Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. sept. 1960 Henri Pominier hinn franski. Þaff Iék enginn vafi á þ>ú hver vaeri beztur. — frá þinginu og skiputagningu þess. Það var haidið i Berlín dagana 16.—22. ágúst sl. og þátttakendur voru um 2000, flestir á aldrinum 12—25 ára, örfáir yngri og eianíg nokkr- ir „gráskeggir" til aðstoðar unglingunum. Félagsskapurinn, sem stóð að þinginu, nefnist Féderation Internationaie des Jeunesses Musicales, eða lausl. þýtt, Alþjóðasamband tónelskra ungmenna, skammstaf. FIJM. í sambandinu eru nú um það bil 350 þús. ungmenni frá 20 löndum í öllum heimsálfum. Danmörk er eina norræna þjóðin, sem aðild á að sam- tökunum. Upphaf samtakanna var fé- lag belgískra ungmenna, sem stofnað var meðan á heims- styrjöldinni síðari stóð. Frakk ar gerðust mjög fljótlega að- ili að félaginu og að loknu stríði bættist hver þjóðin vift af annarri. Þing sambandsins er hald- ið á hverju ári, en sjaldan eða aldrei hefur hæfni hinna ungu tónlistarmanna komið reyndum. tónlistarmönnum svo á óvart sem í Berlín. Ekkert hafði verið til spar- að að þingið mætti fara sem bezt fram. Öll fundarstarf- Það var sem fellibylur f ágúst sl. var haldið í V- Berlín þing Alþjóðasambands tónelskra ungmenna. í sani- keppni, sem fram fór í pianc- leik komu fram margir á.kaf- lega efnilegir unglingar. Danski píanóleikarinn og læknirinn Victor Schiöler rit- aði nýlega grein um þingið fyrir dagblaðið Aktúelt og til gamans þeim, sem þessum málum sinna birtist hér laus- lega þýddur úrdráttur úr grein hans. Alle Menschen Werden brúder Við göngum úr hijómleika- salnum út í skin neonljós- anna og afg umferðarinnar í Vestur-Berlín En pað hefur engin áhrif, því að ínnra með okkur ómar óður Schillers til gleðinnar og hrynjandi hljómlistar Beethovens gætir enn í slögum hjartans — AUe Menschen werden Briider. Ég hef heyrt miklu stór- brotnari og fullkomnari flutn ing níundu symfóníu Beet- hovens, en aldrei fundið til eins sterkra ahrifa og þetta kvöld, er 2550 kornungir hljómlistarmenn og söngvar- ar frá 12 löndum fluttu verk- efnið sem þeir höfðu sjálfir valið sér — já einmitt þetta verkefni á þessam stað þar sem menn hafa hin tvö ríkj- andi veraldlegu öfl í heimin- um fyrir augum. Hinn takmarkaiausi fagnað ur, sem brauzt út með áheyr- endum er síðasti hljómur stór verksins hljóðnaði, bar ekki aðems í sér löngu i;'ia til að hylla ungmemiin, er höfðu fært þeim boðskapinn, heldur fólst í honum viðurkenning á því, að mecn höfðu skilið tákn þess, er þeir höfðu heyrt. Fögnuðurinn bar fyrst og fremst í sér brennandi ósk um að tónlisíin, borin fram af æsku heimsins gaiti vakið bræðraþel manna. Aldrei komið eins á óvart Síðan segir Victor Schiöler semi fór fram í þinghöllinni í V-Berlín, sem er fögur ný- tízkuleg bygging skammt frá mörkum Vestur- og Austur- Berlínar. Alls kyns lystisemd ir voru til reiðu fyrir ungl- ingana auk fjölmargra hijúm sem leikin voru á hljómleik- unum. Og það voru engin smá verkefni, sem tekin voru til meðferðar á þessum hijóm- leikum. Níunda synfónía Beethovens var flutt tvívegis, óperur voru fluttar eftir Wozzek og Brecht, og fjöldi hljómsveitarverka og einleiks verka. Einnig voru sýnciar nokkrar góðar tónlistarkvik- myndir. Alls komu íram á þinginu 12 h'jómsveitir og kórar frá ýmsum löndurn. Merkustu atburðir á þing- inu voru án efa flutnirigur níundu synfóoiunnar og hin alþjóðlega samkeppni í píanó leik. Keppendur, sem voru 16 frá 7 löndum var skipt í tvo hópa, 7 voru yngn en tóif ára en hinir á aldrinum 12— 16 ára. Yngsti keppandinn var 7 ára telpa. grísk að ætt- erni en átti heima í 'Star.ley- ville í Kongó. Dómnefnd var skipuð 7 kunnum píanóleik- urum frá Belgíu, Danmörku, Frakklandi, ftalíu, Portúgal, Sviss og Þýzkaiandi. Victor Schiöler færi um salinn leika. Setning þir.gisins var hátíðleg. Auk formanns sam- bandsins héldu þeir ræður Willy Brandt borgarstjóri og fulltrúi menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjoðanna Þá um kvöldið var haldmn mik- ill dansleikur, þar sem hijóm sveitir skipaðar ungu fólki eingöngu léku jazz, rokk og aðra dunandi dansmúsík. Fundir voru haidnir og á- lyktanir gerðar svo og sam- ræðufundir þar sem rætt var um hinar ýmsu greinar og stefnur tónlistar og verkin, Sá fyrsti er auðvitað bezttrr Ef einhver okkai, segir Schiöler, hefur hugsað sem svo að þarna yrðum við að sýna þolinmæði með heldur leiðinlegu verkefni heíur það álit horfið sem dögg fyiir sólu, er samkeppnin hófst. Ekki hafði fyrsti keppand- inn í yngri flokknurii ieikið marga takta er við risum í sætum okkar og spsrrtum eyr un. — Nú — jæja hugsuðum við, hver um sig og horfðum hver á annan — sá fyrsti er auðvitað langbeztur En við urðum sífellt meira undrandi eftir því sem :eið á keppnina. Þarna var 12 ara drengur frá Frakklandi, sem sat svo ó- hagganlegur og rólegur t'yrir framan gríðarstóran flygilinn og lék nærri óaðfinnanlega og lítil stúlka frá Brazilíu, sem varla náði niður á ped- alana, en leikur hennar var eins og ljóðrænn skáldskap- ur. — Og þannig mætti rekja áfram. Athugasemdir mínar frá þesari keppni taka yfir margar stórar arkir og þegar ég les þæ koma fram i huga mér myndir þessara ungl- inga, sem vaxa upp á tímum þota og geimferða, en sem virðast svo ósnortin af tækn- inni, svo alvarleg og niður- sokkin í verkefni sín, einlæg eins og aðeins börn geta ver- ið þegar tónlistin gagntekur þau. Aðeins fyrsta viðurkenning Þó allir kæmu okkur á ó- vart, stóð hinn 16 ára franski Henri Pommier langtum fremst. Skínandi færni fyllt- ur hljómur, þroskuð form- skynjun og framúrskarandi tónnæmi skipa honum þegar á bekk með færustu pianó- leikurum heims. Það komst enginn efi að. er velja skyldi sigurvegara í keppninni, en öðrum þátttak endum vildi ég segja, að á- stæðan til þess, að þeir urðu að bíða dóms okkar svo lengi, sem raun varð á, var hin furðulega hæfni þeirra allra, er gerði okkur valið svo erf- itt. Auk góðra verðlauna í keppninni hlutu sigurvegar- ar þann sóma að leika á loka tónleikunum sem fram fóru í Hljómleikahöllinni fyrir 3000 eftirvæntingarfullum á- heyrendum. Dómnefnd hafði ákveðið hver verk yrðu leik- in svo og röð þeirra og nú skyldi koma í ljós nvort dóm ar hennar hefðu verið rangir að einhverju leyti. En það kom í ljós, að áheyr endur voru jafn undranai og dómnefndin hafði verið. Hver . af öðrum fengu ungu tónlist- armennirnir frábærar viðtök ur og þegar Henri Pommier hafði leikið píanókoncert eft- ir Haydn með hljómsveif var sem fellibylur færi um sal- inn. Dómnefndinni var óskað til hamingju — þótt hennar starf hefði ekki verið annað en að veita hina fyrstu viður kenningu ungmennum sem eflaust eiga mörg eftir að hljóta heimsfrægð. Já dugmikla alvöruþrungna æska — það var sannailega ómaksins vert að taka þátt í þingi Alþjóðasambands tón- elskra ungmenna. Þing norðlenzkra barnakennara 8. ÞING Sambands norðlenzkra barnakennara var haldið á Ak- ureyri dagana 1.—4. sept. Sambandið var stofnað 8. okt. 1942 í sambandi við námsKeið, sem haldið var á vegum Kenn- arafélags Eyjafjarðar og áttu þingeyskir kennarar frumkvæð- ið að stófnun sambandsins. — Stjórn sambandsins flyzt milii sýslna og er kjörtímabilið 2 ár. Milli 80 og 90 kennarar og gestir sátu þingið og þau r.ám- skeið, sem haldin voru í sam- bandi við það. Þingforsetar voru kjörnir Hannes J. Magnússun, skóiastj. og Jón Kristjánsson, Víðivöllum. Fundarritarar voru Páll Jónsson og Sigurður Flosason. Gestir mótsins voru: Dr. Broddi Jó- hannesspn. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Stefán Kristjáns- son, íþróttakennari, Gestur Þcr- grímsson, kennari og starfsm. við Kennslukvikmyndasafn rikis- ins, Guðrún P Helgadcttir, skólastjóri, Skúli Þorsteinsson form. S.Í.B. og Snorri Sigfús- son, fyrrv. námsstjóri, sem er heiðursfélagi. Dr. Broddi flutti erindi og ræddi um hlutverk kennarans og skólans, mönnun og mentun kenn arastéttarinnar og stöðu manns- ins og þarfir. Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi talaði um leikni og ieikakennslu, og að því loknu sýndi hann kvikmynd gerða af búnaðarsamtökum Norð manna um vinnutækni manns- líkamans við hin daglegu störí. Gestur Þorgrímsson ftutti erindi um kennslukvikmyndir, gildi þeirra og notkun í kennsíu. Hann var einnig til viðtals í skólan- um föstudag og laugardag fyrir þá, sem óskuðu eftir upplýsing- um um kvikmyndir og skugga- myndir. Frú Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri flutti erindi um móð- urmálskennslu í skólum. Ræddi hún einkum ,um ritgerðai kennslu og gildi móðurmálsins fyrir þjóð ina. Skúli Þorsteinssson form S. í. B. flutti fréttir frá fulltrúa- þingi S.Í.B. og ræddi auk þess við norðlenzka fulltrúa um launa mál kennara. Snorri Sigfússon ávarpaði þingið og ræddi um framtíðarhorfur í skólum þjóð- arinnar og sparifjársöfnun skóla barna. Þórarinn Guðmundsson ræddi um byrjunarkennslu í reikningi og studdist þar við ný- útkomna bók: Leikið og reiknað. Stefán Jónsson námsstjóri, sem tók virkan þátt í störfum og undirbúningi þingsins, flutti erindi um athygii og g'.eymsku og áhrif þeirra á skólastirf og menntun. Hannes J. Magnússon skólastjóri flutti framsöguerindi um framtíð sambandsins, vegna lagabreytinga, sem gerðar voru á-síðasta þingi 'S.Í.B. uin skipt- ingu á kjörsvæðum. Leikanámskeið, og námskeið í teiknun og meðferð lit.a voru alla mótdagana. Stefán Krist- jánsson, íþróttakennari leið- beindi á leikanámskeiðin x og Einar Helgason íbrótta- og teikni kennari kenndi teiknun og með ferð lita. Skólavörubúðin sýndi þann velvilja að senda sýnishorn af bókum og áhöldum. Var sýning þessi sölusýning og var opin þmg gestum alla daga mótsins. Val- garður Haraldsson sá um sýning una. í stjórn S.N.B. næsta kjortíma bil eru þessir menn: Páll aóns- son, skólastjóri. Höfðakaupstað, Þorsteinn Matthíasson, skólastj Blönduósi og Björn Bergmann, kennari, Blönduósi. Varastjórn: Lara Inga Lárus- dóttir, kennari, Ólafur Kristjáns son, skólastj., og Jóhann Björns- son kennari. Eftirfarandi ályktanir og til- lögur voru sampykktar á þing- inu: 1. Þrátt fyrir lagbreytmgu S.í. B., sem felur í sér að Norður- land verði tvö kjörsvæði með sambandi á hvoru svæði fyrir sig leggur þingið til að Samband norðlenzkra barankennara starfi áfram með sama hætti og verið hefur, en kennarafé;ög hvors kjörsvæðis sjái um kosningu full trúa á þing S Í.B. 2. Aðalfundur S.N.B., haldinn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, beinir þeirri ósk til stjórnar S. í. B., að hún hlutist til um að erindi um skóla og uppeldismál verði flutt í Ríkisútvarpið i byrjun þessa skólaárs. 3. Aðalfundur Sambands norð lenzkra barnakennara, haldinn á Akureyri 3. sept. 1960 skorar ein dregið á hið háa Alþingi að hækka stórlega fjárveitingu til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.