Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 14
14
MORGVISBLÁÐIÐ
Þriðjudagur 4. okt. 1960
— Guðmundur
Framh. af bls. 8
íð framundir fermingaraldur og
sótti sér vegarnesti til fullorð
insáranna, það hefur dugað
honum vel. Eitt sinn slettist þó
upp á vinskapinn milli þeirra,
það var þegar drengurinn hafði
íengið leið á kvöldbsenunum sín-
um og orti sínai eigin bænir til
guðs og máttir valdanna, en
amma komst á snoðir um þetta
samsæri gegn almættinu og harð
bannaði það. Það er í eina
skiptið, sem Guðmundur Daníeis
son hefur látið undan og ekki
farið sínar eigin götur í skáld-
skap. Hann er þrár ef út í það
fer og hefur litla ánægju af að
eiga alia viðhlæjendur að vini.
En hann er tryggur vinum sín
um og gjarn á að berja í bresti
þeirra, ekki sízt ef þeir eru nú
ung skáld og óhefluð á marga
lund, en vinátta hans gefur ör-
uggari vexti en innstæða i sam-
vinnusparisjóðum.
Ég man hann sagði mér eitt
sinn, að hann hefði ákveðið að
verða skáld, þegar hann las
fyrstu ljóð Steins Steinarrs í
Lögréttu. Þá sendi hann blað-
inu sýnishorn þeirra ijóða sem
Ingólfur Jónsson hafði vél-
ritað fyrir hann, en sá þau
aldrei á þrykki. Það var voða-
legt áfall að þurfa að standa
sjálfa Lögréttu að jafnlitlu viti
á bókmenntum Síðar sendi ham
nokkur ljóð til Iðunnar og fékk
þau birt umsvifalaust. Upp úr
því fylgdi hann um skeið póli-
tískri línu tímantsins og gerðist
róttækur, jafnvel kommúnisti,
en óx upp úr þeirri tízku eins
og fermingarskónum sínum.
Hann komst að raun um, „að
maður varð ekki eins gáfaður
af að vera „róttækur" og ég
hélt í fyrstu". En þakklæti sitt
sýndi hann samt í verki á þann
hátt, að engum gat blandazt
hugur um: Hann skýrði elztu
dóttur sína í höfuðið á tímarit-
inu.
Guðmundur Daníelsson hefur
farið víða um lönd og skrifað
margt skemmtílegt um ferðalög
sín, enda ágætur blaðamaður
eins og sjá má af Suðurlandi,
sem hann hefur gefið út í mörg
ár. Örlagaríkasta ferð hans hygg
ég þó hafi verið norður í Húna-
vatnssýslu. Þar skrifaði hann
fyrstu skáldsögu sína, Bræðurna
í Grashaga. sem út kom 1935 og
vakti stórmikla athygli, og þang
að sótti hann ágæta konu sína,
Sigríði Arinbjarnardóttur, að-
laðandi konu, sem búið hefur
manni sínum og þremur börn-
um þeirra fallegl heimilj á Eyr-
arbaikka. Með slíka konu við
hlið eru allir vegir færir.
Að lokum sendi ég skáldinu
og fjölskyldu hans beztu árnað-
aróskir á þessum merku tíma-
mótum.
Matthías Johannessen.
34-3-33
Þunga vinn uvélar
Gunnar Jónsson
Lögmaður
við undirrétti o- hnestarétt.
Þingholtsstræti 8. — Sími 18259
STARFANDI FÓLK
velur hirin
HRAÐ-GJÖFULA
patker i-Hen
Sniðugur náungi! Vinnan
krefst kúlupenna sem hann
getur reitt sig á . . . allan
daginn, alla daga. — Þess
vegna notar hann hinn frá
bæra Parker T-Ball. Blek-
ið kemur strax og honum
er drepið á pappírinn . . .
og helzt, engin bleklaus
strik. Jöfn, mjúk og falleg
áferð.
POROUS-KULA
EINKALEYFI PARKERS
Ytraborð er gert til að grípa strax og
t>o léttilega pappírinn. Púsundir smá-
gata fyllast með bleki tii að tryggja
mjúka, jafna skrift.
Parker kaiupenm
ORODUCT OF
THE PARKER PEN COMPAN'
Gaboon
Stærð 122x244 og 122x220
Þykkt 16—19, 22 m/m.
N ý k o m i ð
Hjálmar Þorstei issosi & Co hf.
Frakkarstíg 28 — Sími 11956
sem húðin finnur
ekki fyrir
Gillette hefir gert nýja uppgötvun, sera stóreykur pægindin við raksturinn. Pað
er nýtt rakblað með ótrúlegum raksturseiginleikum. Skeggið hverfur án pess að
pér vitið af. Þegar nótað ex Blátt Giilette Extra rakblað má naumast trúa pví
að nokkuð blað hafi verið í rakvélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50.
Sjómaður óskar eftir
tveggja herb. íbúð
í kjallara eða á hæð sem fyrst. — Tilboð sendist
afgr. Mol. fyrir fimmtudagskvöld, merkt
„Skilvísi — 19b7‘.
6 herb. íbúð
þér verðið að reyna það
Blátt Gillette
EXTBA
® Giliette er skrásett vörumerkl
óskast til leigu. — Upplýsingar í síma
34735.
Félagið „Gnoð“
óskar eftir tilboðum í Steingirðingu (grindur) við
Gnoðarvog 14 --42. Nánari upplýsingar gefur Kristj-
án Erlendsson trésmiður, Gnoðavogi 40, sími 35944.
Tilboðum skal skila fyrir 1. nóv. 1960 í Box 843.
Félagið áskiíur sér rétt til að taka hverju tilboði sem
er eða hafna öllum.
STJÓRNIN