Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 16
16 MoncrnxTti 4f)io Laugardagur 17. sept. 1960 virtist ætla að slíta öll króka- pör, þá og þegar. — Ætlið þér í kirkju? spurði hann, er hann varð þess var, að hún kom sér ekki að því að segja það að fyrra bragði. — Þér viljið víst ekki koma með mér? spurði hún hikandi. Sjálfum sér til mestu furðu, svaraði hann hiklaust játandi, en stríddi henni þó um leið dálítið á því, að eiginlega væri hann heiðingi, og að hún fengi nóg að gera að ýta við honum í hvert sinn, sem hann ætti að standa upp, .krjúpa á kné, eða setjast aftur. — Við erum nú ekki mikið með þessháttar, svaraði frú Brock. — Við stöndum meðan sálmarnir eru sungnir, en sitj- um annars. En þér fáið að heyra til Elísu. Hún á að syngja ein- söng — og það verður ánægju- legt að heyra! Ég vil gjarna, að þér hlustið á hana, hvort sem þér eruð söngvinn eða ekki. Hafið þér gaman af tónlist? .— Já, einusinni spilaði ég ofur lítið á fiðlu, svaraði hann, um leið og þau lögðu af stað til kirkjunnar, — en það var ann- ars ekki teljandL — Þegar ókunnugir taia þann ig, veit maður aidrei, hverju trúa skal, svaraði frú Brock, hugs- andi. Sjáið þér, þetta er Elísa, sem er að fara inn núna. Ungi maðurinn, sem kemur L eftir henni, er Randy Vaughn. Faðir hans á Landbúnaðarvéla- og járn vöruverzlunina, sem við hann er kennd. Þeir eru vanir að borða hjá okkur á sunnudögum. Litla kirkjan var ljót utan og dimm, er inn var komið, og auk þess var þar mikill fernisþefur, enda þótt ekki væri sýnilegt, að henni hefði verið gert neitt til góða. Kirkjubekkirnir voru ó- venjulega bakbeinir og óþægileg ir og hallaði auk þess fram. Þetta varð til þess, að söfnuðurinn varð að sitja á alveg sérstakan hátt undir messunni, en hélzt líka betur vakandi fyrir bragðið. Það hefði verið alveg fráleitt að segja kirkjuna heppilegan hvild arstað. Nú var gengið um dyrnar, sem lágu inn í kórinn og að predik- unarstólnum. Sex ungar stúlkur og fjórir karlmenn renndu sér á j rönd inn í stólana andspænis J litla orgelinu, en presturinn sett ist á háan stól. Svipur hans lýsti innilegri vanþóknun og var í góðu samræmi við stirðlega hátíð leikann, er hafði verið yfir hin- um hópnum. Orgelleikarinn — gildvaxin kona með stóran hatt á höfði — byrjaði fálmandi á einhverjum forleik, sem að minnsta kosti einn af áheyrendunum kannaðist við, og það með sting í hjarta og sjúklegri heimþrá, því að þetta var lagið, sem hann hafði lært fyrst þegar hann var að byrja á píanó. Það var „Kvöld“. Elísa hlustaði ekki á það. Lagið endaði með einskonar andköfum, því að konan lét belg inn tæmast áður en hún sleppti fingrunum af nótunum. Prestur og söfnuður stóðu upp. Hann lok aði augum og sagði. „Látum oss biðja“. Parker fannst þetta seinheppi- leg áskorun. Ef aðrir væru jafn ósnortnir af guðsþjónustunni og hann sjálfur var, þurfti að upp örva þá til þess arna, ef ekki skipa þeim með hörðu. Hann hélt áfram að hugsa um þetta, meðan hann hélt á gömlu og slitnu sálmabókinni, sem frú Brock söng úr, af miklum ákafa. Guð- spjall dagsins, sem var layst við að vera upplífgandi, var borið fram með viðeigandi grafaral- vöru — og lok„ stóð Elísa upp til að syngja. Þetta var einfalt og vanda- laust lag, sennilega valið með fullu tilliti til vankunnáttu organ leikarans, en stúlkan gat sungið! Þetta var greinileg altrödd, breið á iægri tónunum, en þegar undir- leikurinn beindi henni upp^ mundi áheyrandinn, hve djúpt hún hafði áður farið og var á glóðum um, hvort hún kæmist alla leið upp, slysalaust. En það var engin ástæða til ótta; þetta gekk eins og leikur. Parker varð hissa og feginn. Meðan Elísa var að syngja fór hann að hugsa sér hana í hvítum kjól á hljómleikahússpalli, þar sem fámennur hópur kunnáttu- fólks hlustaði á — fólk, sem kann að meta hæfileika þegar það sér þá og heyrir. Um þetta var hann líka að hugsa undir ræðunni, sem fjall aði um eitthvað, sem Móses hafði sagt við Faraó, endur fyrir löngu. Líklega hefur Móses verið í þann veginn að hefja byltingu, því að hann hellti út úr sér heilli romsu af ógnunum um flugur, froska og húsdýrasjúkdóma. — Slepptu þjóð. minni! endurtók Móses, æ ofan í æ. — Slepptu þjóð minni! — Amen! var svarað með skjálfandi rödd úr einum fremsta bekknum. Enginn brosti. Park er leit á Elísu og varð fyrir von- brigðum þegar hún virtist held ur ekki hafa kýmnigáfu til að bera. Kannski hafði hún alls ekki heyrt þetta ástríðufulla svar. Augu hennar voru dauf og munnsvipurinn dreymandi, rétt eins og hún væri langt í burtu. Um hvað gat hún verið að hugsa? — Elísa lítur kannski inn til okkar í kvöld, sagði frú Brock, er þau gengu hægum skrefum heimleiðis í gistihúsið, eftir að Parker hafði látið í Ijós aðdáun sína á þessari gullfallegu rödd. — Viljið þér líta inn til okkar, ef hún kemur? VII. Randy hafði sagzt geta hleypt sér út sjálfur og hún hafði ekki maldað neitt í móinn, en kvatt hann, eins og hálfviðutan, án þess að standa upp af bekknum við hljóðfærið. í meira en klukkustund hafði Randy streitzt við að halda sam tali í gangi, og þegar Elísa heyrði klukkuna frammi í ganginum slá tíu og spurði, hvort hún væri ellefu, hafði hann ásett sér að láta heimsókninni lokið. Síðustu klukkustundina var tilbreytingarlaust eintal Randys orðið að einskonar svæfandi söngli, rétt eins og hann tautaði sama erindið aftur og aftur með nýju viðkvæði í hvert sinn. Vaugn-feðgarnir höfðu að öllu samanlögðu hreint ekki verið svo óheppnir með kauptiðina, sem var að ljúka. Níu snúnings- vélar, fjórir áburðardreifarar, Snúningsvélar, dreifarar, snún- ingsvélar, dreifarar. Þeir höfðu auk þess selt talsvert af bindi- garni og sprengiefni, og gengið vel með áburð, haka og arfajárn og öll þessi vörunöfn gengu aftur og aftur í viðkvæðinu undir sönglinu. Andlitið á Randy var loks orðið að þoku fyrir augum Elísu; þó gat hún séð, að munn urinn var í gangi. Aðeins einu sinni hafði hann þagnað og þá til þess að spyrja hana, hvort ekki færi illa um hana á píanóbekknum, og leit um leið á legubekkinn, en hún hristi bara höfuðið og hélt áfram að sitja í þessu óþægilega sæti, ef ske kynni, að það gæti haldið henni vakandi. Henni fannst líka sjálfri, að sér ætti að hefnast fyrir hugsanirnar sem hringsner ust í höfðinu á henni. Þegar hurðinni hafði verið skellt aftur og flest ljósin slokkn uð, blaðaði Elísa gegn um for- leiki Chopins, þangað til hún fann Opus 20. Hún lyfti höfði, lokaði augunum og sló á píanó ið fegurstu tónana, sem hún þekkti. Síðan stóð hún upp, bar háa krystalvasann út í eldhúsið, skipti um vatnið, sem hún hafði hellt í hann fyrir einni klukku- stund, kreisti ofurlítið af stöngl inum á hávaxna blóminu, og setti síðan vasann upp á píanóið aftur. Hún hallaði sér að blóm inu, snerti snjóhvítt höfuð þess með báðum höndum og andaði að sér ilminum, sem var sterkur og hressandi. Þá heyrði hún fótatak og fann meðalalyktina, sem hún kannað- ist svo vel við, og það var eins og hún vaknaði af dvala. — Ertu búinn í dag, afi? sagði hún blíðlega. Elísa hafði ekki litið við, en hún vissi, að myndin, sem hún hafði í huga sér áf gamla mann- inum var rétt. Mikið, snjóhvítt hárið var úfið og bros lék um gráskeggjaðar varirnar, og greindarlegu augun voru svo svört, að varla varð greind lit- himnan frá sjáaldrinu. Hann var í slitna, útsaumaða, rauðbrúna sloppnum, ssem amma hafði saumað handa honum, endur fyr ir löngu — það var síðasta verk ið, sem iðnar hendur hennar höfðu afkastað. Elísa fann gróft efnið við handlegg sinn, um leið og hann togaði í eyrnasnepilinn á henni, en þannig voru venju- legustu blíðuatlot hans, allt frá barnæsku hennar. Hún lyfti hendi og strauk honum um hrukkótta höndina. — Ertu viss um, að þú viljir ekki neitt að borða? — Alveg ákveðinn! Ég fékk hjá Piper allt, sem heimilið hafði upp á að bjóða, — þar með tal- inn gamlan seigan gæsarstegg. Ég barðist við hann eins og hetja. Skáldið og nramma litla Þetta var seinlegt verk, sem ég hafði þarna með höndum. — Var þetta slæmt brot? Elísa var búin að heyra þessu lýst hvað eftir annað, en vissi, að gamli maðurinn var ætíð til í að tala um það. — Já, versta brot, sem ég hef haft af að segja lengi. Ég var kannski búinn að segja þér, að hann Jud hafði verið að klifra upp í valhnotutré, til að hrista grein, sern svo brotnaði undan honum og hann datt úr þriggja faðma hæð. Já, þetta var ljótt beinbrot — svokallað Potts-fót- brot — það er hérna. Gamli mað urinn lagði fótinn upp á píanó- bekkinn fletti niður sokknum og benti á staðinn. Elísa komst | við er hún sá, hve hörund hans j var gagnsætt og þunnt. — Já, j það var verulega ljótt, endurtók hann og lét fótinn cíga aftur. Elísa sagði eitthvað á þá leið, að þetta væri slæmt áfall fyrir Piper-fólkið. — Já, svaraði gamli maðurinn og lét fallast í stólinn, sem var enn volgur eftir Vaughn, — en við því er ekkert að gera. Hvern ig skemmtirðu þér hjá Klöru? Elísa ljómaði, og síðan minnt I ist hún nokkrum orðum á fjöl- I skylduna, en bætti svo við. —- j Ég hitti þar mann, sem heitir j hr. Parker. Hann er kominn hing að til að vera í næði . . . já, lík J lega við nám sitt, eða hvort hann I er að skrifa bók; ég veit það j ekki almennilega, enda minntist hann ekkert á það. Og það getur j líka verið sama. Hann er mjög ! kurteis maður. | — Já, það mun vera þessi stóri náungi x peysunni og með veiði hundinn með sér. Hvaðan ber hann að? — Ég spurði hann ekki um það . . . en hann er víst einhversstað ar að norðan. Elísa gaf í slcyn með þessu fljóta svari, að hún hefði engan frekari áhuga á þessu. — En hann er áreiðanlega fínn maður. Hefur mjög viðkunn anlega framkomu. Ég er viss um, að þú kynnir vel við hann, afi. Hann er einmitt maður eins og þú vilt, að menn séu. Afi Elísu strauk stuttklippt, hvitt skeggið og hló hátt. Það kom glettnisglampi í svörtu aug un og hann bandaði hendi þann ig að ekki varð misskilið. — Nei, það er ekkert þesshátt ar, svaraði Elísa, og varði sig, en kafroðnaði um leið, óg fann það sjálf, sér til mikillar gremju- — Hr. Parker er menntamaður og fróður um tónlist, og við höfum mörg sömu áhugamálin. Og þá er ekki nema eðlilegt, að ég kunni vel við hann. Það mikil guðsblessun er það að finna ein hvern í þessari eyðimörk, sem getur talað um eitthvað annað en . . . — Þú hefur alveg á réttu að standa, væna mín, hélt afi henn ar áfram, er hann varð var við þetta hik hjá henni, — en Þú verður bara að fara varlega gagn vart Parker þessum, þangað til við þekkjum eitthvað meira til hans. Og svo er heldur ekki heppilegt að Randolph verði af- brýðissamur. Hann hefur farið snemma í kvöld. 1) Já, ég íékk fyrst kvæðabókina þína lánaða í bókasafninu. En það var alls ekki svo auðvelt að ná í bókina! 2) — Auðvitað hafa öll eintökin ver- ið í útláni og margir verið á biðlista. 3) — Nei, ég skal segja þér. Þau voru nefnilega öll læst niður í kassa í kjall- aranum. a r í p u á — Ég áður en verð að aðvara MarkúsjÞað er rétt svo gð vírinn er nóguj — Ef ég er ekki að sjá of- hann stigur hér á land! J langur. |sjónir í þessu hálfrökkri. hreyf- ist dindillinn á þarna .... þarna afturi einni h iðinni hreyíist hann ajtltvarpiö 8.00 12.00 12.50 14.00 16.30 19.00 19.25 19.30 20.00 20.30 20.45 21.05 21.30 22.00 22.10 24.00 Laugardagiir 17. september •—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) Hádegisútvarp. Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). Laugardagslögin. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). Veðurfregnir. Tilkynningar. Fréttir. Einsöngur: Paul Robeson syngur. Smásaga vikunnar: ,,A fornum slóðum" eftir Nils Johan Rud, i þýðingu Jóns R. Hjálmarssonar (Gestur Pálsson leikari). Tívolí-kvöld: Tippe Lumbye hljómsveitarstjóri stjórnar flutn ingi laga eftir afa sinn, Hans Christian Lumbye. Leikrit: „Mauðurinn, sem átti hjarta sitt í Hálöndunum“ eftir William Saroyan, í þýðingu Hall- dórs Stefánssonar. — Leikstjóri; Lárus Pálsson. Fréttir og veðurfregnir. Dansiög. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.