Morgunblaðið - 06.09.1960, Side 13

Morgunblaðið - 06.09.1960, Side 13
Þriðjudagur 6. sept. 1960 MORCVISM AÐ1Ð 13 Negrakonur slétta hár sitt ÞAÐ kemur æ oftar fyrir, að negrakonur láta leggja sitt hrokkna hár eins slétt og mögulegt er og af- má með því ein sterkustu einkenni hinnar blökku konu.- Ein þeirra, sem þetta hefur gert, er afríkanska skáldkon- an Noni Jabavu, en fyrsta bók hennsr „Drawn in Colour" — sem fjallar um lífið meðal bantu-svertingjanna í Suður- Afríku — varð metsölubók. — Ég er oft spurð um það, hvers vegna í ósköpunum ég hafi ekki áfram hrokkinkoll- inn minn, segir Noni Jabavu, og margir hafa talað um, hve hrokkni þyrillinn fari vel við afríkanskt andlit. En í hvert skipti segi ég: — Hvað mund- uð þið segja, ef ég segði ykk- Skinnskyrta — E R hann ekki draurnur, | munu margar hrópa upp yfir sig, er þær líta þennan fallega, § ítalska skyrtujakka, sem er úr 1 mjúku hreindýraskinni. Það eru margar grófar stungur á jakkanum (sem því miður 1 sjást ekki á myndinni), sem gera hann ennþá fallegri. ;;; Þetta ljósa skinn fer mjög vel s| við dökklitað, þröngt pils. :j;: Það er nauðsynlegt að pilsið I sé þröngt, því ekkert er eins ljótt og víð pils og víðar blúss- I ur, svo ekki sé talað um, þeg- I ar stíf undirpils eru notuð. ur, að þið lituð betur út í forn- eskjulegum kyrtli en nýtízku kjól? Litað fólk, sem hefur slitið sig frá Afríku og tileink- að sér vestræna siði, tileinkar sér einnig vestræna tízku. Ég geng alltaf í enskum kjólum, og því vil ég gjarnan hafa hár- greiðslu, sem er nýtízkuleg og passar við kjólana mína. Tízkukóngur í herinn BtJIZT er við, að tízkukóng- urinn Yver Saint-Laurent, sem er 22ja ára gamall, verði kvaddur í herinn næstu daga. Þetta hefur vakið nokkurn ugg meðal tízkufrömuða Par- ísarborgar. Saint-Laurent hef- ur haldið tízkuhúsi Diors í sínum gamla sessi, eftir lát Diors 1957, en hann gerði garðinn frægan eins og kunn- ugt er. Og það er álit margra að Saint-Laurent sé þjóðinni gagnlegri sem klæðskeri og teiknari heldur en hermaður. Ekki hafa enn borizt fregnir um það, hvemig Saint-Laur- ent sjálfur tekur þessum frétt- um ,en fyrir löngu var það haft eftir honum, að þegar hann yrði kvaddur í herinn, fengi hann tækifæri til að teikna og endurbæta franska hermannabúninginn, sem væri hræðilega ljótur og þyrfti gagngerðra breytinga við. Þóra Jónsdóttir minning Þá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin segja frá, en þegar fjólan fellur bláa • fallið þið enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urtaby.ggðin hvers hefur misst. Þessi orð Bjarna Thorarensen skálds hy.gg ég lýsi bezt konunni, ®em til moldar er borin í dag, Þóru Jónsdóttur, síðast t:l heim- ilis að Barmahlíð 55. Þóra heitin var fædd á Hrafn- Ihóli í Hjaltadal í Skagafirðx, 14. marz 1884, og voru foreldrar (hennar Ingibjörg Björnsdóttir og Jón Helgason. Hún átti sex syst- Ikyn, sem öll dóu í æsku. Hún ein lauk lan.gri vegferð hér í heim inum. Árið 1916 giftist hún Bjarna Jóhannssyni frá Bakka í Viðvíkursveit, og bjuiggu þau allan sinn búskap í Hólakoti, þar til hún missti mann sinn, hinn 12. desember árið 1933. Þá steðj- uðu erfiðleikarnir að Þóru. Þau ihjónin höfðu eignazt fjórar dæt- ur: Lilju, Jónínu, Karitas og önnu ,sem er yngist. Allar eru J>ær giftar nema Anna. Með þessa yngstu dóttur sína réðst Þóra í vinnumennsku, og skildu leiðir þeirra mæðgnanna aldrei meðan þær lifðu báðar. Milli þeirra skap aðist órjúfanlegur ástvinakær- leikur og tryggð, sem ekkert fékk ekilið ixema dauðirm. Hann hefur nú gert það, en aðeins um stund- arsakir. Anna syrgir nú móður aína sárt, en hún veit, að þær fá að sjást aftur í eilífðinni, þar sem ekkert fær skilið þá, sem af hreinu hjarta vilja vera saman. Allar syisturnar sakna móður sinnar mjög, sem von er, því þær hafa mikils misst. Tryggð henn- ar var svo falslaus og hrein. En huggun þeirra allra er fullwissan um annað og enn æðra líf. Það hafði Þóru ekki láðst að inn- ræta þeim. Ef einhver spyrði mig, hvern- ig Þóra hefði verið, yrði ég ekki lengi að svara spurningunni. Svarið myndi verða á þessa leið: Hún var hógvær, hjartahrein og æðrulaus. Það er mikið sagt, en kynni mín af Þóru, þótt ekiki yrðu löng, sörmuðu mér það. Það þurfti ekki að umgangast hana Xengi til að verða var hógværðar hennar, sem var sá þáttur sálar- lífsins, sem skýrast kom í ljós, Að hún var hjartahrein, mátti bezt af því marka, hve laus hún var við dómgirnina, sem er einn algengasti löstur nútímans. Hún vildi aldrei tala il'la urn. neinn, og vildi ekki, að aðrir gerðu það heldur. Ég get einnig nefnt dæmi um æðruleysi hennar. Fyrir rúmu ári síðan vei'ktist Anna og var flutt nær dauða en lífi á sjúkra- hús, og þar gerð á henni stórað- gerð. Ekki æðraðist Þóra. Það hefði ekki verið líkt henni að gera það. Þau dæmi, sem ég nú hef nefnt, munu nægilega röik- styðja mannlýsingu miína. Ævikvöldsins fékk Þóra að njóta á heimili Jóndnu dóttur sinn ar og Guðmundar Brynjólfsson- ar, lögregluþjóns, ten.gdasonar síns, sem reyndist henni hið bezta alla tíð ogstóð við banabeð henn- ar, ásamt konu sinni og mágkonu, þegar hún kvaddi þennan heim. Óskir hennar hér í heimimm voru hógværar. Um eina þeirra veit ég fyrir víst, og ég veit líka, að hún rættist. Hún hafði óskað sér þess, að hún þyrfti ekki að liggja lengi í sjúkrahúsi. Henni varð að ósk sinni, en ráði og rænu fókk hún að halda til hinztu stundar. Fagurt var líf þitt, Þóra, og sárt er þín saknað af dætrum þrn- um, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum. Guð blessi þig og láti eilífðarvonir þínar rætast. Þökk fyrir indæla viðkynningu. Jón Sigurðsson, kennari. Camla verðið Vír-barnaúlpur í öllum stærðum. Notið tækifærið. Aðsfoðarráðskonu og nokkrar starfsstúlkur vantar að Sam- vinnuskólanum Bifröst á komandi vetri. Upplýsingar í síma 17973. Góð stúlka eðo konu óskast á hótcl úti á landi. — Upplýsingar í síma 10039. m íbúð óskast Ung hjón, sem bæði vinna úti, óska eftir 3—4 herb. íbúð frá 1. okt. — Uppl. í síma 35959. Heildverzlun til sölu Vegna lasleika eigandans er heildverzlun til sölu. Góður og ódyr vörulager getur fylgt ásamt viðskipta- samböndum. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: ..Heildverzlun — 893“. H R I N G A R N I R Á verkstæðum okkar hafa verið teiknaðar nýjar gerðir trúlofunarhringa við smekk nýs t íma — svo ungt fólk megi nú sem fyrr gleðja sig á stórri stundu, er það festir hamingju sína, við hringana — F R Á J Ó N I Lítið á sýnisafn okkar Hðn ÖiqniunílsGon Skflrlgripaverzlun 7 jy ^'acýur cjnpur er œ til ynclis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.