Morgunblaðið - 29.09.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.09.1960, Qupperneq 22
22 MOnCVTSBLAÐlÐ Fimmtudagur 29. sept. 1960 Ötult starf Kven- félags Lágafellssóknar Hlutávelta i Hlégarði á sunnudag til ágóða fyrir sundlaugarbyggingu A UNDANFORNUM árum hafa Lágafellskirkju borizt margar höfðinglegar gjafir frá Kvenfé- lagi Lágafellssóknar. Skal þá fyrst nefnd skírnarlaug sú eftir listamanninn Guðmund Einars- son frá Miðdal, sem félagið gaf kirkjunni við endurvígslu hennar 29. júlí 1956. Þessi ágæti gripur var gefinn til minningar um sr. Hálfdán Helgason prófast. Fyr- ir röskum tveimur árum var tekið hér í notkun pípuorgel, en marg- ir unnendur kirkjunnar lögðu fram fé og fyrirhöfn til að söfn- uðurinn mætti eignast svo dýrt og vandað hljóðfæri. Til þessara kaupa gaf Kvenfélagið yfir 40.000 krónur. — ★ — Á annan dag jóla sl. vetur átti félagið hálfrar aldar afmæli. sem það hélt hátíðlegt með miklum myndarbrág. í tilefni þessara merku tímamóta í sögu þess gaf það kirkjunni enn á sl. vori dýr- indisgjöf, 75 sérbikara til notkun ar við útdeilingu altarissakra- mentis. Bikararnir eru úr silfri, handsmíðaðir. Fyrir allar þessar veglegu gjaf- ir Kvenfélagsins svo og aðrar, sem hér eru ótaldar, vil ég fyrir safnaðarins hönd fiytja innileg- ustu þakkir. Til þessara stórgjafa og marg- víslegra annarra verkefna þarf að sjálfsögðu mikið fé, sem fé- lagskonur hafa aflað með dug- miklu starfi. En fjáröflun félags- ins út af fyrir sig skapar oft á- nægjulega tilbreytni í félagslífi sveitarinnar. — ★ — Fyrir dyrum stendur nú smiði sundlaugar í Mosfellssveit og hef ur Kvenfélagið afráðið að leggja þeirri framkvæmd lið sitt. í því skyni efnir það til hlutaveltu að Hlégarði á sunnudaginn kem- ur. Margt eigulegra vinninga hef- ir þegar safnazt til hlutaveltunn- ar, bæði á félagssvæðinu og í Reykjavík, enda ekki að efa, að þangað fýsi marga að koma ekki síður en á basara félagsins, sem mjög hafa verið vinsælir undan- farin ár. Bjarni Sigurðsson Myndin er af starfsmönnum Akranesbæjar, sem sigruðu starfsmenn Sementsverksmiðjunnar og Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts í knattspyrnu um daginn og hlutu Vestdalsbikarinn að launum. — Aftari röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, bæjargjaldkeri, Svavar Sigurðsson, Gunnar Gunn- arsson, Tómas Runólfsson, Ingi Bjarnason og Skúli Hákonarson. — Fremri röð frá vinstri: Atli Marinósson, Helgi Hannesson, Þorkell Kristinsson, Björn Finsen og Ingvar Friðriksson. Fyrirliði SKRIFAR UM * KVIKMYNDIR var Helgi Hannesson. Hafnfirðingar unnu bæjakeppnina Frábær mynd í Nýja bíói: VOPNIN KVÖDD ÞESSI ameríska mynd er byggð á samnefndri sögu Ernst Hem- ingway’s, sem margir hér munu kannast við, því að sagan kom út hér fyrir allmörgum árum í ágætri þýðingu H. K. Laxness. Þessi saga Hemingway’s er snilldarlega samin svo sem vænta mátti um slíkan öndvegis- höfund, og var því þeim, sem tóku hana til kvikmyndunar vissulega mikill vandi á höndum. Verður ekki annað sagt en að þeim hafi vel tekizt, því að myndin er stórbrotin og áhrifa- rík og afburðavel á svið sett, ekki sízt herflutningarnir og önnur hópatriði og yfirleitt vel tekin. Þó er liturinn á andliti sumra leikendanna afkáralegur og til stórlýta. Leikstjórinn er Charles Vidor, en hann er í fremstu röð kvikmyndaleik- stjóra, en leikendur þeir, sem fara með aðalhlutverkin eru Rock Hudson, sem leikur amer- íska liðsforingjann Frederic Henry, Jennifer Jones, sem leik- ur hjúkrunarkonuna Catherine Barkley, og Vittorio De Sica, sem fer með hlutverk herlæknis- ins, Rinaldis majors. Fleiri góðir leikarar fara þarna með hlut- verk, en beztur er tvímælalaust leikur þeirra Jennifer Jones og De Sica. — Atburðirnir gerast á ítalíu í heimsstyrjöldihni fyrri og er þar lýst á áhrifaríkan hátt ógnum styrjaldarinnar, en meg- inefni myndarinnar er harmsaga elskendanna, hins ameríska liðs- foringja og hjúkrunarkonunnar. — Fer ekki á milli mála að mynd þessi er með betri myndum, sem hér hafa verið sýndar um langt skeið. Stjörnubíó: ALLT FYRIR HREINLÆTIÐ ÞETTA er norsk gamanmynd, byggð á útvarpssögu eftir Evu Ramm Sagan birtist einnig á sínum tíma í danska vikublaðinu „Alt for damerne" og þótti bráð- skemmtileg. Fjallar myndin um fyrirbæri, sem ekki er óalgengt, einnig hérlendis, þ. e. þrifnaðar- æðið, sem sumar húsmæður eru haldnar af með þeim afleiðing- um að börnin eiga engan griða- stað til leika á heimilinu og eig- inmaðurinn er hálfger eða alger hornreka fyrir ræstingarbrölti konunnar og leiðist því til að leita athvarfs í fanginu á skrif- ! stofustúlkunum, eða hjá öðrum konum, sem komið hafa auga á þann sannleika, að hreinlæti er ágætt, en þó í hófi, eins og svo margt annað. í mynd þessari má ekki tæpara standa að unga hreinlætiskonan missi eigin- manninn til annarrar konu, sem gefur sér góðan tíma til að laða hann að sér en allt bjargast þó á síðustu stundu. Mynd þessi er býsna skemmti- leg, sum atriðin fyndin og: sprenghlægileg og leikurinn er fjörlegur í bezta máta. Félag stofnað tii endurreisnar Kolviðarhóls S.L. laugardag fór fram bæjar- keppni í knattspyrnu milli Kefl- víkinga og Hafnfirðinga. Keppt var í tveim aldursflokkum 4. fl. og meistaraflokk. Leikar fóru svo að Hafnfirðingar unnu meistara- flokk 4—1, en jafntefli varð hjá drengjunum í 4. flokk, tókst hvorugum að skora. Leikur 4. flokks drengjanna var mjög skemmtilegur og víst er að þar eru mörg efni í góða knattspyrnumenn á ferð. Knatt- meðferð drengjanna var yfirleitt fyrir ofan meðallag og samleikur þeirra oft athyglisverður. Nokkur vindur var meðan leik- irnir fóru fram og hafði hann sín áhrif. Er leikur meistaraflokkslið- anna hófst kom klutkesti Hafn- firðinganna upp og kusu þeir að leika undan vindi fyrri hálfleik- inn. Fyrstu mínútur leiksins sýndu að það voru Hafnfirðingarnir, sem höfðu hug á að vinna leik- inn. Kraftur þeirra, og baráttu- vilji var mun meiri og samieik- ur heilsteyptari. Þeir skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik, án þess að Keflvíkingar fengju skorað, en seinni hálfleik- urinn endaði 1—1, svo Hafnar- fjörður vann leikinn 4—1. Keflavíkurliðið var nokkuð breytt frá því að það var í sumar í 1. deildar keppninni. Nokkrar breytingar eru sömuleiðis á Hafn arfjarðarliðinu. En þegar það er haft í huga að þarna voru að keppa fallliðið úr 1. deild og sig- urvegararnir í 2. deild, orkar einskis tvímælis hvort liðið á að vera í fyrstu deild, svo voru yfirburðir Hafnfirðinga mkilir. Bræðurnir Bergþór og Ragnar Jónssynir skoruðu mörk Hafn- firðinganna. Bergþór skoraði ,,hattrick“ — 3 mörk í fyrri hálf- leiknum, en Ragnar skoraði fjórða mark Hafnfirðinganna í síðari hálfleiknum. — Á. Á. SKÁK I SUNNUDAGINN 11. þ. m var stofnað félag til endurreisnar Kolviðarhóls. Hefur stjórn fé- lagsins ákveðið að hefjast þegar handa um viðreisn staðarins og vinna að því, að Koiviðarhóil geti orðið dvalar- og hvíldar- heimili fyrir fólk bæði vestan og austan Hellisheiðar. Einnig hefur félagið í huga, að endur- reisa gamla sæluhúsið, sem byggt var að Kolviðarhóli 1877 og safna í það gögnum og far- kosti ferðamanna fra fyrri öld- inni. Formaður félagsins var kjör- inn Hróbjartur Bjarnascr:, stór- kaupmaður, varaforseti Björn Björnsson alþm., gjaldkeri Krist inn Guðnason kaupmaður og rit- ari Þórður Þórðarson bæjarfull- trúi. Stjórnin er skipuð tíu mönnum og varamenn jafn- margir. Þá var á stofnfundinum kjörin 13 manna fjáröflunar- nefnd. MINNINGARMÓT Eggerts Gilf-: ers er nú í fullum gangi, og bar- áttan um fimm efstu sætin geypi hörð. Gestur mótsins er skák- meistari Nórðurlanda, Svein Jo- hannesen, og er hann í 6. sæti eftir 6 umferðir!, að vísu á hann biðskák sem getur lyft hon um upp í 4. sæti, en eigi að síð- ur getum við verið ánægðir með frammistöðu okkar manna. Staðan eftir 6 umferð r: 1.—2. Friðrik og Ingi R. 5 v. 3. Arinbjörn 4V2 v. 4.—5. Guðm. Á. og Ingvar 3 Vi. 6.—7. Svein og Benóný 3 auk þess á Svein biðskák. Það má telja fullvist að aðrir koma ekki til greina í barátt- unni um verðlaunasætin fimm Mótið er haldið í Sjómanna- skólanum, og hefur mótsstjórn- in komið fyrir sýningartöflum svo að hægt er að fylgjast með gangi allra skáxanna frá sama tað í húsinu. Ég vil hvetja menn eindregið til þess að fylgj- ast með síðustu umferðunum, því þá nær keppnin hámarki sínu. Auk þess hafa verið tefld- ar nokkrar mjóg skemmtilegar skákir. Ég ætla að rekja hér sKák mína við Ingvar Ásmunds- son, en hún var tefld í 4. um- ferð. Skákin er íull af skemmti- legum leikfléttum sem gaman er að glíma við og tvímæla- laust skemmtilegasta jafnteflis- skák mótsins. Hvítt: Ingvar Ásmundsson Svart: Ingi R. Jóhannsson Griinfelds-vörn 1. d4, Rf6; 2. c4 g6; 3. Rc3, d5; 4. cxd5 Hér eru nokkrar aðrar leiðir svo sem 4. Bf4, 4. Rf3, 4. Db3, 4. e3. 4. — Rxc3. Eftir 4. — Rb6 fær svartur þrönga stöðu.5. bxc3, Bg7; 6. Bc4, 0-0; Frh. á bls. 23 %%%%%%%%%%%% Bridge ÖNNUR umferð í tvimenmngs- keppni I. flokks hjá Bridgefélagi Reykjavíkur var spiluð á þriðju- dagskvöldið. Að henni lokinni eru þessir efstir: 1. Bernharð — Torfi 407 2. Eggert — Þórir 397 3. Ivar'— Bjöm 382 4. Steinunn — Guðríður 363 5. Jón — Ingólfur 362 6. Sigurður — Jón 357 7. Rósmundur — Stefán 355 8. Ólafur — Brandur 355 9. Guðm. Kr. — Ólafur 339 10. Birgir — Pétur 334 11. Björgvin — Eiríkur 334 12. Böðvar — Þorsteinn 322 Næsta umferð verður spiluð i kvöld í Skátaheimilinu kl. 8. ★ Síðasta umferðin í einmenn- ingskeppni Bridgefélags kvenna var spiluð á mánudagskvöldið og urðu úrslit þessi: 1. Lilja Guðnadóttir 318 2. Dóra Sveinbjarnard. 313 3.—5. Þorbjörg Thorlacíus 300 3.—5. Guðríður Guðmundsd. 300 3.—5. Guðrún Eiríksdóttir 300 6. Rannveig Thejll 295 Tvímenningskeppni hefst hjá Bridgefélagi kvenna 3. október nk. og er öllum konum heimil þátttaka. — Núverandi stjórn Bridgefélags kvenna er þannig skipuð: Formaður Rósa ívars, gjaldkeri Guðrún Bergsdóttir og ritari Eggrún Arnórsdóttir. ★ Tvímenningskeppni meistara- flokks hjá Bridgefélagi Reykja- víkur hefst 4. okt. nk. Þátttöku- rétt hafa 16 meistaraflokkspör félagsins frá fyrra ári og 16 efstu pörin í tvímenningskeppni þeirri er nú stendur yfir. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.