Morgunblaðið - 29.09.1960, Qupperneq 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. sepf. 1960
Parker hafði aldrei lagt á sig
svona mikla andlega áreynslu við
að fylgjast með predikun. Orð
séra Harcourts líktust ekki því,
sem maður heyrir daglega. Þau
beinlínis bitu sig föst í Parker,
hófu hann upp úr sljóleika hans,
hristu hann þangað til hann var
glaðvakandi, tróðu vantrú hans
vægðarlaust undir fótum og réttu
honum vinarhönd í örvæntingu
hans. Hann hafði alltaf hugsað
sér stólræður leiðinlegar. Þessi
var nú á enda og hann var eins
og þaninn strengur. Guð minn
góður Hvað mundi hann ekki
gefa fyrir að mega tala við þenn
an mann í eina klukkustund.
Ungu mennirnir í messuskrúð-
anum studdu nú séra Harcourt út
um hliðardyr. Parker óskaði þess,
að hann gæti elt þá og séð hann
á stuttu færi, óskaði einlæglega,
að hann gæti tekið í hönd hans
og horft í augu honum. Löngunin
varð svo sterk ,að hann ætlaði
að stanza í dyrunum, en þá var
ýtt á hann úr öllum áttum, og
hann varð að láta berast með
straumnum.
Glampandi sólskinið gat ekki
dreift huga hans. Hann gekk út
i skemmtigarðinn og spurði sjálf-
an sig, hvort hann ætti ekki að
snúa við. Þegar hann hafði áttað
sig á þvi, að slíkt væri óviðeig-
andi nærgöngult, hætti hann við
tiltækið og settist á bekk í sól-
skininu. Hann hafði svo margt
að hugsa, að hann tók alls ekki
eftir mannfjöldanum, sem gekk
eftir stígnum framhjá honum.
Parker fannst sem hann hefði
nú hitt eitthvað, sem gæti orðið
honum uppbót fyrir allt það, sem
hann hafði misst. Versta áfallið,
það að sjá að maður, sem hann
hafði litið upp til og talið upp
yfir alla aðra hafinn, hafði brugð
izt honum svo gjörsamlega. Á
ýmsum gremjustundum hafði
hann lofað sjálfum sér því að
stofna aidrei til slíkra vonbrigða
framar . . . en í dag hafði hann
látið hrífast af öðrum sterkum
persónuleika. Eitthvert dularfullt
segulmagn bjó í þessum Har
court. Tilvera mannsins, sem í
augum Parkers hafði hingað til
verið runa af viðbrigðum, sem
orkuðu til hita, kulda og þorsta —
hér um bil sömu viðbrigðin, sem
héldu lífinu í Sylviu — varð nú
í augum hans að ljómandi æfin-
týri, sem himnesk máttarvöld
stjórnuðu.
Svo mjög hafði Parker hrifizt
af þessum draumkenndu töfrum
hugsana sinna, að fólkið, sem
fram hjá honum gekk, varð að
skuggum og óljósum myndum ...
Maður nokkur tók sig út úr hópn
um, lallaði í áttina til hans og
settist á bekkinn hjá honum.
Parker sá hann alls ekki. Allt
í einu sagði maðurinn-
— Afsakið, sagði hann, — en
er það ekki frú Norman Phelps,
sem ég hef þann heiður að
ávarpa?
Það var viðburður að hitta
Corley. Það eitt að hafa ekki séð
kunnugt andíit eða heyrt sitt
eigið rétta nafn, mánuðum sam-
an, hafði breytt þessum ein-
manna manni svo mjög, að hann
varð ekki breytingarinnar var
fyrr en nú, þegar hann kastaðist
snögglega aftur inn í þann heim,
sem hann hafði afneitað.
Nokkra stund reyndu þeir að
bægja alvörunni frá sér með gam
ansemi. Eugene játaði eftir nokkr
ar vöflur, að svo vel hefði viljað
til, að hann hefði einmitt átt er-
indi til borgarinnar, og þá getað
hlustað á Elísu um ieið.
— Hefurðu nokkurn tíma heyrt
annað eins, Newell? Hún dá-
leiddi mig beinlínis.
Newell viðurkenndi fúslega, að
Elísa hefði sungið ágætlega, og
bætti svo við, með dálítilli mein-
fýsni: — Annars hefði hún víst
mátt standa sig illa, ef hún hefði
engin áhrif haft á þig. Þú varst
víst sæmilega dáleiddur fyrir.
— Já, andvarpaði Eugene, á-
nægður. — Hún er indælis stúlka.
— Þá er víst ekki um neitt að
efast, svaraði Newll glottandi. —
Þegar forhertur pipárkarl kall-
ar uppkomna konu indælis
stúlku, er vist tími til kominn
að fara að koma öllura skilríkj-
um i lag!
En svo snerist samtal þeirra
að alvarlegri efnum. Corley var
alveg kominn að því að springa
yfir þessu tilgangslausa flökku-
lífi vinar síns, og þegar hann
hafði rætt það efni um stund,
missti „flakkarinn" þolinmæðina
og heimtaði morgunmat. Sagðist
að minnsta kosti verða að sjá um,
að Sylvía fengi mat sinn og eng
ar refjar.
— Ætlarðu að segja mér, að þú
dröslir þessari tík með þér, hvert
sem þú ferð? -spurði Corley í
ertnitón.
— Þér þætti það ekki eins hé-
gómlegt, ef þú ættir ekki annað
eftir en einn hund, tautaði Paige
gremjulega. En svo áttaði hann
sig á því, að svar hans hefði
komið upp um hann, og spurði:
— Hvað finnst þér um Harcourt
dómprófast?
— Ja, . . . hvað skal segja . . .
slíkt og þvílíkt liggur algjörlega
utan míns sviðs. Hugsa aldrei um
slíkt . . . hvorki á einn né annan
hátt, svo að mín skoðun verður
heldur lítils virði. En ég skal
gjarna játa, að hefði einhver
gert sér það ómak að beina hugs
unum mínum á aðrar brautir,
þegar ég var innan við tvítugt. . .
Hann lauk ekki við setninguna.
— Nú er það kannske orðið of
seint? spurði Newell alvarlegur.
— Já. Enginn maður með viti,
sem kominn er yfir þrítugt, fer
að brjóta heilann um neitt nýtt.
— Bull.
,— Þegar maður er kominn yfir
þrítugt, Newell, fer maður ekki
að útskýra hugsanir, er útheimta
alveg nýjar forsendur viðvíkj-
andi sjálfum manni og stöðu
manns í tilverunni. Fyndist þér
sjálfum það vera hugsanlegt?
— Eg veit ekki, svaraði Paige
dræmt. En ég vildi mikið til
vinna að vita það. Eg er sem sé
í leit að hugsunum, sem gætu
gefið skýringar á minni eigin per
sónu . . og stöðu hennar á skák
borði lífsins.
—O—
Phyllis sneri sér að Pat og
brosti, þegar söfnuðurinn stóð
upp. Sonja, sem hafði setið yzt
I stólnum, gekk á undan.
— Heldurðu, að ég gæti fengið
viðtal við hann? spurði Pat.
— Við reynum það, svaraði
Phyliis og sneri sér að Sonju,
sem kinkaði kolli.
Þær gengu nú gegnum hliðar-
dyr og komu í langan forsal. Séra
Talbot var einmitt í þessu að
koma út úr bókastofu dómpró-
fastsins.
— Haldið þér, að hann geti
talað við okkur . . . bara andar-
tak? spurði Sonja.
Sér Talbot sagðist skyldi spyrja
um það, og kom að vörmu spori
aftur og bauð þeim að ganga inn.
Dómprófasturinn væri einn inni
og vildi gjarna tala við þær.
Sonja gekk á undan og sendi
Phyllis augnagotu, sem gat þýtt.
— Hvað sagði ég, en Pat var önn
um kafin að þakka séra Talbot
fyrir greiðasemi hans.
Þær höfðu beinlínis dregið Pat
með sér í dómkirkjuna.
— Það 'er nú bara hlægilegt,
hafði hún sagt við þær við morg
unverðarborðið. — Hvað eigum
við að gera í gamla, raka kirkju
í svona veðri? Hvernig getur ykk
ur dottið annað eins í hug?
— Þú færð að hlusta á séra
Harcourt, hafði Sonja svarað.
Okkur Phyllis finnst aldrei of
gott veður til að hlusta á hann.
Eftir miklar fortölur hafði Pat
látið tilleiðast að fylgja þeim á
leið, og við kirkjudyrnar hafði
hún sagt, að hún ætlaði að sitja
í skemmtigarðinum á meðan á
messunni stæði. En þær höfðu
ekki einu sinni hlustað á mót-
mæli hennnar, heldur dregið
hana inn með sér. Þegar þær svo
voru komnar inn og í sæti, hafði
Pat hætt öllum mótmælum, og
háífsofnað, þangað til dómpró-
fasturinn hóf ræðu sína. Þá hafði
hún gripið í höndina á Phyllis,
og Sonja, sem stalst til að líta
framan í hana, gat ekki apnað en
brosað að hrifningarsvipnum á
andliti hgnnar. Það var næstum
hlægilegt hve ræðumaðurinn
hafði sigrað Pat:
Sonja gekk á undan inn í bóka
stofuna, Séra Harcourt hafði far
ið úr messuskrúðanum og sat nú
í svörtu fötunum sínum við stóra
rauðaviðarskrifstofuborðið sitt.
Þær staðnæmdust allar frammi
fyrir honum.
— Við ætlum ekki að stanza
lengi, sagði Phyllis, — en mig
langaði til að kynna yður dr.
Patriciu Arlen.
Pat leið hálfilla. Þessi lærdóms
titill hennar hljómaði hjákátlega
hérna inni. 1 návist dómprófasts
ins hafði hún það alls ekki á
meðvitundinni að vera doktor
eða prófessor, heldur fannst
henni hún vera feiminn krakki,
sem nálgast kennara sem hann
tilbiður.
Skáldið 09 mamma litla
1) Já, já .... já .... | 2) Já, .... 3 • • • • ! 3) Já .. .. já .... 4) Af hverju voruð þið sam-
A mála, Mamma? Aldrei segirðu
1 V já, já, þegar þú talar við pappa!
— Komidu skinnunum og kjöt
rftrokkunum um borð meðan ég
kem Markúsi fyrir i bátnum!
— Hva-hvað ætlar þú að gera
ið hann, pabbi?
— Ég hef ekki hugsað mér að
skjóta hann strákur . . Það mun
líta út eins og báturinn hafi
sdkikið og Markús skilinn hér
etftir bjargarlaus! Jaínvel þótt
hann komist héðan, getur hann
ekki sannað að ég hafi stundað
hér veiðar!
Séra Harcourt rétti fram hö»d
ina og hún gekk kring um borð
ið til þess að taka í hana. Henni
fannst öll þessi kurteisisorð, sema
fólk viðhefur þegar það er kynnt
í fyrsta sinn, vera annað hvort
útslitin eða kjánaleg. En meðan
hún var að ráða það við sig,
hvað hún ætti að segja, tók hann
af henni ómakið og varð fyrri
til. |
— Þér eruð vinkona Phyllis,
sé ég. Og Sonju líka. Það gleður
mig, að yður skyldi langa tii
að koma í kirkjuna í dag. j
— Já, en mig langaði það bara
alls ekki, svaraði Pat og varð um
leið hissa á sjálfri sér, og datt
í hug, hvort augu þessa manns
gætu dregið óbrjálaðan sannleik
ann af vörum manna, eins og nú
hafði orðið, hvað hana snerti. —
Eg fer annars aldrei í kirkju,
en þær sögðu . . . en nú vildi
ég ekki hafa farið á mis við það,
hvað sem í boði hefði verið. Þér
töluðuð beint til mín.
— Eg predika nú annars alltaf
fyrir sjálfan mig, svaraði hann,
—Eg er kominn að raun um það,
að þegar ég tala um viðfangs-
efni sem varða mig sjálfan, um
vonir, sem hafa mikla þýðingu
fyrir mig, þá fæ ég fólk til að
halda, að ég skilji langanir þess
og efasemdir.
— Þér fáið alla til að ímynda
sér, að þeir séu ein stór fjöl-i
skylda, sagði Sonja.
— En eru þeir ekki einmitt
það?
— Okkur fannst það að
minnsta kosti í dag, játaði Pat-
ricia.
Nú fannst séra Harcourt nóg
komið af þessari alvöru, og fór
að spyrja Pat, hve lengi hún ætl-
aði að standa við í borginni, og
stakk upp á, að þau skyldu ölJ
borða kvöldverð heima hjá hon
um næstkomandi þriðjudag, og
það boð var þegið í einu hljóði,
enda þótt þær stöllur hefðu keypt
aðgöngumiða á óperettu, einmitt
þetta kvöld.
— Er ekki tiltölulega rólegt
hjá yður í búðinni, svona rétt
upp úr páskunum, Sonja? spurðii
klerkur. — Svo stendur á, að rit
arinn minn þarf að fá sig lausa
í nokkra daga, og mig vantar
SHtltvarpiö
Fimmtudagur 29. september
8.00—10.20 Morgunútvarp 'Bæn. — 8.15
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — a 40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfrj.
12.00 Hádekisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttuf
(Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: U mvelferð barna (Jó-
hann Hannesson prófessor).
20.55 Einsöngur: Imre Pallo syngur
ungversk lög eftir Béla Bartók
og Zolton Kodály.
21.15 Þáttur af Gísla Sigfússyni bónda
í Meðalnesi (Gísli Helgason í
Skógargerði flytur).
21.35 Einleikur á píanó: Victor Mersj-
anoff leikur Paganinietýður eftir
Franz Liszt.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður I
Havana" eftir Graham Greene;
XX. (Sveinn Skorri Höskuldsson).
22.30 Sinfónískir tónleikar:
Sinfónía nr. 10 eftir Sjostakovitsj
(Fílharmoníusveitin í Varsjá
íeikur; Bohdan Wodiczko stjórn
ar).
23.25 Dagskrárlok.
Föstudagur 30. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15
Tónleikar. — 8.30 irréttir. — £.40
-Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.,.
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynnir.gar •.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn-
ingjar.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00)
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 A Vífilsstöðum: Ur 50 ára sögu
heilsuhælisins. Gils Guðmunds-
son og Stefán Jónsson taka sam
an dagskrána að tilhlutan Sam-
bands íslenzkra berklasjúklinga.
21.35 Utvarpssagan: „Barrabas'4 eftir
Pár Lagerkvist; IV. (Olöf Nor-
dal).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1
Havana" eftir Graham Greene;
XXI. (Sveinn Skorri Höskulds-
son).
23.00 Dagskrárlok.