Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ EaugarSagur 17. sepí. 1960 Brezkir togarar eins og sjóræningjar á miðunum — Nctrskur skipstjóri kvartar undan ágangi þeirra við Hjaltlandseyjar Baldvin Einarsson forstjóri í skrifstofu sinni. Leirvík, Hjaltlandseyjum, 16. sept. — (NTB-AFP) BREZKIR togarar hegða sér eins og sjóræningjar á fiski- miðunum og vinna af ásettu ráði skemmdarverk á norsk- um fiskiskipum og veiðarfær- um þeirra, sagði Tryggvi An- dal, skipstjóri á „Jago“ frá Kristiansund, hér í Leirvík í dag. — Sagði Andal, að norskir bátar hefðu í seinni tíð orðið fyrir tjóni, sem áætlað væri um 40 þús. sterlingspund (yfir 4 millj. ísl. krónur). Dufl með sprengiefni? — Ef þeir halda þessari sjó- ræningjaiðju sinni áfram, sagði — Glæsilegt hús Frh. af bls. 1 geirssonar smíðað Eru þau ðll mjög þægileg og hagkvæm. Hið nýja stórhýsi Almennra trygginga er teiknað af Gisla Halldórssyni og Ólafi Júlíus- syni. Byggingameistari hússins var Jón Bergsteinsson múrara- meistari. Baldvin Einarsson fram- kvæmdastjóri skýrði nokk.uð frá þróunarsögu Almennra trygg- inga. Félagið var stofnað 11. maí 1943. Innheimt iðgjöld námu á fyrsta starfsári 2 millj. kr. Á þessu árt eru iðgjöldin áætluð 30 millj. kr., og starfsmenn fyr- irtækisins eru 30 talsins. Fyrsta starfsár félagsins voru starfs- menn aðeins 7. Félagið hefur nú skriístofur í Reykjavk, Hafnaríirði og « Akureyri. Það hafðí i 10 ár fast- eignatryggingar í Reykjavík cg hefir gerzt brautryðjandi á ýms um sviðum trygginga. Það tók t. d. snemma upp jnnbvotstrygg- ingar. Líftryggingar hefir það annazt síðan 1953. Stjóm félagsins. Stjórn Almennra trygginga skipa nú: Carl Olsen ,stórkaupm., sem verið hefir formaður félagsstjórn ar frá upphafi, Gunnar Einarsson, forstj., Kristján Siggeirsson, forstj., Sigfús Bjarnason, forstj. og Jónas Hvannberg stórkaupm. Baldvin Einarsson hefir verið framkvæmdastjóri félagsins frá upphafi. Forstjóri skýrði frá því, að Al- mennar tryggingar tækju upp þá nýbreýtni í dag, að hafa skrif- stofu sína opna í matmálstkna. Kvað hann það skoðun sína, að fyrirtæki í Reýkjavik ættu al- mennt að afnema matmálstíma- h.lé um hádegið. Af slíku hléi um hádegið leiddi ferðalag 40 þús. manns fram og til báka frá vinnu stöðum í bænum. Leiddi af því mikil slysahætta. Framkvæmdastjórinn skýrði einnig frá því, að Reykjavíkur- bær hefði tekið á leigu þrjár efstu hæðir hússins. Myndu þær fljót- lega verða tilbúnar. Hið nýja stórhýsi ALmenna trygginga við Austurvöll er sam- tals um 3500 rúmmetrar að stærð. í kjallara hússins er kaffistofa og setustofa fyrir starfsfólk félagsins og geymslur. ♦-------------------------♦ Andal, — verðum við knúðir til að grípa til róttækra ráðstafana á borð við þær t.d., að fylla diufl- in með sprengiefni. Andal hefur aflhent norska vara ræðismanninum í Leirvík skrif- lega kæru og beðið hann um að koma henni áleiðis til norsku fiskimálast j órnarinnar. I skjali sínu tekur Andal m.a. fram, að togari nokkur frá Fleet- wood hafi hinn 3. þ.m. eyðilagt fyrir „Jago“ 100 línur og 30 dufl í sjónum vestur af Hjaltlandseyj- um. — Baudouin Frh. af bls. 1 hádegið í dag. Fregnin um að hinn þrítugi konungur hyggði nú staðfesta ráð sitt kom fólki mjög á óvart, bæði heima fyrir og á Spáni. Donna Fabiola mun veiða viðstödd blaðamannafund, er tilvonandi eiginmaður henn ar heldur á morgun í tilefni af tiðindum þessum. Drottn- ingarefni Belga er 32 ára gömul og hefur að undan förnu starfað sem hjúkrun- arkona í hersjúkrahúsi. Hún er dóttir Don Gonzales heit- ins de Mora y Fernandez greifa en í móðurætt er hún komin af tignarfólki í Aragon á Spáni. Eitt hið ágœtasta sumar Hey með mesta móti — Mikil jarðrækt — Góð laxveiði NÍTJÁN ára en ekki 10 er pilt- urinn, sem teflir á skákmóti Tafl félags Hafnarfjarðar og sagt var frá í blaðinu í gær. Úr afgreiðslusal Almennra trygginga. Þórbergur lækkar, Matthías hækkar í GÆR hélt Sigurður Benedikts- son bókauppboð í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík, og gerðist þar fátt tíðinda að þessu sinni. Af verði einstakra bóka 1 krónum má nefnar Íslandsvísur Guðm. Magnússonar (1903): 850. Matt- hías Jochumsson: Víg Snorra Sturlusonar (Eskifirði, 1879): 700. Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru (1949): 250. Bók þessi var gefin út á sextugsafmæli Þórbergs og kostaði þá kr. 500. Jóhann Sigurjónsson: Bjærg- — Kongó Framh af bls 1 • HVER VERÐUR NIÐURSTAÐAN? Ýmsir hafa verið þeirrar skoð- unar, að Rússar muni beita neitunarvaldi til þess að hindra samþykkt bandarísku tillögunn- ar. Ef til slíks kemur, er gert ráð fyrir að Allsherjarþingið verði kvatt saman til aukafundar, en þar gildir neitunarvald ekki. Þess er hins vegar einnig að geta, að upplýst er, að fulltrúar Cey.cn og Túnis vinna að samn- ingu málamiðlunartillögu og er ekki ta’.ið útilokað að samkomu- lag geti náðst á grundvelli henn- ar. Ejvind (1911): 425® Magnús Stephensen: Handbók fyrir hvörn mann (Leirárgörðum 1812): 250. Náttúrufræðingurinn, 1.—21. árg. með kápum: 1250. Tyrkjaránssaga Björns á Skarðs- á (Rvík 1866): 500. Kvæðakver Kiljans: 300. Alþýðubók Kiljans: 400. í Austurvegi eftir H. K. L. (þessar 3 frumútg.): 200. Andrés Björnsson: Ljóð og laust mál nr. 9 af 50 (1940): 510. Steinn Stein- arr: Rauður loginn brann: 300. Isl. málsháttasafn (Finns Jóns- sonar): 310. Möðruvallabók (Munksgaard): 1050. Fritzners orðabók (frumútg.): 2000. STAÐARBAKKA, 12. sept. — Öllum ber saman um að sumarið, sem nú er senn liðið, sé eitt hið ágætasta, er komið hefur hér um langt árabil. Eftir sérlega gott vor kom sólríkt og unaðslegt sumar, með nægu grasi og stöð- ugum þurrkum. Flestir eru nú hættir heyskap og eru hey með mesta móti, og vona menn að þau reynist sérlega góð til fóðurs. Mjög fátt kaupafólk er hér orðið á sumrin, eru það þá helzt unglingar um og innan við ferm- ingaraldur. En þetta fólk getur unnið mikið gagn með þeim tækjum, sem nú eru víðast fyrir hendL Fjárleitir Fjárleitir á afréttir hefjast hér hinn 17. þ. m. og strax að afloknum réttum hefst fjártaka á Hvammstanga af fullum krafti. Sennilega verður slátrað um 1500 fjár á dag. Vænta menn að fé verði sæmilegt til frálags í haust eftir svo gott sumar. Framkvæmdir Á vegum Ræktunarsambands Vestur-Húnvetninga hefur verið unnið að margvíslegum fram- kvæmdum í sumar. Tvær skurð- gröfur hafa stöðugt unnið að framræslu og oftast fjórar jarð- ýtur unnið að jarðrækt og vega- gerð, og auk þess jarðtætari, þar sem það hefur þótt henta. Þá hef- ur sambandið haft tvo vinnu- flokka við byggingar, annan með hleramót og þar tilheyrandi út- búnað við hlöður og útihús, hinn með stálmót til að steypa upp votheysturna. Það er erfitt nú að standa í fjárfrekum framkvæmd- um með ræktun og byggingar, en bændur sjá verkefnin mörg og aðkallandi og vilja mikið á sig leggja til að stöðug, örugg fram- þróun geti orðið í þeim málum. 1582 laxar Laxveiði í Miðfjarðará lauk að venju 31. ágúst. Alls veiddust á sumrinu 1582 laxar og verður því — þrátt fyrir óvenjulega lít- ið vatn sökum þurrka — annað bezta veiðiár síðan stangaveiði hófst í ánni (í fyrra veiddúst 1920 laxar). Veiðimenn kvörtuðu undan mjög mikilli „afætu“ (smá sílum) í ánni. Við rannsókn á sílum þessum kom í Ijós að þetta voru laxaseiði af ýmsum stærð- um. — B. G. Embættisveitingu mótmælt BLAÐINU barst í gærkvöldi sam- þykkt kennara Gagnfræðaskóla Kópavogs, þar sem mótmælt er setningu Ódds A. Sigurjónssonar sem skólastjóra við Gagnfræða- skóla Kópavogs. Átaldi fundurinn að gengið hefði verið fram hjá Ingólfi A. Þorkelssyni, sem fékk fjögur atkvæði af fimm í fræðslu ráði og hafði eindreginn stuðning allra samstarfsmanna sinna. 1 / NA /5 hnútar 1 / SV 50hnutar Snjikoma 9 Oéi **» V Stúrir K Þrumur 'WSX, KuUaslit HiHtkit í±i*aL Eægðin fyrir norðvestan fsland ræður vindáttinni hér á landi. Það er útsynningur með skúrum vestan lands, en hæg suðlæg átt og léttskýjað norðaustan lands. Á Grænlandi er farið að kólna, snjóikoma á Stokkanesi gegnt Bröttuhlið og á strönd- inni milli Aputiteq og Tobin- höfða. Líkur eru á, að ný lægð kunni að myndast suður af Hvarfi. Mun hún þá valda sunnanátt og einhverri rign- » ingu sunnan lands í dag, laug- t ardag. S Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: \ SV-land til Vestfjarða, SV- S mið til Vestfj. miða: SV kaldi \ eða stinningskaldi, skúrir. ^ Norðurland til Austfjarða, V Norðurmið til Austfj.miða: SV ) gola eða kaldi, viðast úrkomu J laust og sums staðar léttskýj- S að. \ SA-land og SA-mið: SV og ( sunnan kaldi, dálítil rigning á i morgun. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.