Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. sept. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 I SAGAN um blaðadrengirm, sem komst til manns af eigin rammleik, er eflaust til í öll- um löndum heims — að minnsta kosti hinum kapital- ísku. Bandaríkjamönnum eru slíkar sögur dæmi um ágæti þjóðskipulags xeirra. Fátæk- ur drengur verður sakir gáfna sinna og dugnaðar leiðtogi þjóðarinnar. ★ Sennilega verður Otti Sæ- mundsson aldrei forseti Is- lands eða einn af leiðtogum þjóðarinnar, en hann er sinn eigin leiðtogi, og það er kannski ekki verra hlutskipti. Hann var einu sinni blaða- drengur — Óli síns tíma. Nú rekur hann eigið fyrirtæki, Hjólbarðaviðgerðir í Skip- holti 5. Það skín stolt út úr óhreinu andlitinu. Hann á þetta hús og þetta fyrirtæki — Otti blaðasali. — Ætlarðu að tala við mig? spyr hann og lítur snöggvast upp frá hjólbarða undan vöru- bíl. — Já, segi ég, lízt þér ekki vel á það? Hann heldur áfram að eiga við bjóltbarðann. og ég sé ekki framan í hann. Kannski er hann að hugsa ráð til að losna við mig. — Hefurðu engan aðstoðar- mann? — Ég hef alltaf unnið einn, segir hann og lítur upp. — Ertu svona mikill ein- staklingshyggjumaður. Svona langt orð hlýtur að hrífa. — Já, það eru allir gamlir blaðasalar. — Hvers vegna hættirðu blaðasölu? — Og fór í þetta? — Já, blaðasala er hrein- legra starf. Nú losnar um málbeinið. — Hreinlegra, segirðu. Ég skal segja þér að ég hætti blaðasölu vegna þess að rödd- in var orðin svo óhrein. — Þú hefur bara skammast þín fyrir ungu stúlkunum. — Maður var nú ekki að hugsa um svoleiðis. Það var röddin, hún var orðin svo hás að ég heyrði ekki einu sinni til sjálfs mín. Hvað veizt þú hvernig er að standa úti í rigningu, roki og moldryki frá því sjö á morgnana til sjö eða átta á kvöldin og öskra sjóðþurrð, innbrot, nauðgun og slagsmál, á götuhornunum. Ég varð að viðurkenna að ég vissi það ekki. — Gaztu ekki hreinsað röddina með whisky? — Ég reyndi mjólk, hún hjálpaði dálítið. Pétur Jóns- son bauðst til að kenna mér að öskra eins og söngvarar, þeir nota víst kviðinn, háls- inn er bara trekt, sem hljóðið fer út um, en ég hafði ekki vit á því, svona var mað- ur vitlaus. — Þá værirðu kannski heimsfrægur söngvari núna. — Ég hefði slagað upp í prestana. — En þú varðst ríkur af þessu? — Ég er ríkari núna. — Hvar ætlar þetta að enda? — Fyrst hugsaði ég bara um að hafa nóg fyrir mig, en maður heldur áfram til að hafa eitthvað til að keppa að, svo er það ellin, maður. Það ætti að vera takmark að þurfa aldrei að leita til rikis eða bæjar. — Ertu að prédika? — Nú ætla ég að setja dekkið í grindina þarna með- an ég blæs það upp. Felgan getur hrokkið af því og drep- ið mann. Sjáðu, hún var einu sinni nærri búin að taka af mér nefið. — Já, það er saumað á. — Eftir það lét ég líftryggja mig, en maður getur drepist samt eins og þú veizt. — Ég hef aldrei drepizt. — Þú átt það áreiðanlega eftir. — Hvenær hætturðu blaða- sölunni? — Nítján hundruð þrjátíu og níu, þá varst þú að læra að lesa. — Hvað ertu gamall? — Ég er síðan nítján hundr- uð og átján eins og gamli Ford. — Heldurðu að þú hafir slegið Óla út við blaðasölu? — Ég seldi mest á einum degi ellefu hundruð Alþýðu- blöð. Það var mikið í þá daga. — Seldurðu bara Alþýðu- blaðið? — Nei, ég seldi Moggann Otti blæs vindi i slongu. STAKSTIINAR Vísindi og tæknimenntun Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, að vísindastofnun í Bandaríkjunum hefði veitt til- raunastöðinni að Keldum styrk, sem nemur um 400 þús. krónum, til frekari rannsókna á skemmd um a taugakerfli sauðfjár. En svipuð sjúkdómseikenni hafa fundizt hjá mönnum ,og mun það hafa vakið enn meiri áhuga þessum tilraunum á Keldum. í þessarj styrkveitingu er fólg in mikil viðurkenning, sem sýn- ir að hér á landi er mögulegt og nauðsýnlegt að vinna að ýmsum vísindastörfum. Við getum ekki eingöngu byggt á niðurstöðum vísindarannsókna í öðrum lönd- um. heldur verður að ýmsu leyti að miða við hinar sérstöku að- stæður sem hér ríkja. Það er því mikilvægt að ýmisskonar tilrauna starfsemi sé haldið uppi í landinu. Vegna fámennis þjóðarinnar er þó hætt við að ný þekking og tækni verði alltaf að verulegu leyti að koma erlendis frá. En því aðeins mun slíkt koma að notum að tæknimenntun innan lands sé á háu stigi. í þessu sambandi má einnig minnast þeirra frábæru visinda afreka, sem dr. Björn heitinn Sig urðsson vann á rannsóknarstöð- inni á Keldum. „Þá var Hriflu-Jónas dýrlingur þjdöarinnar“ líka og yfirleitt öll dagblöð, vikurit, tímarit og alls konar snepla. Mörg þeirra eru dauð núna. Okursvipan, Svindlara- svipan, Harðjaxl, íslenzk endurreisn, það var fasista- blað, Nýja dagblaðið, Fram- sókn, Smyrill, Reykvíkingur, Ólafur Friðriksson gaf það út. Þegar það kom ekki út, fór hann með okkur krakkana niður í Bárú og sagði okkur sögur frá Afríku. — Þú ert á svipinn eins og þú sért að minnast látinna ættingja. — Friður sé með þeim. Sum voru sorpblöð eins og Mánudagsblaðið, þau dóu venjulega eftir svo sem fimmtán daga. Þau lifðu bara á sensasjón, en það geta ekki alltaf verið sensasjónir. Þegar Jónas frá Hriflu skrifaði í Tímann, þurfti maður ekki annað en að kalla: grein eftir Jónas frá Hriflu i Tímanum í dag, þá runnu aurarnir niður í vasa manns. Þá var Jónas dýrlingur þjóðarinnar, nú eig- um við engan dýrling. — Sumir segja að Krúsjeff sé dýrlingur. — Ég meina innlendan. — Nei, bara fallna dýrlinga. — Kannski þú verðir dýrl- ingur? — Fyrst ætla ég að verða ríkur. — Þá verðurðu að vinna eins og þræll, taka innan úr dekkjunum eins og þú sért að rífa innan úr rollu, sjáðu. — Ég er ekki svona sterkur. llusið hans Otta. -— Ég er sterkur hægra meg in, sjáðu hvernig öxlin stend- ur út. — Já, ertu vanskapaður? — Þetta er eftir blaðabunk- ana, ég hélt þeim undir hægri handleggnum og taldi aurana með þeirri vinstri. Þá fékk maður þrjá aura fyrir að selja Moggann, hann kostaði þá tíu aura, Spegillinn kostaði fimm- tíu aura, fimm aura fyrir að selja hann. Ég hafði meira en verkamannslaun á dag, þegar vel gekk. — Eigum við ekki að koma í kaffi? — Nei, ég tek engan kaffi- tíma. — Vinnurðu á nóttinni líka? — Ég er hættur því, þá vinnur maður ekki nógu vel. Ef maður getur ekki haft nóg upp úr dagvinnu, er eins gott að fremja kviðristu. — Ertu giftur? — Já. — Börn? — Fjórar stelpur. — Kanntu ekki að búa til strák? — Ég má ekki vera að því að læra það, svo er ég hrædd- ur um að það yrði að vera verkleg kennsla. Það er betra að þreifa sig áfram sjálfur, þegar maður má vera að því. — Þú ert ennþá að byggja? — Já, ég byrjaði fyrir tíu árum. Þá spurðu margir hvort ég væri orðinn vitlaus að flytja út úr bænum, það kæmi ekki nokkur maður, en bær- inn kom á eftir mér. Þá gat ég séð á Sjómannaskólaklukk una, en nú er búið að byggja fyrir, svo ég varð að kaupa þessa klukku þarna á veggn- um. Framhald á bls. 19. Þora ekki að birta álitsgerðina Kommúnistablaðið þorir ekkl að birta álitsgerð hagfræðings norska Alþýðusambandsins, um islenzk efnahagsmál. 1 staðinn fyrir það heldur Þjóðviljinn uppi svivirðingum um hann fyrir að hafa rætt við íslenzku hagfræð- ingana Jónas Haralz og lóhannes Nordal. En kommúnistablaðið gleyinir að geta þess, að hinn norski nagfræðingur hafði einnig nána samvinnu við Torfa Ásgeirs son, hagfræðing, sem verkalýðsfé lögin hafa þráfaldlega leitað til um stuðning og hagrænar upp- lýsingar undanfarin ár, og komm únistar sjálfir hafa treyst mjög vel. Áskorun til Þjóðviljans En þannig er afstaða kommún- ista til þekkingarinnar. Ef upp- lýsingar um islenzk efnahagsmál falla þeim ekki í geð. reyna þeir að halda þeim leyndum fyrir al- menningi. Hér með er skorað á Þjóðvilj- ann að birta álitsgerð hins norska hagfræðings og gefa lesendum sínum þar með tækifæri til þess að kynnast henni. Þöglir um Hannibal Kommúnistablaðið þorir ekki ennþá að minnast einu orði á bifreiðabrask og skattsvik for- seta Alþýðusambands íslands, Hannibals Valdimarssonar. Senni lega er þögn þess sama og sam- þykki. Allir vita að þessi fyrr- verandi ráðherra kommúnista er allra manna dómharðastur og liefur talið sig málsvara hvers- konar velsæmis í viðskiptamál- um og öðrum opinberum málum. Nú hefur það verið sannað á hann að hann hefur notað að- stöðu sína til þess að flytja inn tulifrjálsa bifreið til gróðabralls í eigin hagsmunaskyni og síðan til skaítsvika. Þá þegir bæði hann og blað hans þunnu hljóði. Auðvitað mun Hannibal halda áfram að ásaka aðra um óviður kvæmilegt gróðabrall og skatt- svik. En hver getur tekið mark á slíkum manni? Kommúnistar munu að sjálf- sögðu tefla honum fram ti] æðstu trúnaðarstaða innan verkalýðs- hreyfingarinnar. En hvað segir fólkið, sem á að lyfta honum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.