Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 11
x^augardagur 17. sepf. 1960 M OR CJl IV UTAÐlfí 11 P. V. G. Kolka Ömurlegor þjóðhetjur í LEIKRITI sínu Sendiherrann frá Júpiter lét Guðmundur Kamban geimfara frá öðrum hnetti heimsáekja jörðina. Þess- um langt að komna gesti pótti margt uridarlegt í fari jarðar- búa, einkum yfirdrepsskapur þeirra og sjálfsblekking. Hann gat ekki stillt sig um að lýsa undrun sinni yfir þessu, en hvað setli hann hefði t. d. sagt um sjáifsánægju hetjanna, sem tóku þátt í Keflavíkurgöngunni. Skor- að hefði verið á alla sanna ís- iendinga með miklu brauki og bramli, útvarpsauglýsingum og bumbuslætti, að fylkja liði og ganga frá Keflavík til Reykja- víkur, til þess að sýna Banda- ríkjamönnum í tvo heimana. Af öllum afkomendum þeirra þús- unda vermanna, sem á öllum öld- um fóru fótgangandi á milli landsfj órðunga, stundum í ótærð með 10—20 kg. þunga bagga, mættu 1—200. á áfangastað, haf- andi með sér sjúkrabíl til þess að leggja þá í, sem örmagnast kynnu á sléttri brautinni, en auk þess var útbúin hvíldar og hress- ingarstöð á miðri leið þar sem göngumóðir garpar gátu svalað sér á kóka-kóla og lagt sig út af í amerísku hertjaldi. Tii þess að punta upp á fylkinguna var það auglýst, að þeir, sem vildu, gætu farið í bíl suður í Kópavog og tekið þátt í göngunni þaðan til Reykjavíkur. Og það voru svo sem ekki hljóðir og hógværir menn, sem héldu til Reykjavik- ur í það skiptið, heldur hávaða- menn, sem létu mikið yfir sér. Sá, sem fékk mest hrós sem göngugarpur í þessari ferð, var roskinn framsóknarþingmaður. Hann á eitt af frægustu og elztu höfuðbólum landsins mitt í fag- urri sveit, og það er nú að ieggj- ast í eyði.Ég kom þangað í fyrsta sinn í sumar og aðkoman var ömurleg — tvílyft steinhús, sem fyrri eigendur höfðu reist, en nú var í mestu niðurníðslu, kirkja, sem ytri klæðningin á kórgafl- inum var grotnuð úr, stórt tún og víðáttumiklar flæðiengjar, en engin lifandi manneskja sjáan- leg. Mig brestur kunnugleika til að dæma um, hvers vegna svona hefur tekizt til. Og ég segi ekki frá því til að gera gys að þess- um bændafulltrúa, sem labbar sunnan úr Keflavík til bess að heimta hraungrýtið á Miðnes- heiði af Ameríkör.am meðan sina og mosi leg'gja undir sig fornfræga höfuðbclið hans. Það er of táknrænt fyrir margt það sem öfugt gengu í þjóðlífinu, til þess að hafa það í gamaomál- um. ★ Allir vita, sem eitthvað vilja vita, að hlutleysi kommúnista er hræsnin tóm. Þeir eru allsstaðar starfandi stríðsmenn, virkir þátt takendur í fimmtu herdeild Sov étríkjanna, sem hefur hafið nýja sókn um allan heim gegn Vest- urveldunum, og Bandaríkjunum sér í lagi. Þeir sem hlíta for- ustu þessar herdeildar og ganga í lið með henni, geta því held- ur ekki verið hlutlaus'r, jafnvel þótt þeir séu aðeins hafðir til snúninga eða sem dula til að skýla raunverulegum tilgangi hennar. Þetta er svo augljóst mál, að um það þarf ekki að ræða. Þessi sókn hófst með ræðu Krúsjeffs á Parísarfundinum fræga, sem heldur áfram í Jap- an, Laos, Kúbu og Kongó. Við íslendingar höfum orðið fyrir þeim vafasama heiðri að vera skipað í flokk þessara þjóða. Kommúnistar hafa sér til af- sökunar þá trú, að þ«ð yrði ís_ landi til blessunar að verða pólitísk og menningarleg ný- lenda Rússlands. Þá afsökun hafa nytsömu sakleysingjarnir ekki. Þeir óska ekki eftir er- lendum yfirráðum, en stendur, eins og fleiri góðum mönnurn, stuggur af þeirri eftiröpun á ýmsu því auvirðilegasta í fari Ameríkananna, sem tíðkast hér á landi, ekki sízt meðal yngri kynslóðarinnar. En ráðið jlegn því er ekki að gerast liðhlaupar úr þeiri samfylkingu vestrænna þjóða, sem við höfum gerzt að- ilar að, né að svíkja þær skyld- ur, sem við, elzta þingræðisþjóð heimsins, höfum tekið á okkur í samvinnu frjálsra þjóða. Það er smán út á við og uppgjof inn á við, uppgjöf og flótti frá því hlutverki að vera menn til að varðveita menningu okkar, þótt nokkur hundruð erlendra her- manna hafist við í landinu. Við getum glatað henni, þótt eng- inn hermaður sé á íslenzkri grund og það er engin úrbót að pjakka í kröfugöngu frá Kópa- vogi til Reykjavikur eða halda æsingaræður á mannfundum nema sú, að svæfa órólega sam- vizku með því að ljúga að sjálf- um sér. ★ Það er einmitt þetta, sem nyt- sömu sakleysingjarnir í Fram- sóknarflokknum eru að reyna. Blöð flokksins hafa svo lengi alið á tortryggni og hatri í gatð þess þjóðskipulags, sem stendur vörð um eignarrétt og athafna- frelsi einstaklingsins, að þeir eru orðnir áttavilltir í þeirri gern- ingaþoku. Sumir hafa drukkið í sig þetta hatur, svo að þeir standa með annan fótinn austan járntjalds og þurfa ekki annað en að flytja búferlum úr sveit- inni til þess, að báðir ganglim- irnir komi þar niður. Þess vegna eru fleiri kommúnistar hér en í nokkru öðru vestrænu landi, sem stendur á liku menningar- stigi. Kommúnistar uppskera, þar sem Tíminn hefur sáð» Það eru þessir framsóknar- bolsar, sem nú vaða uppi í blöð- um og á mannfundum, en þeir eru varla í meirihluta í flokkn- um, enn sem komið er. Margir framsóknarmenn hafa lagt út í lífið með fagrar hugsjónir og trúðu því einlæglega, að flokk- urinn myndi berjast fyrir þeim, en þar hefur oltið á ýmsu, svo að ekki sé meira sagt. Það er sárt að týna trú sinni og sjá hugsjónir sínar bresia Sumir kjósa heldur að loka augunum en líta undan. Kalda stríðið er í algleymingi og Rússar hafa valið ísland sein sóknarsvið, af því að þeir telja það veikasta hlekkinn í banda- lagi vestrænna þjóða. Þeir, sem taka þátt í þessari sókn og í þeirri trú, að með því séu þeir að vinna að hlutleysi íslands loka augunum fyrir heimssögulegum staðreyndum. Þeir hafa lokað sig inni í sæluhúsi óskhyggjunnar og skotið slagbröndum sjálfs- blekkingarinnar fyrir hurðu. Hlutleysið er tálviti, kynl- ur á skerjaströnd kommúnism- ans og ætlaður til að ginna átta- vitalausa farmenn í strand á fjörum þeirra. Það eru allar lík- ur til, að framsóknarfleytan steyti þar á skeri áður en lýkur. Skútan hefur tekið svo marga slagi til hægri og vinstri í pólit- ískum fárviðrum, að skipstjórn- armennirnir hafa tapað öllum áttum og þeir, sem hafa bundið sig þar fasta í reiðann, eiga fyrir höndum hættulega sigl- ír.gu. Síðan Framsókn missi völdin, hafa ýmsir leiðtogar hennar ver- ið að teyma menn sína í tröila- hendur. Það er hætt við að sum- ir skili sér ekki aftur heim. — Tröllin hafa tíðum ært þá, sem þau ekki átu. ★ Kommúnistar virðast hafa heldur litla trú á þeirri æ'tjarð- arást og þjóðrækni, sem þeic eru nú að boða. Á það benda hinar frekjulegu áskoranir og augiýs- ingar, sem hafa klingt látlaust í eyrum manna í sambandi við þrautagönguna um Suðurnes og við fundinn á gjárbarminum fyrir ofan Drekkingarhyl. Þetta P. V. G. Kolka minnir gamlan sveitabúa ásmala menn, sem reka þreytta og lat- ræka hjörð í kaupstaðinn að hausti með ópum og óhljóðum, svipusmellum og hundgá Þetta er heldur óskemmtilegt fyrir þá, sem fara vildu af fúsum huga. Sú ættjarðarást, sem borin er á torg eftir pöntun Rússa og aug- lýst þar með amerísku skrumi, minnir um of á vændi. Þess v^gna eru sumir Þjóðvarnar- menn það sjálfum sér samkvæm ir, að þeir neituðu að taka þátt í slíkri ástarjátningu til ætt- jarðarinnar. Rússar geta ef til vill lagt undir sig síldarmiðin okkar, en þeir geta ekki lagt undir sig landjörðina, meðan 10 amerískir hermenn eru hér að ósk og í umboði íslendinga, því það yiði skoðað sem hernaðarárás á Bandaríkin. Rússar eru of raun- sæir til að leggja út í kjarnorku styrjöld, meðan Vesturveldin halda uppi öflugum sameigin- legum vörnum. Þeir þurfa frið til að byggja upp atvinnuvegi sína og hafa unnið ýmsa ódýra sigra á vígstöðvum kalda stríðs- ins í löndum með losaralegu stjórnarfari. Ófriðargrýlan er hinsvegar hentug til að hræða ístöðulitlar sálir á íslandi til að leita skjóls í föisku hluteysi og haldlausu. ★ Samkvæmt kiassiskum fræði- HAFNARFIRÐI: — Innan vé- banda skátafélagsskaparins hefir nú um árabil starfað deild hjálp- arskáta, sem jafnan hefur verið til taks þegar hættu ber að hönd um, svo sem við að leita að týndu fólki. Er hér um að ræða 24 pilta, sem jafnan eru viðbún- ir, en eins og að líkum lætur, er mikils um vert að jafnan sé hægt að leita til skátanna þegar hætta er á ferðum. Hefur deildin nú fyrir nokkru unnið að því að fá hingað spor- bund, sem hafður yrði hér i Hafn arfirði og þjálfaður til að leita að kenningum kommúnista er alls herjarverkfall haldbezta ráðið til að lama svo kapitaliska rík- isstjórnir, að þeir geci hrifsað af henni yfirrráðin með vopna- valdi og komið á alræði öreig- anna. Þessi kenning hefur verið endurskoðuð í seinni tíð og nú leggja þeir meira upp úr því að virkja í sína þágu þjóðernis- tilfinningu þeirra þjéða, sem hafa verið að einhverju leyti háð ar vestrænum stórveldum eða ganga með minnimáttarkennd gagnvart þeim. Herstöðvamálið og landhelgismálið eru því til- valin tálbeita fyrir íslendinga, sem hafa ríka þjóðernistilfinn- ingu vegna sögu sinnar og menn ingar, en eru líka margir haldn- ir minnimáttarkennd vegna smæðar sinnar og fátæktar, en fylginautur hennar er uppskaín ingshátturinn, sem lýsir sér í bruðli, þegar um einhver fjár- ráð er að ræða, en glamurmögn- uðum stórbokkaskap að öðrum kosti. Bæði þessi mál hafa kom múnistar líka kunnað að nota sér til þess að vekja tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar að rjúfa þá samvinnu einstaklinga og stétta, sem nauðsynleg er til að viðreisnaráætlanir hennar geti komið að gagni. Bættur efna- hagur á grundvelli núverandi þjóðskipulags yrði til að eyða vonum þeirra um kommúniskt stjórnarfar hér um ófyrirsjá- anlega framtíð. Það er ekki nema í hæsta máta eðlilegt, að þeir beiti þessum vopnum, og það því fremur, sem þau eru í samræmi við kommúniskt hugarfar og sið ferði. Hitt er öllu undarlegra, að Framsóknarflokkurinn, sem hefði viljað gera sörnu ráðstaf- anir og ríkisstjórnin á flestum sviðum, ef hann hefði ráðið landinu, skuli láta blöð sín veita kommúnistum lið í þessari iðju, sem framast þau mega, svo að segja má, að þau hafi horna- markað flokkinn með hamri og sigð. ★ Af langri viðkynningu við marga ágæta mer.n í Framsókn- arflokknum held ég, að þetta hafi verið mjög misráðið af flokksforustunni, og það þótt ekki sé litið á það, hvað var skylda hennar gagnvart þjóðar- heildinni, eftir að hún hafði sjálf Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. í Khöfn 14 sept. PÓSTMENN í Kaupmannahöfn komu til vinnu sinnar á ný í dag, er Póststjórnin hafði gefið lof- orð um að engar refsiráð- stafanir yrðu gerðar gegn þeim póstmönnum, er neituðu að týndu fólki. Hafa skátarnir leit- að hófanna um kaup á blóðhund' í Bandaríkjunum, en þeir eru taldir beztir allra hunda til slíkra hluta, eru t. d. sérlega þefnæm- ir og ratvísir. Hafa skátarnir von ir um að fá hund á næstunni, en hér verður hann í kofa og öflugri girðingu í landi Jófríðarstaða. Sporhundur sá, sem Jón heit. Guðjónsson í Kópavogi hugsaði um, er dauður fyrir nokkru, þann ig að nú er enginn slíkur hundur hér sunnan lands. Er slíkt mjög bagalegt, því að hundar sem þess ir eru bráðnauðsynlegir, eins og oft hefir sýnt sig við leit að fólki. lýst yfir því, að við værum a3 steypast fram aí brúninni nið- ur í hydýpisgjá efnahagslegrar eymdar og volæðis, ef ekkert væri að gert, heldur biátt áfiam með tilliti til framtíðar flokks- ins. Forystumennirnir gátu sagt: „Sumar af efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar hefðum við sjálf- ir framkvæmt, ef við hefðum ver ið við völd, eins og gengisbreyt- inguna. Aðrar erum við óánægð- ir með og viljum enga ábyrgð bera á þeim, en af því ástandið er alvarlegt, ætlum við að sýna þann drengskap að leggja eng- an stein í götu stjórnarinnar, heldur bíða átekta og sætta okk ur við þær fórnir, sem þjóðin verður að leggja á sig“. Þannig hafa áreiðanlega margir ó- breyttir framsóknarmenn hugs- að, en forustan tók þann kost- inn, sem verri var og ósæmilegri. Þess hlýtur flokkurinn að, gjalda í framtíðinni. Framsóknarflokkurinn er nú raunverulega þriskiptur. Á einu leitinu eru þeir, sem ekki munu fóta sig á því hála svelli, sem forustan hefur leitt þá út á og renna því undan brekkunni í ut- breiddan náðararm kommún- ista. Á öðru Ieiti eru þeir sem munu meta land sitt meira en flokk sinn, þjóð sína meira en fáeina misvitra foringja hans, og taka því höndum saman við öll þau öfl önnur, sem vilja efna lega og menningarlega viðreisn á grundvelli vestræns þjóðskipu lags. í þriðja lagi eru þeir, sem flýja frá öllum skyldum, allri viðreisn, bæði á vestrænum og austrænum grundvelli, en lála sér nægja að sýna manndóm sinn í því að þramma áíram í kröfugöngu, syngjandi ættjarð- arsöngva og æpandi ókvæðis- orð að vinveittum þjóðum, þó að það hrynji í rúst, sem áður var uppbyggt, fúinn eti sig inn í kór þil kirkjunnar og sina og mosi breiðist um þær gróðurlendur, sem ræktaðar hafa verið frá upphafi íslandsbyggðar. Þetta eru flóttamenn frá þeim verk- efnum og þeim vanda, sem óvit- urleg fjármáiastjórn hefur hrundið okkur út í á liðnum ár- um, auðunnin fórnardýr lýð- skrums og þjóðrembings, sem reyna að skýla örbirgð þanka síns og visnun vilja síns fyrir sjálfum sér og öðrum með há- stemdum ástarjátningum til ætt- jarðarinnar. Maður hittir siika rótleysingja á öllum sviðum hins daglega lífs. Reynslan ein sker úr því, hvort slíkir menn eiga að marka stefnu eða öllu heldur stefnu- leysi Framsóknarílokksins á næstu árum. vinna eftirvinnu. Sjálfu deiluefninu — um greiðslu fyrir eftirvinnu og vinnutíma — var vísað til nán- ari afgreiðslu og umræðna milli ríkisins og aðalstéttarsamtaka póstmanna. Enn er alveg óvíst hvenær póstþjónusta kemst hér í eðli- legt horf. Gífurlegur póstur bíð- ur flokkunar og afgreiðslu og póstmenn neita að viana eftir- vinnu. Hættulegt vegna sjúklinga Verkfall þetta og eftirköst þess veldur óskaplegum vand- ræðum. í gær stóðu langar raðir fólks frammi fyrir pósrstöðinni í Köbmagergade og verzlunarlíf er að nokkru leyti í molum.. Þó er alvarlegast hversu þetta hefur mikla hættu í för með sér fyrir sjúklinga í sjúkiahúsum utan Kaupmannahafnar. Mikil- væg sýnishorn og rannsóknar- efni frá Serumstofnuninni og öðrum rannsóknarstofum í Kaup mannahöfn ná ekki nægilega ört til sjúkrahúsanna. Ætla að fó sporhund hingað P. V. G. Kolka. Póstmenn til vinnu á ný Gífurlegur póstur bíður afgreiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.