Morgunblaðið - 29.09.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.09.1960, Qupperneq 1
24 síður 140 sett í bann Sagan þar á meðal ÍParís, 28. sept. (Reuter) FEANSKA ríkisstjórnin setti í dag bann við því að um 140 af heiztu menning- arfrömuðum, Ieikurum, rit- höfundum og kennurum landsins kæmu fram í sjón- varpi og útvarpi ríkisins og í leikhúsum þeim, er ríkið hefir umráð yfir. Bannið nær til allra þeirra, sem undirrituðu yf- irlýsingu, sem studdi rétt manna til að neita að gegna herþjónustu í Alsír. Meðal þeirra, sem bann- færðir eru, má telja,- rit- höfundinn Francoise Sagan, heimsspekinginn Jean-Paul Sartre, leikkonurnar Sim- one Signoret og Daniele Delorme og rithöfundinn Simone de Beauvoir. Þá var einnig tilkynnt að verið væri að ganga frá ráðstöfunum til að fyrir- byggja að ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar renni til þeirra kvikmynda, sem ein- hver undirskrifenda leikur í. Fundur um kjarn- orkutilraunir GENF, 27. sept. (Reuter): — Þri- veldaráðstefnan um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn hóf fundi að nýju i dag, eftir 5 vikna hlé. Bar bandariski fulltrúinn fram tillögu um 27 mánaða bann við minniháttar kjarnorkuspreng ingum neðanjarðar — jafnframt banni við stærri kjarnorkuvopna- tilraunum almennt. Verði um- ræddur tími notaður til að finna ráð til að fylgjast með slíkum sprengingum. Sovézki fulltrúinn tók tillögunni vel og lofaði að íhuga hana nánar og bera undir stjórn sína. — Fundurinn í dag var sá 247 í röðinni, síðan ráð- stefnan hófst árið 1958. Hann stóð í eina klukkustund. Sjóræningjar framseldir Havana, Kúbu, 28. sept. (Reuter) KÚBUSTJÓRN samþykkti í gær kvöldi að verða við beiðni Breta um að framselja tvo Bandaríkja- menn, sem ásakaðir eru um morð og sjórán. Mennirnir tveir, Alvin Table og William Sees, eru sagðir hafa skotið til bana Angus Boatwright, skipstjóra á lystisnekkju, og stolið snekkju hans á Bahama- eyjunni Elbow Cay. Kúbanska flotaeftirlitið hand- tók mennina eftir að þeir höfðu strandað snekkjunni á Kúbu- strönd. Brezki sendiherrann á Kúb'u lagði fyrstur fram ósk um fram- sal hinn 23. apríl sl., og er þetta fyrsta handtökubeiðni vegna morðs og sjóráns á Bahamaeyjum í 100 ár. Wivsted, skipherra, í káetu sinni. Á veggnum er mynd af Ólafi konungi. (Ljósm. Mbl. Markús) Samningum lokið í Osló Niðurstöður birtar í dag OSLÓ og London, 28. sept. — (NTB-Reuter) — Samningavið- ræðum Breta og Norðmanna um fiskveiðilögsöguna við Noreg lauk í dag. Arangur viðræðn- anna verður birtur á hádegi á fimmtudag. Fréttastofa Reuters í London skýrir frá því eftir „áreiðanleg- um heimildum“, að samkvæmt samningnum megi brezkir togar- ar stunda veiðar allt að sex míl- um frá Noregsströndum næstu tíu árin, en eftir þann tíma við- urkenni Bretar 12 mílna fisk- veiðimörk við Noreg. Norska fréttastofan NTB bar þessi ummæli Reuters undir Stabell, formann norsku við- ræðunefndarinnar, en hann kvaðst ekkert geta sagt um samninginn að svo komnu máli, því opinber tilkynning verði ekki gefin út fyrr en á morgun. Talsmaður brezkra togaraeig- enda sagði í dag að þótt samið væri um viðurkenningu á 12 mílna mörkunum við Noreg, væri ekkert því til fyrirstöðu að brezkir togarar fengju undan- þágur til veiða á ákveðnum svæð um innan 12 mílnanna á vissum tímum árs. Frakkar semja v/ð NATO París, 28. september. (NTB-Reuter) VARNARKERFI Atlantshafs bandalagsins bættist í dag verulegur styrkur, þegar Frakkar samþykktu að heim- ila bandalaginu yfirstjórn ---------------------------- hluta af loftvarnakerfi Frakk lands. Fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins, en í því eiga 15 þjóð- ir fulltrúa, kom saman í dag til að staðfesta samning, sem yfirhershöfðingi bandalags- ins, Lauris Norstad, hefur gert við frönsku ríkisstjórn- Skipulögð leit að Rodny úr lofti og á sjó ina um að innlima radarkerfi Frakka í loftvarnakerfi banda lagsins. Tvö varnarsvæði Samkvæmt samningnum verð- ur loftvörnum Vestur-Evrópu skipt í tvö svæði: 1) Fremra svæðið nær yfir V- Þýzkaland og landamærahér- uð Frakklands. A því svæði verða herflugvélar Frakka undir sameiginlegri stjórn V esturveldanna. Norðmenn, Danir og Bandaríkjamenn iaka þdtt í henni Á MEÐAN fjórar bandarísk- ar flugvélar úr varnarliðinu sveimuðu yfir hafinu milli Grænlands og íslands í gær hingað í skyndingu til að taka þátt í leitinni og á sjötta tím- anum í gærkvöldi sigldi það inn hafnarmynnið. Þegar Garm lagðist að togara- bryggjunni var þar fyrir áhöfn norska Katalínubátsins, sem kom til Keflavíkur í fyrrakvöld, Framh. á bls. 2. 2) Baksvæðið nær yfir mestan hluta Frakklands. Þar verða loftvarnir undir franskri stjórn. Samningur þessi er talinn mik- ill sigur fyrir yfirstjórn Atlants- og leituðu norska hvalveiði- Frh. á bls. 23 skipsins Rodney og könnuðu ísröndina, sigldi norska eftir- litsskipið Garm á fullri ferð inn Faxaflóa. Það var komið Johansen, bróðir skipstjórans Rodney. Kommúnistar í miðstjórn A.5.Í. lítilsvirða Trésmiðafélagið „Eftirlitsmaður" settur með kosningum félagsins MORGUNBLAÐIÐ hefur að undanförnu skýrt frá ýmsum aðferðum, sem kommúnistar hafa notað í verkalýðsfélögun um til þess að tryggja sér sem mest áhrif og firra aðra rétt- mætum réttindum í félögun- um. í Trésmíðafélagi Reykja- víkur, sem er stærsta stéttar- félag iðnaðarmanna, hafa kommúnistar undanfarna daga tekið upp nýjar aðferðir. Þannig hagar til í Trésmíða- félaginu, að kommúnistar ráða stjórn þess en lýðræðissinnar hafa aftur á móti meiri hluta í kjörstjórn. Samkvæmt lög- um félagsins á kjörstjórn að undirbúa og sjá um kosningar og semja kjörskrár. Þegar kjör stjórn hugðist ganga frá kjör- skrá, óskaði hún að sjálfsögðu eftir því að fá afhenta spjald- skrá félagsins, en formaður fe- lagsins, Jón Snorri Þorleifs- son, sem jafnframt er starfs- maður þess, neitaði algjörlega að afhenda spjaldskrána. Lét hann þó um síðir undan kröf- um kjörstjórnarmanna, er þeir sögðust ekkert erindi eiga við hann lengur og ætluðu að ganga af fundi hans. Er kjörstjórn vann að samn ingu kjörskrárinnar, tjáði for- maður félagsins kjörstjórnar- mönnum, að ákveðið hefði verið að láta kosningu fara fram um næstu helgi. Þessu mótmæltu kjörstjórnarmenn, þar sem það er í þeirra verka- hring að ákveða kjördag. Reyndu þá kommúnistarnir í stjórn félagsins að kúga kjör stjórnarmenn og hótuðu þeiin refsiaðgerðum, sem kjörstjórn armenn létu ekki á sig fá. Greip stjórn félagsins þá til þess úrræðis, að kæra kjör- stjórnina fyrir miðstjórn AI- þýðusambands íslands. og á fundi, sem miðstjórnin hélt í fyrrakvöld ákváðu kommún- istar í miðstjórn A. S. í. að verða við kröfu stjórnarinnar um að settur yrði sérstakur eftirlitsmaður til að fylgjast með kosningum í Trésmíða- félaginu. Er hér um algert einsdæmi að ræða, sem enginn lagabók- stafur er fyrir, hvorki í lög- um Trésmíðafélagsins né Al- þýðusambandsins. Verður held ur ekki með nokkru móti séð, hvers vegna meiri ástæða er að setja eftirlitsmann með kosningum í Trésmíðafélaginu en öðrum verkalýðsfélögum. En hið broslega við þessa á- kvörðun Alþýðusambands- stjórarinnar er, að „eftirlits- maðurinn“ skuli settur með kosningum í félagi, sem þeir 1 sjálfir ráða. |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.