 38 keppendum í
1500 metra hlaupinu. Hlaup-
urunum var skipt í þrjá riðla
og komust þrír úr hverjum
þeirra í úrslitahlaupið. Lé-
legasti tími úrslitamanns var
3.44,9 mín.
Svavar var í öðrum riðli. Úr-
slit þar urðu: 1. Bemard, Frakk-
landi, 3.42,2 mín., 2. Grelle, USA,
3.43,5 mín. 3. Hammarsland, Nor-
egi, 3.44,4 mín., 4. Kent, Enig-
landi, 3.46,7 mín., 5. Thomas,
Ástralíu, 3.46, 8 mín., 6. Valentin,
Þýzkalandi, 3.46,9 mín., 7. Svavar
Mankússon, íslandi, 3.47,1 mín.
(ísl. met), 8. Rizzo, Ítal-íu, 3.47,3
tnín., 9. Barabas, Rúmeníu, 3.47,4
tnín., Dalkilic, Þýzkalandi, 3.47,9
tnín., Philphomonkol, Thailandi,
4.24,4 mín. Parsoh, Ungverjalandi
hætti.
Svavar náði 6. sæti eftir við-
bragðið, en var 10. er 400 m voru
búnir og 8. eftir 800 m. Þegar
bjallan hringdi og einn hriingur
var eftir var Svavar í 7. sæti.
Hann fór síðan framúr tveimur
á beinu brautinni, en missti aðra
tvo framúr sér á síðustu metr-
umum. Hann var alveg útkeyrður
Og borinn í sjúikraiherbergi vallar-
ins. Þfir var hann í þrjá stundar-
fjórðunga. f fyrstu átti að gefa
honum súrefni, en hætt var við
það og honum gefin sprauta. Við
það jafnaði hann sig.
Aðeins sex fyrstu tímar eru
birtir á töflu vallarins og Svavar
vissi ekkert um tímann fyrr en
blaðamenn komu og sögðu honuim
hann. Hann var þá hinn hressasti,
en kvaðst hafa verið orðinn
þreyttur á hitanum og biðinni.
Vonast hann eftir að ná enn
betri árangri í landskeppninni
við Austur-Þjóðverja.
Valbjörn í stangarstökki.
Valbjörn keppir í stangarstökki
á mánudag og er síðastur í keppn
isröð af 31. Hitinn hefir haift slæim
áhrif á Valbjörn, og hefir hann
farið hæst 4,20 m á æfingum.
RÓM, 5. sept. — Valbjörn varð
18.—25. í stangarstökkinu með
4,20 m. Hann stökk 4,00 og 4,20
í fyrstu tilraun. Hann var
langt frá því að fara yfir 4,30
í fyrsta stökki, en nálægt því
í hinu síðasta.
Meðal þeirra, sem heltust úr
lestinni með Valbirni voru:
Clarke, USA, sem hefir stokk-
ið 4,60, Lezek, Júgóslavíu og
Gronowski, Póllandi. Hitinn
var 31 stig, er keppnin fór
fram og nokkur misvindur,
sem gerði keppendum lífið
leitt.
ÞETTA er hinn skeggjaði
grúsíski hástökkvari Robcrt
Shav Lakadze, sem hrifsaði
gullpeninginn á svo eftirminni
legan hátt frá Thomas, heims-
meistaranum.
Kalt stríð í kúluvarpi
RÖM, 31. ágúst: — Þó heitt sé í
veðri og barizt sé af miklum móð
um sentimetra og sekúndubrot,
þá dylst engum að dálítið kalt
stríð er á milli bandarísku kúlu-
varparanna — þ. e. a. s. milli
O’Brien og Nieders. Þeir banda-
rísku voru í algerum sérflokki
í keppninni á miðvikudag. í
keppninni um morguijinn lék
Nieder það til dæmis að ganga í
fullum búningi inn 1 hringinn og
henda úr kyrrstöðu 17.14 m. Það
kann að vera að þessi aðferð
hans verið Jiður í kalda stríðinu.
En vel hafði hann efni á þessu
— takmarkið inn í aðalkeppnina
var 16.75 og Bandaríkjamönnun-
um létti.
1 lokakeppninni aðskildu banda
rísku kúluvarpararnir sig alger-
lega frá hinum. Þeir þrír köst-
uðu allir yfir 19 metra, svo kom
meters bil (milli 18 og 19 m
strikanna) þar sem ekkert merki
stóð eins og einskis manns land
í hernaði og þar fyrir aftan voru
merki um kastlengdir Evrópu-
mannanna.
O’Brien hafði forystu þar til t
5. umferð. Þá fyrst tókst Nieder
að kasta gildu kasti yfir 19 metra.
Og það munaði um það þegar það
kom, 19.68. I sömu umferð komst
Dallas Long yfir 19 metrana —
19.01.
Þeir töluðust aldrei við á með-
an á keppninni stóð O’Brien og
Nieder svo að séð yrði og virtist
Nieder vera sá er olli því. Hinir
tveir ræddu mikið saman.
O’Brien undirbjó sig vel undir
síðasta kastið, rak alla keppend-
ur og starfsmenn frá aftan við
'hringinn. En aðstæður voru slæm
ar, því 5 km hlaupið stóð yfir við
stöðug óp 70—80 þús. áhorfenda.
Og O’Brien varð að láta í minni
pokann og sjá af Olympíumetinu,
sem hann hefur átt í 8 ár. Þegar
hann hafðí síðast varpað, gekk
hann rakleiðis til Nieder og ósk-
aði honum til hamingju. Og þeg-
ar þeir stóðu á pallinum og Nied-
er fékk gullið afhent var O’Brien
fyrstur að hefja klappið Nieder
tii heiðurs. — A. St.
Hilmar virtist taugaóstyrkur
- en sýndi góð tilþrif
Róm, 31. ágúst.
HILMAR sýndi allgóð tilþrif
í 100 m hlaupinu hér í morg-
un. Það brá aftur fyrir þeim
Hilmari, sem áður fyrr sigr-
aði suma af heztu spretthlaup
urum Evrópu. Hann virtist
dálítið taugaóstyrkur er 9.
riðill hófst, þerraði oft and-
lit sitt með blússuerminni og
þegar í holurnar var komið
var hann æstur nokkuð og
tók viðbragðið of snemma,
svo hlaupararnir voru kall-
aðir úr holunum aftur.
Er næst var ræst var Hilmar
heldur seinn af stað — sat þó
ekki eftir, en var þungur fyrstu
20—30 metrana. Þá komst hann
„í gang“ og tók að vinna á hina
og vinna sig fram um sæti. Hann
komst í 4. sæti — eins framar-
lega og við höfðum frekast þor-
að að vona að hann yrði — en
aðeins þrír komust í næstu um-
ferð hlaupsins.
Riðill Hilmars var einna
sterkastur af níu riðlum
• Fréttirnar
sjálfsagða^
Fréttir eru orðinn svo stór
liður í daglegu lífi fólks, að
sjálfsagt Þykir að fá oft á dag
frásagnir af öllu því, sem
markvert gerist í veröldinni.
Þetta þykir svo sjálfsagt, að
fólkið sem lítur á blaðið sitt
þegar það vaknar á morgn-
ana furðar sig ekkert á því
þó sagt sé frá t. d. óeirðum,
sem kvöldið áður hafa verið
í Kongo.
Hér á Morgunblaðinu renna
allan daginn inn fréttir á
tveimur „teleprinterum“ frá
stórum fréttastofum, sem síð-
ast er unnið úr hér. Þannig
berast fréttirnar svo fljótt,
að t d. gátum við sagt vara-
forsætisráðherra Kongo, þeg
ar hann kom hér við á Kefla
víkurflugvelli, frá nýjum at-
burðum í heimalandi hans,
sem hann hafði ekki vitneskju
um, vegna þess að hann hafði
engar fregnir haft meðan
hann var á leiðinni yfir At-
lantshafið í þotu
♦ Frá fréttaritara
í Kongó
En fregnirnar koma ekki
sjálfkrafa á fréttabönd frétta
stoíanna. Fyrir helgina fékk
Velvakandi bréf frá einum af
brezku fréttariturunum í
Kongo, sem gefur hugmynd
um þá erfiðleika og þá vinnu
sem liggur að baki fregnun-
um, sem við tökum sem sjálf-
sagðan hlut. Þessi maður er
John Starr og hefur skrifað
forsíðufréttir „Daly Mail“ síð
an óeirðirnar byrjuðu í Kongó.
„Þið hafið vafalaust lesið
Kongófréttirnar, skrifar hann
ringulreið og allt á öðrum
endanum hér um slóðir, og
hvað sjálfum mér viðvíkur,
handtökur öðru hverju og
stöðugur djöfulgangur við að
reyna að koma fréttunum frá
sér. Til allrar hamingju höf-
um við „teléprint“ hérna, en
það þýðir, að maður verður
að eyða mörgum klukku-
stundum á hverri nóttu í „tel
ex“skrifstofunni til að koma
fréttunum af stað, bíða eftir
símtölum við London og
reyna um leið að hafa við
nýjungunum, fréttirnar geta
breytzt á andartaki. Hér höf-
um við haft uppreisnir, upp-
þot, belgískt fallhlífalið og
svo hið samansetta lið Sam-
einuðu þjóðanna. Mér býður
orðið við að sjá menn með
byssur á hverju götuhorni. —
Leopoldville er í rauninni á-
kaflega falleg borg með stór-
um, breiðum götum, gnægð
trjáa og garða, og giæsilegum
húsum og auk þess dásamleg-
um árbakka. En maður hefur
bara sjaldan tíma til að horfa
á þett.
• Blaðakonur frá
Norðurlöndum
Einasta huggunin er að
vera staddur þar sem frétt-
irnar eru að gerast og vera
í raun og veru áhorfandi að
einhverju af því sem er að
móta veröldina, í stað þess
að lesa um það órafjarlægð.
Aftur á móti er þetta alveg
óeðlilegt líf. Maður er úr sam
bandi við allt annað, fréttir
annars staðar frá, músík,
skemmtanir og aðrar betii
hliðar lífsins ....
Við höfum fengið hingað
blaðakonur frá Norðurlönd-
um — ein stóð rétt hjá mér,
þegar nærri var búið að grýta
okkur við Menningarhöllina
um daginn, . . . Málið er allt
ákaflega erfitt viðfangs, eins
og þú getur ímyndað þér. —
Kongo er svo gífurlega stórt
landsvæði og samgöngur þar
ómögulegar. Það er næstum
ógerlegt að gefa nokkra lýs-
ingu á því ....
Þetta er glefsur úr bréfi
brezka blaðamannsins. Þær
gefa hugmynd um hve mikil
vinna liggur á bak við frétt-
irnar, sem við lestum dag-
lega og finnst ekkert til um.
hlaupsins. — Tvö „toppnöfn"
voru þar, Radford, Englandi,
og Budd, Bandaríkjunum, ,
(10,3 sek. og 10,2 sek. bezt) og
þar var Rússinn Ozolin, einn
af beztu mönnum stærstu
þjóðar Evrópu. Þó Hilmar
hafi fyrr á árum sigrað Ozolin
þorðum við ekki að vona —
nema í laumi — að svo yrði
nú. En með betri byrjun hefði
Hilmar án efa náð 10,8 eða
jafnvel betra. Tími hans nú er
í hlutfalli við tíma hans fyrr
í ár, mjög sambærilegur við
beztu tíma annarra hlaupara
í keppninni á þessu ári og þá
tíma, sem þeir náðu hér í þess
ari keppni.
* A ÓVÆNT
Mest á óvænt kom Figuerola
frá Kúbu er náði 10,4 sek. —■
svartur en ákaflega sprengilegur
og glæsilegur hlaupari. Sama
má segja um Johnson frá Antilla,
sem náði sama tíma, og loks
Estevetes frá Venezuela, sem
einnig náði 10,4. Þarna voru því
komnir þrír menn sem vart hefur
heyrzt á minnzt fyrir þessa leika
og náðu ásamt fleirum beztu
tímum undanrásar. Það skeður
alltaf eitthvað óvænt í stórri
keppni.
* NÝTT MET
Síðar um daginn fór fram
næsta umferð 100 m hlaups-
ins. Þá kom Hary hinn þýzkl
mest á óvart. Hann náði geypi
góðu viðbragði — svo að ég
minnist ekki að hafa séð slíkt
áður. Og tími hans varð 10,2
sek. Það er nýtt Ólympíumet
og hann þurrkar út af Ólym-
píumetaskránni nöfn Tolans,
Owens, Dillards, Morrows og
Murchisons. Einstætt afrek —
og það er ekki hægt annað en
spá þessum unga heimsmet-
hafa í greininni sigri — þó
allt geti gerzt á Ólympíuleik-
um. — A. St.
☆
FERDIN AIMD